Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Gefum okkur Öllum betri framtíð Fréttir DV fyrir þítt hfutskipti Nýja verslunarmiðstöðin á Gleráreyrum á Akureyri: Kaupmenn í miðbænum áhyggjufullir og reiðir Kaupmenn og þjónustuaðilar í miðbæ Akureyrar eru ekki beint ánægðir þessa dagana og finnst að sér vegið. Ástæðan er fyrirhuguð stórbygging og flutningur fjöl- margra verslana í hús Skinnaiðn- aðar á Gleráreyrum þar sem KEA ætlar að opna aðra Nettó-verslun við hlið Rúmfatalagersins og mörg íleiri fyrirtæki fá kost á að opna verslanir og þjónustustöðvar. Þarna mun rísa eins konar „mini- Kringla" með fjölda verslana og verslun mun án efa að einhverju leyti flytjast úr miðbænum í þessa verslunarmiðstöð. Mönnum er í fersku minni þegar KEA og Rúmfatalagerinn vildu opna verslunarmiðstöð á íþróttavelli bæj- arins og tengja hana miðbænum enda örstutt þar á milli. Það leist kaupmönnum í miðbænum vel á, en mikill meirihluti almennings var á móti þessum áformum og bæjaryfir- völd lögðu ekki í þann slag að út- hluta byggingarleyfi á íþróttavellin- um. Næst var rætt um að byggja verslunarmiðstöðina á flötinni fyrir neðan leikhús bæjarins og færa Drottningarbraut á uppfyllingu út í Pollinn. Þetta þáðu forsvarsmenn KEA og Rúmfatalagersins hins vegar ekki. Þessi frammkvæmd hefði reyndar orðið mjög dýr og flutningur Drottningarbrautar og annað tilheyr- andi hefði kostað 20Ö-300 milljónir króna. EVRÓPA Milljónir í Skinnaiðnað Það sem kaupmönnum í miðbæ svíður hvað mest er að Akureyrar- bær klemur með beinum hætti að því að verslunarmiðstöðin stóra verði að veruleika á Gleráreyrum. Bæjarráð hefur heimilað bæjar- stjóra að: „..undirrita fyrirliggjandi samninga til þess að nauðsynlegir Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Göngugatan á Akureyri. Kaup- menn þar hafa áhyggjur vegna til- komu nýju verslunarmiðstöðvar- innar á Gleráreyrum. eignaskiptasamningar geti farið fram á lóðinni að Dalsbraut 1, svo unnt sé að úthluta félagi Rúmfatala- gersins og Kaupfélags Eyfirðinga byggingarlóð á austurhluta Dals- brautar 1 í samræmi við óskir þeirra" eins og sagði í bókun bæjar- ráðs. Þetta tengist bæði því að Skinna- iðnaður hf. þarf að flytja starfsemi sína í annað húsnæði á Gleráreyr- um, og kaupa þarf upp eignir á því svæði sem byggja á við núverandi húsnæði Skinnaiðnaðar. Bæjarráð- ið samþykkti einnig á fundi sínum sl. fimmtudag að Framkvæmdasjóð- ur bæjarins kaupi skuldabréf til 5 ára af Skinnaiðnaði hf. fyrir 45 milljónir króna með breytirétti í hlutafé frá ágúst árið 2000. Þetta kann mörgum að þykja undarlegt og kaupmenn í miðbæ Akureyrar segja þetta hreina og klára mismunun. Ákureyrarbær sé að leggja milljónatugi í að liðka fyr- ir því að KEA og Rúmfatalagerinn, auk þeirra verslana annarra sem verða á Gleráreyrum, gangi af mið- bæjarversluninni dauðri. Miðbærinn „klúður" Annað sem óneitanlega tengist þessu, óbeint þó, ér hvílíkt „klúð- ur“ miðbær Akureyrar er. Miðbær- inn var „rifinn upp“ á síðasta ára- tug og útkoman var nokkuð sem meginþorri Akureyringa hefur aldrei verið sáttur við. Eintóm steinsteypa og hellur um allt, „grár miðbær og líflaus" segja margir. Þetta hefur óneitanlega orðið til þess að fólki finnst ekkert skemmti- legt að fara í miðbæinn, og fer ekki þangað nema það eigi brýnt erindi. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla, en marga. Umræðan um leiðin- legan og ljótan miðbæ hefur ekki létt skap kaupmanna þar og stuðn- ingur bæjaryfirvalda við hina nýja verslunarmiðstöð á Gleráreyrum hefur gert þá afar reiða marga hverja. Bæjaryfirvöld hafa nú ákveðið að taka miðbæinn til gagngerrar end- urnýjunar og er vonandi að þær framkvæmdir sem ráðist verður í þar verði til þess að gera bæinn þannig að menn hafi ekki á tilfinn- ingunni að þeir séu á gangi á Rauða torginu í Moskvu þegar þeir eiga leið þar um. Takist vel til, mun það án efa verða til þess að fleiri og fleiri kjósa i framtíðinni að versla í miðbænum. -gk ,TAKN UM TRAUST" Ford Explorer Executive '98, 2000 cc, 5 g., vökvast., aukad. á felgum. V. 1.490.000. ekinn 64 þús. km, ABS, allt rafdr., loftp., loftkæl., cruise control, spil, torkkubbur, 220 hö., 35“ dekk, glæsilegt eintak. V. 2.690.000. ekinn 24 þús. km, toppl., rafdr. sæti, álf., cruise control o.fl. Einn með öllu. V. 3.300.000 stgr. loftp., ABS, álf., viðarkl. mælab. Frábær smájeppi, góður í snjóinn. V. 1.390.000. Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 www.evropa.is V-8, ssk., m/öllu, innfl. af Jöfri. V. 2.190.000. Ford F150 XLT ‘97, Daihatsu Sirion CX '99, „nýr bíll“, loftp., ABS, álf., sumar/vetrardekk. V. 1.150.000. Góður afslátturfrá umboði. Tilboð. Cherokee Grand Laredo '95, H AFNARÖMKÍ Gámasala Gámaleiga Vinnuskurar Gámur getur verið hentug lausn á hverskyns geymsluvandamálum. Hjá okkur færðu flestar gerðir gáma hvort heldur er til kaups eða leigu. Einnig leigjum við út og seljum vinnuskúra. Getum við aðstoðað þig? ^HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninrti Hafnarfirði | Simi 565 2733 Fax 565 2735

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.