Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 * 17 Kona á Seltjarnarnesi fann ráð við miklum gluggaþvotti: Bónar rúðurn- ar og heldur þeim hreinum - gluggaþvottur kostar 3.500-8.000 krónur fyrir einbýlishús Hefðbundinn gluggaþvottur með uppþvottalegi og bursta. Síðan er glugg- inn skafinn. DV-mynd PÖK Flestir þeir sem búa við sjó kannast við að saltaustur og önnur óhreinindi vilja setjast á ut- anverða glugg- ana á híbýlum þeirra og valda því að erfitt er að sjá út. Mörgum vex hins vegar í augum að þrifa gluggana, horfa á það sem fyrir augu ber líkt og með skitugum gleraugum. Þó er til gott ráð fyrir þá sem eru lítt hrifnir af því að munda tuskur og sápu- vatn í hvert sinn sem veðurguð- imir byrsta sig. Þeir bera létta bónhúð á rúðum- ar og óhreinindi Kristín Asgeirsdóttir býr á noröanverðu Seltjarnarnesi. Hún ber léttbón á rúðurnar og útsýnið hefur aldrei verið betra. DV-mynd ÞÖK setjast síður á þær. Nægilegt er að bóna gluggana tvisvar á ári til að koma í veg fyrir að óhreinindi setjist á þá. Hálfur lítri af léttbóni kostar um 500 krónur en einnig er hægt að nota Rain-x sem notað er mikið á bílrúður og jafhvel gleraugu. Það efni er tölu- vert dýrara en bón. Þari og salt á gluggunum „Við sáum aldrei út um glugga. Gluggamir sem snúa i norður gegn sjónum vora stundum alsettir þara og salti og maðurinn minn var aÚtaf úti með slönguna að spúla af þeim. En svo datt okkur í hug að bera bón á rúðum- ar og höfum gert það i nokkur ár. Þetta er allt annað líf. Nú njótum við þess að horfa á Esjuna án þess að þari spilli fýrir,“ segir Kristín Ásgeirsdóttir sem búsett er á Seltjamamesi þar sem sjór- inn strýkur gjaman rúðumar þegar norðanáttin blæs. Þeir sem búa á hæð geta tekið til þess ráðs að setja svamp langt kústskaft til að bera bónið á gluggana. Þjónustan keypt „Það er töluvert um að við hreins- um glugga í heimahúsum og þá á stöð- um þar sem seltan er mikil, t.d. á Arn- amesi og Seltjamamesi. Þó era meiri- hluti viðskiptavina okkar fyrirtæki og verslanir. Þegar líða fer að jólum fara alltaf nokkrir dagar eingöngu í glugga- þvott í heimahúsum en mest era það einbýlishús, raðhús og fjölbýli," segir Ingvar Bemdsen, gluggaþvottamaður hjá I.B. Gluggahreinsuninni. Aðspurð- ur sagðist Ingvar þá nota heitt vatn og Yes Ultra Plus uppþvottalög við þvott- inn. Nokkur fyrirtæki á höfúðborgar- svæðinu reka gluggaþvottaþjónustu og hafa ærið nóg að gera. Verðlagning á gluggaþvotti á einbýlishúsi er á bilinu 3.500^8.000 krónur. í flestum tilfellum er nauðsynlegt að koma á staðinn og meta hvert verðið er í hvert og eitt sinn. hól Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa fyrir áramót: Hámarksfrádráttur um 30 þúsund krónur Ef einstaklingur kaupir hlutabréf fyrir 133.333 kr. fær hann 30.672 krónur frádrátt frá tekjuskatti. Heldur lítið hefur farið fyrir aug- lýsingum um skattaaflsátt vegna hlutabréftikaupa það sem af er des- ember. Þó má vænta þess að slagur- inn harðni þegar líður á mánuðinn. Af því tilefni birtast hér fróðleiks- kom um þetta efni. Heimildin er vefsíða Verðbréfamarkaðar íslands- banka á slóðinni www.vlb.is þar sem fá má svör við algengustu spurningum um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Einstaklingar sem hyggjast nýta sér skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa eða kaupa í hlutabréfasjóð- um í lok ársins geta keypt fyrir 133.333 krónur. Draga má 60% af fjárhæðinni frá eignarskattstofni. Þetta þýðir að ef einstaklingur kaupir hlutabréf fyrir 133.333 kr. fær hann 30.672 krónur frádrátt frá tekjuskatti. Fjárhæðimar eru tvö- faldar fyrir hjón. Fimm áramót Hlutabréf sem keypt eru árið 1998 og síðar þarf að eiga yfir 5 áramót frá kaupunum. Ef hlutabréf eru seld innan þessara tímamarka færist sá frádráttur sem viðkomandi hefur fengið vegna kaupa bréfanna til tekna á söluárinu. Komast má hjá því ef keypt eru önnur hlutabréf innan 30 daga frá sölunni. Eignar- haldstíminn hér að ofan miðast við aðalhlutabréf en ekki jöfnunar- hlutabréf sem gefin hafa verið út eftir kaupin. Sala hlutabréfa á fyrri árum hef- ur ekki áhrif því einungis er litið á kaup og sölu innan ársins. Á því ári sem skattaafsláttur á að gilda þurfa kaupin því að vera hærri en salan innan ársins til að fá skattaafslátt. Hagræði eða ekki Hlutabréfakaup geta lækkað eign- arskattinn. Þó tekjur séu undir skattleysismörkum þá lækka hluta- bréfakaup tekjuskattsstofninn og ónýttur persónuafsláttur nýtist til lækkunar á eignarskatti. Ef kaup- andinn hefur tekjur undir skattleysismörk- um og greiðir ekki eignarskatt þá er ekki skattalegt hagræði af hlutabréfakaupum Skattur af sölu- hagnaði Söluhagnaður hlutabréfa er skatt- skyldur og skiptir þá ekki máli hve lengi viðkomandi hefur átt bréfin. 10% skattur er á söluhagnað upp að 3 miljónum kr. hjá einstaklingum og 6 miljónum kr. hjá hjónum. Þeg- ar söluhagnaður er umfram þessa fjárhæð skattleggst hann eins og aðrar tekjur. Þó ber að geta að hagnaður af sölu hlutabréfa sem keypt voru á ár- unum 1990-1996 telst ekki til skatt- skyldra tekna hafi hin seldu hluta- bréf verið í eigu skattgreiðandans í full fjögur ár. Hámark er þó á skatt- frjálsum hagnaði vegna sölu þess- ara hlutabréfa, 341.377 krónur hjá einstaklingi en tvöfold sú fjárhæð hjá hjónum. -hlh / jólapakkann Snowbee er nýtt vörumerki á íslandi í veiðivörum og sport- fatnaði. Snowbee vörurnar eru þekktar fyrir gæði, gott verð og mikið úrval, t.d. vöðlur, vöðluskór, veiðivesti, flís- og öndunarfatnaður, hjól, stangir og margtfleira. Snowbee vörur fást í öllum helstu veiði- og sportvöruverslunum landsins. t Vöðlujakki Neoprene hanskar Vöðluskór Veiðivesti f X 1 i K t <j\. • : Upp'Vs,n9aSÍ'1' , veioinu • I 1 NA £22 M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.