Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 4
Hann veröur ekki einn í búöinni fram til jóla heldur meö hópi gesta. Gilbert úrsmiður: Úr næstu aldar Gilbert úrsmiður efhir til kynningar á Storm- úrum um helgina. Úrin, sem þykja afar framúr- stefnuleg, eru hönnuð í London, m.a. af Steve Sun, en honum hefur tek- ist með afburða árangri að brjóta upp hið staðn- aða form úra. Áferð, lög- im, einstök gler og skífu- litir ásamt margtímaúr- um gera þessar tímavélar að úri morgundagsins, eða öllu heldur úri næstu aldar. Gilbert úrsmiður er til húsa á Laugavegi 61. Sævar Karl: Píanóleikur og gestir Sannkölluð jólastemn- ing mun ríkja í verslun Sævars Karls við Bankastræti á hverjum degi fram til jóla. Á hverjum degi mun Jónas Þór- ir setjast við flygilinn og leika létt jólalög á milli klukkan 12 og 13. Þá má fólk eiga von á óvæntum gestum sem heilsa af og til upp á Jónas Þóri og taka undir með söng eða hljóðfæraleik. Gestum verður boðið að þiggja kaffi og heimsækja galler- íið á meðan þeir njóta stemningarinnar. i desember Jolin a Laugaveginum: Á morgun ekur hín vinsæla Kóklest niöur Laugaveginn og Karlinn á kassanum mun skemmta fólki meö gömlum sögum úr Reykjavík 10*“**mm* o ð Handsmíðaðir skartgripir með íslenskum steinum, perlum og demöntum. Mikið úrval af sögulegum skartgripum. Hin sívinsælu borðbúnaðarmynstur. ÚR& SKART KORNELÍUS Bankastræti 6. S. 551 8600. Mikið úrval af fallegum jólagjöfum. Jolastemning á Laugaveginum um helgina: Jólasveinar og lúðrablásarar skemmta vegfarendum Um helgina verður mikiö um að vera á Laugavegin- um og veröur svo allar helgar fram að jólum. Verslanir verða opnar til klukkan 22 en uppákoman hefst með því að safnast verður saman við Hlemm kl. 15.30. Bú- ast má við mikilli skemmtan þar sem sjálf Kóklestin ekur niður Laugaveg með fjölda jólasveina og annarra þátttakenda, svo sem Karlinum á kassanum en hann segir vegfarendum gamlar sögur frá Reykjavík. Félagar úr Lúðrasveitinni Svaninum leika jólalög, harmoníkur munu hljóma og hægt verður að biðja um óskalög. Stúlknakór Grensás, undir stjóm Jóhönnu Þórhalls- dóttur, mun setja mikinn jólasvip á Laugaveginn með fallegum söng. Þá munu Verkalýðsforingjamir, hópur úr Lúðrasveit verkalýðsins, leggja sitt af mörkum til að skapa hina einu sönnu jólastemningu sem ávallt er á Laugavegin- um fyrir jólin. Fyrmefndir listamenn verða á ferðinni klukkan 16 til 18 og klukkan 20 til 22. Á sunnudaginn verða verslanir við Laugaveg opnar frá klukkan 13 til 17 og því upplagt fyrir fjölskylduna að nýta sér afgreiðslutímann og taka þátt í jólastemn- ingunni. Jólasveinar, harmoníkuleikarar og lúðrablás- arar verða á ferðinni. Frítt verður í bílastæðahúsin um helgina og frítt í stöðumæla eftir kiukkan 14 á laugardag og allan sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.