Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Spurningin Ertu búin(n) að kaupa einhverjar jólagjafir? Halldór Ragnar Halldórsson tryggingaráðgjafi: Nei, ekki neina. Árni Rafn Rúnarsson nemi: Nei, ekki byrjaður. Hrefna Húgósdóttir nemi: Já, og er eiginlega búin. Svava Sigbertsdóttir nemi: Nei, ég byrja svona tveim vikum fyrir jól. Guörún Olsen nemi: Nei, byrja bara í desember. Lesendur Hlaupum við berar í næsta Kvennahlaupi? Skattborgari og móðir skrifaði: Samúel Örn Erlings- son, íþróttafréttamaður RÚV, kynnti brosleitur i aðalfréttatíma fyrir framan alþjóð, og þar með dætur mínar tvær lika (þær stunda báðar íþróttir), nýja og frá- bæra aðferð erlends fót- boltafélags til fjáröflun- ar og auglýsingar. Þetta var nú reyndar kvenna- lið því það er víst lika þannig í útlöndum eins og hér heima að kvennaliðin sitja á hak- anum þegar peningum er úthlutaö. Hver er síðan hin frá- bæra aðferð? Jú, að sjálfsögðu hin gamalreynda aðferð konunnar við fjáröflun, að selja líkama sinn, á prenti í þetta skiptið, enda fylgjast konur vel með nýjungum, bæði á þessu sviði sem öðrum og hafa tekið tæknina í sína þjónustu eins og símavændiskonur og netadræsur (cyber sluts) bera vitni um. Þetta útlistaði hinn brosleiti fréttamaður ríkissjónvarpsins, sem ég er neydd til að borga af, í löngu og ítarlegu, og að sjálfsögðu myndskreyttu máli á besta útsendingartima. Áströlsku stúlkurnar sem vöktu heimsathygli á sér með því að fara úr hverri spjör og gefa út veggspjald sér og fótboltaiðkun sinni til framdráttar. Ég varð nú reyndar nokkuð undr- andi og vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja næst við dætur mínar þeg- ar umfjóllun um peningasvelti kvennaíþrótta kæmi til tals. Kvennahlaups- konur ættu kannski bara að hlaupa naktar næst? Hróður hlaups- ins myndi án efa ber- ast langt út fyrir land- steinana ef svo yrði og væri vel við hæfi í menningarátakinu sem tróllríður öllu, sérstaklega hér í verð- andi menningarborg- inni. Mér er áfram spurn, hver eru eiginlega skilaboðin til ungra íþróttakvenna.? Er þetta virkilega frábær fjáróflunarleið? Þær geta kannski bara al- veg séð sjálfar um sína fjáröflun á þennan hátt framvegis? Ég óska eftir áliti og at- hugasemdum íþrótta- kvenna og foreldra ungra íþróttastúlkna hér á landi. Ég óska einnig eftir áliti KSÍ og ÍSÍ í þessu máli. Ef það er virkilega álit fólks að þetta sé ásættanleg aðferð þá sé ég enga ástæðu til að skattpen- ingar minir renni áfram til íþróttahreyf- ingarinnar á Islandi, því ég er alveg sannfærð um að strákarnir geta líka séð um sína fjáröflun sjálfir með sambærilegum hætti. Mynd Reuter Refsað fyrir að staðgreiða - M12 tilboð ekki fyrir landsbyggðina Haraldur og Sigurgeir á Akur- eyri skrifa: Okkur finnst full ástæða til þess að vekja athygli landsmanna á því hvers slags rugl svokallað M12 til- boð íslenska sjónvarpsfélagsins er og hvernig fyrirtækið mismunar áskrifendum sínum eftir því hvar þeir búa á landinu. Sem dæmi um svokallað M12 til- boð má nefna að geisladiskur með Bubba Morthens er boðinn á 2.500 krónur. Þetta er það verð sem höf- uðborgarbúum er boðið upp á, en þegar við bætist flutningskostnaður sem er t.d. um 500 krónur til Akur- eyrar þá er þetta ekkert sérstakt til- boð lengur, eða sama verð og t.d. BT býður upp á. Svo er boðið upp á sérstök far- gjöld til útlanda. Þar er sá við- skiptaháttur hafður á að þeim sem staðgreiða, t.d. með debetkorti, er gert að borga hærra verð en þeir sem greiða með kreditkorti og fá þá jafnvel ferðina með raðgreiðslum. Það er sem sagt verið að refsa fólki fyrir að staðgreiða. Þá má geta þess að þjónustufull- trúinn, sem við þurfum að leita til hér fyrir norðan, er ekki starfi sínu vaxinn. Það er eins og að tala við ljósastaur að tala við hann. Munur- inn á þeim tveimur er þó Ijósastaurnum í hag - hann kveikir á perunni reglulega. Tryggingasvik tryggingafélaga - tryggingafélög vilja borga lágar bætur og setja sínar reglur til að gera það Viðskiptavinur tryggingafélaga skrifar: Þessa dagana tala tryggingafélög- in um að „tryggingasvik" séu um hálfur til heill milljarður, aðallega í bílatryggingum. Sjálfsagt er eitt- hvað til í þessu, en frá sjónarmiði tryggingatakans eru fleiri hliðar á þessum málum. Það vakna upp ýmsar spurningar. Það er til dæmis venja tryggingafélaganna að af- greiða mál sem eru þannig vaxin að maður lendir í árekstri og er í „rétti", fer með bílinn sinn á skoð- unarstóð, þar sem tjónið er metið á t.d. 24 þúsund, sem er lítið tjón. Það vill þannig til að ég get séð um þetta tjón sjálfur og fer því fram á að fá tjónið borgað út. Þá fæ ég borgaðar ca 18 þúsund og er mér sagt að búið sé að draga frá virðisaukaskattinn. Hvað verður um virðisaukaskattinn og hvað hefur hann með matið á tjóninu til tjónhafa að gera? Borgar tryggingafélagið hann eða „týnist hann bara"? Maður á nýjan bíl og tekur kaskó- Kaskótrygging á þossum bíl kemur ekki til með að dekka tjónið, segir bréf- ritari. BáSSSuW^ þjónusta allan sólarhringinn H H rV; H' r\x) H 'j-j 0 'j l) j'j Lesendúr geta sent mynd af íi«ir incð brúfum sfnum sem tilrt vcrða á lesendasíðu tryggingu með 46 þúsund króna sjálfsábyrgð, en þetta gerir maður i þeirri góðu trú að það sé verið að tryggja eign sina i topp að frá- skyldri sjálfsábyrgð. Síðan gerist það að maður lendir i árekstri og bílinn skemmist það mikið að tjón- ið á bifreiðinni að mati tryggingafé- lagsins er útborgunarhæft. Er það „kaskótryggingin mín sem borgar tjónið", þar sem ég var í órétti? Þeg- ar að útborgun kemur er gripið til svonefnds „listaverðs" sem trygg- ingafélagið býr til, þ.e. sjálfsábyrgð, kílómetrataxti, rispur og útlit - og svo „smáaletrið" sem kemur til frá- dráttar. Þegar upp er staðið er í fæstum tilfellum hægt að kaupa sambæri- legan bíl, nema að bæta við upp- hæðina sjálfsábyrgð og stórri upp- hæð að auki. Þess er einnig að geta, að kaskótryggingin í þessu dæmi bætir ekki afnotamissi og önnur óþægindi er af þess háttar tjónum verða. Viðskiptavinurinn getur ekkert sagt eða gert öðruvísi en að fara í mál við tryggingafélagið, því þetta eru „reglur" sem tryggingafélagið setur sér. Spurningin er: Er þetta löglegt eða bara siðlaust? En þetta eru ekki talin „tryggingasvik". Þau virðast eingöngu gerast á þann veg, að tryggingafélagið telur að það borgi meira eh það vill. Veislugleði og sektarkennd Ásta hringdi: Mikil veislugleði hefur gripið um sig vegna áramótanna. Mun hver fínimannsveislan á fætur annarri verða haldin á gamlárs- kvöld þar sem herrarnir sýna Armani-smókingfötin sín og frúrnar Versace-kjólana og skál- að verður fyrir árþúsundamót- um. Nú verður hver að hafa það eins og hann vill en ég get ekki leynt undrun minni og hneyksl- an gagnvart þeim foreldrum sem tekið hafa fínimannsveislur úti í bæ fram yfir áramótafagnað í faðmi fjölskyldunnar. Víst er að mörg börnin eiga eftir að minnast komandi gamlárskvólds með trega þar sem þau verða annaðhvort ein heima eða send í pössun. Það er hálfömurlegt hlutskipti á jafn- merkum tímamótum. Verður bara að vona að þessi börn verði ekki fyrir slysum af völdum flug- elda eða blysa svo sektarkenndin eyðileggi ekki minningu hinna veisluglöðu foreldra um árþús- undamótin. Foreldrar sem eiga börn í stoln- um fötum Guðrún Guðmundsdóttir hringdi: Sonur minn fór á badminton- mót í Kaplakrika 20. og 21. nóv- ember. Hann var i nýjum íþrótta- fótum sem hann hafði keypt sér sjálfur. Á sunnudeginum hvarf nýja peysan hans en þrátt fyrir að leitað væri hátt og lágt fannst hún ekki. Peysan er hvít hettu- peysa frá Nike með dökkbláum eða svörtum stófum og merkjum. Mér finnst það ansi hart að fólk skuli ekki geta látið eigur annarra í friði. Sorglegast af öllu finnst mér að einhverjir foreldr- ar vita að barnið þess gengur um i stolinni Nike-peysu. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar börn eru skyndilega komin í nýj- ar flíkur, skýringalaust. Eru eng- ar athugasemdir gerðar við slíkt? Hvers konar skilaboð eru það til barnsins að viðurkenna þjófnað og gripdeildir? Ekki vildi ég að bórnin min gengju um í stolnum flíkum. Ég skora á þann sem tók peys- una að koma henni til skila í íþróttahúsið. Fráleitar framkvæmdir borgarinnar Fossvogsbúi skrifar: Sumar framkvæmdir borgar- innar eru með hreinum ólíkind- um. Ein þeirra blasti við okkur sem daglega þurfum að komast leiðar okkar niður i Fossvoginn, G- og H-löndin, þ.e. frá Bústaða- vegi og Réttarholtsvegi, niður Hörgsland og öfugt. Einn góðan veðurdag, í orðs- ins fyllstu merkingu, voru kom- in tæki og tól verktaka sem rifu upp helminginn af götunni. Þarna var lengi vel unnið, stutt á hverjum degi, og alls ekki um helgar. Enginn skildi hvað var á seyði. En síðar kom í ljós að þetta var hellulagning. í stað svarts malbiks komu rauðir steinar. Að þessu loknu var byrj- að á vestari helmingi götunnar, jafnrólega og í þeim eystri. En nú lét Vetur konungur finna fyr- ir sér og framkvæmdir stöðvuð- ust. Fossvogsbúar sáu fram á skerta fiutningsgetu um þessa líf- æð út veturinn. Það sem enginn skilur er: í fyrsta lagi hvers vegna svona vinna er unnin þegar allra veðra er von. í öðru lagi. Hvað eiga þessir rauðu steinar að fyrir- stilla? '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.