Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 25
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 41 dv Fréttir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra - vákort vegna hugsanlegs mengunarslyss er brýnt. Stórt um- hverfisslys getur hent á 50 ára fresti DV, Akranesi: Á vegum umhverfisráðuneytis- ins og bráðamengunarnefndar sjáv- ar er ætlunin að láta vinna sérstakt hættukort eða vákort fyrir svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur fyrir Reykjanes og norður á Mýrar að sögn Sifjar Fi'iðleifsdóttur umhverf- isráðherra. „Þarna verða kortlögð þau verð- mæti sem eru i húfi ef sjór mengað- ist á þessu svæði, það gæfi stjórn- völdum meiri möguleika á að hafa áhrif á framvindu mála og afstýra miklu hugsanlegu tjóni, en það ber að hafa í huga að meðfram þessari strandlengju fara fram allir olíu- flutningar til landsins auk flutnings á eiturefnum og ýmis konar hættu- legum varningi. Það er reiknað með að gerð þessa korts fari fram á næstu tveimur árum og Landmæl- ingar íslands hafa þegar hafist handa við að fara í það verk,“ sagði ráðherrann. Kostnaðurinn við verkið er um 4 milljónir. Það má benda á það að tölfræðilega séð eru talsverðar lík- ur á að stórt olíuslys geti hent á fimmtíu ára fresti. Ráðherrann seg- ir því afar brýnt að til séu vamir og viðbragösáætlanir. „Stór liður í þeim undirbúningi er svona vákort,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. -DVÓ Við flytjum jólafréttir! Jólapakkarnir hvert á land sem er fyrir 300 kr.* Þú kemur með pakkana á næstu Shellstöð á höfuðborgarsvæðinu eða á næstu afgreiðslu Flytjanda (VM) á landsbyggðinni og við komum þeim til skila fyrir jól. Móttaka pakka hefst mánudaginn 6. desember og stendur til 20. desember 1999. Þú færð pappakassa * Hámarksstærð utan um jólapakkana án endurgjalds! pakkamiðastvið Nánari upplýsingar fást í síma 515 2200. hvað ^eðgóðumótn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.