Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 4
40 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 jólaundirbúningurinn í desember.: Hvem eftirtalinna kvenna er jólasveinninn aö ræöa viö? a) Sigrúnu Magnúsdóttur. b) Siv Friðleifsdóttur. c) Vigdísi Grímsdóttur. Jólasveinninn okkar leikur við hvern sinn fingur þessa dagana. Hann ferðast glaður í bragði víða um land og dreifir pökkum til allra jólabarna. Á ferðrnn sínum hittir Sveinki ýmsa þjóðþekkta karla og konur. Getur þú séð hver það er sem jólasveinninn hittir í dag? Til að auðvelda ykkur lesendum þrautina gefum við þrjá svarmöguleika. Ef þið vitið svarið þá krossið við rétta nafnið, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birt- ast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst. Kaþólikkar á íslandi: Svelta ekki á jólaföstunni Nemendur 8. bekkjar grunnskólans í Sandgeröi: Krakkarnir voru stoltir af laufabrauöinu sem þeir bökuöu. Gruimskólinn í Sandgerði með þemaverkefni: Kennir útlendingum að baka laufabrauð Grunnskólinn í Sandgerði er nú annað árið í röð að vinna að verk- efni sem styrkt er af Comenius-sjóði Evrópusambandsins. Verkefnið heitir „Palette" eða Litaspjald og á að endurspegla margbreytileika þeirra landa eða nemenda sem taka þátt í því. Þátttakendur eru auk grunnskólans í Sandgerði frá borg- inni Jihlava í Tékklandi, Lapinlahti í Finnlandi, Búdapest í Ungverja- landi og Vínarborg í Austurríki. Marjatta ísberg er verkefnisstjóri fyrir „Palette“ í Sandgerði: „Þetta er þriggja ára verkefni og í fyrravetur var unnið að þemanu „Náttúran og ég“ en á þessu ári eru það „Venjur og siðir“ og fyrir árið 2000-2001 „At- vinnulífið og ég“. Fyrsta verkefni ársins var að búa til litaspjald. Allir skólarnir útbjuggu búta sem hver skóli sendi til allra hinna og verða svo saumuð veggteppi þar sem bút- ar eru frá öllum skólunum fimm. Myndirnar eiga að endurspegla húsagerð og umhverfi bamanna en um leið tísku í handavinnu því að þó grunnhugmyndin sé sú sama er útfærslan mismunandi." Nemendur 5. bekkjar í Sandgerði unnu að þessu teppi í nóvember undir leiðsögn kennara sinna, Þor- bjargar Bragadóttur og Bergnýjar Sævarsdóttur. Annað verkefni var að velja dæmigerða íslenska jóla- uppskrift og kenna hinum skólun- um og varð þá laufabrauð fyrir val- inu sem nemendur 8. bekkjar bök- uðu undir leiðsögn matreiðslukenn- arans. Þriðja verkefni var að velja vin- sælt jólalag og syngja það inn á spólu sem nemendur í 5. bekk gerðu og sendu ásamt nótum til hinna landanna. Nemendur efri bekkja eru að vinna kynningarblað um skólann og Sandgerði á ensku og seinna á skólaárinu verður opnuð sérstök heimasíða fyrir verkefnið sem eldri bekkir vinna að. I tengslum við „Palette" voru tveir finnskir kennarar í heimsókn í Sandgerði nýlega og eftir áramót er von á ungverskum gestakennara og í vor tveimur kennurum frá Austurríki. -AG - segja Sigmar B. Hauksson og séra Hjalti Þorkelsson „Eg fasta nú ekki á jólafostunni en geri það hins vegar á föstunni fyrir páskana sem er hin raunveru- lega fasta. Fastan felst fyrst og fremst í því að gæta hófs,“ segir kaþólikkinn og matgæðingurinn Sigmar B. Hauksson. „Ég veit að nunnurnar hér eru mjög á varðbergi gagnvart þessu þó ég viti ekki hversu strangt það er,“ heldur Sigmar áfram. „í hinum kaþ- ólska heimi, eins og til dæmis á ítal- íu og á Spáni, verður maður afar lít- ið var við föstuna þó menn geymi hugsunina um inntak föstunnar innra með sé. í hugum kaþólikka hefur páskahátíðin oft trúarlegra hlutverki að gegna en jólin sjálf sem er fremur fagnaðarhátíð. Þar eru allar verslanir og veitingahús iðu- lega opin yfir jólin og þau eru ekki eins viðamikil og hér þar sem jólin eiga sér hefð allt frá heiðni sem há- tíð ljóssins til að hressa upp á skammdegið." Hefðir rofnar við siðaskipti Séra Hjalti Þorkelsson, skóla- stjóri Landakotsskóla, segir lítið um jólaföstuhefðir meðal kaþólikka á íslandi. „Þær voru rofnar við siða- skipti og nýjar hafa ekki náð að myndast á þeim um það bO hundrað árum sem liðin eru síðan kirkjan kom hingað aftur. Áður var fastan aðallega fólgin í þvi að fólk lét eitt- hvað á móti sér í mat og drykk en það er síður að fólk'sé að svelta sig í dag,“ segir séra Hjalti. „En fólk er hins vegar oft hvatt til að spara eitthvað við sig og láta það ganga til líknarmála í staðinn. Bisk- up skrifar til dæmis föstubréf sem lesið er upp í messu á fyrsta degi að- ventu og hvetur þá fólk til að styðja góð málefni og til að nota tímann til að búa sig undir jólin. Fólk er hvatt til að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda eða þurfa á aðstoð að Matgæðingurinn Sigmar B. Hauksson: Hann segist fasta á páskaföstunni en ekki á jólaföstunni. Sigmar tekur hér þátt í gæöaþrófi fyrir DV. halda. Kaþólska kirkjan er með líknarfélag sem heitir Karitas og safnar á aðventunni fyrir einhverju sérstöku málefni hér innanlands og ætlar núna að styrkja foreldra sem vinna gegn vímuefnavandanum," segir Séra Hjalti segir að í kirkjunni sé reynt að sýna boðskap jólaföstunnar á táknrænan hátt. „Þó hafður sé að- ventukrans er engin viðhöfn að öðru leyti 1 kirkjunni, engin blóm eða þess háttar skreytingar eins og Jólagetraun Hvern hitti jólasveinninn? 10 verðlaun | Vinningarnir í jólagetraun DV eru sérstaklega glæsilegir og til mikils að vinna með þátttöku. Verðmæti vinninga, sem koma frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Bræðr- unum Ormsson og Radíóbæ, eru samtals 363.500 krónur. Fylgist með jólagetraun DV frá og með morgun- deginum. Verið með og fáið þannig tækifæri til að eignast einhvern hinna glæsilegu vinninga sem í boði eru. Aiwa-hljómtækjasamstæður 3. og 4. verðlaun eru Aiwa-hljómtækjasam- stæður frá Radíóbæ, Ár múla 38, að verðmæti 29.900 krónur hvor. Samstæöurnar eru ”, með 3 diska geisla- - spilara, surround- hátölurum með of- urbassa, tónjafnara og tvöföldu og full- komnu segulbandi. Jólagetraun DV-2. hluti Hvem hitti jólasveinninn í þetta sinn? □ Sigrúnu Magnúsdóttur □ Siv Friðleifsdóttur □ Vigdísi Grímsdóttur Nafn:______________________________________________________________ Heimilisfang:______________________________________________________ Staður:________________________________________Sírni:_____________ Sendist til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.