Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 2
20 jólaundirbúningurinn í rgpa desember. FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Plötudómur Six Pack Latino - Björt mey og Mambó ★★★ Fínt fyrir þá sem kjósa rólegt yfirbragð Það er mlkill áhugi á salsatón- list um þessar mundir víða um heim. Fréttir berast af fjölda hljómsveita sem flytja slika mús- ik og sprottið hafa upp í Banda- ríkjunum og venjulegar dans- hijómsveitir eru famar að taka mið af því og leggja útjöskuð popp- og rokklög á hilluna og spila mambó, rúmbu og cha cha cha af miklum móð. „Listamennirnir sleppa bara allvel frá tiltsekinu." Guðjón Harðarson í Múlakaffi sér ásamt öörum starfsmönnum um að útbúa jólamatinn í fangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu. DV-MYND HILMAR .Þeirfá líka hangikjöt, hamborgarhrygg, lambalæri og nýja svínasteik umjólin Það er reyndar ekki heiglum hent að gera sér dælt við salsatónlist og skyldar greinar. En listamennimir sem skipa Six Pack Latino eru alls ódeigir og sleppa bara allvel frá tiltækinu. Á diskinum em nokkur prýðilega framsamin lög eftir gítarleikar- ann Pál Torfa Önundarson og bassaleikarann Tómas R. Einars- son en aðallega era þetta lög frá Rómönsku Ameríku. Eitt af þekktari lögunum á diskinum er þó eftir Bandaríkjamanninn Henry Mancini. Víða kom hann við, sá maður. Sumir erlendu textamir era þýddir eða endur- samdir á íslensku af þeim Páli Torfa, Tómasi, Ólafi Gauk (hið kunna lag Manhá De Camaval eftir Bonfá) og Þorsteini Sveins- syni og hæfa vel efninu. Ekki er farið offari í ásláttargeiranum og meðal annars af þeim sökum er músíkin laus við þann æsing sem stundum fylgir músík sem á ætt- ir sínar að rekja til þessa heims- hluta. Fínt fyrir þá sem kjósa ró- legt yfirbragð. Hinir haldi sig við Milljónamæringana. Salsahefð- inni er oftast fylgt nokkuð ná- kvæmlega, t.d. í píanóleiknum sem Aðallieiður Þorsteinsdóttir leysir ákafiega smekklega af hendi. Jóhanna V. Þórhalisdóttir leiðir sönginn og kemst aldeilis vel frá þvi og miklu betur en á síðasta diski sínum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir era Þorbjöm Magnússon bongóleikari og Þórdis Claessen slagverkskona. Lngvi Þór Kormáksson' Stórsteikur og hlaðborð - í fangelsum landsins um jólin Ekki eru allir svo lánsamir að geta um frjálst höfuð strokið um jól og áramót i bókstaflegum skilningi. Nokkur fjöldi ógæfusamra manna gistir þessa hátíðisdaga á bak við lás og slá í fangelsum landsins. Þar er samt meira við haft í mat eins og hjá þorra íslendinga. Fangelsiö í Kópavogi og Hegningarhúsið I fangelsinu í Kópavogi og eins í Hegningarhúsinu er jólamaturinn að þessu sinni fenginn frá Múla- kaffi í Reykjavík eins og mörg und- anfarin ár. Guðjón Harðarson matreiðslu- maður segir að þegar sé búið að leggja drög að matseðlinum í fang- elsunum um jólin. „Ég held að við séum búnir að sjá um þetta í 20 eða 30 ár og það er komin nokkuð góð hefð fyrir þessu. Það verður kalt hlaðborð á aðfangadagskvöld. í því er blanda af kjöt- og fiskréttum. Að vísu er ekki standandi kalt borð fyrir fangana eins og flestir þekkja það heldur fá þeir hver sinn bakka með því sem á boðstólum er. Þá fá þeir lika hangikjöt, ham- l borgarhrygg, lambalæri og nýja svínasteik um jólin. Þetta skipt- -ist á þessa hátíðisdaga og það er veislumatur bæði í hádegis- og Kvíabryggja þar sem Rósa Geirmundsdóttir hefur staðið ein vaktina í 18 ár. „Þetta er þó ósköp hátíðlegt og gott og viö reynum að hafa þetta sem heimilislegast." kvöldmat. Á gamlárskvöld er lika kalt borð, annars er það svipað um áramótin og jóladagana. Fangarnir verða þvi ekki sviknir af jólamatn- um. Auk þess að sinna fangelsunum þá sendum við mat til þeirra sem eru á vakt á slökkvistöð, Veður- stofu, Securitas og fleiri vinnustöð- um þar sem unnið er á vöktum all- an sólarhringinn." Litla-Hraun „Við verðum með hefðbundinn jólamat á Litla-Hrauni um jólin,“ sagði Andrés Terry Nielsen mat- reiðslumaður sem hefur umsjón með matseldinni þar á bæ hátíðis- dagana. dv-mynu nh Gullið tilið í hrímþokunni DV, Suðurlandi: Hengibrýr eru formfögur mannvirki og setja sannarlega svip sinn á umhverfið og veröa tákn þess. Yfir Hvítá við löu í Biskupstungum er hengibrú sem Tungnamenn hafa á undanförnum árum skreytt fyrir jólin meö því að setja á hana jólaljós. í hrímþokunni sem var yfir Hvítá á laugardag sló gullnum bjarma yfr brúna af jólaljósunum og í skini þeirra varö brú- in eins og gullið hlið fýrir þá sem yfir hana fóru. „Við verðum með lambasteik núna á sunnudag og þann næsta líka. Það verður ham- borgarhryggur á að- fangadag eins og alltaf þann dag. Þá er hangi- kjöt á jóladag. Annan í jólum verð ég trúlega með hamborgara og franskar. Á gamlárs- kvöld verð ég með nautafille í roast beef en það er líka fastur liður hjá mér. Fyrsta daginn á nýju ári hef ég oft verið með kalkúnabringur og það getur verið að ég hafi þær líka núna. Síðan fá þeir inn á hverja deild klementinukassa og ým- islegt annað, eins og ístertur. Þeir fá líka app- elsín og malt sem þeir geta blandað sér sjálfir. Maður reynir að hafa þetta eins gott og hægt er en það er misjafnt eins og gengur hvemig mönn- um líkar maturinn. Ég elda þetta í fangelsinu og er með ágæta kokka með mér. Svo notum við bara gott hráefni frá SS, Kjötvinnslunni Esju, Kjamafæði og þessum þekktu stöðum þannig að það á ekki að vera neitt að þessu,“ sagði Andrés Terry Nielsen sem einnig rekur veisluþjónustu á Selfossi. Kvíabryggja Rósa Geirmundsdóttir hefur staðið ein vaktina í eldhúsinu á Kviabryggju í 18 ár en er nú loks komin með aðra manneskju sér til aðstoðar. „Þetta hefur verið mikil vinna en hér em 14 vistmenn og þrír starfsmenn í mat. Ég hef oftastnær haft hamborgarhrygg á aðfangadag, með brúnuðum kart- Andrés Terry Nielsen hefur umsjón með jólamatnum í fangelsinu á Litla-Hrauni. „Á gamlárskvöld verð ég meö nautafille í roast beef." öflum og öllu tilheyrandi. Það er reynt að gera eins vel og hægt er um jólin og bakaðar kökur, tertur og allt mögulegt. I hádeginu á jóla- dag er hangikjöt eins og á flestum heimilum. Siðan er steik um kvöld- ið en annars er þetta svona hefð- bundinn jólamatur. Á gamlárskvöld er svo byrjað aft- ur en þá reynum við að hafa eitt- hvað annað í matinn. Þá er t.d. kalkúnn. Á nýársdag er áframhald- andi veisla og þá verður steik en það er þó ekki búið að ákveða end- anlega hvað það verður. Ég held að þetta sé ósköp svipað og á venjuleg- um heimilum, nema þetta er held- ur meira. Þetta er þó ósköp hátíð- legt og gott og við reynum að hafa þetta sem heimilislegast." -HKr. í'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.