Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 15 Betra eftirlit verð- ur öllum í hag Kjallarinn Einar Sveinbjörnsson aðstoðarmaður um- hverfisráðherra vælum er sýkillinn þó fyrst og fremst í kjúklingum en einnig kalkúnum og aliöndum. Helstu tillögur hópsins um aðgerð- ir varðandi kjúklinga og ali- fuglakjöt eru þess- ar: - Frá og með árinu 2000 má campylobacter að hámarki finnast í 10% sýna í eldis- hópi á hverju búi. Sé stærri hluti eld- ishópsins sýktur skal farga fram- leiðslunni eða hún hitameðhöndluð Bakteríuna er aðallega að finna í kjúkiingakjöti og öðrum hænsnfuglum. Útbreiðsla campyl- obacter í kjúklingum hef- ur verið tO umfjöllunar síðustu mánuði. Sýking- ar af völdum þessarar bakteríu eru ekki nýjar af nálinni hér á landi, en fjöldi þeirra sem hafa sýkst hefur aukist. Talið er að kostnaður þjóðfé- lagsins vegna þessa geti numið 160-320 millj. króna á þessu ári og þá eru ekki taldar þær þján- ingar sem hinir sýktu verða fyrir. í ágústmánuði sl. ákvað ríkisstjórnin að láta rannsaka útbreiðslu campylobacter í um- hverfi, húsdýrum og mat- vælum í því skyni að fá haldgóðar upplýsingar um orsakir sýkinga í mönnum, sem byggja megi aðgerðir til úrbóta á. Rann- sóknin var unnin undir forystu Hollustuverndar ríkisins, en í henni tóku einnig þátt Yfirdýralæknis- embættið, Landlæknisembættið, sýklafræðideild Landspítalans og Tilraimastöð Háskóla íslands í meinafræði. Sýnataka og öflun ým- issa upplýsinga var auk þess í hönd- um heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, lækna og héraðsdýralækna. Rannsókninni lauk nýlega og hún leiddi í ljós að campylobacter er að finna víða í umhverfmu og verður ekki útrýmt þaðan. I mat- fýrir dreifmgu til að drepa sýkilinn. - Campylobacter-sýktir kjúkling- ar verði ekki notaðir til framleiðslu á bituðum kjúklingum eða kjúklingum með kryddhjúp eða i kryddlegi. - Gerð verði skýr krafa um merk- ingu kjúklinga, þar sem verður að finna leiðbeiningar til neytenda um rétta meðhöndlun kjötsins. Hreinlæti er lykilatriði Þessar aðgerðir eiga að draga mjög úr sýkingum af völdum campylobacter. Lykilatriðið til að hindra sýkingar af völdum campylobacter er samt að neytend- ur haldi vöku sinni og fari eftir leiðbeiningum um rétta með- höndlun á fugla- kjöti við elda- mennsku. Gæta verður að hrein- læti og góðri hitun vörunnar við matreiðslu. Þíðing og önnur með- ferð frystivöru kallar einnig á var- kárni af hálfú neytenda og ekki sið- ur starfsfólks í stóreldhúsum til að tryggja að blóðvökvi komist ekki í önnur matvæli. Campylobacter er skaðvaldur sem taka þarf á með samræmdum aðgerðum, allt frá eldi alifugla og þar til varan er komin á borð neyt- enda. Meðferð og neysla kjúklinga getur verið helsta orsök sýkinga, en fleira getur komið til, enda er bakt- erían útbreidd í náttúrunni. í ná- grannalöndum okkar, þar sem menn hafa lengi glímt við þetta vandamál, hefur hvergi tekist að út- rýma campylobacter úr matvælum. Rétt meðhöndlun fuglakjöts er því lykilatriði til að hindra sýkingar. Bétra matvælaeftirlit Campylobacter-málið hefur m.a. leitt í ljós nokkra alvarlega veik- leika í matvælaeftirliti á íslandi. Eftirlitið er flókið og þungt í vöfum og það heyrir undir þrjú ráðuneyti: landbúnaðarráðuneytið og sjávar- útvegsráðuneytið, auk umhverfis- ráðuneytisins. Nokkrar ríkisstofn- anir fara með eftirlit á vegum þess- ara ráðuneyta. Að auki hvílir fram- kvæmd á eftirliti bæði á ríki og sveitarfélögum, en heilbrigðiseftir- lit sveitarfélaganna lítur eftir hreinlæti og hollustuháttum í allri framleiðslu og meðhöndlun mat- væla. Það er ljóst að í fámennum byggðarlögum, þar sem stórir vinnustaðir skipta atvinnuástand sveitarfélagsins miklu máli, getur verið vandasamt að viðhafa virkt eftirlit á vegum heilbrigðisnefndar viðkomandi sveitarfélags. Þróunin á Norðurlöndum hefur verið í þá átt að einfalda og sam- ræma matvælaeftirlit. í Danmörku eru matvælamálin í einu ráöuneyti, einni ríkisstofnun og allt eftirlit verður á vegum ríkisins frá og með næstu áramótum. í Noregi er búið að samræma málaflokkinn í einni ríkisstofnun, nema eftirlit með út- flutningi sjávarafurða. Það er skoðun min að til þess að bæta matvælaeftirlitið þurfi að ein- falda það. Bætt eftirlit er mikilvægt hagsmunamál jafnt neytenda sem framleiðenda. Rikisstjómin hefur nýlega samþykkt tillögu mína um að nefnd forsætisráðuneytisins um opinbera eftirlitsstarfsemi fái það verkefni að skoða fyrirkomulag matvælaeftirlits hér á landi og gera tillögur um framtíðarskipan sem miði að því að einfalda það og bæta. Einar Sveinbjömsson „Campylobacter-máliö hefur m.a. leitt í Ijós nokkra alvarlega veik- leika í matvælaeftirliti á íslandi. Eftirlitið er flókid ogþungt í vöf- um og það heyrir undir þrjú ráðu- neyti.u Risaálver og eignaupp- taka hálendisins I „Spegli" Ríkisútvarpsins 1. des- ember sl. var greint frá aðdraganda þeirra deilna um virkjanamál sem um þesscU mundir eru við það að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar. Fulltrúar Norsk Hydro komu til Reyðarfjarðar haustið 1997 og á fundi sveitarstjórnarmanna fyrir austan lýsti Halldór Ásgríms- son stórkostlegum framkvæmdaá- ætlunum. Á Alþingi sagði Finnur Ingólfsson að Norsk Hydro hefði lýst áhuga á byggingu álbræðslu með 240 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári sem stækka mætti í allt að 700 þúsund tonn. Til að af þessu gæti orðið þyrfti að virkja stóru jök- ulámar þrjár norðan Vatnajökuls. Ósamræmi í málflutningi Spegilshöfundur sagði þessar fyr- irætlanir hafa hrundið af stað mik- illi orðræðu um umhverfismál með- al þjóðarinnar. Fljótlega fór að bera á ósamræmi í málflutningi milli Norsk Hydro og framsóknarráð- herranna, sem helst beittu sér fyrir framgangi áðumefndrar áætlunar um álver á Reyðarfirði. Þessa mis- ræmis í málflutningi gætir enn og eftir nýjustu yfirlýsingar Norsk Hydro virðist ljóst, að það er ekki norska fyrirtækið sem knýr á um skjóta niðurstöðu. Það segir í raun alla sögu um breytta hlutverkaskip- an að Norsk Hydro ætlar hvorki að vera meirihlutaeigandi í álverinu né meðeigandi í viðkomandi virkj- unum. Nú hyggst fyrirtækið koma ár sinni vel fyrir borð með þvi að selja tækni og markaðssetningu en taka lítinn þátt í stofnkostn- aði. Það á hins vegar að verða hlutskipti íslend- inga, þ.á m. líf- eyrissjóða landsmanna að leggja fram gríðarlega háan og áhættu- saman stofnkostnað í virkjunum, raflínum og 480 þúsund tonna ál- verksmiðju. ísland í hlutverki þróunarríkis Álrisar á borð við Norsk Hydro eru sem óðast að koma sér fyrir í þróunarlöndum. Þar fá þeir aðgang og orku fyrir lítið og þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af mengunarvömum. Það er ekki skynsam- legt fyrir íslendinga að ætla að keppa við þróunarlöndin á þessu sviði. En sú er því miður raunin eins og Pétur Gunnarsson rithöfundur bendir á í Glettingi 2.-3. tölu- blaði árið 1998. Þar minnir Pétur m.a. á, að árið 1995 gaf mark- aðsdeild iðnaðarráðu- neytis og Landsvirkj- unar út bækling und- ir heitinu: „Lowest energy prices" en bæklingur þessi var síðar innkallaður. í þessum bæklingi eru tíundaðir kostir þess að við íslend- ingar skulum geta boðið allra lægst launaða vinnuaflið í sambærOegum ríkjum Evrópu, auk þess séu starfs- leyfi fyrir stóriðju hérlendis vana- lega samþykkt með lágmarkskröf- um tfi umhverfismála. Síðar segir Pétur í grein sinni: „í dag - eins og á Sturlungaöld - stendur okkur mest hætta af okkur sjálfum, það er fyrst og fremst valdabaráttan, auð- lindasölsunin innanlands, sem við þurfum að horfast í augu við. Það er búið að taka af okkur miðin, næst á að snúa sér að landinu og koma því í hluta- bréfatækt form.“ Hálendið og gjafakvótinn Ástæða er tU þess að hugleiða það rækUega hvort Finnur Ingólfs- son sé að leika á ís- lenskan almenning þegar hann reynir að varpa sökinni á Norð- menn vegna óvand- aðra vinnubragða við undirbúning Fljóts- dalsvirkjunar. Með því að eyðileggja nátt- úruperlur i þjóðareign á hálendi íslands og borga ekki eina ein- ustu krónu fyrir þær er verið að færa land- ið okkar „í hlutabréfatækt form“. Þessi eignaupptaka er náskyld gjafakvótakerfmu. Tengsl HaUdórs Ásgrímssonar við bæði þessi mál eiga ekki að geta staðist í þroskuðu lýðræðisríki. Þess vegna hef ég gagnrýnt forystu Framsóknar- flokksins um leið og ég hef beðið landinu griða. Ráðamenn þjóðar- innar eiga hvorki að stunda felu- leik né valdníðslu gagnvart al- menningi í landinu og þeir eiga að umgangast náttúru landsins af virð- ingu og varfærni. Ólafur F. Magnússon „Með því að eyðileggja nátt- úruperlur í þjóðareign á hálendi íslands og borga ekki eina ein- ustu krónu fyrir þær er verið að færa landið okkar „í hluta- bréfatækt formuu Kjallarinn Ólafur F. Magnússon læknir og talsmaður Umhverfisvina Meö og á móti Framapot á Eyjabökkum Fjöldi fólks hefur látið til sín taka hvað varðar Eyjabakkamálið og ekki síst listamenn. Spurningin er hvort persónur eða málefni græða meira á allri athygiinni. Erfitt aö alhæfa „Það er erfitt að alhæfa nokk- uð um þessa hluti. Þó má segja að fólk sé greinilega misvel að sér um þetta mál og sumir listamenn virð- ast ekki skilja alvöru málsins og nota það sér til framdráttar og auglýsingar. Fæstir þeirra hafa komið á Eyjabakka þótt þeir tali um svæðið af svo mikilli innlif- un að ætla mætti að bakkamir væm þeirra heimahagar. Fram- kvæmdastjóri Umhverfisvina hefur til dæmis ekki komið á Eyjabakka eins og hann sjálfur hefur viðurkennt. Það virðist sem Umhverfisvinir séu andvígir eflingu atvinnulífs á landsbyggð- inni. Líklega er sama hvar virkj- að yrði, alltaf yrðu einhverjir andvígir. Það mætti ætla að þeir aðilar sem fara fremstir í flokki Umhverfisvina séu ekki i nein- um tengslum við almenna vinnu- markaðinn sem þarf á þessari virkjun að halda. Mín skoðun er sú að við verðum að nýta allar auðlindir í landinu, hvort sem það er hugvit eða orka fallvatna. Ef til vill hafa sumir stjómmála- menn reynt að nýta sér málið meira en aðrir. Þeir hafa komið að undirbúningi virkjunarinnar eins og össur Skarphéðinsson, en þykjast nú andvígir virkjun.“ ívar Andersen, for- maður Óðins, fé- lags launþega inn- an Sjátfstæöis- flokksins í Reykja- vík. Brjóstum- kennanleg málefna- fátækt Jakob Frímann Magnússon, tón- listarmaður og talsmaöur Um- hverfisvina. „Einar Rafn Haraldsson, sem fer fyrir virkjunarsinnum á Austurlandi, hefur haldið því fram að þeir sem hafi aðra skoð- im en hann á fyrirhuguðum framkvæmd- um tengdum Fljótsdals- virkjun hljóti með því að vera fyrst og fremst að vekja athygli á sjálfum sér. Ef þaö er at- hyglisþorfin sem knýr áhugaleikarann Einar Rafn áfram í sínu áróðursstarfi þá er það hans mál. Ég held hins vegar að það sé af og frá að fólk eins og Björk, Friðrik Þór, Erró, Ólafur Jó- hann, Vigdís Finnbogadóttir og Matthias Johannessen, svo ein- hver nöfn séu nefnd, séu knúin áfram af slíkum hvötum. Þetta fólk hefur einfaldlega fengið meira en nóg af athygli um dag- ana og er í raun að taka umtals- verða áhættu með því að blanda sér í jafnumdefit mál og hér um ræðir. Allt tal áhugaleikarans á þeim nótum að þetta fólk eigi það eitt eftir að koma nakið fram afhjúpar í rauninni brjóst- umkennanlega málefnafátækt. Eftir stendur rökþrota áhuga- leikarinn með útrétta höndina og biður um stærstu ölmusu ís- landssögunnar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.