Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 15 Akið áf ram í myrkrinu Skilaboð Vega- gerðar ríkisins til Sunnlendinga og höfuðborgarbúa, sem þúsundum saman þurfa að reka erindi sín ým- ist i Reykjavík eða ferðast austur fyrir fjall um dimma vetrardaga, eru ein- föld og skýr: Akið áfram í myrkrinu og étið það sem úti frýs.Öðru vísi verða viðbrögð Vegagerðarinnar ekki skilin við er- indi Orkuveitu Reykjavíkur um viðræður um lýs- ingu leiðarinnar fyrir fjall. Kjallarinn Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi austur - og étið þaö eru öflugir og skilja manna best hversu þýð- ingarmikið málið er, enda eru þéttbýlisstað- irnir á Suðurlandi orðnir hluti af höfuð- borgarsvæðinu í at- vinnulegu og menning- arlegu tilliti. Ég trúi því ekki að þeir láti hroka Vegagerðarinnar í þessu máli líðast öllu lengur, enda tuttugasta öldin senn að baki og sú 21. að taka við. Hugarfarsbreyting nauðsynleg Á það má benda, ef kostnaður vefst fyrir mönnum, að áfanga- sem úti frýs skipta má þessu verki, t.d. með því að lýsa Hellisheiðina frá Skíða- "L „I rauninni er hér um mannrétt- indamál að ræða sem ber að taka á og skiptir þá engu máli hvaða aðili annast framkvæmdina. Boð Orkuveitu Reykjavíkur er aðeins innlegg i þetta mikilsverða mál og væri í sjálfu sér einfaldast að leita eftir tilboðum í verkið." skálanum um háheiðina eða Þrengslaveginn í fyrsta áfanga. Orkuveita Reykjavíkur og önn- ur orkufyrirtæki eflaust er reiðu- búin að taka þátt í þessu verki og liðka til um lausn þess. Það á að vera mögulegt án sérstaks vegatolls sem nefndur hef- ur verið. Að lok- um má benda á að það er kald- hæðnislegt að Sunnlendingum, sem útvega stærsta hluta raf- orkuframleiðsl- unnar úr vatns- föllum á Suður- landi, skuli vera vísað út i myrkrið í þessu máli. Það þarf greinilega að breyta hugarfarinu hjá Vegagerðinni. Alfreð Þorsteinsson Öryggis-atriði vegfarenda Það er ekki minna örygg- isatriði fyrir vegfarendur sem leið eiga um Hellis- heiði eða Þrengsli en þá sem fara um Keflavíkur- veginn að vegurinn sé lýst- ur upp.' Kostnaður er í rauninni sáralítill miðað við það öryggi sem fæst eða 10-20 milljónir á ári næstu 15-20 ár miðað við að greiða niður stofnkostnað, rekstur og viðhald. í rauninni er hér um mannréttindamál að ræða sem ber að tak'a á og skipt- ir þá engu máli hvaða aðili annast framkvæmdina. Boð Orkuveitu Reykjavík- ur er aðeins innlegg í þetta mikilsverða mál og væri í sjálfu sér einfaldast að leita eftir tilboðum í verkið. Þingmenn Sunnlendinga „Það er ekki minna öryggisatriði fyrir vegfarendur sem leið eiga um Hellisheiði eða Þrengsli en þá sem fara um Kefla- víkurveginn að vegurinn sé lýstur upp," segir Alfreð m.a. í grein sinni. - Snjóruðningur á Hellisheiöi.. Fjarnám í ofbeldi Mikið er rætt um fjarnám af öilu tagi. Nám í fjarska - víðs fjarri skólanum er af hinum góða. Tölvutæknin er merkileg framför - en þó hefur netvæðingin sýnt að neikvæðu hliðarnar eru fjölmarg- ar og þær ber að varast. Minnst hefur verið á barnaklámið sem eitt af hrikalegustu dæmunum um viðbjóðslega dreifingu á óæskilegu myndefni á Netinu. Það er næst- um því ómógulegt fyrir foreldra að „Það er í rauninni eftirtektarvert að þessi ofbeldisverk sem sagt hefur verið frá að undanfbrnu ger- ast á meðal þjóöa sem taldar eru í fremstu röð menningarþjóða. Bandaríkjamenn eru þegar farnir að hræðast þróun þessara mála og óttast meðal annars almenna byssueign." og önnur slík tækni í miðlun hef- ur geysileg áhrif, ekki síst á ungar og óharðnaðar sálir. Þetta kemur upp í hugann þegar hroðalegar fréttir berast utan úr hinum stóra heimi um fjöldamorð, jafnvel inn- an veggja skólanna. Þegar slysasagan hefur verið rakin eins og gjarnan er gert i fjöl- miðlum þá er atburðarásin oft á tíðum eins og kópía af fjölmörgum þeim sjónvarpsmyndum sem um —i árabil hafa verið á boðstólum. Kvöld eftir kvöld horfir barnungt fólk á atburðarás morða og annars ofbeldis. Þegar reynt hefur ver- ið að grafast fyr- ir um ástæður alvarlegustu of- beldisafbrota þá er hefnd og af- brýðisemi oft nefnd sem eins konar afsökun Kjallarinn koma í veg fyrir að börn horfi á forboðna þætti í sjónvarpi og leiki ljóta drápsleiki á Netinu. Dökku hliðar tækninnar Tæknin og vísindin í miðlun af þessu tagi hafa þegar sýnt á sér dökku hliðarnar. Þegar hefur komið í ljós að tölvur og sjónvarp fyrir ofbeldinu. Fyrirmyndirnar blasa við í sjónvarpsmyndum sem hafa um árabil verið stór hluti af andlegri neyslu fjölmargra ung- menna og í ofbeldisleikjum sem er að finna á Netinu. Eftir margra ára áhorf á slíkar ofbeldismyndir hafa vaknað upp þær spurningar hvort myndirnar jafnist ekki á við fjarnám í ofbeldi á fullkomnasta hátt. Til margra þessara kvikmynda er vandað. Framleið- endurnir hafa efni á að vanda þær því eftirspurnin eftir ofbeldismyndum er mikil og tekjurnar í samræmi við það. Það hefur heyrst á ungu fólki að marg- ir þeirra sem leika ofbeldismenn i sjónvarpi séu „töff." Það er í rauninni eftirtekt- arvert að þessi of- beldisverk sem ¦———— sagt hefur verið frá að undanförnu gerast á meðal þjóða sem taldar eru í fremstu röð menningarþjóða. Bandaríkjamenn eru þegar farnir að hræðast þróun þessara mála og óttast meðal ann- ars almenna byssueign. Og þá er spurt af hverju menn vilja eiga byssu. Svarið er þá gjarnan að menn vilja eiga byssu til að geta varið sig og sína þvi ótti fjöl- margra er að verða fyrir ofbeldi. Athafnafrelsi sem ekki má skerða? Ef það reynist staðreynd að of- Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur beldið sem margt ungt fólk hefur haft fyrir aug- unum jafnvel árum saman hefur reynst eins og hluti af fjarnámi og haft þannig neikvæð áhrif á barnshugann þá er tímabært að spyrja hvort hægt sé að spyrna við fótum. Það má einnig velta því fyrir sér hvort það yrði eins auðvelt að fjármagna forvarnir gegn ofbeldi til dæmis með því að breyta um efhistök á sjónvarpsefni eins og að fá aukið fjármagn til framleiðslu á grófum sjónvarpsmyndum. Lik- ——¦— lega yrði svarið við því neikvætt. Að öllum líkindum yrði niður- staðan sú að hvers konar afskipti af sjónvarpi og fjölmiðlun væri gróf aðför að athafnafrelsi og tján- ingafrelsi. Byssueigendur vestur í Bandaríkjunum teija að ef byssu- eign verður bönnuð með nýjum lögum sé verið að vega að per- sónufrelsi manna. Líklega verður að búa við að manndrápin og of- beldið sé óhjákvæmilegur fylgi- fiskur menningarþjóðfélaganna. Tjáningarfrelsi og athafnaþörf má ekki skerða. Jón Kr. Gunnarsson Sigmar B. Hauks- son. Með og á móti Á að drekka vín með jólamatnum? ÁTVR hefur stóraukið úrval sitt af vínum fyrir áramótin og búast við söluaukningu vegna alda- og árþús- undsmótanna. Lfklegt er að stór hluti þess áfengis sem keypt er í desember endi á jólaborðum lands- manna og verði drukkið með jólasteikinni. Góð vín „Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi ljúf vín með jólamál- tíðinni sem iðulega er besta máltíð ársins. Til dæmis gæti ég ekki hugsað mér jólarjúp- una án höfugs rauðvíns. Vita- skuld vill allt hófið hafa en hins vegar megum við ekki gleyma því að létt vín eru hollustu- vara sem bæt- ir heilsuna ef eitthvað er. Auk þess þá gera rétt valin léttvín góðan mat betri. Þess vegna ber að velja vínin með mikilli kostgæfni ekki síður en matinn. Hins veg- ar skal ávallt bera fram aðra drykki, svo sem blávatn, og taka tillit til þeírra sem ekki drekka vín og þá ekki síst á jól- unum. Ég vil bó leggja rika áherslu á að ef einhvern tíma er þörf hófs í neyslu áfengra drykkja þá er það einmitt um jól og áramót. Sé vín haft um hönd með góðum mat þá þarf það alls ekki að kalla á neitt óhóf eða ofneyslu sem að sjálf- sögðu er af hinu slæma. Og við skulum ekki gleyma orðum Marteins Lúters sem sagði að hóflega drukkið vín gleddi mannsins hjarta." Malt og appelsín „Sjálfur drekk ég aldrei vín um jólin enda finnst mér það ekki við hæfi. Jólanna er hægt að njóta á svo margvíslegan hátt án þess að áfengi komi þar við sögu. Góð máltíð stendur alltaf fyrir sínu, þó svo jólaborðin séu ekki að svigna undan rauðvínskút- um. Það er svo margt annað sem hægt er að drekka með jólamáltíðinni, svo sem malt og appelsín, vatn eða bara kðka kóla. SjáJfur drekk ég stundum pilsner en ekkert sterkara. í æsku man ég ekki eftir þvl að menn drykkju áfengi með jólamatnum en nutu hans samt vel. Þeim sið hef ég haldið og hann hefur reynst mér og fjölskyldu minni vel. Jólin eru stórhátíð barnanna og við megum ekki undir neinum kringumstæðum spilla gleði þeirra með ótímabærri áfengis- neyslu." -EIR Sdra Ragnar Fjalar Lárusson. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.