Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 48
Vmnmgstölurlaugardaginn: 04.12. 2 8 19 29 34 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 2 10.451.360 2. 4af 5*<&é 2 705.540 3. 4 af 5 328 7.420 4. 3 af 5 9.672 580 Hi Vx Jókertölur vikunnar: 7 0 4 8 0 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Vopnað búðarrán: Munduðu kylfur Framið var vopnað rán í Hlíða- kjöri í Eskihlíð í gærkvöld. Menn- irnir, sem voru tveir saman, munduðu kylfur og huldu andlit sitt með lambhúshettu. Eftir að hafa hótað afgreiðslustúlkunni að grípa tO vopna höfðu þeir á brott með sér þá peninga sem voru í kassanum. Vegfarandi sá þá fara af vettvangi á ljósum fólksbíl og aka austur Eskihlíð rétt fyrir tíu í gær- kvöld. Stúlkan gerði lögreglu við- vart sem kom fljótt á staðinn. Ræn- ingjamir vom ófundnir þegar DV fór í prentun. -hól V-Skaftafellssýsla: Tveir út af í illviðri Tveir bílar fóru út af á svæði lög- reglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu í gærdag. Annar fór út af í Eldhrauni við Kirkjubæjarklaustur og valt eina veltu. Þeir sem i bílnum voru sluppu ómeiddir. Hinn, fjárflutn- ingabíll, fór út af veginum vestan . «p»Víkur í Mýrdal. Ökumaður hans slapp einnig með skrekkinn. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, sagði að versta veður hefði verið í Vík og nágrenni í gær, blinda, ofan- koma, skafrenningur og fljúgandi hálka. Ferðafólk hélt að mestu kyrru fyrir vegna veðursins. -NH Flj ótsdalsvirkj un: Umhverfís- nefnd klofin - skilar af sér í dag Ljóst er að umhverfisnefnd Al- þingis mun skila fleiri en einu áliti á umhverfísþætti Fljótsdalsvirkj- unar. Ekki var ljóst í gærkvöld hvernig línur skiptust í nefnd- inni i þeim efn- um. Hún hefur lokið störfum og skilar af sér til iðnaðarnefndar ólafur Örn síðdegis í dag. Haraldsson. Ólafur Örn Haraldsson, formaður nefndarinn- ar, sagði að nefndin hefði rætt við fjölmarga. „En nú erum við hætt, því tíminn er búinn. En við hefðum viljað taka fleiri gesti, fá frekari gögn og vinna þetta betur,“ sagði Ólafur Örn sem kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið fyrr en umhverfisnefnd hefði skilað af sér. -JSS 26 ára fíkniefnaneytandi viöurkennir að hafa banað áttræðum „nágranna“: Framið var vopnað rán í Hiíðakjöri á tíunda tímanum gærkvöld. Mennirnir, sem voru tveir, huldu andlit sitt með lambhús- hettu og voru vopnaðir barefli sem þeir hótuðu að nota ef þeir fengju ekki peningana í kassanum. Afgreiðslustúlkan af- henti þeim peningana og þeir hurfu á brott. Á myndinni er lögreglan og afgreiðslustúlka verslunarinnar. DV-mynd HH Maðurinn hafði að- gang að annarri íbúð - bankaði upp á í annarri íbúð skömmu fyrir verknaðinn en kom sér út 26 ára Reykvíkingur, flkniefna- neytandi sem nýlega var kominn úr meðferð, hefur viðurkennt að hafa banað áttræðri konu á heimili hennar í Espigerði 4 síðdegis á föstudag. Konan hét Sigurbjörg Ein- arsdóttir. Hún var ekkja. Hjá þeim sem til þekkja, leikur grunur á að ódæðismaðurinn hafl farið inn til konunnar í þeim tilgangi að ræna af henni peningum - peningum til að fjármagna flkniefnakaup. Lögregla hefur þó ekki viljað staðfesta slíkt eða það hvort maðurinn hafi viður- kennt að hafa tekið peninga af kon- unni. Maðurinn hefur haft aðgang að annarri íbúð í umræddu fjölbýlis- húsi þar sem hann hefur gjarnan dvalið. Margt eldra fólk er meðal ibúa hússins. Maðurinn var því vel kunnugur staðháttum og gat komist af sjálfsdáðum inn í bygginguna. Samkvæmt heimildum DV bankaði hann upp á hjá annarri aldraðri konu skömmu fyrir verknaðinn. Þar bað hann um að fá að hringja, Espigerði 4 þar sem fjöidi eldri borgara býr. Þegar það spurðist út hjá íbúunum um helgina hvers kon- ar voðaverknaður hafði verið fram- inn í húsinu fóru margir hinna eldri borgara heim til barna sinna og ættingja og dvöldu þar. Skömmu fyrir manndrápið knúði ódæðis- maðurinn dyra í annarri íbúð í hús- inu og bað um að fá að hringja. DV-mynd Ingó fór inn í íbúðina en fór svo út þegar hann sá að fleira fólk en konan var þar inni. Eftir það er talið ljóst að hann hafi knúið dyra hjá Sigurbjörgu heitinni sem hafl hleypt honum inn. Það var sonur hinnar látnu sem kom að henni í íbúðinni klukkan niu á fostudagskvöldið. Hann býr erlendis en hefur haft afdrep hjá aldraðri móður sinni að undan- fórnu. Konan var með • stórt skurðsár á hálsi og var auk þess með aðra áverka, því er talið að manndrápsmaðurinn hafi veitt henni högg áður en hún lést. Af um- merkjum að dæma i íbúðinni er talið að mikið hafi gengið á áður en maðurinn hafði sig á brott. Sam- kvæmt mjög áreiðanlegum heimild- um DV er ljóst talið að hin látna hafði engin kynni haft af ódæðis- manninum. Fljótlega fóru böndin að berast að umræddum manni. Lögreglan hand- tók hann á laugardag og lá viður- kenning á verknaðinum fyrir í gær. Rannsókn málsins er engu að síður hvergi nærri lokið. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. janúar. Reynist það rétt að ódæðismaður- inn i þessu voðaverki hafl verið að afla sér peninga til að fjármagna fikniefnakaup er þetta annað mann- drápið á tæpu hálfu ári þar sem mannslát, ofneysla flkniefna eða áfengis og rán koma samtímis við sögu. Hitt málið var þegar Þórhall- ur Ölver Gunnlaugsson fór á heim- ili Agnars W. Agnarssonar á Leifs- götu í sumar. Þessi tvö mál minna síðan á enn annað manndráp, svo- kallað bensínstöðvarmál í Stóra- gerði þar sem tveir forfallnir flkni- efnaneytendur bönuðu bensínaf- greiðslumanni sem sá um peninga- uppgjör. -Ótt Veðrið á morgun: Vægt frost fyrir norðan Gert er ráð fyrir austlægri átt, 10-15 m/s og slyddu eða rigningu. Vægt frost verður á Norðurlandi, en hiti annars 0 til 3 stig. Veörið í dag er á bls. 61. Grjónadúkka - sem bæði hlær og grætur Baby nurse J’ Sími 567 4151 & 567 4280 rHeildverslun með leikföng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.