Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 Spurningin Hvaða bók vilt þú helst fá í jólagjöf? Lára Herborg Þorsteinsdóttir nemi: Vér unglingar, hljómar skemmtilega. Ámi Þór Ámason nemi: Nýjustu Bert-bókina af því ég er búinn að lesa hinar. Flosi Brynjólfsson nemi: Enga, mér leiðist að lesa. Alda Helgadóttir hárgrkona: Ein- hverja spennusögu. Gísli Ásgeirsson: Veit ekki, bara einhverja. Er símaskráin ekki fin? Egill Valgarðsson sjómaður: Veit ekki, ekkert kynnt mér bókamál. Lesendur Þá er það komið í ljós: Ekkert að marka hilluverðið Sigrún G. Jónsdóttir, Garðabæ, hringdi: Ég var komin út á mitt Austur- strætið þegar ég uppgötvaði að ég hafði borgað talsvert meira en mér bar fyrir marsipan og núggat í 10-11. Hillumerkingamar gáfu til kynna eitt verð en kassinn annað og hærra. Ég fór því inn í búðina aftur og skoðaði hillumerkingamar. Þar blasti við að verðið á hillunum og verðiö á kassakvittuninni var ekki það sama. Nú fór ég á annan kassanna tveggja - þeim sem ég hafði farið á haföi verið lokað. Þarna lenti ég hjá ungum og myndarlegum manni og ætlaði að fá leiðréttingu mála minna. Hann var snöggur upp á lagið: „Það er ekkert að marka það sem stendur á hillun- um,“ sagði hann. En ég er sauðþrá að eðlisfari og heimtaði endurgreiðslu upp á 84 krónur. Þá var mér sagt að fara yfir á hinn kassann sem var einmitt ver- ið að opna aftur. „Ég er búinn að standa í nógu miklu ragli í dag,“ sagði strákurinn og dæsti. Stúlkan sem hafði afgreitt mig kannaði síð- an málið og endurgreiddi mismun- inn. En er það ekki með ólíkindum að það skuli viðurkennd staðreynd að ekkert sé að marka merkingar á hillum í búðum. Var það ekki þetta sem Neytendasamtökin óttuðust að gerðist? Hilluverðiö þarf ekki endilega að vera endanlega verðiö - það sem borgað er viö kassann. Bjargaði mér frá hjólastól - þegar aðrir vildu fara auðveldu leiðina Elísabet Sigmarsdóttir skrifar: Mér blöskraði meðferðin á Gunn- ari Þór Jónssyni bæklunarlækni. Betri bæklunarsérfræðingur er ekki til að mínu mati. Ég var búin að leita tO margra sérfræðinga, þeir vildu fara auðveldu leiðina, láta mig í hjólastól - ekkert annað fram undan. Þetta breyttist þegar ég hitti Gunnar Þór. Hann benti mér á að ég gæti fengið bata, en yrði að gangast undir stóra aðgerð. Það vildi svo tO að ég varð að fara í tvær aðgerðir á hnjám með tveggja mán- aða mOlibOi. Manneskjulegri lækni er erfitt að finna. Sama hvaða vandamál var borið undir Gunnar Þór, aOa hnúta leysti hann, læknis- fræðOega og skriffinnsku- lega. Ég vO ekki kasta rýrð á nokkurn mann en ég hygg að margir séu mér sammála um Gunnar Þór er framúrskar- andi læknir. Enn fremur óska ég þess að Sjúkrahús Reykjavíkur sjái sér hag í að nýta sér Gunnar Þór sem yf- irlækni. Megi hann starfa Gunnar þar sem allra lengst og hjálpa Þór Jónsson. sem flestum. Fréttastofa Ingibjargar Sólrunar Sigrún Jónsdóttir skrifar: Það er einkennilegt hvemig Ingi- björg Sólrún Gísladóttir bregst við þegar einhver vogar sér að mót- mæla henni í einhverju. Hún um- turnast og í stað þess að ræöa mál- efnið ræðst hún með skömmum á persónu andmælendans. Hún minn- ir í þessu efni á fyrrum alþingis- mann, sem eitt sinn varð rökþrota gegn andmælenda sinum, og réðst því á persónu hans og sagði hann hafa skítlegt eðli! Slík röksemda- færsla kaOast „ad hominem" og þykir afar lágkúruleg. í umræðunum um Orkubú Reykjavíkur hefur þetta götustelpu- eðli Ingibjargar Sólrúnar komið skýrt í ljós. Þegar bent var á að orkubúið neyddist tO að taka erlend lán til að standa undir eyðslusemi R-listans í góðærinu vOdi borgar- stjórinn ekki ræða það, en vOdi að- eins ræða persónu andmælenda síns, Ingu Jónu Þórðardóttur, og [Líl^fir^1ÍP)Æ\ þjónusta allan sólarhrínginn ir geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu „Bestur er þó Mogginn þegar hann segir lýðræðisást Ingibjargar Sólrúnar hafa ráðiö því aö hún bakkaði í Laugardalsmálinu. Hið rétta er að hún haföi ekki atkvæöastyrk í borgarstjórn til aö knýja Laugardalsmáliö í gegn,“ segir bréfritari. hvemig hún vogaði sér að and- mæla. Ekki tók betra við þegar rikis- rekna sjónvarpsfréttastofan tók á málinu. Sjónvarpskonan sneri sér aö undirmanni borgarstjóra og spurði hvort borgarstjóri hefði ekki rétt fyrir sér nú sem fyrr. Undir- maðurinn hliðraði sér viö að gagn- rýna borgarstjórann og ekkert var minnst á erlendar lántökur. Svo móðgast ríkisrekna fréttastofan þeg- ar hún er köOuð fréttastofa Ingi- bjargar Sólrúnar. Bestur er þó Mogginn þegar hann segir lýðræðisást Ingibjargar Sól- rúnar hafa ráðið því að hún bakk- aöi í Laugardalsmálinu. Hið rétta er að hún hafði ekki atkvæðastyrk í borgarstjóm til að knýja Laugar- dalsmálið í gegn. Alfreð Þorsteins- son lýsti því yfir á fundi borgar- málaráðs Framsóknarflokksins að hann myndi greiða atkvæði gegn frekari byggingum í Laugardal. Þar með var Laugardalsmálið faOið í borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún fékk engu um það ráðið. Forðaðu þér fyrir klukkan sex - frí bílastæði eru ekki frí ef þú kemur of seint Magni Magnússon hringdi: Ég varð nokkuð undrandi á laugardaginn var. Það hafði verið tilkynnt að frítt væri í bíla- geymsluhúsið á laugardögum í desember. Ég lagði bílnum um morguninn í bOageymslunni og hafði hann þar tO kvölds. Þegar ég kom í húsið kom í ljós að kom- ið var á hann 430 króna gjald. Ég hafði samband við ósköp elskuleg- an starfsmann sem sagði mér að vélamar væm stiOtar þannig að eftir kl. 18 væri ekki gjaldfrítt lengur og þá gjaldfélli aOur dagur- inn! Þetta fannst mér einkenni- legt og held að aOir hljóti að sjá að þetta fær ekki staðist. Samanburður Péturs Blöndals út í hött: Ekki hægt að bera saman vélstjóra og vélstjóra Jón Magnússon hringdi: Það er furöulegt að maður komi fram sem fuOtrúi þjóðarinn- ar án þess að hafa hundsvit á því sem hann er að tala um. Pétur Blöndal er einn þeirra manna, al- þingismaður sem heldur að vél- stjórar tO sjós og í landi sé saman- burðarhæfur hópur manna. Það er alrangt. Samlíking Péturs á Stöð 2 var út í hött, þegar hann talar um og ber saman vélstjóra í frystihúsum og vélstjóra tO sjós. Vélstjórar í virkjunum eru með fjölskyldur sínar með sér flestir hverjir og geta komist heim tO sín hvenær sem er. Pétur er maður í glerhúsi, hefur aldrei unnið hand- arvik öðmvísi en hafa aðra tO að búa tO peninga fyrir sig. Er að undra aö slíkir menn sjái heim- inn dálítiö furðulegum augum? Umhyggja í ræningja- og dópistabælinu Reykjavík Magni B. Hansen, Norðfirði, skrifar meðal annars: Gaman verður þegar atvinnu- samviskuborgaramir taka sig loks tO við að bera umhyggju fyr- ir velferð mannlOs í dópista- og ræningjabælinu, Reykjavík, höf- uöborg landsins. Þá þætti kannski síöur sjálfsagður hlutur að limlesta fólk á götum úti, svona af því bara. Og skiptimynt- arræningjar í verslunum myndu hætta að teljast vera sjálfsagður og eðlilegur liður í mannlífi borg- arinnar. Menningarfrömuðurinn fyrr- verandi ætti að geta farið létt með að kenna skrílnum mannasiði og listrænan búkslátt í stað limlest- inga. Ég hélt að þessi skemmd á mannlífinu, ásamt nýlegum fram- kvæmdum við NesjavaOaorkuver- ið, í miðjum þjóðgarði landsins, stæði hinum athyglissjúka borg- ararfuOtrúa sjálfstæðismanna í Reykjavík nær en það að hafa áhyggjur af sumardvalarstað geislavirkra skoskra gæsa og gróðurfari við Eyjabakka. Ef til viO ætti „sko“ heims- fræga söngkonan úr Reykjavik að leggja rotnandi og gjörspOltu mannlífi í sinni heimaborg bar- áttulið tO batnaðar, í stað þess að smána Austfirðinga, þegar hún datt snöggt niður úr skýjunum með ótímabær afskipti af um- hverfismálum á viðkvæmasta tímapunkti til eðlOegrar framþró- unar eystra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.