Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 24
24 enmng MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 L>V Frekar ljúft en ekkert sárt Baldur gleymdist Er nokkur maður bara ein persóna? Erum við ekki öll sí- fellt að breytast? Eins og kameljón sem skiptir um lit eft- ir umhverfinu breytist fólk líka eftir því með hverjum það er. David Hare, höfundur Bláa ! herbergisins, lætur eina að per- sónum verksins orða þessa hugsun beint í textanum, og segja má að undirstaðan í þeirri mannlegu hringekju sem lýst er í leikritinu sé einmitt þessi. Hare byggir verk sitt á leikriti eftir Arthur Schnitzler, Reigen, sem samið var 1897 og sýnt 1963 hjá Leikfélagi Reykja- víkur undir nafninu Ástar- hringurinn. í hverju atriðinu af öðru fylgist áhorfandinn með per- sónu úr næsta sögukafla á und- an en nú með nýjum leikfélaga. Tilgangurinn er að sýna tví- skinnung persónanna og keðjan hlykkjast áfram uns hringur- inn lokast. Undirstaða og hreyfiafl verksins er kynhvötin. Persón- umar þekkjast oftar en ekki að- eins lauslega áður en þær skella sér í bólið og er ekki kaf- að djúpt í sálarlíf eða samskipti þeirra. Af þessu leiðir að per- sónurnar gefa mest lítið upp um sjálfar sig og tilfinningar sínar. Einsemdin er kannski það sem þær eiga helst sameig- inlegt en höfundur lætur hjá líða að nýta sér það til að gefa verkinu meiri dýpt. Einhvers staðar var leikrit- inu lýst sem svo að áhorfand- inn líkt og gægðist inn um glugga til þessa fólks og í raun er það ekki fjarri lagi. Þetta er viss annmarki og frásögnin verður frekar steril og rislítil fyrir bragðið. Okkur er nokk sama um persónurnar sem slík- ar og verkið bætir litlu sem engu við þekkingu áhorfandans á mannlegu eðli. Sviðsmyndin leggur áherslu á þetta atriði, að halda áhorf- andanum utan við atburðarás- ina, með því að milli atriða rammast sviðið inn af bláum neonljósum. Tímakvóti sem gefur til kynna hversu lengi kynmökin standa yfir hverju sinni (á myrkvuðu sviði) vekur hlátur í salnum og dregur fram skop- lega hiið á samskiptunum sem mér fannst Au-pair stúlkan og stúdentinn f eldhúsinu. Trausti Hreinsson í hiutverkum sínum. Marta Nordal og Baldur DV-mynd Teitur Leiklist Auður Eydal persónulega drepa inntakinu á dreif. Þegar upp er staðið skilur verkið ekki mikið eftir, þetta er fremur flatt og fyrirsjáanlegt en aldrei sárt - sem það gæti þó vel verið miðað við efhi og ástæður. Tveir leikarar, Baldur Trausti Hreinsson og Marta Nordal, leika allar persónurnar tíu sem við sögu koma. Þetta er eins og gefur að skilja magn- að tækifæri fyrir leikara til að túlka þessar ólíku persónur og ég held að óhætt sé að segja að frammistaða þeirra tveggja séu stærstu tíð- indin í sambandi við þessa sýningu. Marta hefur þroskast mjög sem leikkona á síðustu árum en kannski er það einmitt hér sem hún tek- ur flugið undir hand- leiðslu Maríu Sigurðar- dóttur leikstjóra. Hún skiptir léttilega um látæði, fas og framsögn og gefur hverri persónu sitt (svolítið staðlaða að vísu) yfir- bragð. Baldur Trausti leikur lika vel þó að persónumar verði innbyrðis keimlíkari hjá hon- um en Mörtu. Nektarsenumar leystu þau bæði vel þannig að þau atriði féllu eðliiega og hisp- urslaust inn í framvinduna. Bláa herbergið hefði líklega ekkert síður átt heima á minna sviði og sérstaklega í minni sal þar sem meiri nánd hefði mynd- ast við áhorfendur. Með tveggja manna áhöfn er sýningin ögrandi verkefni fyrir leikarana en áhorfendur fara heim án þess að vera miklu nær um lífið bak við skyndikynni persón- anna tíu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhússins: Bláa herbergið eftir David Hare Þýðing: Veturliði Gunnarsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Paddy Cunneen Leikstjóri: María Sigurðardóttir Gryla Jónas finnur jólin Það var stiklað á mjög stóru þegar ijallað var um viðburði á menningar- ári i DV sL fimmtudag og því er hlægilegt að einn alira stærsti (og dýrasti) við- burður ársins skyldi verða út undan: Heimsfrumflutn- ingur á sviði á verki Jóns Leifs, Baldri, sem Sinfóníu- hljómsveit íslands, íslenski dansflokkurinn, félagar úr fmnska þjóðarballettinum og Schola cantorum flytja í Laugardalshöll 18. ágúst 2000. Þetta er samstarfsverk- efni norrænu menningar- borganna þriggja, Reykja- víkur, Bergen og Helsinki, og koma danshöfundur og stjómandi uppfærslunnar, Jorma Uotinen, og hljóm- sveitarstjórinn Leif Seger- stam frá Finnlandi en leik- mynd og lýsingu annast Kristin Bredal frá Noregi. Kjartan Ragnarsson er með- stjórnandi og Hörður Ás- kelsson stjómar kómum. Baldur lýsir miklum at- burðum sem segir frá í nor- rænni goðafræði. Loki er sjúkur af afbrýðisemi út í hinn væna og vinsæla Bald- ur og leitar allra leiða til að tortíma honum. Öli skepna, ailir steinar og jxmtir sveija eiða að því að vinna Baldri ekki mein - utan mistii- teinninn sem þótti of lítiil til að sveija. En ekki hefði átt að vanmeta hann. Loki kemur honum í hendur Heði blinda sem grandar Baldri, og Loki uppsker ógurlega hefnd guðanna. Verður þá mik- ið búmmsarabúmm ef maður þekkir Jón Leifs ' rétt. Baldur verður lika sýndur í Bergen (31. ágúst) ; og Helsinki (7. og 8. september). Styrkur í höfn Nú er komið á hreint að Raddir Evrópu, sam- : eiginlegt verkefni menningarborganna níu sem : stýrt er frá Reykjavík, hefur fengið hæsta styrk : sem Evrópusambandið veitir. 243 umsóknir voru teknar tii umfjöflunar af mun meiri flölda sem barst sjóðnum. í flokki A, Menning og menntun, voru 18 verkeíni valin úr 136 umsóknum og Mutu Raddir Evrópu hæsta styrkinn, 350.000 evr- ur eða 26 mifljónir króna. i| Raddir Evrópu og Björk munu hefja æfmgar á íslandi undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur strax eftir jólin. Þá hittist kórinn í heild sinni í fyrsta sinn ásamt kórstjórum frá hverri borg. ís- lenskur fatahönnuður, Linda Björk Ámadóttir hefur hannað búninga fyrir kórinn. Á gamlárs- kvöld syngur kórinn á hátíðardagskrá í Perlunni þegar Reykjavík tekur við titlinum Menningar- borg Evrópu árið 2000. Eitt laganna með Röddum Evrópu og Björk verður framlag íslands á gaml- ársdag í sjónvarpsþættinum „2000 Today“, stærstu sjónvarpsútsendingu sem gerð hefúr ver- ið og áætlað er að nái til tveggja mifljarða manna. 09 Leppalúði komu á blaðamanna- fund um menn- ingarárið 2000. Himinþöll jólaengill freistar Jónasar. Hrefna Hallgrímsdóttir og Pét- ur Eggerz í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Möguleikhúsið frumsýndi á föstudaginn nýtt barnaleikrit um Jónas sem er svo upptekinn af tölvuleikjum að hann er bú- inn að útiloka jólin - eða eins og segir nokkurn veginn í söng- texta 1 verkinu: í forritinu falin var ein villa, þar Tundust ekki lengur nein jól! En Jónas fær ekki að vera í friði í sínum tölvuleik þar sem hann er Þrumufleygur á harðaspani með geimbyssu á eftir Rauða drekanum því Himinþöll jóla- engill er komin til jarðarinnar með nýjan tæknibúnað tfl að finna svona undanviflinga og beina þeim á rétta braut, og hún finnur Jónas eins og skot. Þrautin þyngri reynist að koma honum í skilning um að jólin séu eitthvað sérstakt sem við eigum að halda upp á, þá reynir á afla hennar hugkvæmni og að lokum á börnin í salnum líka. Það sem hefur ekki síst breyst við svona bamaleikrit með tæknibreflum er að nú eru brellurnar ekki lengur fáránlegar. Þær eru bara næsti bær! Ekki beinlínis jólaenglar kannski en altént búnaðurinn sem Himin- þöll notar - fjarskiptatæki og leitartæki. Slíkt fær ekki börn lengur til aö reka upp stór augu. Þau hafa meiri skemmtun af að fylgjast með dulargervum Himinþaflar þegar Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir hún er að laða Jónas að jólunum og kemur til hans fyrst í gervi Báru frænku, síðan sem Pálína póstur og loks sem jólasveinninn Hurðasleikir! En ekkert dugar því Jónas vill frekar fá tölvupóst en heimsókn og frekar finna jólatré á Netinu en skreyta al- vöru jólatré. Pétur Eggerz, höfundur verksins, leikur Jónas og er óttalega heimótt- arlegur í hlutverkinu en gefur litið meira í það en svo. Hrefna Hall- grímsdóttir leikur Himinþöll og á hana reynir miklu meira. Hún er reglulega sætur engill og hæfilega bamsleg svo að munurinn varð skýr á henni sjálfri og dulargervunum. Bára frænka var nýkomin frá Amer- íku og éins gassaleg og það útheimt- ir; röddin var ívið of há til að halda í gervi Pálínu sem var að öðru leyti ágæt og jólasveinninn líka. Boðskapur þessa litla leikrits er ósköp fallegur: það er meira virði að syngja saman og hitta vini sína en gleyma sér í ódýrri spennu tölvu- leikjanna. Dálítið er þó vafasamt að tengja tölvutækni við hið illa, og bæði texta og sviðsmynd skorti bagalega hugkvæmni og smekkvísi. Ef ekki væri fyrir fallegan engilbúning Himinþallar og elsku- legan leik Hrefnu væri lítið þama fyrir auga og eyra. Möguleikhúsið sýnir: Jónas týnir jólunum eftir Pétur Eggerz Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson Leikmynd og leikstjórn: Bjarni Ingvarsson Menningarár þjóðarinnar Á blaðamannafundi um menningarárið kom fram að umtalsverður Muti þjóðarinnar tekur þátt í viðburðum þess og virðast allar líkur á að það muni persónulega snerta líf að minnsta kosti helmings ijölskyldna í landinu. Skúii Helgason sagðist hafa slegið tölu á þátttakendur í „topp 20“ : viðburða og komist upp í 40000 manns (fjörutíu þúsund). Að vísu var þama m.a. um að ræða lið- inn „Listamenn starfa með bömum í grunnskól- um Reykjavikur" en ekki er verra að bömin skMi vera talin með. Á fundinum fréttist líka að miklu fleiri hefðu sótt um að komast á norrænt bamakóramót næsta sumar en komust að og var þó fjölgað í hópnum. í stað 1000 barna sem reikn- að var með verða þau nær 1300. ■ Vigdís næst „Klúbbur snjallra karla“ var yfirskriftin yflr gagn- rýni Áslaugar Thorlacius um sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi þegar Frið- rik Þór Friðriksson valdi sér myndir. Henni þótti spennandi að vita hvort konur fengju inngöngu í þennan klúbb og nú má upplýsa að næst til að velja myndir í þessa sýningaröð er Vigdis Finn- bogadóttir og munu konur þá verða í öndvegi. Sýningin hefst um miðjan janúar ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.