Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 45
DV MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 61 Leifur Breiðfjörð fyrir framan glugga sem hann gerði í Hall- grímskirkju. Opinberunar- bók Jóhannesar I forkirkju Hallgrimskirkju stendur nú yfir sýning á myndum eftir Leif Breiðfiörð. Myndirnar fjalla um texta úr Opinberunarbók Jóhannesar. í tengslum við þessa fallegu sýningu eru biblíulestrar á aðventunni með skýringum og um- ræðum frá textum í Opinberunar- bókinni og er næsti lestur á mið- vikudagskvöld. Leiðbeinandi er sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Sýningar Opinberunarbók Jóhannesar er síðust meðal rita Nýja testament- isins og er mjög sérstakt rit þar sem Jóhannes lýsir sýnum og ber fram spádóma sem hafa valdið miklum heilabrotum á liðnum öldum. Anatomy of Feelings í Gallery 101 við Laugaveg stendur yflr sýningin Anatomy of Feelings. Á sýningunni gefur aö líta uppgötvanir sem Haraldur Jónsson gerði meðan hann dvaldi nýverið í sjálfskipaöri einangrun inni í norskum skógum. Á sýning- unni eru teikningar, textaverk og myndband. —rmm Smáauglýsinga deild DV 0 eropin: | • virka daga ki. 9-22 ^ • laugardaga kl. 9-14 •sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvöldið fyrir birtingu. - Ath, Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. m 550 5000 Listaklúbbur Þj óðleikhúskj allarans: Á dagskrá Listaklúbbsins í kvöld verður bókmenntadagskrá í umsjá Hjalta Rögnvaldssonar leikara, auk þess sem svissneski töframaðurinn Alex Porter leikur listir sínar. Port- er, sem einnig er þekktur leikari, hefur vakið athygli með snjöllum og bráðskemmtilegum töfrabrögðum víða um lönd. Hann er staddur á ís- landi í einkaerindum og verður þetta því eina sýning hans hér. Á bókmenntadagskránni verður upplestur úr nýjum bókum: Halla Margrét Jóhannsdóttir leikkona og Sigfús Bjartmarsson lesa úr bókinni Kajak drekkfullur af draugum, ín- úítaþjóðsögum sem Sigfús þýddi. Elín Edda Gunnarsdóttir les úr smásagnabók sinni, Ystu brún. Ágúst Borgþór Sverrisson les smá- sögu úr bók sinni, Hringstiganum. Bókmenntir Haraldur Bessason les úr bók sinni, Bréfum til Brands. Hjalti Rögn- valdsson les úr smásagnabók Páls Kristins Pálssonar sem ber heitið Burðargjald greitt. Páli Hersteins- son les úr eigin smásagnabók sem heitir Línur. Þórarinn Eldjárn les upp úr Sagnabelg sínum. Og loks les Óskar Árni Óskarsson úr þýðingum sínum á smásagnasafni eftir Wilii- am Saroyan sem nefnist Kæra Gréta Garbo. Höfundar árita bækur sínar á staðnum fyrir þá sem þess óska. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dag- skráin hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dregið verður úr lukkupottinum og heppnir áhorfendur fá ókeypis að- göngumiða á sýningar Þjóðleikhúss- ins. Hjalti Rögnvaldson og upplesarar á tröppum Þjóðleikhússins. Martin Lawrence leikur demantsþjóf sem laumar sér inn í lögregluna. Blue Streak Martin Lawrence er í hlutverki meistaraþjófs sem þarf að dulbú- ast sem rannsóknarlögregla til að nálgast þýfl sem hann faldi fyrir tveimur árum í Blue Streak sem sýnd er í Stjörnubíói. Leikur hann Miles Logan sem hafði ásamt félögum sínum staðiö fyrir ráni í New York. Þegar rán- ið mistekst vegna svika tekst Miles að fela demantinn áður en hann er handsamaður af lögg- unni. Hann felur demantinn í ný- byggingu einni og leggur vel á minnið hvar staðurinn er. Miles afplánar tveggja ára dóm i fangelsi og fer strax að felustaönum. '//////// Kvikmyndir 'tMm Þegar þangað er kom- ið bregður honum heldur betur í brún því þá sér hann að húsið, sem demanturinn er falinn í, er lögreglustöð. Miles dulbýr sig sem rannsóknarlögreglumann. Hann kallar sig Malone og fellur strax inn í hópinn enda maður mann- blendinn og með munninn á rétt- um stað. Nýjar ínyndir í kvikmyndahúsum: Bióhöllin: The World Is not Enough Saga-bíó: The Enemy of My Enemy Bíóborgin: Theory of Flight Háskólabíó: Myrkrahöfðinginn Háskólabíó: Life Kringlubíó: Tarzan Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: An Ideal Husband Stjörnubíó: Spegill, spegill Krossgátan Viðvörun Viðvörun: Búist er við stormi ( meirra en 20 m/s) á Suðurlandi, Veðrið í dag Faxaflóa, Suðausturlandi og miðhá- lendinu. Austan 18-23 m/s og snjó- koma sunnanlands, en vaxandi austanátt og stöku él norðantil. Höfuðborgarsvæðið: Hlýnandi veður hiti 0 til 4 stig á morgun. Sólarlag í Reykjavík: 15.40 Sólarupprás á morgun: 10.59 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 17.43 Árdegisfióð á morgun: 06.06 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaó -13 Bergstaðir skýjaö -13 Bolungarvik alskýjað -5 Egilsstaóir -15 Kirkjubœjarkl. snjókoma -3 Keflavíkurflv. alskýjaó -3 Raufarhöfn úrkoma í grennd -12 Reykjavík alskýjað -4 Stórhöföi snjókoma -1 Bergen Helsinki léttskýjaö -7 Kaupmhöfn slydda 0 Ósló léttskýjað -4 Stokkhólmur -6 Þórshöfn skýjaö 1 Þrándheimur snjóél á síö. kls. 0 Algarve skýjaö 17 Amsterdam léttskýjað 7 Barcelona mistur 10 Berlín rign. á síö. kls. 4 Chicago rigning 4 Dublin rign. á sið. kls. 6 Halifax alskýjaó 5 Frankfurt skýjaö 6 Hamborg léttskýjaó 3 Jan Mayen skýjaó -10 London skýjað 5 Lúxemborg skýjaó 2 Mallorca skýjaö 15 Montreal alskýjaó 4 Narssarssuaq alskýjaö -3 New York þokumóða 10 Orlando skýjað 16 París léttskýjaö 7 Róm skýjaó 15 Vln alskýjað 5 Washington hálfskýjaö 2 1 2 3 4 5 6 7 4 9 10 11 U 15 16 rr* 18 19 5^ 21 Lárétt: 1 óstöðugt, 4 blaut, 7 álfa, 9 aðstoð, 10 mælirinn, 11 pumpa, 13 fljótið, 15 aga, 16 ónefndur, 18 sveifla, 19 sarga, 21 konur, 22 ágæt. Lóðrétt: 1 máttur, 2 leiði, 3 guð- hræddur, 4 þráður, 6 hey, 8 náttúr- an, 12 espar, 13 forfeður, 14 amboð, 17 nudd, 20 gelti. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sjón, 5 áar, 8 lóð, 9 ætli, 10 æðir, 11 tif, 12 gá, 14 naut, 16 öln, 17 snær, 18 risa, 20 arg, 22 stálið. Lóðrétt: 1 slæg, 2 jóð, 3 Óðinn, 4 næra, 5 áttuna, 6 ali, 7 rifur, 13 álit, 15 tærð, 16 örs, 17 sal, 19 sa, 21 gá. Gengið Almennt gengi LÍ kl. 9.15 Eining________Kaup Sala Tollnenni Dollar 72,920 73,300 71,110 Pund 116,690 117,280 116,870 Kan. dollar 49,160 49,460 48,350 Hermann Björn Þetta er hann Hermann Björn. Hann fæddist 14. júlí síðastliðinn, kl. 10.58, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Við fæðingu var hann 4135 grömm og Barn dagsins 54 sentímetrar. Foreldrar hans eru Bryndís Guð- mundsdóttir og Haraldur Hermannsson. Hermann Björn á tvö systkini, Fannar Hólm, níu ára, og Bjarneyju Rún, sjö ára. Fjölskyldan býr á Akur- eyri. Dönsk kr. 9,8390 9,8930 10,0780 Norsk kr 9,0140 9,0630 9,0830 Sænsk kr. 8,4840 8,5310 8,6840 Fi. mark 12,3011 12,3750 12,6043 Fra. franki 11,1500 11,2170 11,4249 Belg. franki 1,8131 1,8240 1,8577 Sviss. franki 45,7700 46,0200 46,7600 Holl. gyllini 33,1891 33,3885 34,0071 Þýskt mark 37,3955 37,6202 38,3172 ít. líra 0,037770 0,03800 0,038700 Aust. sch. 5,3152 5,3472 5,4463 Port. escudo 0,3648 0,3670 0,3739 Spá. peseti 0,4396 0,4422 0,4504 Jap. yen 0,712700 0,71690 0,682500 frskt pund 92,867 93,425 95,156 SDR 99,800000 100,40000 98,620000 ECU 73,1400 73,5800 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.