Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 1
• Jólamatur ífangelsum • Jólin í ár eru DVD-jól © Jólakjólamir á telpurnar 1 Úrslitíjóla- kortasamkeppni Þorlákur Krístinsson alias Tolli: Hann og félagar í listanýlendunni í Mosfellsbæ halda jólaboö um helgina. Álafossverksraiðjan: Listamenn halda jólaboð Listamennimir Helga Jóhann- esdóttir, Magnús Kjartansson, Ólafur Már, Tolli og Þóra Sigur- þórsdóttir opna vinnustofur sín- ar að Álafossvegi 23 í Mosfells- bæ í dag og morgun í tilefhi jól- anna. Léttar veitingar verða í boði og sérstakir gestir verður djasstríóið Dúfumar auk þess sem Gildrumezz koma í heim- sókn og árita og selja nýja diskinn sinn. Skógræktin mim selja jólatré á svæðinu. Allir velkomnir. Jólabarokkhópurinn klæðir sig upp og heldur tónleika: Jólabarokkhópurinn í sínu fínasta pússi: Snorri Örn Snorrason, teorba, Elín Guömundsdóttir, barokkfiöla, Svava Bernharösdóttir, tenórgamba, Guörún S. Birgisdóttir, barokkflauta, Peter Tompkins, barokkóbó, Camilla Söderberg, blokkflauta, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola de gamba, og Martial Nardeau, barokkflauta. DV-MYND E.0L mber jolaundirhuningunnn IDV! rnsmmm Fjörugir menúettar og hrokafullir forleikir Baby Born og Action Man Þorleifur Alfonsson, verslun- arstjóri hjá Leikbæ Faxafeni, segir verslun vera á svipuðu róli fyrir þessi jól og í fyrra. Hann segir söluna nú þó meiri ef eitt- hvað er. „Það sem stendur upp úr hjá stelpunum er „Baby Bom“ dúkkan og aliir hennar íylgi- hlutir. Göngudúkkan er líka vin- sæl, en hún bæði labbar og skríður. Þá er dúkkan „Furby" sem er reyndar bæði fyrir stelp- ur og stráka. Fyrir strákana em það „Action Man“, sem hefur baldið sér í vinsældum í nokkur ár, og „Star Wars“ þar sem ýmsar nýjungar komu í haust í kjölfar kvikmyndarinnar." - segir Guðrún S. Birgisdóttir m.a. um efnisskrána Jólabarokk er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópa- vogi á sunnudagskvöldið en þar í bæ er hefð fyrir tvennum barokktón- leikum á ári hverju. Frönsk barokktónlist skipar stærstan sess í dagskránni og klæðast hljóðfæra- leikaramir búningtun sem hefðu sómt sér vel í höll Lúðvíks 14. á síð- ari hluta 17. aldar. Auk þess leika þeir allir á gömul hljóðfæri eða öliu heldur eftirlíkingar af þeim hljóð- færum sem tíðkuðust á barokktíma- bilinu. „Gömlu hljóöfærin eru undirstaöa þess að ná •fram þeim blæ sem ein- kennir barokktónlistina. Með nú- tímahljóðfærum, eins glæsileg og þau eru, nást ekki sömu áhrif. Þetta uppgötvuðu menn upp úr 1970 og spurðu sjálfa sig hvemig væri hægt að láta þessa tónlist hljóma sem sannasta, hvemig mætti komast nær textanum og vera trúr tónlistinni á sama tíma. Þeir sem fyrstir tóku upp gömlu hljóð- færin á þessum tíma vom miklir kjarkmenn en síðan hefur þessari hreyfmgu stöðugt verið að vaxa ás- megin i veröldinni," segir Guðrún S. Birgisdóttir, ehm barokkflautuleik- ara hópsins. Barokkhópurinn hefur leikið sam- an í níu ár og segir Guðrún starflð hafa verið farsælt. „Hugsjónin og ástríður era það sem rekur okkur áfram. Það er óskaplega gefandi að leika þessa tónlist og við erum stöðugt að bæta okkur. Barokkið býr yfir svo miklu jafnvægi; jafn- vægi ljóss og skugga, hraða og slök- unar. Það er afar dýrmætt að kunna góð skil á þessari tónlist og það veit- ir manni góðan bakgrunn til að takast á við rómantíkina og samtím- ann. Þetta er ekkert öðravísi en al- menn söguþekking: menn vita að því meira sem þeir vita um fortíðina því auðveldara reynist þeim að hafa yfirsýn yfir mannlegt atferli í nú- tímanum. Barokkið er heillandi tón- list og á sunnudagskvöld munum við leika menúetta, hrokafulla for- leiki og margt fleira," segir Guðrún og bætir við að hópurinn eigi sér fiarlægan draum um að leika barokktónlistina sina á alvörudans- leik að hætti Loðvíks Qórtánda. Það mun þó væntanlega bíða fram á næstu öld. Barokkhópinn skipa þau Snorri Örn Snorrason, Elín Guðmundsdótt- ir, Svava Bemharðsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir, Peter Tomkins, Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Martial Nardeau. Þau munu leika tónlist eftir frönsku tónskáldin Delalande, Couperin, Philidor og Marais og auk þess verk eftir Þjóðverjann von Biber. Tón- leikamir hefiast klukkan 20.30. -aþ SJÁVAR5ALTF kraftur sjávarsaltsins í bólgu- og verkjameðferð Púðarnir eru hítaðir í bakaraofni 110-20 mln við 120-140°C og síðan lagðir upphitaðir á meinið og látnir vinna á þvl. mmMmm Sjávarsaltpúðarnir Þorleifur Alfonsson, verslunarstjóri hjá Leikbæ. „Það sem stendur upp úr hjá stelpunum er „Baby Born“ dúkkan og fyrir strákana eru þaö „Action Man“." • hafa góð áhrif á vöðvabólgu og gigt • draga úr verkjum spennu (t.d. tíðaspennu og höfuðverk), krampa i vöðvum og pirringi i fótum • bæta blóðrðs og draga úr bjúgmyndun • eru góðir við þrota-eymslum og hverskonar sárum • styrkja húðina og gera hana fallegri • eru mjúkirog þægilegir • innihalda sérunnið islenskt heilsusalt • eru ætlaðir jafntbömum sem fullorðnum Framleiðandi: Lilj'a Guðnadóttír, Sími 483 4535. Sendi i póstkrötu ó landsbyg^ðÍDa Roykjavík: Heílsuhúsið Kringlunni, Skólavöröustíg 4 og Smáranum; Lyfja hf. Lágmúla 5, Kópavogí og Hafnarfirði; Yggdrasill Kárastíg 1; BetraLíf Kringlunni • Akureyri: Heilsuhornið Minna • Akranes: Apótek • Hveragcröi: Hellsubúðin NR,* Græna smiðjan; Nudd- og snyrtistofa Lilju • Hvolsvöllun Yiur • Keflavík: Hailsulindin • Selfoss: Apótek Kjarnanum; Heilsubúðin, Ames apótek • Vestmannacyjum: Apótek • Þorlákshöfn: Apótek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.