Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Blaðsíða 32
44 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 I>'V nn Ummæli Dómsmála- ráðuneytið og pósturinn „Við erum á síðasta ári tutt- , ugustu aldarinnar en ætla mætti að » dómsmálaráðuneyt- ið væri enn á þvi : stigi að póstur kæmi til landsinse með vor- og haust- skipi og bréfa- póstur færi lands- homa milli með landpóstinum á sinum tveimur jafníljótum." Guðmundur Arni Stefánsson al- þingismaður, í DV. Feitir íslendingar „Nýleg rannsókn sýnir að ís- lensk börn em þau feitustu í Evrópu. Nú er svo komið að menn taka á sig krók ef þeir mæta ungum stúlkum því þær eru flestar hverjar sílspikaðar og með sérdeilis slæma húð af eintómu sælgætisáti.“ Stefán Snævarr heimspekingur, ÍDV. Hrossakaupin „Ef rétt reynist að búið sé að ráða í stöðuna án auglýsingar, þá er leitt að Helga Jóns- dóttir, sem er mjög hæf manneskja, skuli lenda í þess- um pólitísku hrossakaupum milli stjórnarflokk- anna.“ Jóhanna Sigurðardóttir um seðlabankastjórastöðuna, í Degi. Peningar og virkjanir „Ef landsmenn þrá að vafra um í myrkrinu og trúa því að mál þetta snúist um eitthvað annaö en peninga þá verður eng- in virkjun svo stór og orkurík að afl hennar nægi til að íslensk þjóð geti kveikt á pemnni." Kristján Hreinsson skáld, ÍDV. Ossur og Ossur „Ræður þingmannsins Össur- ar Skarphéðinsson- ar og greinaskrif hans að undan- fomu benda ekki til þess að hann kannist við gjörð- ir fyrrverandi umhverfisráð- herra, össurar Skarp- héðinssonar." Hjálmar Árnason alþingismaður, í Morgunblaðinu. Jólaglöggið „íslendingar tóku þetta með trompi á sínum tíma en það aflagð- ist og i staðinn komu jólahlaðborð- in sem eru í hámarki í dag.“ Guðvarður Gíslason veitinga- maður, í DV. I II Þingvalla ÞING VALLAvATN Þorsteinsvík >* * ■ ■ ,, Lambhagi Ölfusvatns- Dyradalur P' *■ ii*ii ♦ ♦ * ♦ #*** ♦ Gr melur ,Q** Nesjahraun * * Botna- Hagavík dalur l .. * Olfus- *'a Nesbúð vík ♦ ♦ ,♦* V « « ♦ Skeggi Hengill G/?4 Mælifell • Villinga- vatn : .♦*' úrnjóts-' ♦ Krossfjöll J Súlufell * vatn: ;*HrLu„dar-'........*........’^’ ■ * * s £ 'O / J Hrómundar^ ■•••... A 2000 metrar ♦*Laki** Dagmála- fell Klóarfjall Til Hveragerí DV Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir og píanóleikari: Reyni að höfða til sem flestra „A ljúfum nótum er þriðja plata mín. Sú fyrsta, sem kom á vinýl 1984 hét Með suðrænum blæ, önnur hét Suðrænar perlur og kom út fyr- ir fjórum árum. Þessar plötur áttu það sameiginlegt að vera, eins og nafnið gefur tilefni til, á suðrænum nótum, auk þess sem ég fékk til liðs við mig þekkta söngvara í einstök lög. Á ljúfum nótum er blandaðri og eingöngu spiluð, er instrúmental eins og oft er sagt. Auðvitað eru inn á milli suðræn lög enda er ég hrifin af slíkri tónlist, en þama eru líka þekktar dægur- lagaperlur á borð við Man- hattan, Never on Sunday, svo einhverjar séu nefndar, og íslensk lög eftir Magnús Eiríksson, Bubba Morthens, Gunnar Þórð- arson og Jón Múla Árnason," segir Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir og píanóleikari. Haukur Heiðar segir það lengi hafa blundaði í sér að gefa út plötu eingöngu með píanótónlist og því hafl hann ákveðið að þriðja platan yrði slik: „Ég reyndi að velja lögin með það í huga að þau höfðuðu til sem flestra. Þetta er allt lög í ró- legri kantinum. Ég er i mörg ár bú- inn að leika kvöldverðartónlist á Hótel íslandi og má segja að tónlistin á plötunni sé nokkuð í þeim anda. Maður dagsins Sum lögin á plötunni spila ég reglulega en önnur er ég að fást við í fyrsta sinn. Ég vildi endi- lega að íslenskum lögum yrði gert hátt undir höfði á plötunni og því fór ég í lagasöfh okkar þekktustu höfunda og valdi nokkur lög.“ Ekki er Haukur al- einn á plötunni og nýtur hann aðstoðar val- inkunnra hljóðfæraleik- ara: „Mín hægri hönd er sem fyrr Ámi Schev- ing, sem hefur verið með mér á öllum plötunum. Hann hjálpar mér að út- setja og leikur á bassa, víbrafón og harmoníku. Sonur hans, Einar Scheving, spilar á trommur og slag- verk ásamt Aifreð Alfreðssyni og Vilhjálmur Guðjónsson, sem einnig var á hinum plötunum mínum, leikur á gítar.“ Haukur Heiðar hefur lengi verið viðloðandi tónlistina: „Ég byrjaði eins og gengur og gerist í skóla- hljómsveitum á Akureyri þar sem ég ólst upp. Síðan varð Ómar Ragn- arsson á vegi mínum og hef ég spil- _ að með honum allar göt- ur frá árinu 1963, að undanskildum fáum -------- árum þegar ég var í sér- námi í Svíþjóð og við erum enn að. Aðallega hef ég þó undanfarin ár verið að spila kvöldverðartóna á Hótel íslandi. Haukur Heiðar segir aðspurður að það fari vel saman að vera lækn- ir og tónlistarrnaður: „Það er mjög gott að geta breytt algjörlega um svið. Það vill nú svo til að á síðustu árum hef ég frekar aukið spila- mennskuna og minnkað þá að taka vaktir í staðinn. Það er afslappandi eftir eril dagsins að takast á við tón- listina." Eins og hjá fleiri hefur tónlist- arsmekkur Hauks Heiðars breyst með árunum: Áður fyrr hlustaði ég mikið á djass og þá voru mínir menn Oscar Peterson og Errol Gamer. Ég hef á síðari árum meira verið að hlusta á klassíska tónlist og nú er Chopin minn maður. -HK Jónas Þorbjarnarson er einn rithöfunda sem les úr ♦ bókum á Álafoss föt bezt. Upplestur og tónlist í kvöld munu rithöfund- amir Bjami Bjamason, Gyrðir Elíasson, ísak Harð- * arson, Jónas Þorbjamarson og Óskar Ámi Óskarsson lesa úr nýútkomnum bók- um sínum. Þá mun Vasa- bandið flytja frumsamin lög. Dagskráin hefst kl. 21. Sálin í lok 20. aldar á Súfistanum í kvöld verður sálin í for- grunni á Súfistanum. Þar les Sæunn Kjartansdóttir úr bók sinni, Hvað gengur fólki til? Anna Valdimars- dóttir les úr bók sinni, Blessuð veröld Leggðu rækt við sjálfan þig, Sverrir Hólmarsson les úr þýðingu sinni á Kortlagn- ingu hugans eftir Ritu Cart- er og einnig verður lesið úr bókinni í róti hugans - saga af æði og örvæntingu eftir Kay Redfield Jamison. Varötunna Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingaroröi. Edda Björg- vinsdóttir leikur eina hlutverkið. Leitin að vís- bendingu... Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld einleikinn Leitina að vís- bendingu um vitsmunalíf í al- heiminum eftir Jane Wagner. Fjallar verkið um Þrúðu, roskna konu sem sinnti borgaralegum skyldum sínum ámm saman eða ailt þar til hún missti vitið. Þá var hún lögð inn á geðdeild og fékk þar viðeigandi meðferð. í henni fólst m.a. raflost. Hún er sannfærð um að lostið hafi hlaðið hana seg- ulmögnuðu rafkerfi sem setji hana í beint samband við mann- kynið allt. Vitsmunaverur frá öðr- um hnöttum setja sig einnig í samband við hana og gera hana aö leiðangursstjóra við rannsókn- ir sínar á vitsmunalífi hér á jörðu. Móttökukerfi ~ , Þrúðu gerir |_P|Kh||C okkur kleift að------------ nema örlagaglefsur úr lífi ókunn- ugs fólks sem lifir á umrótatímum síðustu þriggja áratuga og minnir á örvæntingarfulla leit manneskj- unnar að lifsfyllingu. Þær fjölmörgu persónur sem við sögu koma eru ólíkar á marg- an hátt en flestar eru þær gæddar göfugu hjartalagi og kimni þótt lífssýn þeirra sé yflrleitt mjög kaldranaleg. Þær eru nær allar á barmi örvæntingar. Lifshlaup þeirra, sem virðist við fyrstu sýn aðeins skarast lítillega, er klókindalega samofið. Það er Edda Björgvinsdóttir sem leikur öll hlutverkin. Bridge Nú er lokið þremur umferðum af fjórutn í hraðsveitakeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur og heldur hefur dregið saman með efstu sveitum. Samvinnuferðir/Landsýn var með góða forystu en nú er sú forysta komin niður í 23 impa. Samvinnu- ferðir eru með 1767 stig, sveit Helge- bo með 1744 og Rúnar Einarsson með 1736. Sveit Samvinnuferða var óheppin í þessu spili gegn sveit Rúnars Einarssonar. Björn Ey- steinsson ákvað að opna á tveimur spöðum á hendi norðurs sem lýsti veikri hendi með a.m.k. 5 spaða. Norður gjafari og allir á hættu: 4 ÁDG83 «4Á98 ♦ ÁD1094 ♦ - Norður Austur Suður Vestur 2 4 pass pass pass Austur taldi sig ekki eiga sögn yfir opnun norðurs, vildi ekki dobla til úttektar og vonaðist eftir úttekt- ardobli frá félaga sinum í vestur. Vestur átti dreifðan styrk, lengd í spaða og taldi sig ekki geta sagt neitt annað en pass við opnun norðurs. Birni tókst að skrapa heim 3 slögum og AV fengu skráða töluna 500 í sinn dálk. Hún virtist lítilfjörleg miðað við þá tölu sem hægt er að innbyrða á spil AV því standa má 6 tígla. Á hinu borðinu fengu AV hins vegar frið í sögnum og sögðu sig upp í fyrirtakssamning, alslemmu í tígli. Undir venjulegum kringumstæðum hefði það verið formsatriði eitt að fá 13 slagi í þess- um samningi, en hin slæma lega, 5-0 í spaða og 3-1 í tígli, gerði það að verkum að sagnhafi fór einn niður. Sveit Rúnars græddi því 12 impa á spilinu en hefði tapað 13 impum ef AV hefðu látið sér nægja að spila 6 tígla. 4 K64 «4 G103 4 K753 ♦ ÁG5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.