Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 1
• Jólahlaðborð úti á sjó • Fátækraþerrir kom á Þorláksmessu • Jólagetraun DV • Fúsi í Salem sendi jólagjafir í togarana Súfistinn: Ljáöu mér eyra að lesa í Jólasveinarnir á Jólasveinaþjónustu Skyrgáms til þjónustu reiöubúnir. „Vertíðin hefst iyrst tyrir alvöru þegar fyrsti jólasveinninn kemur til byggða aðfaranótt 12. desember." I kvöld verður lesið upp úr nýjum bókum á Súfistanum, Laugavegi 18. Bókakynningin ber yfirskriftina Ljáðu mér eyra og er á vegum bóka- forlaga Máls og menningar og For- lagsins. Bækumar sem verða kynntar eru Minningar geisju eftir Arthur Golden, Alkemistinn eftir Paulo Coelho, List skáldsögunnar eftir Mil- an Kundera, Á fjalli lifs og dauða eft- ir Jon Krakauer og að lokum verður lesið úr bók Snævarrs Guðmunds- sonar, Þar sem landið rís hæst. Upplesturinn hefst klukkan 20. Halldór Hreinsson í Útilífi: Skórnir duga vel við íslenskar aöstæður. Jólasveinaleiga með pakkadreifingu á aðfangadag og heimsóknir á jóladag: Málaliðar j ólanna Gönguskór skipta öllu „Það er ekki spurning að ég myndi velja mér góða gönguskó enda eru gömlu skómir mínir orðn- ir hálflúnir," sagði Halldór Hreins- son hjá versluninni Útilífi þegar hann var beðinn að velja sér eina gjöf í búðinni. „Skórnir sem yrðu fyrir valinu heita Meindl-Island og hafa verið feikivinsælir til margra ára. Þeir hafa reynst vel og ég veit aö þeir eru góðir í þessari tíð sem er núna innanbæja.r auk þess að vera líka góðir í íjallgöngumar á sumrin. Nafngiftin Island kemur til af því að þeir duga vel við allar íslenskar að- stæður,“ sagði Halldór. Meindl-gönguskómir kosta 16.900 krónur og segir Halldór það hvorki hátt né lágt verð. Algengasta verð á gönguskóm sé á bilinu 12 til 18 þús- und. „Reynslan segir okkur að þetta séu góðir skór. Það vita líka allir sem ganga mikið aö góðir gönguskór skipta öllu og era ómetanlegir," sagði Halldór Hreinsson hjá Útilífi. -aþ „Bömin eru alltaf mjög þakklát og starfið er mjög skemmtilegt," segir Bendt Harðarson sem ásamt félögum sínum hefúr rekið Jólasveinaþjón- ustu Skyrgáms nokkur undanfarin ár. Fyrirtækið er eitt þeirra sem nú auglýsa þjónustu sína i smáauglýs- ingum DV. Bendt og félagar era ungir náms- menn og þeir hafa mikla reynslu af því að umgangast böm. „Við höfum langflestir tekið mikinn þátt í æsku- lýðsstarfi Þjóðkirkjunnar og það má segja að það hafi verið í því starfi sem þessi hugmynd að jólasveinaþjónust- unni kviknaði," segir Bendt. Þó enn séu nokkrar vikur til jóla hafa Bendt og starfsbræður hans þegar skemmt nokkrum sinnum og pantanir eru teknar að streyma inn. „Við byrjuðum fyrr að auglýsa núna en í fyrra og fólk hefur strax tekið við sér en það er þó alls ekki svo að það sé allt upppant- að. Vinsælust er pakkadreifingin á aðfangadag og síðan heimsóknir i heimahús á jóladag en það er líka mjög mikið að gera í sambandi við ýmsar skemmtanir og samkomur, til dæmis hjá fyrirtækjum og starfs- mannafélögum þeirra," segir Bendt. Láréttur í loftinu Jólasveinar Bendts eru yfirleitt tveir ög tveir saman og hafa uppi ýmis gamanmál, hljóðfæraslátt og söng þar sem þeir koma. Ýmislegt óvænt og spaugilegt hendir óhjá- kvæmilega í daglegu amstri jóla- sveina. „Jólasveinar frá okkur voru að fara að skemmta í Haukahúsinu í Hafnarfirði í fyrra og vora seinir fyr- ir og þurftu að hlaupa síðasta spöl- inn í fullum skrúða. Það var snjór yfir öllu og talsverð hláka. Skyndi- lega missti einn jólasveinninn fót- anna og flaug láréttur í loftinu, eins og í bíómynd, og lenti flatur í polli. Þegar hann kom á staðinn holdvotur vakti það mikla lukku að jólasveinn- in heföi dottið í poll,“ segir Bendt. Sveinar í próflestri Eins og áöur sagði eru Bendt og vinir hans i námi og nú er prófatími en hann segir jólasveinaútgerðina ekki hafa truflandi áhrif á próflest- urinn. „Vertíðin hefst fyrir alvöru þegar fyrsti jólasveinninn kemur til byggða aðfaranótt 12. desember og þá styttist í próflok. Þetta er líka mest á kvöldin og um helgar og við gætum þess sömuleiðis að ofkeyra ekki sömu mennina," segir hann en alls era jólasveinarnir á Jólasveina- þjónustu Skyrgáms átta talsins. Sem dæmi um verð fyrir heim- sóknir Skyrgáms og félaga má nefna að 2.500 krónur kostar að dreifa pökkum í hvert hús á aðfangadag og heimsókn á jóladag með 15 til 20 mínútna dagskrá kostar 6.000 krónur en f báðum þessum tilvikum mæta tveir filefldir jólasveinar á vettvang. „Það má kannski geta þess líka að 20% af öllum tekjum okkar af þessu renna til Hjálparstarfs Þjóðkirkjunn- ar,“ skýtur Bendt inn að endingu. -GAR AEG Vinnur vark sín j nJJooj ■:*' ; BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Sími 530 2800 6280U-W i undir borðplötu: H: 82-88 B:60 D:57 ;un: Hraðkerfi BI0 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerfi 1,25 kwst motkun: Hraðkerfi BI0 50°C 15 lítrar Venjulegt 65°C 19 Iftrar ig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aldrei meira vatn en þörf er á innra byrgði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) lækka efri grind með einu handtaki Hægt að stilla start-tíma allt að 19 klst. fram í tlmann hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók Innbyggt hita-element ^eð heitum b'® Tekur 12 manna stell Mjög hjóðlát vél aðeins 45 db (rt 6 þvottakerfi TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri 4 hitastig Aqua Control, sex-falt vatnsöryggiskerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.