Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Abyrgðin er foreldranna Óþroskuð börn eiga ekkert erindi í varasaman heim tískunnar. Hafi mönnum ekki verið það ljóst áður ætti enginn að velkjast í vafa um það eftir sýningu Ríkissjón- varpsins á heimildarmynd BBC, „Bak við tjöldin í tísku- heiminum“. Þar var dregin upp einkar ógeðfelld mynd af meðferð barnungra stúlkna í tískusýningarstörfum, stúlkna sem jafnvel voru ekki eldri en 14 ára gamlar. í mynd BBC var fylgst með ungum stúlkum, víðs veg- ar að úr heiminum, á vegum Elite-umboðsskrifstofunn- ar. Fram kom að siðspilltir saurlífisseggir í toppstörfum hjá skrifstofunni sátu um að misnota stúlkurnar. Útsend- arar og starfsmenn á þeirra vegum héldu áfengi og fikni- efnum að þeim og sendiboðarnir jafnt sem topparnir biðu þess eins að notfæra sér þær kynferðislega. Þar nýttu þeir stöðu sína og þrá stúlknanna til þess að kom- ast áfram í sýningarstörfunum. Umboðsskrifstofan sá ekki um að gæta stúlknanna og barnaníðingar á hennar vegum notuðu sér varnarleysi þeirra, flarri heimahög- um. íslenskar unglingsstúlkur, allt niður í 14 ára, hafa far- ið á vegum slíkra umboðsskrifstofa til sýningarstarfa er- lendis. Þótt ekki hafi frést af því að þær hafi lent í hremmingum líkt og fram kom í heimildarmyndinni bíð- ur þeirra augljóslega sama hætta og annarra stúlkna í sömu sporum. Þeir sem til þekkja segja að upplýsingar BBC eigi ekki að koma á óvart. Umboðsmaður barna hefur skrifað þeim aðilum hér á landi sem fara með umboð fyrir erlendu umboðsskrifstof- urnar. Þar er óskað eftir upplýsingum um hversu marg- ar stúlkur hafi dvalið erlendis á vegum þessara skrifstofa síðustu fimm árin. Einnig er óskað eftir upplýsingum um aldur þeirra. Fram kom í erindi umboðsmanns barna að hann hefði á síðasta ári beint þeim tilmælum til fé- lagsmálaráðherra að inn í núgildandi bamaverndarlög kæmi nýtt ákvæði um tiltekin aldursskilyrði fyrir þátt- töku bama í fegurðar- og fyrirsætukeppnum hér á landi. Umboðsmaður lagði til að lágmarksaldur yrði 16 ár. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í DV á laugar- dag að tilmæli umboðsmanns bama um aldursmörkin heföu farið til nefndar sem vinnur að endurskoðun barnalaganna. Ráðherrann er fylgjandi aldursmarkinu en þarf greinilega að ýta fastar á nefndarmenn. Þeir hafa haft málið til meðferðar frá árinu 1997 og tóku þá við af annarri nefhd sem leyst var upp. Ábyrgð umboðsskrifstofa sem senda böm undir sextán ára aldri utan til sýningarstarfa er mikil. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir er sú gjörð algerlega óverjandi. Mest er þó ábyrgð foreldra sem samþykkja að senda óþroskuð börn sín í þann ógeðfellda félagsskap sem lýst var í heimildarmynd BBC. Foreldrar stúlkn- anna bera ábyrgð á að koma þeim til þroska og gæta þeirra. Ljóst mátti vera af myndinni að ekki komust all- ar stúlkumar óskaddaðar frá þeim hildarleik. Aldursmark í Ford-keppninni hefur verið hækkað í 16 ár og umboðsmaður Elite hér á landi segist hafa barist fyrir því að hækka aldur stúlknanna í 16 ár. Þar er því enginn ágreiningur, hvorki við umboðsmann bama né félagsmálaráðherra. Því er þess beðið að fyrrgreind nefnd gangi frá ákvæði þess efnis í tillögum sínum og það fari í frumvarp um ný barnavemdarlög. Þótt þessi bót verði á er fráleitt að stúlkur fari fylgdarlaust til tískusýningarstarfa í útlöndum, jafnvel þótt þær hafi náð sextán ára aldri. Þar eiga foreldramir síðasta orðið. Jónas Haraldsson Bókaflóðið er í algleymingi og hefur sennilega aldrei verið fjöl- breytilegra en í ár. Ljóðabækur skipta nokkrum tugum og skáld- verk í óbundnu máli eru um fimm- tíu talsins. Hér skal ekki farið útí að telja upp áhugaverðar nýjar skáldsögur. Þær eru margar eftir eldri jafnt sem yngri höfunda, og vekur sérstaka eftirtekt hve margir ungir höfundar eru að koma fram og ekki síður hitt að nokkur virt ljóöskáld senda frá sér veigamiklar skáldsögur. Allt ber þetta vitni mikilli og vaxandi grósku í bók- menntageiranum, enda er svo kom- ið að sjötíu íslenskir höfundar hafa fengið verk sín þýdd á aðrar tung- ur undanfarinn aldarþriðjung (skáldsögur, smásagnasöfn, ljóða- bækur, leikrit), og eru þá ótalin safnrit á fjölmörgum tungum sem kynnt hafa íslenskar bókmenntir á nýliðnum áratugum. Fyrir árið 1960 heyrði til undantekninga að höfundar sem skrifuðu á islensku, aðrir en Halldór Laxness, fengjust gefhir út erlendis. Þýðingar öndvegisrita Samhliða gróskunni í hérlend- um bókmenntum hefur orðið gleðileg framvinda í þýðingum er- lendra öndvegisrita. í ár koma i fyrsta sinn út þýðingar á skáldsög- um tveggja helstu höfunda Banda- ríkjanna, „Ljós í ágúst“ eftir Ungur lesandi með þýskar bókmenntir, - verk Grimmsbræðra á íslensku. Ondvegisrit þýdd á íslensku konuna Isabel Allende í þýðingu Tómasar R. Einarssonar, „Guð hins smáa“ eftir ind- versku skáldkonuna Arundhati Roy í þýð- ingu Ólafar Eldjárn, „Náin kynni“ eftir ensk-pakistanska höf- undinn Hanif Kureishi í þýðingu Jóns Karls Helgasonar, „Vömina“ eftir rússnesk-banda- ríska höfundinn Vla- dimir Nabokov í þýð- ingu Illuga Jökulsson- ar, og er þá fátt eitt nefnt af þýðingaflóru ársins. í framhjáhlaupi má kannski geta þess að snemma á næsta ári „Á þessarí öld ber þá Magnús Ásgeirsson ogHelga Hálfdanar- son hæst meðal þýðenda, en í kjölfar þeirra hafa ríflega fimm- tíu af helstu höfundum þjóðar- innar fengist við þýðingar í hjá- verkum.“ Kjallarínn Sigurður A. Magnússon rithöfundur nóbelsskáldið Willi- am Faulkner í þýð- ingu Rúnars Helga Vignissonar, og „Carrie systir" eftir Theodore Dreiser í þýðingu Atla Magn- ússonar. Atli hefur einnig þýtt stór- virki Josephs Con- rads, „Meistari Jim“. Nefna má enn- fremur „Ene- asarkviðu" eftir rómverska skáldið Virgil (70-19 f.Kr.) í þýðingu Hauks Hannessonar, „Tí- dægru“ eftir ítalska höfundinn Giovanni Boccaccio (1313-75) í þýðingu Erlings E. Halldórssonar, ann- að bindi „Blikk- trommunnar" eftir þýska nóbelsskáldið Gúnther Grass í þýðingu Bjarna Jónssonar, „Búdd- enbrooks" eftir þýska nóbelsskáldið Thomas Mann í þýðingu Þorbjargar Bjarnar Friðriks- dóttur, „Alkemistann" eftir brasil- íska höfundinn Paulo Coelho í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, „Afródítu" eftir chílesku skáld- er von á „Æskumynd listamanns- ins“ (A Portrait of the Artist as a Young Man) eftir James Joyce í þýðingu undrritaðs. Sú bók mun vera mest selda skáldrit veraldar- sögunnar samkvæmt könnun sem stórblaðið The New York Times lét gera á aldarafmæli skáldsins 1982. Mikilvægi þýðinga Án þýðinga hefðu hérlendar bók- menntir ekki orðið til. Þær eiga upptök sín í snilldarþýðingum munka og klerka á miðöldum. Með hverri nýrri þýðingu hafa kvíar hérlendra bókmennta verið færðar út. Umhugsunarvert er aö endur- reisn íslenskra bókmennta á síð- ustu öld hófst með þýðingum Sveinbjamar EgUssonar á kviðum Hómers. Að dæmi hans lögðu mörg helstu skáld aldarinnar fram sinn verðmæta skerf. Á þessari öld ber þá Magnús Ás- geirsson og Helga Hálfdanarson hæst meðal þýðenda, en í kjölfar þeirra hafa ríflega funmtíu af helstu höfundum þjóðarinnar fengist við þýðingar í hjáverkum. Ekki er nein goðgá að gera því skóna, að samtvinnun þýddra og frumsaminna verka hafi átt veru- legan þátt í blómgun innlends skáldskapar á liðnum áratugum. Þarmeð er hreint ekki verið að vanmeta ffamlag þeirra sem ein- vörðungu hafa fengist við þýðing- ar. Þeirra hlutur er umtalsverður og verðskuldar virðingu allra sem bera viðgang bókmennta í landinu fyrir brjósti. Sigxu'ður A. Magnússon Skoðanir annarra Jólasveinar - ræningjar með gægjuhneigð „Tvískipting jólanna er orðin algjör. Annars veg- ar eru þau hátíðleg fjölskyldustund með trúarlegu ívafi og hins vegar verslunarmanía. Eftir því sem árin líða hallar æ meira á þá fyrrnefndu: Jólasvein- amir hafa tekið völdin. Saga íslensku jólasveinanna er ekki falleg. Þetta voru upp til hópa ræningjar með gægjuhneigð sem voru síöar dubbaðiðr upp í gefandi vemdarengla í kókbúningum. Jesús stendur höllum fæti gagnvart þessum vitleysingum sem hafa núorð- ið engan boðskap fram að færa nema að hvetja böm til að fara ffam á fleiri og stærri gjaflr. „ Ur jólaleiðara Stúdentablaðsins. Að lifa sig inn í hlutverkið „Litli drengurinn sem lék gistihúseigandann hafði lifað sig svo mjög inn í söguna að hann var farinn að vorkenna þeim Maríu og Jósef sárlega og í stað þess að vísa þeim út í gripahúsið, þá segir hann: - Jú, jú, hér er nóg pláss, komiöi bara inn í hlýjuna..." Séra Einar Eyjólfsson í jólahugleiðingu i Hafnarfjarð- arblaðinu Nýju viðhorfi. Krefjast úrbóta „Hér er um gamalþekkt vandamál að ræða en að þessu sinni gekk svo fram af þingmönnum, bæði stjómar og stjómarandstöðu, að þeir hafa krafizt úr- bóta og jafnvel að forstöðumenn rfkisstofnana verði látnir sæta ábyrgð. Harkaleg viðbrögð nú stafa ef til vill af því að vegna skipulagsumbóta í fjárreiðum rikisins undanfarin ár hafl niðurstaðan komiö þing- mönnum í opna skjöldu." Morgunblaðið fjallaði um eyðslu umfram heimildir í heilbrigðiskerfinu i forystugrein á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.