Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 ^—n LEJk! ' Fr/a/st, ó/fáð dagblað Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformadur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aostoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjðrn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Á móti frelsi Fundur Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Seattle í Bandaríkjunum fór út um þúfur um helg- ina. Enn einu sinni var frelsi í heimsviðskiptunum fórnað á altari sérhagsmuna. Þær vonir sem bundn- ar voru við Heimsviðskiptastofnunina hafa brugð- ist, að minnsta kosti er leiðin til frjálsari viðskipta milli landa grýttari en margir hafa látið í veðri vaka. Vesturlönd hafa alltaf verið fylgjandi því í orði að frelsi sé í viðskiptum milli landa. Á hátiðarstundum tala leiðtogar Vesturlanda fjálglega um mikilvægi frjálsra milliríkjaviðskipta, en þegar á hólminn er komið er frelsið lagt til hliðar eins og berlega kom í ljós á hinum árangurslausa fundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar. Varðstaða Evrópusambandsins um gjaldþrota landbúnaðarkerfi sambandsins er ein meginástæða þess að árangurinn í Seattle varð eng- inn. Stefna Evrópusambandsins og raunar vel fiestra Vesturlanda í landbúnaðarmálum er ein helsta skýring þess hve mörgum þróunarríkjum gengur illa að vinna sig út úr erfiðleikum og byggja upp blómlegt efnahagslíf. Til aö friðþægja samviskuna hafa Vesturlönd komið upp víðtækri þróunarað- stoð, rétt til að bjarga því versta. íslendingar eru, líkt og aðrar vestrænar þjóðir, plagaðir af sam- viskubiti gagnvart fátækari löndum heims. Þess vegna hefur verið ákveðið að taka þátt í HlPC-átak- inu svokallaða sem Alþjóðabankinn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hrundu af stað árið 1996 og felst í því að afskrifa stóran hluta af skuldum þróunar- landanna. Afskrifaðar skuldir skipta hins vegar litlu þegar til lengri tíma er litið, ekki síst þegar Vesturlönd koma í veg fyrir að þróunarríkin geti staðið ein og óstudd. Þróunaraðstoð Vesturlanda hefur ekki falist í því að hjálpa fátækustu ríkjum heims til sjálfs- hjálpar heldur að kaupa sér sálarfrið. Staðreyndin er sú að Vesturlönd eru og hafa ekki verið tUbúin til að veita þá einu þróunaraðstoð sem máli skiptir - opin og frjáls milliríkjaviðskipti. Þess vegna hefði það ekki átt að koma neinum á óvart þó árangur yrði enginn á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar. Allt tal um frjáls heimsviðskipti er innihaldslaust og ótrúverðugt. Enn einu sinni náðu sérhagsmunir að bera heilbrigða skynsemi ofurliði. Við íslendingar erum heldur ekki trúverðugir þegar við gerum kröfu til þess að önnur ríki hætti ríkisstyrkjum til sjávarútvegs, en erum ekki tilbún- ir til að taka til í eigin garði, hætta opinberum stuðningi við landbúnað og leyfa frjálsan innflutn- ing landsbúnaðarvara. Er hægt að taka mark á þeim sem krefst þess að hafa óheftan aðgang að er- lendum mörkuðum en er ekki tilbúinn til að opna sína markaði fyrir erlendum vörum? Það er dapurleg staðreynd að íslendingar skuli taka fullan þátt í tvískinnungi Vesturlanda. Eigi einhver þjóð að skilja mikilvægi frjálsra viðskipta milli landa eru það íslendingar. Utanríkisviðskipti hafa staðið undir sókn íslendinga frá fátækt til bjargálna og gert þá að einni ríkustu þjóð heims. Það er nöturleg staðreynd að íslendingar skuli ekki vilja gefa fátækustu ríkjum heims sömu tækifæri. Óli Björn Kárason Rithöfundurinn Guenter Grass (sjálfsmynd frá 1974). - Var dýrkun konunnar hvati hans til bókaskrifta? Ugla sat á kvisti - átti börn og missti Til langs tíma máttu ís- lendingar fylgjast með átökum milli rithöfunda í fjölmiðlunum og ljóst var að það voru hinir fjöl- mörgu rauðu í hópi þeirra sem voru hávaðasamastir. Nú eru þeir rokkar að mestu hljóðnaðir; hrun kommúnismans um alla Austur-Evrópu hefur svipt marga akkerisfestum í ólgusjó geisandi markaðs- hyggju um allan heim. Ekki þykir nú beint gáfu- legt að predika gamlar þýskar heimspekikenn- ingar um öreigana. Hvað hefur orðið um gömlu rauðliðana? Þrír af þekktustu hagfræðingum landsins hafa gert upp sína pólitísku fortíð. En hvað um Svavar Gestsson og Hjörleif Guttormsson? Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur friðs og sífellt verið að segja þjóð sinni „sann- leikann" um for- tíð sína og fram- tíð með því áð skrifa „afstööu- bókmenntir", en það er fyrirbæri sem flestir ís- lendingar hafa fengið sig fullsadda af. Rassverkur og ritsnilld Sannleikur um eina þjoð er stórt orð og á einskis manns færi allan Afstöðubókmenntir Árni Bergmann (ÁB), rithöfundur og fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, gerði fyrir skemmstu stuttlega grein fyrir skoð- unum sínum og breytingum þeirra á einkar einlægan og trú- verðugan hátt. Hann lýsti því m.a. hvernig hann var enn bjartsýnn á tímum Krústsjofs, en þá var sem ferskir vindar blésu í Moskvu. En síðan sló í bakseglin og kommún- isminn hrundi innan frá. í nýlegri kjallaragrein spyr síðan ÁB: Hver hatar Guenter Grass (GG)? Hann vitnar síðan í samkomu i tilefni nóbelsverðlauna GG og segir að þar hafi komið fram að hann hafl notið misjafns gengis með þjóð sinni og að við liggi að yngri höf- undar þar hati hann; margir aðrir hafi lagt fæð á hann. Ástæðuna segir ÁB vera þá að rithöfundurinn hafi ekki verið til „Bókmenntagagnrýnendur flest- ir telja hann (GG) hafa góða frá- sagnargáfu og vera listamann i beitingu málsins en of margorð- an, en skáldsagnahöfundur væri hann fremur lítill." að segja. Kjallarahöfundur hefur kynnst nokkuð greinaskrifum GG og þátttöku hans í fjölmórgum bókmenntaþáttum eða bara pólitík í fjolmiðlum, en flestir landar hans munu líklega þekkja höfund- inn betur á þann veg en af bókum hans, en hann hefur verið í meira lagi iðinn að tjá sig í fjölmiðlum. Segja má að hann sé alveg eins rit- snjall pólitikus og rithöfundur með afstöðu sem ruglar þeim hlut- verkum sífellt saman í bókum sín- um og blaðagreinum. Með því að tala sífellt ættföður- lega yfir hausamótum landa sinna með siðferðisboðskap hefur hann pirrað marga og orðið eins og verkjandi gyllinæð, ræðandi kennilega út frá skoðunum sínum. 1965 tók hann þátt í kosningslag krata með Willy Brandt en flokk- urinn var tortrygginn gagnvart honum. Svisslendingurinn Duer- renmatt sagði málið grátbroslegt, GG vildi fiokk en flokkurinn vildi hann ekki. Hann gagnrýndi Berlínarmúrinn 1961 og fékk DDR upp á móti sér, vildi síðan gera Þýskaland að ríkjabandalagi „því Þýskaland hafl alltaf orðið sjálfu sér til tjóns þegar það var samein- að". Og áfram hélt hann þegar hann kallaði Austur-Þýskaland lands- nepil kallaðan DDR. 1994 gagn- rýndi hann sameiningu Þýska- lands og sagði að hún hafi gerst á rangan hátt! Það var þá gáfulegt og eins og blaut tuska fram- an í þjóðina. Það virtist sem hann væri að reyna endulífga málpípu sína úr Blikktrommunni til að tala yfir þjóðinni, en sá tími var liðinn. Endalausar siða- predikanir manns af Auschwitz-kynslóðinni hlutu að verða umdeildar í meira lagi. Áhangendur marga hafði hann þá misst. Rýr rómanahöfundur Bókmenntagagnrýnendur flestir telja hann hafa góða frásagnargáfu og vera listamann i beitingu máls- ins en of margorðan, en skáld- sagnahöfundur væri hann fremur lítill. Kvenrithöfundur telur (A. Barth) að dýrkun konunnar væri hvati hans til bókaskrifta, en fyrir þeim væri hann sem steingerving- ur sem unnt væri að furða sig á. Hann eignaðist þrjár konur og með tilkomu hverrar þeirra öðlað- ist hann nýjan neista; búskapur- inn var í fornum stíl með stóru húsi og mikill ættfaðir ríkir sem hertogi, hreint ekki öreigalegt. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Island í hópi vanþróaðra þjóða „Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Al- þjóðabankans hentar þetta form aðeins vanþróuðum þjóðum sem ekki hafa yfir að ráða þeirri upplýsinga- tækni sem flókinn rekstur þessara stofnana krefst. Jafnvel austantjaldslöndin hafa verið fljót að færa sig úr þessu kerfi og greiða sjúkrastofnunum sínum fyrir unnin verk í einu formi eða öðru. Ein afleiðing fastra fjárlaga á niðurskurðartíma undanfarinna ára er að fjárframlög til endurnýjunar tækja og almenns viðhalds hefur verið af mjög skornum skammti." Ólafur Örn Arnarson læknir fjallar um úrelt föst fjár- lög tii spítalareksturs. Hin jósku skipulagsfræði „Margir aðfluttir Reykvíkingar, jafnvel í annan og þriðja ættlið, telja það sjálfsögð mannréttindi að hafa hlað framan við lágreist hús sín, og helst heimalning þar á beit. Skipulagsfræðingar með ágæt próf frá jóskum arkitektaskólum, sem kunna að fara með reglustriku, en fátt annað, gera svo borg að þorpum og þorp að flatneskju." Oddur Ólafsson í Degi um skipulagsmál. Margs konar jólaæði í gangi „Hugmyndir manna um jólahald snúast ekki leng- ur um það að minnast fæöingar frelsarans heldur eitthvað allt annað. Fyrirtæki keppast við að halda miklar drykkjuveislur, sem kenndar eru við jól, og í sumum þeirra er atgangurinn svo mikill að einna helst minnir á fornnorraænar víkingahátíðir. Veit- ingahús bjóða upp á jólahlaðborð, sem í sjálfu sér er gott og blessað, nema að allt gengur út á að belgja sig út af mat og drykk. Þegar svo nær dregur sjálfri jóla- tíðinni rennur æði á marga, ef ekki drykkjuæði þá hreingerningaræði, eöa vitstola kaupæði, svo nokk- ur afbrigði séu nefnd". Víkverji í Morgunblaðinu ræddi um jólahaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.