Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 1
• Jól sem voru að renna út í sandinn • Jólagetraun DV • Svelta sig ekki ájólafóstu • Laufabrauð mber jólaundirbúningurinn í Grafarvogskirkja: Jólafundur verður haldinn í kirkjunni í kvöld. Grafarvogskirkja: Jólahugvekja og jólaföndur í tilefni aðventunnar efnir Safnaðarfélag Grafarvogskirkju til jólafundar í kirkjunni í kvöld og hefst hann klukkan 20. Dag- skráin verður fjölbreytt og stefnt að því að ungir sem aldnir eigi saman notalega kvöldstund. Adda Steina Björnsdóttir guð- fræðingur flytur jólahugvekju og að því loknu verða flutt jóla- lög. Boðið verður upp á föndur í umsjón starfsfólks Völusteins. Þeir sem ætla að föndra eru beðnir að taka með sér skæri, nál og tvinna. Þá verða á boðstólum jólalegar veitingar. WlflltítiMiííWWft. DV-myndir Teitur Smári Þ. Ingvarsson: „Ég sé ekki eftir krónu sem fer í þetta - mér finnst fátt fallegra fyrir jólin en smekkklega skreytt hús." Eitt jólalegasta hús borgarinnar er við Urriðakvísl: Vikuvinna að koma ljósunum upp „Þaö er eins og maður standi inni í miðri myndinni og horfi út fyrir kassann." n Síðustu ár hefur skátahréyfingin selt sígræn eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. í*. 10 ára ábyrgð u Eldtraust t*. 12 stcerðir, 90 - 500 cm » Þarf ekki að vökva f*. Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga <'*. Traustur söluaðili Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting Bandalag islenskra skóta e ár- effciw 'inrnpn * Öfugt púsl með húmor „Ég myndi velja mér eitt af þessum öfugu púslum sem ég er með hérna í búðinni. Þetta er stórsniðug uppflnning og virkar þannig að myndin framan á púslinu er í gagnstæðri átt við myndina sem púsluð er. Það er eins og maður standi inni í miðri myndinni og horfl út fyrir kassann. Þannig veit maður ekk- ert hvað kemur í ljós fyrr en öfl púslin eru komin á sinn stað,“ segir Magni R. Magnússon, eig- andi frímerkja- og spilabúðar- innar Hjá Magna við Laugaveg- inn. Púslið kallast Wazgij sem er enska orðið yfir púsl, Jigzaw, skrifað afturábak. „Þetta er alveg dásamlega skemmtilegt, hvort sem menn eru einir eða heilu flöl- skyldurnar saman. Ég get vel hugsað mér að leggjast yfir svona púsl milli jóla og nýárs,“ segir Magni. - segir Smári Þ. Ingvarsson Rafmagnsreikningurinn er nokk- uð sem Smári vill síður ræða. Hann viðurkennir þó að hann sé í hærri kantinum. „Menn eyða nú í aðra eins vitleysu. Ég sé ekki eftir krónu sem fer í þetta - mér finnst fátt fal- legra fyrir jólin en smekkklega skreytt hús,“ segir Smári Þ. Ingv- arsson. -aþ „Það var eiginlega húsið sem kall- aði á jólaljós enda hæfa þau því af- spyrnuvel. Ég var nú bara með þrjár seríur í upphafi en það hefur eitthvað bæst við síðan,“ segir Smári Þ. Ingvarsson sendibilstjóri en hús hans við Urriðakvísl í Reykjavík er eitthvert mest skreytta hús borgarinnar. Síðan Smári hóf að sanka að sér jólaserium fyrir sex árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú eru perumar í skreyt- ingunum utanhúss orðnar um fjög- ur þúsund. „Þetta hafa ekki verið meðvituð innkaup hjá mér en ég hef auðvitað keypt töluvert undanfarin ár. Það er miklu frekar ef ég rekst á flotta ser- íu að ég slæ til og kaupi hana. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hversu miklu ég hef eytt í þetta, spái einfaldlega ekki í það.“ Það kemur sennilega fáum á óvart að jólin eru í miklu uppá- haldi hjá Smára. „Jólin og jóla- undirbúningurinn alltaf skemmtileg- ur tími. Ég hef gaman af öllu um- stanginu í kringum þetta. Einhverjum kann að þykja það mikið en mér telst til að ég eyði um vikuvinnu í að setja jólaljósin á húsið og í garðinn. Ég nýt hins veg- ar hverrar mínútu og alltaf er mik- il stemning þegar allt er komið á sinn stað. Það er líka nauðsynlegt að hleypa smábirtu í skammdegið og hvað er þá betra en fallegar jóla- seríur," segir Smári. Spurður um viðbrögð nágrann- anna við jólaljósaflóðinu segir Smári að þeir taki þessu misvel. „Flestir hafa nú bara gaman af þessu en sumir eru dálitið pirráðir á allri bílaumferðinni sem fylgir þessu. Það er oft straumur fólks hérna um götuna og mér er sagt að þetta sé mikið til sama fólkið frá ári til árs. Það var aldrei ætlunin að gera þetta til að verða frægur,“ seg- ir Smári og bætir við að töluvert sé um að okunnugt fólk hringi í hann og spyrji hann ráða varðandi útiskreytingar. „Ég er nú enginn sérfræðingur á þessu sviði en ef ég get eitthvað lagt til málanna þá geri ég það.“ og finnst tímanum vel varið Heimili Smára Þ. Ingvarssonar við Urriðakvísi: „Þaö var eiginlega húsiö sem kallaði á jólaljós enda hæfa þau þvl afspyrnuvel. Ég var nú bara meö þrjár seríur í upphafi en það hefur eitthvað bæst viö síðan."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.