Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 23
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 ennmg 23 Örlagasaga Guöjón Sveinsson gefur út fjóröa og síöasta bindió af Sögunni af Dan- íel - Út úr blánóttinni - í ár, en hiö fyrsta, Undir bláu augliti eilífðar- innar, kom út 1994. Söguhetjan Dan- íel er fœddur seint á Jjórða áratug aldarinnar og veröur fyrir því níu ára aö missa fööur sinn í sjóinn. Þá er hann skilinn frá móður sinni og systkinum og sendur til ömmu sinn- ar í annarri sveit. Guðjón rekur síö- an sögu Daníels frá þessum átakan- legu þáttaskilum i lífi hans til full- orðinsára. „Ætlunarverk mitt var - án þess að ég gerði mér ljósa grein fyrir því frá upphafi - að rekja örlagasögu vinar mins, því Daniel á sér fyrir- mynd sem ég hef aldrei dregið dul á,“ segir Guðjón. „Löngunin til aö segja þessa sögu hefur blundað í mér lengi því ég man eftir að minnsta kosti þremur smásögum sem snerta þetta efni og ég skrifaði nokkuð löngu áður en ég byijaði á bálkinum um Daniel; tvær þeirra felldi ég seinna inn í verkið. Um 1990 byrjaði ég að skrifa söguna sjálfa og handritið að fyrstu bókinni gekk um hríð á milli útgefenda en þeim leist ekkert á það. Eina færa leiðin - fyrir utan skúffuna - var að gefa bókina út sjálfur og það gerði ég.“ - Var þér strax ljóst að þetta yrðu fjórar bækur? „Nei, en ég gerði strax ráð fyrir þremur bókum. Og þegar ég skrifaði fyrstu setninguna í fyrstu bókinni þá lá síðasta setningin ljós fyrir. Og reyndar allt þar á milli nema ein- Guðjón Sveinsson - hefur lokið miklu ætlunarverki. hver smáatriði." - Þegar þú segir þetta dettur manni í hug upphaf og endir Heims- ljóss Laxness, íjaran og fjallið. Tek- urðu eitthvert mið af stóru skáld- sögunum hans í byggingu þinnar sögu? „Ekki er ég mér þess meðvitaður. En ég lá á Vífilstöðum í nokkra mánuði ungur maður og þá las ég geysilega mikið, meðal annars allt sem til var af Laxness, Gunnari Gunnarssyni og fleiri góðum ís- lenskum höfundum. Daníel vaknar líka upp á hæli í sinni sögu - og kannski tvinnast talsvert brot af mér við lífshlaup Daniels. En ég vissi ekki til að þessir höfundar hefðu haft afgerandi áhrif á mig fyr- ir utan það að ég hef alltaf verið hallur undir sögulegar skáldsögur. Nútímasögur geta sjálfsagt verið ágætar en mér flnnst þær vanta ein- hvem keim sem gerir þær veruiega góðar. Viss fjarlægð er ailtaf til góðs. Sögur úr liðnum tíma finnst mér alltaf sterkari en þær sem ger- ast núna, en kannski stafar það af því að ég þekki nútímann svona illa.“ - Ertu þá fyrst og fremst að fræða lesendur þína um liðinn tíma i þess- um bókum? „Nei, ég er bara að segja söguna um Daníel eins og hún kemur inn í mitt hugskot, eins og hún styðst við ákveðnar persónur, staði, ákveðið lífshlaup og ákveðið sögusvið og ákveðin örlög, því ég er viss um að forlögin ákváðu hvemig þau tækju á þessum dreng um leið og hann missir fóður sinn. Síðan nota ég ímyndunaraflið og reyni að setja mig í spor Daníels, finna hvemig hann upplifði og ályktaði. Þessi saga var lengi að gerjast í mér og mótast og ég held að hún sé raun- sönn. Þetta er saga af lífinu í land- inu, það er í henni harmur og gleði, ást og umhyggja og vinskapur. Það er líka svartasta nótt í þessari sögu og nístingssárir atburðir. Þetta blandast allt í sögunni og þess vegna held ég að hún sé mjög sterk,“ segir Guðjón og bætir við eftir örstutta þögn, „þó ég segi sjálf- ur frá.“ Fjórða bindið af Sögunni um Dan- íel kemur út hjá Mánabergsútgáf- unni eins og hinar fyrri. Xl’DMWW ANDAR f 20 clzn Stuðniiiftur xfir magawœðL Þunnar ú ním. Sokkabuxur fyrir opna skó. „Skerfl framar” aster Þú eignast hann ef þú finnur gullbaun í kaffipakka frá Kaaber. Kíktu í þakkalc »}{iaberj{affi UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þelm sjálf- um sem hér seglr: Eiðismýri 6, íbúðarhúsalóð, Seltjamamesi, þingi. eig. Sigrún Elísabet Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, föstudag- inn 10. desember 1999, kl. 10.00. Engjasel 85, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.v. ásamt stæði í bflageymslu, merkt 100131, Reykjavík, þingl. eig. Jóhanna Rannveig Skaftadóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, fostudaginn 10. desember 1999, kl. 13.30. Fannafold 111, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaug Kristinsdóttir og Sigurður Ingv- arsson, gerðarbeiðendur Bjöm og Gylfi vinnuvélar sf., Búnaðarbanki íslands hf. og Ibúðalánasjóður, föstudaginn 10. des- ember 1999, kl. 14.00. Háaleitisbraut 68, 104 fm verslun á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Pizza kofinn ehf., gerðarbeiðandi Rydenskaffi hf., föstudaginn 10. desember 1999, kl. 10.30. ______________________________ Hólaberg 6, Reykjavík, þingl. eig. Ástríð- ur Sigvaldadóttir, gerðarbeiðendur ís- landsbanki hf., höfuðst. 500, og XCO ehf., föstudaginn 10. desember 1999, kl. 14.30. ______________________________ Vindás 2, 1 herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0205, ásamt sérgeymslu, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Jakob Jakobsson, getðar- beiðendur Fjármögnun ehf. og íbúðalána- sjóður, föstudaginn 10. desember 1999, kl. 15.30.___________________________ Vitastígur 14, íbúð á 1. hæð og í risi í timburhúsi, Reykjavík, þingl. eig. Friðrik Jónsson og Jónína Jónsdóttir, geiðarbeið- andi Samvinnusjóður íslands hf„ föstu- daginn 10. desember 1999, kl. 11.00. Vitastígur 14, íbúð í kjallara m.m. (ósam- þykkt), Reykjavík, þingl. eig. Jónína Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Samvinnasjóð- ur Islands hf„ fóstudaginn 10. desember 1999, kl. 11.15. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.