Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Spurningin Finnst þér Helga Jóns- dóttir hæf sem banka- stjóri Seðlabankans? Edda Benediktsdóttir efnafræð- ingur: Hvemig á ég að vita það? Brynja Harðardóttir kokkur: Hef ekki myndað mér skoðun á því. Oddgeir Jóhannsson skipstjóri: Hún er varla síðri en aðrir. Hörður Harðarson sölumaður: Hver er það? Jóhann Jóhannsson sjómaður: Ég hef bara ekki skoðun á því. Lesendur Svinið meira stutt en kindin Kristín Kahnansdóttir skrifar: Þann 8. desember sl. varði DV heilli síöu til umijöllunar um sauð- kindina og styrki til þeirrar bú- greinar. Tilefni þessara skrifa hér er þó það sem haft var eftir svínabónda í þessu sambandi. OECD metur ár- lega stuðning (PSE) við landbúnað í aðildarlöndunum. Ef skoðaður er stuðningur við þessar tvær búgreinar, svinarækt og sauðíjárrækt, í þeim löndum sem við bermn okkur saman við í lífs- kjörum (Noregi, Sviss og ESB-lönd- unum) og á Nýja-Sjálandi, kemur í ljós að aðeins á íslandi mælist meiri stuðningur við svínakjötsfram- leiðslu en kindakjötsframleiðslu. ísland er auk þess með minni stuðning við kindakjötsframleiðslu en öll hin löndin, að Nýja-Sjálandi undanskildu, sem hefur reyndar hreina sérstöðu meðal mnræddra landa. Svinakjötsbændur í Vestur-Evr- ópu njóta þess einnig að kornfram- leiðsla er niðurgreidd. Niður- greiðsla ESB og fleiri aðila á korni hefur þar á ofan áhrif á heimsmark- aðsverð á komi, því til lækkunar. Þess njóta íslenskir svínabændur likt og aðrir þeir sem framleiða kjöt af korni. Stuðningur við svína- og kindakjötsframleiðslu 1998 sem hlutfall af verðmæti til bænda (PSE%). Bráðabirgðatölur: Land ívlnakjöt 1998 Kindakjöt 1998 ESB 8 65 ísland 68 55 Noregur 48 70 Sviss 69 73 PSE (Producer support estimate): Mælikvarði á árlegar peningalegar tilfærslur frá neytendum og skatt- greiðendum til búvöruframleiðenda, sem stafa af aðgerðum sem styðja við landbúnað, óháð eðli þeirra og til- gangi eða áhrifum á framleiðslu bú- anna eða tekjur. PSE% er þá heildar PSE mælt sem hlutfall af heildar- verðmæti afurða á verði til bænda (án flutningskostnaðar). Einn annars flokks aumingi sem ekki þorir að flytja af landsbyggðinni: Fjölgáfuð skáld og verð- bréfaprangarar Einn annars flokks aumingi sem ekki þorir að flytja af lands- byggðinni skrifar: Jón Kristjánsson skrifar um at- gervisflótta af landsbyggðinni. Mig langar að bæta um betur og leggja hér nokkur orð að grein þinni, Jón. Dálítið finnst mér þú grunnhygginn maður og ályktir heldur léttvægt í sambandi við flutning fólks af lands- byggðini. Þú heldur því fram að eng- inn maður þrífist á landsbyggðinni nema hugsunarlitlir vesalingar og aðrir þeir sem eru til lítils fram- dráttar vorri þjóð sökum leti og ann- arra galla og sé því sama hvar þeir hírast svo fremi að þeir fari ekki fram á neins konar fyrirgreiðslu né annað úr hendi hins opinbera. En öðru máli gegni með þá sem hafa áræði, kjark og þor og flytjast í burtu. Það eru að sögn Jóns fjölgáfaðir menn, skáld og verðbréfaprangarar sem eiga tölvur og síma og eru því nýtustu þegnar þjóðarinnar. Og flykkjast þar af leiðandi suður í hóp sér um líkra. Þá eru þeir fyrst orðn- ir menn meðal manna og þeim skulu landsfeður þjóna. En ég spyr: Hvað- an fengu hinir fjölgáfuðu dreifbýlis- flóttamenn fé fyrir tölvu, síma og til verðbréfakaupa? Heldur Jón að það sé aðalatvinna þjóðarinnar að sitja við tölvur og síma og pranga með vafasöm skuldabréf eða skrifa reyfara og ævisögur? Nei, kæri Jón, ætli það verði ekki nú eins og fyrr að fé til hlutanna kemur frá því ann- ars flokks fólki sem ekki hefur haft manndóm í sér til að flytja á Suður- landið á vit gáfnaljósanna. Ég reikna nú með að í framtiðinni eins og var í fortíðinni að þeir sem á landsbyggðinni búa fái að róa til fiskjar og bændur fái að yrkja jarðir sínar. Við verðum áfram sá annars flokks lýður sem Jón kallar svo og komum til með að bera þungann af þeirri fjáröflun sem þjóðin þarf í framtíð eins og fortíð. Þaö er sárt að vera tilrauna- dýr Flugskóla íslands 76 prosom tall f Ftugskóla íslands: Ánægjulegt að þessir menn fái' ’ekki að fljúga - segir frumkvæmdastjóri LoOfcfðaoAiiiitsins Eiríkur, fallinn flugnemi, skrifar: Ég er einn þeirra ólánsömu nem- enda við Flugskóla íslands sem lentu í því að ná ekki óréttlátum prófum í vélfræði og eðlisfræði. Ég segi farir mínar ekki sléttar hvað varðar það próf Flugmálastjómar og einnig varðandi kennsluna á vél- fræðinni við skólann sjálfan. Það er alltaf vont að vera til- raunadýr og það var nú meinið því að þama var skólinn að fara nýjar leiðir í kennslu sinni, nánar tiltekið að kenna námsefni frá JAA, sem er samevrópskt námsefni, en það gekk ekki betur en svo að nú sitja 76% nemenda af þeim 58 sem tóku próf- ið eftir með sárt ennið. Flugmálastjóm prófaði einungis úr afmörkuðum 30% af því náms- efni sem kennt var og skólinn lagði ekki það mikla áherslu á en að sjálf- sögðu hefði skólinn átt að gera þvi efni betri skil. Hvað varðar ummæli Sigurðar Jónssonar, yfirkennara flugskólans, í frétt DV þar sem komið er inn á prófin hjá skólanum sjálfum vil ég benda Sig- urði á það að vélfræði- prófið sem ég þreytti þar og stóðst með ágæt- um var ekkert í sam- ræmi við það vélfræði- próf sem ég síðar tók hjá Flugmálastjórn og féll með fylgjandi von- brigðum. Að lokum vil ég taka undir með Pétri Maack, framkvæmdastjóra Loft- ferðaeftirlitsins, að það sé „ánægjulegt að þessir menn fái ekki að fljúga", eins og hann orðaði það svo skemmti- lega, en jafnframt vil ég hvetja Flugmálastjóm í framtíðinni til að kynna sér það námsefni sem kennt er við JAA-skólana og prófa úr því. Hvet ég alla skólafélaga mína sem tilheyra þessum 76% fall- hópi til að leita réttlætis. Það mun ég að sjálfsögðu gera. Eins og sjá má voru dagprísar á kókinu í Hagkaupi í síðustu viku. Dagprísar á kókinu Guðborg skrifaði: Ég verslaði hjá Hagkaupi í Smáranum í síðustu viku. Á þriðjudegi kostaði 2 lítra kókkippa 177 krónur. Daginn eft- ir kom Hagkaupsblaðið í hús til okkar og var þar sagt aö kók væri á 10% afslætti til jóla. Síð- an fór ég á fimmtudeginum í Hagkaup þá var búið að hækka kókið upp í 187 krónur. Þetta eru alveg stórfuröulegir viðskipta- hættir. Of ungá skemmtistað Sigurður A. Sigurðsson skrifaði: Ung stúlka, 17 ára, fór með fleira fólki á skemmtistað í mið- bæ Reykjavíkur laugardags- kvöldið 20. nóvember og hlaut varanlegan augnskaða eftir spark dyravarðar. Ljóst er að stúlkan getur á vissan hátt sjálfri sér um kennt. Hún er und- ir lögaldri og hafði því ekkert á þennan skemmtistað að gera, aldurstakmark á slíkum stöðum er 20 ár. Hún var því ólögleg á staðnum og dyravörðurinn var þvi í fullum rétti að skipta sér af veru hennar á staðnum og vísa henni á dyr. En auðvitað gekk hann of langt. En mér sem Keflvíkingi finnst það með ólíkindum að fólk úr bítlabænum skuli koma alla leið til Reykjavíkur að skemmta sér. Eða hvað sagði Karl Hermanns- son í textanum: „Gaman er aö koma í Keflavík/kvöldin þar þau eru engu lík...“ og svo framvegis. Þau hefðu betur skemmt sér í. héraði og þá hefði enginn meiðst. Megi ófarir ungu stúlkunnar verða jafnöldrum hennar til vamaðar og skilaboð um að virða lög og reglur. LokíöÁTVR og kránum á aðfangadag T. K. skrifar: Allir vita aö jólin era fyrst og fremst hátíð bamanna, en að sjálfsögðu allra annarra líka. Börnin hlakka mikið til jólanna og gleðjast með öðrum um jólin. Enn eru einstaklingar sem sækja á krár fyrir jól og alveg fram að hátíðinni. Þeir koma svo heim fullir eöa hálffullir. Þessir menn eru búnir að eyðileggja jólin hjá börnunum. ÁTVR og kráareigendur um allt land ættu að óska öllum landsins börnum gleðilegra jóla með því að hafa lokað á aðfanga- dag. Þið væruð meiri menn fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.