Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 18
i8 %enning MANUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Ríður á að hafa kjark Svona eiga þau vel saman, Thor og Karen Blixen. DV-mynd GVA Thor Vilhjálmsson og Einar Már Guö- mundsson voru á dögunum sæmdir Karen Blixen-medalíunni, heiðurspeningi Dönsku akademíunnar. Akademían hefur farið mjög sparlega með þennan pening, Astrid Lind- gren hefur fengið hann, einnig William Heinesen og Vaclac Havel, þannig að kompaníið er gott. „Þeir veita þetta ekki reglulega heldur bara þegar þannig liggur á þeim,“ sagði Thor og brá upp hinum þunga silfurpeningi með auðþekkjanlegri vangamynd Karenar. - Fylgja þessum heiðri einhverjar skyld- ur? „Nei, engar skyldur, maður er alveg jafn- frjáls eftir sem áður,“ segir Thor. - Hvernig finnast þér bækur Karenar? „Ég er svo hrifinn af henni,“ segir Thor og tekst á loft. „Hún er stórkostlegur sagnamað- ur. Eftir athöfnina var veisla úti í Rung- stedlund, þeim helga reit sem nú er safn í minningu hennar. Þar bjó hún og laðaði til sín gáfuðustu ungu skáldin og hélt þeim sumum næstum í gíslingu töfra sinna. Dró þá inn í töfrahringinn sinn, magiska sirkil- inn segja þeir sem sletta, og ekki var hlaup- ið að því að komast út úr honum aftur. Ef þeir komust burt voru þeir kannski á harða- flótta um heiminn árum saman til að komast undan seiðnum! Á þessum mönnum hvíldi sú krafa að þeir yrðu stórir og sumir risu aldrei undir því.“ Einn af ungu mönnunum hennar Karenar Blixen, skáldið Thorkel Bjornvig, sat við hlið Thors í veislunni. Hann skrifaði bókina Sátt- málann, Pagten, um samband sitt við hana. „Þar kemst maður svo nærri henni að mað- ur getur metið hana sjálfur," segir Thor. „Sérhver maður sér hana sínum augum af því hún var svo margbreytileg - margþætt eiginlega. Ég sá einhvem tíma sjónvarpsþátt um hana þar sem safnað var saman sýnum úr mörgum eldri þáttum, til dæmis viðtölum við hana frá ýmsum lönd- um. Öll tungumál talaði hún jafnfallega, ensku, frönsku, þýsku . . . Eitt viðtalið hafði belgískur sjónvarps- maður tekið og sagði við hana að lok- um: Ef ég sæti ekki hérna, en hér væri hópur af börnum í minn stað sem bæði þig um ráð - hverju myndir þú þá svara? Og hún svaraði: „II faut avant tout du courage" - fyrst og fremst ríður á að hafa kjark.“ Segja má að heiðurspeningur hennar sé vel kominn hjá þessum tveimur íslensku kjarkmönnum, Thor og Einari Má og við óskum þeim til hamingju. Þingvellir á Af ljósakri í tilefni komandi alda- og árþúsundamóta er 11. árgangur dagatalsins Af ljósakri helg- aður Þingvöllum. í hverjum mánuði upplif- ir áhorfandinn nýja sýn á þjóðgarðinn í átján ljóðrænum breiðmyndum Harðar Daníelssonar. Einkum er janúarmyndin slá- andi: „Sól sest, tungl rís“. Þar taka Hrafna- björg við síðustu sólargeislunum, blá birta vetrarnæturinnar færist yfir náttúruna og fuUt tungl rís við brún Lyngdalsheiðar. Sér- kennUegar samsetningar tveggja mynda eru á annarri hverri síðu. Dr. PáU Einarsson skrifar um jarðsögu ís- lands og ÞingvaUa á innri kápusíðu, en Jón Ásgeir Sigurvinsson rekur sögu staðarins á baksíðum. Hnattstaða íslands er sýnd og á jarðsögulegu korti sést m. a. eldgosa- og landreksbeltið. Textinn er á 6 tungumálum: ensku, dönsku, íslensku, þýsku, frönsku og spænsku. Kristín Þorkelsdóttir hannaði dagatalið í samvinnu við ljósmyndarann. Nýjar viddir gefa út. Undirstraumar Útlendingurinn Saga Eyvinds Eiríkssonar, Þar sem blóm- ið vex og vatnið feUur, er sjálfstætt framhald sögunnar Landið handan fjarskans sem hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 1997. í þessari sögu er aðalpersónan, Jans Ólason, kominn tU íslands eftir miklar raunir og er orðinn beykir í vestfirsku kaup- túni. Hann hyggst heíja þar nýtt líf og í upp- hafi bókarinnar giftist hann stórbóndadótt- ur. En hjónalífið reynist ástiaust og ófarsælt og báðum tU ama. Þó að Jans sé mikUs met- inn er hann utangarðs í samfélaginu, eilífur útlendingur. Skipti hans við prestshjónin í sókninni valda honum enn frekari armæðu og hann missir nýjan vin sinn sem er ef tU viU sá sem þarfnast hans mest. Jans tekur sig því upp og heldur í leiðangur um hið framandi land, í leit að heimkynnum einnar aukapersónu úr fyrra bindinu. Bókmenntir Ármann Jakobsson Sagan er á yfirborðinu eins konar norræn píkareska. Hún er ekki ein saga heldur margar sögur sem verða á vegi Jans á flakki hans um Vest- firði. Flakkið verður einnig tU þess að sagan verður samfélagslýsing, uppdráttur af sérkenni- legu mannlífl á Vest- Qörðum nálægt alda- mótunum 1800 þar sem gestsauga Jans nýtist tU að sýna okkur eigin for- tíð. Samfélagsmyndin er heldur nöturleg, lýst er mikiUi fátækt og dauðinn er jafnan á næsta leiti. Kjör manna eru kröpp og jafhvel stórbokkamir eru nánast aumkunarverðir. Þó er munurinn á stórum og smáum verulegur og það skiptir ekki máli hvernig samfélagið er að öðru leyti, ávaUt kúga þeir meiri hina minni. í lýsingunni er mjög höfðað til skilning- arvitanna, ekki síst lyktarskynsins. Nábýlið við náttúruna er mikið og fátt virðist tU skemmtana nema fremur sóðalegt kynlíf, át, drykkja og kveðskapur sem er helsta hjálpræð- ið í erfiðum heimi. . ÞAR SEM BLOMIÐ VEX ifelK 1 3 ■ I En þetta samfélag býr einnig yfir töfium, þar eru jötnar og álfkonur og sér- stök náttúra sem Jans er heUlaður af. Jans skilur ekki samfélagið en nær bestu sambandi við dýr og smælingja. Hann kemur úr öðrum heimi og býr yfír reynslu af konungum og stríði sem er hinu íslenska samfélagi framandi. Fortíð hans á ekki sístan þátt í að hann er utangarðs. Þetta kemur skýrast fram þegar skáldið Samúel yfirheyrir Jans um þessa reynslu hans, sannfærður um að strið séu eins og í rimun- um sem hann kveður. Þar sem blómið vex og vatnið fetiur er viðamikU og margslungin saga, epísk en þó fuU af furðum. Málfarið er sérstætt og auð- ugt og brugðið er upp sérstæðri mynd af horfnu samfélagi. Eyvindur P. Eiríksson Þar sem blómið vex og vatnið fellur Vaka-Helgafell 1999 Uppskriftabók Kundera MUan Kundera er líklega einna best kynntur evrópskra skádsagnahöfunda á ís- landi. Þetta getur hann þakkað ötulum þýð- anda, Friðriki Rafnssyni. Og nú hefur Frið- rik bætt við skáldsögur Kundera ritgerða- safninu List skáldsögunnar, ritgerðum um sögu skáldsögunnar, nokkur stærstu verk hennar og aðferðafræði höfundarins sjálfs. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Fyrst er rétt að nefna að List skáldsögunn- ar er verulega vel þýdd bók. Friðriki tekst vel að koma hinni þrælmenntuðu evrópsku menntamannaorðræðu Kundera til skila á tilgerðarlausan og eðlilegan hátt, sem er allt annað en auðvelt eða sjálfsagt. Það hvarflar að manni að List skáldsög- unnar sé fremur bók fyrir rithöfunda en fyr- ir lesendur. Stundum er eins og Kundera sé að gefa uppskriftir að nokkrum uppáhaldsað- ferðum sínum við skáldsagnagerð. Bókin hefur enda haft heilmikil áhrif, einnig á ís- lenska rithöfunda, og þess vegna er fengur að íslenskri þýðingu henn- ar. í List skáldsögunnar eru nokkur stef endur- tekin, Kundera leggur mikla áherslu á evrópsk- an arf skáldsögunnar frá Cervantesi um Rabelais og Sterne að risum tutt- ugustu aldar, Kafka, Joyce, Musil og Broch. Þá er tónlistin og upp- bygging klassískrar tón- listar honum hugleikin. Bæði notar hann form tónlistarinnar við bygg- ingu eigin verka og ljóstrar upp nokkrum slíkum formúlum og eins heldur hann mjög fram kenningu um margröddun sem einkenni skáldsagna, án þess þó að nefna þekktasta kenningasmið þeirra fræða, Mikhail Bakhtin. Margar þessara ritgerða eru kannski for- vitnilegastar í samspili við skáldsögur Kund- era sjálfs. Bestur er Kundera í þeim ritgerð- um sem eru hvað persónulegast- ar. Ritgerðin um Kafka er að mínu mati best heppnuð. Þar nær Kundera að sameina næma grein- ingu á verkum Kafka, trú sína á möguleikum skáldsögunnar og persónulega reynslu af alræðinu í Austur-Evrópu. Þá er ritgerðin sem nefnist 64 orð úm margt skemmtileg þótt færslurnar séu misgóðar. Þar tekur Kundera fyr- ir nokkur uppáhaldsorð sín og skýrir þau, oft á frumlegan og skemmtilegan hátt. Að lokum er ekki hægt annað en að minnast á kápu bókarinnar Hún er einhver sú ljótasta sem ég héf séð lengi og línustrikuð form- festan og ferköntuð formin eiga alveg einstaklega illa við innihald bókarinn- ar þar sem fjölbreytnin og hláturinn eru veg- sömuð. Milan Kundera List skáldsögunnar Friðrik Rafnsson þýddi Mál og menning 1999 1 Háskólaútgáfan gefur út ritgerðasafnið Undirstrauma eftir Dag- nýju Kristjánsdóttur með hinni undurfögru mynd Kristínar Gunnlaugsdótt- ur, Rauður draumur, á kápu. „Undirstraumar verða ekki skildir frá yf- irborðinu, þeir eru hluti af því eða hin hliðin á því,“ segir höf- undur í formála. „í undirstraumum bók- menntatextans fer fram merkingar- myndun hans en hún felst ekki síður i yfirborðinu og samspilinu þarna á milli. Um það er fjallað í þessari bók.“ Ritgerðunum er raðað í þrjá flokka. í þeim fyrsta, „Um bókmenntir", er fjallað um verk eftir Jónas Hallgrímsson, Sigurð Breiðfjörð, Einar Benediktsson, Halldór Laxness, Ástu Sigurðardóttur, Svövu Jak- obsdóttur og Þorgeir Þorgeirsson. í öðrum hluta, „Um bókmenntasögu" eru almennir fyrirlestrar um bókmenntir. í þriðja hluta, „Um bókmenntafræði og menningu“, eru nýjar greinar um fræðileg efni, kynning á póstmódernískri bókmenntaumræðu, grein- ar um orðræðu geðveikinnar I bókmennt- um, einkum hinn geðklofna og þunglynda texta. Ríki Guðs Nú nálgast jólin óðum, fæðingarhátíð Jesú Krists, og ástæða til að segja öllum bömum frá því að Vil- borg Dagbjartsdóttir skáld hefur þýtt á sinn einstæða hátt bókina Ríki Guðs með öllum bestu sögunum úr Nýja testamentinu. Á spássíu eru ritn- ingargreinar frá viðeigandi stað í biblíunni. Geraldine McCaughrean endur- sagði þessar sögur og Anna Cynthia Leplar skreytti bókina litríkum og lifandi myndum sem færa textann ennþá nær hverju barni. I sögum og myndum erum við óðara kom- in á söguslóðir biblíunnar, til Palestínu sem þá var örlítill landskiki í rómverska heims- veldinu. Þar búa tvær frænkur í upphafi sögu, Elísabet og María, og svo einkenni- lega vill til að þær eignast báðar syni eftir að boð berast með englum. Elísabet eignast Jóhannes og María Jesú. Báðir þessir drengir ólust upp og áttu viðburðaríka og stormasama ævi og báðir enduðu ævi sína á harmrænan hátt. En tvö þúsund árum seinna þekkjum við þá enn, einkum þó son Maríu. Mál og menning gefur Ríki Guðs út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.