Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 jólaundirbúningurinn í mg desember. 25 Jól á sjó: Rosalegt jólahlaðborð í bígerð - segir Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra, sem verður í landi um hátíðirnar W Jólahlaðborð þykja nú ómissandi á aðventunni - líka á sjó: „Þetta verður flott hjá honum Þórði Norðfjörð. Hann er sko enginn eiturbrasari, hann er rosalega góður kokkur. Það er meiri háttar og ég held að það sé ekki flottara á neinu hóteli," segir Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra. Nú er að mestu aflagt sem áður var algengt að togarasjómenn væru á sjó um jól og áramót. Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra RE, verður í landi þessi jól og kemur inn fyrir hádegi á Þorláksmessu. Hann hefur þó verið ófá árin að veiðum um hátíðamar. „Þetta er búið í dag að togaramir séu á sjó um jólin,“ sagði Steingrím- ur sem var á þorskveiðum i litlu fiskiríi í Þverálskantinum þegar DV hafði samband við hann á mánudag. „Ég hef verið mjög mikið á sjó um jólin. Á gamla Vigra fórum við gjaman úr höfn 17. eða 18. desember og fiskuðum i siglingu. Þetta gerði maður ár eftir ár og þá var verið að stíla upp á að ná góðri sölu erlendis strax eftir áramótin." „Auðvitað var þetta hundleiðin- legt og margir tóku sér frí. Þá komu gjaman strákar úr Stýrimannaskól- anum í afleysingar. Undir það síð- asta fóru flestir úr áhöfninni í frí, það gekk svo vel að fá menn til að hlaupa í skarðið. Nú er það skylda að koma inn á Þorláksmessu og þá ekki seinna en um hádegið." Meira skreytt í dag en áður „Jólahaldið um borð var þannig að það var heldur meira gert i mat en venjulega, meiri og stærri steik- ur, ís og ávextir. Það var ekki mikið gert að því að skreyta vistarverur í þá daga, það er meira gert að því núna. Jú, menn skreyttu þó smáveg- is, það var oftast lítið jólatré í borð- salnum. Þá tóku menn með sér jóla- pakkana á sjóinn og þá helst bækur til að lesa. Núna er kokkurinn með rosalegt jólahlaðborð í bígerð áður en við komum í land. Það er alveg svaka- legt. Þetta verður flott hjá honum Þórði Norðfjörð. Hann er sko enginn eiturbrasari, hann er rosalega góður kokkur. Það er meiri háttar og ég held að það sé ekki flottara á neinu hóteli." Þarf bara að drepast fyrst... Ýmsar sögur eru til af Steingrími Þorvaldssyni, skipstjóri á Vigra RE, eða Steina eins og kunningjamir kalla hann, enda á hann oft til skemmtileg tilsvör. í samningalotu sjómanna og út- gerðarmanna fyrir nokkram árum var t.d. tekist á um samninga um kaup og kjör á stóru togurunum svokölluðu sem flestir voru þá gerð- ir út frá Reykjavík. Guðjón Amar Kristjánsson, formaður FFSÍ, sat þá í samninganefnd fyrir far- og fiski- menn og náðust þá samningar um svokallaðar „sóttdauðabætur“. Þess- ar bætur áttu að tryggja aðstandend- um bætur ef sjómenn létust af völd- um sjúkdóma um borð eða sjúk- dóma sem rekja mætti til verunnar um borð og slysatryggingar náðu ekki yfir. Þegar Guðjón var að ganga frá lokaundirritun samninganna kom Steini að borðinu og spurði Adda: „Hvað fæ ég svo út úr samningun- um?“ - „Þú færð nú ekki mikið,“ sagði Addi, „en þú færð þó sótt- dauðabætumar eins og allir aðr- ir.“ Þá sagði Steini: „Ja, helvítis djöfull var þetta gott hjá þér. Maður þarf bara að drepast fyrst og þá fær maður eitthvað út úr því!“ -HKr. Sigrún Hjálmtýsdóttir: Hún syngur meöal annars aríuna Rejoice greatly, 0 daughter of Zion úr Messíasi í Langholtskirkju í kvöld. Aðventutónleikar Fílharmoníu: Hátíðarverk frá ýmsum tímum í kvöld heldur Söngsveitin Fíl- harmonia aðra aðventutónleika sína í Langholtskirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Þriðju og síðustu að- ventutónleikar söngsveitarinnar verða annað kvöld. Flutt verða jóla- og hátíðarverk frá ýmsum tímum. Flest þeirra eru á geisladiski Söngsveitarinnar Heill þér himneska . j orð sem nýkominn er út. Við flutn- ing á hluta efnisskrárinnar nýtur kórinn fulltingis hljómsveitar sem skipuð er hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit íslands og er konsertmeistari hennar Rut Ingólfs- dóttir. Einsöngvari með kómum er Sigrún Hjálmtýsdóttir en en 0 syngur hún aríuna Rejoice greatly, 0 daughter of Zion úr Messiasi og Gesú Bambino efitr P.A. Yon. Þá eiga tónleikagestir þess kost að taka undir með í þremur lag- anna á tónleiknum. Stjórnandi er Bemharður Wilkinson. Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 Kápa kr. 9.980 Húfa kr. 1.790 Trefill kr. 1.590 603 Akureyr Sunnuhlíð sími:462 4111 r 108 Reykjavík Faxafeni 8 sími: 533 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.