Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 22
1 22 * íenmng ... MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Harry Potter erfrægur Heimsbyggðin stendur á öndinni yfir ótrú- legum vinsældum barnabókanna um Harry Potter eftir kraftaverkakonuna J.K. Rowling. Jafnvel sjónvarpssjúkustu börn slíta sig frá skjánum og lesa fram á miðjar nætur. Sú fyrsta er nýkomin út á íslensku, þrjár hafa þegar litið dagsins ljós á frummálinu en þær eiga að verða sjö. . Harry Potter er munaðarlaus drengur sem elst upp hjá afspyrnu leiðinlegu og andstyggi- legu frændfólki. Á ellefta afmælisdaginn sjnn kemst hann hins vegar að því að hann er galdramaður og það sem meira er, foreldrar hans voru myrt af galdrakarlinum Voldemort sem er svo illur að venjulegt galdrafólk þorir ekki einu sinni að nefna hann á nafn. En Voldemort tókst ekki að drepa Harry litla og hvarf eftir það og því er Harry Potter frægur án þess að hafa hugmynd um það sjálfur. Frægð hans innan söguheimsins kallast á við frægð bókanna í raunveruleikanum. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Harry Potter og viskusteinninn hefur flest það sem prýtt getur eina barnabók. Hún er allt i senn fyndin, skemmtileg og spennandi. Heim- ur bókarinnar er hrífandi, textinn glettinn og spennunni haldið fram á síðustu blaðsíðu. Og svo er söguefnið sígilt; barátta góðs og ills. Það er ekkert skrítið að börn rífi þetta lesefni í sig og heimti meira. Persónur bókarinnar eru dregnar skýrum dráttum og ekki er laust við að innræti þeirra sjá- ist á útlitinu eins og í bókum Enid Blyton. Og tengsl við bækur hennar má sjá víðar. Stór hluti verksins gerist í heima- vistarskóla og eins og í Ævintýrabókunum takast börnin í sögunni á við dularfull mál og vinna sigur á andstæðingnum á eigin spýtur. Þessi bók er bara svo miklu betur skrifuð en bækur Blyton. Bókmenntaþýðingar eru vandasamt verk og snúast ekki eingöngu um að snúa texta á annað tungumál. Það er alltaf spurning hversu langt á að ganga í að laga erlend- an söguheim að íslenskum aðstæðum. Við þýð- ingu barnabóka er eðlilegt að ganga lengra en ella til að létta börnunum lesturinn, til dæmis með þvi að nota fornöfn persónanna í stað eft- irnafna og með því að íslenska ýmis heiti og nöfn. Þýðanda Harry Potter, Helgu Haralds- dóttur, gengur ágætlega að færa atburðarásina á íslensku þó hún nái ekki alveg fjörlegum stíl frumtextans. Hún leggur hins vegar ekki í þá vinnu að islenska söguheiminn. Persónur bók- arinnar eru kallaðar sínum ensku nöfnum og ýmist notað for- eða eftirnafn. Það er sérlega 1 m~ ™ hvimleitt vegna þess að þær eru margar og því hætta á ruglingi hjá ung- um lesendum sem eiga kannski erfitt með að lesa úr erlendum stöfum. Auk þéss eru nöfnin í þessari bók flest merkingarbær og virka í raun sem mannlýs- ingar. Ef lesendur skilja þau ekki er búið að ræna þá hluta af ánægjunni. Þó eru eínstaka nöfn þýdd. Hin smávaxna og þybbna prófessor Sprout breytist í Spíru prófessor og þrí- höfða varðhundurinn Fluf- fy heitir Hnoðri á íslensku. Göturnar Runnaflöt og Skástræti bera íslensk heiti, en það hefði svo sannarlega þurft að gefa Hogwartskóla íslenskt nafn og endurskíra heima- vistirnar fjórar upp á íslensku, því heiti þeirra vísa til þess hvernig nemendur búa á hverjum stað. Þá kemur íþróttin Quidditch mikið við sögu og það er ferlegt að hún skuli ekki heita einhverju sem íslensk börn geta borið fram. Nokkur prófarkaslys hafa orðið í texta; fjöl- mörg smáorð vantar og á síðum 102-3 vantar alfarið bókstafinn á í átta erinda kvæði! Joanna K. Rowling Harry Potter og viskusteinninn íslensk þýðing: Helga Haraldsdóttir Þýðing á vísum: Guðni Kolbeinsson Bjartur, 1999. Óvenjulegur embættismaður Endurminningar Ólafs Ólafssonar land- læknis, skráöar af Vilhelm G. Kristinssyni, eru aðeins að takmörkuðu leyti um hann sjálfan og eru allfjarri því að vera sjálfsævi- saga. Lesandinn kynnist Ólafi fyrst og fremst sem sögumanni verksins. Sem slíkur er hann bæði hispurslaus og sæmilega hæðinn, stillinn knappur og laus við dramatík, nokkurn veginn eins og sá Ólafur landlækn- ir sem þjóðinni finnst hún kannast við. Hið einfalda heiti bókarinnar undirstrikar þetta. Bókmenntir Ármann Jakobsson Ekki er sjálfgefið að endurminningar emb- ættismanna séu skemmtilegar. En Ólafur landlæknir var enginn venjulegur embættis- maður. Yfir honum var eitthvert séríslenskt hispursleysi. ítrekað kemur líka fram að Ólafur hefur ákveðna tilfinningu fyrir ís- lenskum þjóöaranda. Þó að ekki sé hægt að tala um þjóðernishyggju er greinilegt að hann ann íslensku samfélagi með kostum þess og göllum. Það á llka landlæknir að gera, maðurinn sem ber ábyrgð á heilbrigði þjóðarinnar. Kannski er það þess vegna sem Ólafur landlæknir var farsæll í starfi. Margir af at- hyglisverðustu köflum bókarinnar fjalla um eilífðarvandamálið sem er samskipti læknis og sjúklings. Sú virðing sem Ólafur ber greini- lega fyrir sjúklingum sínum ljær bókinni dýpt og gerir hana mikilvæga lesningu fyrir alla sem starfa í heilbrigðisgeir- anum. Vegna þess að ýmsar sögur úr starfinu eru eðlilega nafhlausar eru þær eins og dæmisögur og bókin lær- dómsrík fyrir alla sem hafa verið sjúklingar eða heilbrigðisstarfsmenn. Þá er Ólafur skemmti- lega kreddulaus og þó fastur fyrir þegar skyn- semin segir honum það, t.d. í stöðugri baráttu við skottulækna. Endurminningar land- læknis sem var svona lengi í starfi verða auð- vitað þáttur í íslenskri heilbrigðissögu. Það er nógu af taka enda kom Ólafur landlæknir að ýmsum stórviðburðum. Sagt er frá gosinu í Eyjum, forvörnum og baráttu við fíkniefni, mengunarmálum og alþjóðastarfi. Þá er lang- ur og skemmtilegur kafli um hina vel heppn- uðu baráttu við ahnenningsálitið vegna eyðni. Og fram koma sjónarmið Ólafs um ýmis „heit" mál nútímans, t.d. erfðabissnes- inn mikla. Þó að bókin sé engin predikun er hún mest verð fyrir álit sögumanns á flestum þáttum heil- brigðisþjónustu. Og vegna þess að Ólafur er jafn fullur af heil- brigðri skynsemi og hann er ekki fullur af sjálfum sér er bók- in holl og góð lesn- ing, ekki síst á þess- ari öld vitleysunnar. Eftir situr mynd af sérstæðum embætt- ismanni sem tókst að koma ýmsu góðu til leiðar og reyndi eins og hann gat, manni sem var merkilega laus við tildur, marklaust hjal og fíkn í vegtyllur. I bókarlok lýsir Ólafur sérstæðri tilfinn- ingu sem margir kannast við: þegar litiö er yfir tóma skrifstofu eftir langan feril og þeim sem er að fara finnst eins og hann hafi aldrei verið þar. Samt er eins og lesanda þyki að þjóðin mætti gjarnan eiga fleiri slíka, hvort sem hún verðskuldar það eða ekki. Vilhclm G. Kristinsson Ólafur landlæknir. Endurminningar Vaka-Helgafell 1999 Lesturinn er háspenna Bókin um Sigurfinn Jónsson á Sauðár- króki, Háspenna - lífshætta, er mögnuð á köflum og reyndar alveg ótrúlegt að Sigur- finnur skuli vera á lífi. Hann lenti 11.000 volta háspennustraum og lifði það af. Gríp- um aðeins niður í þennan einstaka dag í lrfi Sigurfinns: „En þarna uppi í staurnum verð ég fyrir því að missa annan skóinn og við það snýst ég til hliðar og M gríp ósjáifrátt um há- Bokmenntir spennuvírinn. Líðan minni þarna er útilokað að lýsa til hlitar. Ég vissi aö 11000 volta spenna var meira en mannslíkaman- Gunnar Bender um er ætlað að þola og þarna stóð ég frammi fyrir mínum dauðadómi. Loftið í kring logaði og ég horfði á jarð- skautið á staurnum brenna þar til rafmagn- ið sló út. Hjartað hamaðist eins og hríðskota- byssa og á meðan á þessu stóð horfði ég á handlegginn brenna, reyndi að rífa mig lausan en var að sjálfsögðu algerlega lamaður. Samtímis fann ég að lærið vinstra megin, sem lá upp við stagið, var tekið að brenna líka. Jafnframt ilin á hægri fæti. Kvölunum, sem þessu fylgdu, er ógern- ingur að lýsa. Þetta stóð yfir í nokkrar sekúnd- ur þar til jarð- skautið var brunnið og raf- magninu sló út." (bls. 105-6) Háspenna - lífshætta er spennubók; svo margt ótrúlegt hefur skeð í kringum Sigur- finn að ég held að hann hafi níu líf. Nægir þar að nefna þegar hann fer niður um is á Sæmundaránni og dregst ofan á bil eftir Að- á Sauöárkróki árum eftir stóra algötunni nokkrum slysið. Bókin er vel skrifuð hjá Árna Gunnarssyni og heldur manni svo sannarlega við efnið. Honum tekst að halda góðri spennu þannig að ekki er hægt að leggja bókina til hliðar fyrr en hún er að fullu lesin. Ein- hver hefði nú gefist upp eftir að hafa lent í þeirri lífsreynslu sem Sigurfinnur lenti í. En ekki hann. Og að skjóta fugla og veiða fisk svona á sig kominn er enginn hægðarleikur. En Finni er bara Finni og hann er ekki með neitt væl. Árni Gunnarsson Háspenna - lífshætta. Saga skotveiðimanns að norðan Mál og mynd 1999 Opinberun Jóhannesar Mál og menning hefur gefið út Opinberun Jóhannesar með myndum eftir Leif Breiðfjörð. Þessi bók biblíunnar er gífurlega auðug af myndefnum og hafa margir þekktir mynd- listarmenn unnið með þau í aldanna rás. Nú um árþúsundamótin hefur texti Opinberunarbókar- innar iðulega verið til umfjöllunar um allan heim. Leifur Breiðfjörð hannaði bók- ina og hugsaði hana ekki aðeins sem mynd- skreytingu við Opinberunarbókina né held- ur sem hefðbundna listaverkabók heldur sem nokkurs konar bókverk, enda er hún einstaklega fögur hvar sem á hana er litið. Textinn er prentaður á upphleyptan gagn- sæjan pappír þannig að myndverk Leifs fara smám saman að sjást i gegn en þau eru prentuð á myndapappír. Formála skrifar biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Eins og fram hefur komið áður á menn- ingarsíðu kemur þessi bók út í tengslum við sýningu Leifs á pastel- og vatnslitamyndum - meðal annars myndunum úr bókinni - sem nú stendur yfir í Hallgrímskirkju en til þeirrar sýningar var efnt i sambandi við helgun hins mikla steinda glugga eftir Leif sem nú prýðir vesturhliö kirkjunnar. Ljósið yfir landinu í bók Ómars Ragnarssonar, Ljósið yfir landinu, er fjallað um órlög og upplifun fólks sem á ferð um óbyggðirn- ar norðan Vatnajökuls komst í nána snertingu við tröllaukin öfl skópunar og eyðingar sem gera þetta svæði einstakt á jarðriki. Meðal þessa fólks eru að- standendur þriggja jap- anskra vísindamanna sem fórust í Rjúpnabrekkukvísl og tókust aðstandendurnir þessa löngu ferð á hendur til að kveðja sálir hinna látnu. Einnig segir frá erlendri konu sem seldi all- ar eigur sínar og hélt til íslands þar sem hún dvaldi sólarhringum saman uppi á ör- æfum um hávetur. Þá segir Ómar frá því þegar hann sjálfur komst í lífshættu við Öskju og við Fjarðarhornsá og frá því þegar kona hans týndist á svipuðum slóðum og skelfilegir atburðir höfðu átt sér stað. Stórar litmyndir eru af stöðunum þar sem atburðir gerast. Fróði gefur bókina út. Frá línuveiðum til togveiða í bók sinni Frá línuveið- um til togveiða dregur Jón Páll Halldórsson saman helstu þætti í út- gerðarsögu ísafjarðar frá 1944-1993. Þetta tímabil er eitt mesta framfaraskeið íslenskr- ar atvinnusögu og verða meiri breytingar útgerð og sjósókn þá en tímabili í sögu þjóðarinnar. Fiskveiðilög- sagan var færð úr 3 sjómílum í 200 og bylt- ingarkenndar breytingar urðu á skipum og búnaði þeirra. Þessa sögu rekur Jón Páll frá ísfirskum sjónarhóli, þróunina frá línuút- gerð til togveiða og upphaf og þróun rækju- véiða. Fjöldi ljósmynda og skýringarmynda er í bókinni sem Sögufélag ísfirðinga gefur út. nokkru öðru Spegill - spegill PP-forlag hefur gefið út bókina Spegill - spegill eftir Cloe Rayban. Þar fer Justine á sýndarveruleika- sýningu með Chuck og festist í víxlveruleika. Allt er það nokkuð annars- heimslegt en undarlegast af öllu er þegar Justine breytist 1 Jake! Hún læt- ur þó ekki hugfallast en reynir að fá sem mest út úr því að vera allt í einu orðinn strákur. En ástin og næturlífið - já, tilveran öll - horfa allt öðru- vísi við frá sjónarhóli karlkynsins. Er kannski ekkert merkilegt að vera karlmað- ur? Helga Soffia Einarsdóttir þýddi söguna. Kvikmyndin Virrual Sexuality er byggð á þessari sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.