Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 4
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 jólaundirbúningurinn í F5CT1 desember.: A 7 Miðbær Akureyrar: Hrefna Daníelsdöttir og Guörún Daníelsdóttir: „Jólin voru komin þegar eplailmurinn fyllti húsiö og hangikjötiö var soöiö. Síðan var skreytt, viö bjuggum til svokallaða músastiga úr kreppappír og þaö var eina skreytingin sem var hjá okkur. Viö vorum ekki meö jólatré og þaö þekktist ekki aö fá í skóinn. Norðlenskur jolasveinn: Þessi var mættur þrátt fyrir kalsaveöur. Randerstré í snjókomu Hvern hitti jólasveinninn? Hvern eftirtalinna manna er jólasveinninn aö ræöa viö? a) Fjölnir Þorgeirsson. b) Páll Óskar Hjálmtýsson. c) Björn Bjamason. Jólasveinninn okkar leikur við hvern sinn fingur þessa dagana. Hann ferðast glaður í bragði víða um land og dreifir pökkum til allra jólabarna. Á ferðum sínum hittir Sveinki ýmsa þjóðþekkta karla og konur. Getm- þú séð hver það er sem jólasveinninn hittir í dag? Til að auðvelda ykkur lesendum þrautina gefum við þrjá svar- möguleika. Ef þið vitið svarið þá krossið við rétta nafnið, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öll- um tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum frani| að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautimar hafa birst. Vinningamir i jólagetraun DV eru sérstaklega glæsilegir og til mikils að vinna meö þátttöku. Verðmæti vinninga, sem koma frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Bræör- unum Ormsson og Radíóbæ, eru samtals 363.500 krónur. Fylgist með jólagetraun DV frá og meö morgun- deginum. Verið með og fáið þannig tækifæri til að eignast einhvem hinna glæsilegu vinninga sem í boði eru. Grundig-sj ónvarp og DVD-spilari Fyrsti vinningur í jólagetraun DV er frá Sjónvarps- \ miðstöðinni, Síöumúla 2, Grundig-sjónvarpstæki, aö verðmæti 119.900 krónur, og DVDmyndbandstæki að verðmæti 44.900 krónur. Heildarverömæti fyrsta vinn- ings er 164.800 krónur. Grundig-sjónvarpiö er meö 28“ tomma megatron-myndlampa, 100 riða myndtækni, CTI- litakerfi, flölkerfa móttakara, 2x20W Nicam stereó- hljóðkerfi, valmyndakerfi, textavarpi meö íslenskum stöfum og 2xscart tengi og RCA og fjarstýringu. Sjón- varpinu fylgir fullkomið DVD-myndbandstæki frá Grundig, að verðmæti 44.900 krónur. Jólagetraun DV - 3. hluti 'vem hitti jólasveinninn í þetta sinn? Fjölni Þorgeirsson DPál Óskar Hjálmtýsson □Bjöm Bjamason sTafn* Heimilisfang:_____________________________________________________ Staður:_________________________________________Sími:_____________ Sendist til: DV, Þverholti II, 105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV DV, Akurevri:______________________ Það viðraði ekki vel þegar Akur- eyringar kveiktu ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi um helgina. Það snjóaði og skóf nokkuð en samt sem áður lét fjöldi fólks sig hafa það að leggja leið sína í miðbæinn og bömin voru að sjálfsögðu fjölmenn í þeim hópi sem endranær. Jólatréð á Ráðhústorgi er gjöf til bæjarbúa frá Randers, vina- bæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin á Ráðhústorgi hófst með lúðrablæstri og söng og eftir ávörp vom ljósin á trénu tendruð. I kjölfarið komu jólasveinar á sviðið og sungu iyrir krakkana og brugðu á leik með þeim. Er víst nokkuð sama hvernig viðrar þegar þessi árlega at- höfn fer fram, alltaf mæta foreldrar með böm sín. Miðbæjarsamtökin á Akureyri hafa síðan um 20. nóvember gengist fyrir ýmsum uppákomum í miðbæn- um, aðallega um helgar og verður svo um þær tvær helgar sem renna upp fyrir jól. Göngugatan í Hafnar- stræti er aðalvettvangur þessara uppákoma og þar er komið fyrir ýmsum söluskálum og tjöldum. Systurnar Guðrún og Hrefna Daníelsdætur á Akranesi muna tímana tvenna: Á Porláksmessu kom fátækraþerrir DV, Akranesi: Systurnar Guðrún og Hrefna Dan- íelsdætur á Akranesi muna tímana tvenna í undirbúningi jólahalds. Guðrún verður sjötug á næsta ári og Hrefha 67 ára. Þær lýstu fyrir DV hvernig jólaundirbúningnum var háttað þegar þær voru litlar. „Það var byrjað á þvi að sauma fótin því að allar fengu ný fot, sokka og skó og svo var mikið þrifið," seg- ir Guðrún. „Jólin voru komin þegar eplailmurinn fyllti húsið og hangi- kjötið var soðið. Síðan var skreytt, við bjuggum til svokallaða músa- stiga úr kreppappír og það var eina skreytingin sem var hjá okkur. Við vorum ekki með jólatré og það þekktist ekki að fá í skóinn. Við fengum kerti, spil og epli í jólagjöf." „Mér er minnisstæðastur aðfanga- dagur þegar Guðrún skúraði eldhús- gólflð en það var gert síðast af öllum verkum og við biðum öll fimm systkinin uppi á borði eftir því að komast í sokka því það var stór stund að fá að fara í fótin. Guðrún var eins og mamma okkar því við misstum mömmu okkar ung. Þá eru mér einnig minnisstæð ein jól þegar systir okkar, sem fór til Reykjavíkur um fermingu, sendi mér lítið blátt ilmvatnsglas í jólagjöf. Ég myndi segja að ef ég miðaði við daginn í dag þá væri þetta eins og að fá tölvu,“ segir Hrefna. „Við vorum ánægð þótt við fengjum kerti spil og epli en í dag er það ekki þannig hjá bömunum. Það var sérstök tilhlökk- un til jólanna í þá daga þótt fólk hefði ekki mikið að bíta og brenna. í þá daga átti fólk ekki marga ganga á rúmin sín og þá var alltaf sagt að á Þorláksmessu kæmi fátækraþerrir svo hægt væri að þurrka rúmfötin og okkur finnst að þannig hafi það alltaf verið. Þær systur segja aö jólahaldið hafi breyst mjög mikið, meira segja frá því að bömin þeirra voru lítil. „Ég á fimm böm,“ segir Hrefna og bjó þannig að við gátum lokað stof- unni, síðan skreyttum við stofuna með kreppappír og fleiru. Mestur spenningurinn var að bíða eftir jól- unum, allir vildu vaska upp, síðan röðuðu bömin sér við dymar og þau skiptust á ár frá ári að fá að opna. Það var skemmtilegast að sjá þegar þau komu inn því að þau höfðu ekki séð hvað búið var að skreyta en þegar búið var að taka upp pakkana fór stofan í rúst og jafnvel var spurt hvort ekki væm fleiri gjafir. Þama kemur munur- inn, við voram ánægðar að fá kerti, spil og epli. Tilhlökkunin til jólanna í þá daga var mikil en þannig er það ekki í dag.“ Báðar hafa tekið upp nýja siði í jólahaldinu og verða með svínaham- borgarhrygg í jólamatinn. JéÍMgetmun DV-MYND DANlEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.