Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 20
20 wnning MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 IÓLATKÍ ) ZRU KOMfN ALLAR STÆRÐIR BETRA VERÐ_____ forðastu ösina, komdu á stað SÉRVALIN JÓLA7RÍ tryggðu fjölskyldunni tré í tíma omm TIL Kt. 12°° ÓLL KVÖIO TIL MIKLATORG) V/BSÍ 362 2040 CLSTA IÓLATKÉSSALA k ÍSL ANDI SENDUM OM LAND ALLT ALASKA Æ vintýr adalur inn Kristín Helga Gunnarsdóttir varð vinsæl meðal barna fyrir fyrstu bækur sínar tvær um stelpuna Binnu - sem var ------------------ reyndar býsna skyld henni sjálfri, eins og Kristín við- urkennir fúslega. Vel getur verið að_________ sögupersóna nýrr- ar bókar, Milljón steinar og Hrollur í dalnum, sé líka í ætt við höfund sinn, altént er Hekla fjörmikill og lifandi krakki sem gaman er að fylgja á flugferð hennar eitt sumar í sveitinni hjá afa - bæði í máli og til- gerðarlausum og hnyttnum teikn- ingum Jeans Posocco. Þar gerast klassískir atburðir eins og að kisa eignast kettlinga og felur þá og Hekla rekur rollur úr túninu (les: skógrækt afa) en líka nokkrir ný- stárlegir. Til dæmis leysir Hekla hrjáða sál úr álögum. Afi og amma eru ekki venjuleg ís- lensk bændahjón heldur er afi Qóttamaður úr „Rykvík" eins og hann kallar höfuðborgina og sestur Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir þ'etta er ekki jólaglaðningur. Einstök jólatilboð Kalíbers Philips 28" breiðtjaldssjónvarp 100 riða flöktfrí mynd, stafræn myndsía tryggirtærari og skarpari mynd. Textavarp, 2x36 w. hátalarar. Verð áður 168.400 kr. Nú 139.900 kr. Casio Minnisbók, dagatal, símaskrá, reiknivél, heimsklukka o.m.fl. Verð áður 6.900 kr. Nú 4.900 kr. Millennium - þráðlaus sími Númerabirtir, endurval, íslenskur leiðarvísir o.m.fl. Verð áður 12.900 kr. Nú 9.900 kr. Philips hijómtæki Hátalarar 2x20 músíkvött - einstök hljómgæði, þriggja diska spilari, tvöfalt segulband o.fl. Nú 24.900 kr. u ■ 1*» Philips brauðrist með innbyggðu samlokugrilli. Nú 4.990 kr. Casio Chronograph úr með dagatali og vekjara Áður 10.990 kr. Nú 4.990 kr. Philips heyrnartól Hönnuð fyrir stafræn tæki, 10.000-26.000 rið, gyllt tengi. Áður 5.990 kr. Nú 4.990 kr. Erum einnig með DVD, CD-R og fleiri flottar græjur. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • S(MI 569 1500 www.ht.ls að á afskekktu eyðibýli. Amma er bara hjá honum á sumrin, annars verslar hún með tiskufatnað í bæn- ----------------- um. Þau eru ný- tísku Njörður og Skaði sem ekki geta búið saman en vilja þó ekki _________________ skilja, og per- sónusköpun þeirra er skýr og skemmtileg. Afi er fullur af sögum og ímyndunum sem hann dælir í næma stelpuna, raunsærri ömm- unni til skap- raunar, og minn- ir þessi þrenn- ing stundum á fræga þrenn- ingu f Sálmin- um um blóm- ið. Reyndar eru sögtir burðarás í þessari bók og greini- legt á hug- mynda- rikri stelpunni að hún hefur verið vel nærð á frásagnarlist. Afl vinnur sínar sögur upp úr íslenskum þjóð- söginn; þar eru góðar og illar vættir og hrikalegir atburðir. Amma snýr út úr gömlu evrópsku ævintýrun- um, lætur Hvítu Mjöll hryggbrjóta prinsinn og sættast við stjúpuna í sinni útgáfu af Mjallhvíti! En best allra er sönn saga mömmu af svan- inum sem meiddist og settist að við tjörnina þeirra í dalnum. Löngun Kristínar Helgu með þessari bók er að opna augu lesenda fyrir undrum íslenskrar náttúru, „klettur er ekki bara klettur", segir í formálsorðum bókarinnar. „Fjall er ekki bara fjall. Hver veit nema þar séu tröll?“ Hekla „sér“ Qeira en annað fólk, til dæmis sér hún Hroll vatnaskrímsli hvað eftir annað reisa sina ljótu hausa upp úr Qjót- inu. AQ segir henni söguna af HroUi og henni fylgir lykiUinn að því hvernig megi kveða skrímslið nið- ur. Þrátt fyrir úrtölur ömmu trúir Hekla afa sínum og svo fer að hún finnur hinn eina rétta stein meðal miUjón steina og sýnir hvað sjö ára stelpa getur verið hugrökk. Hekla seg- ir sögu sína sjálf í fyrstu persónu, eng- inn sögumað- ur kemur upp á miUi hennar og lesanda. Af því leiðir að ekki þarf að taka afstöðu tU þess hvort „sýn- ir“ hennar eru sannar eða ímyndað- ar. Hún segir bara frá því sem hún sér og uppliflr og lesandinn fylgir henni eða ekki. Hún á eftir að eign- ast marga vini meðal lesenda. Kristín Helga Gunnarsdóttir Milljón steinar og Hrollur í dalnum Jean Posocco teiknaði myndirnar Mál og menning 1999 Fram í dagsljósið Krínglunni 8-12, sími 535 4040 Kristín R. Thorlacius ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. í bók sinni Sunna þýðir sól fjaUar hún um einelti og kynferðislega misnotkun, sem er afar vandmeö- farinn efniviður. Sagan er þroska- saga Sunnu, þrettán ára gamaUar stúlku sem býr í liUum bæ sem kaU- aður er Fagrifjörður. Þorsteinn, pabbi Sunnu, er kennari í grunn- skólanum á staðnum og í upphafi sögunnar hefur hann verið sakaður um að hafa nauðgað nemenda sín- um. Þó að hann sé vinsæU kennari stendur enginn með honum, enda er hann aðQuttur í bæinn og innfædd- ir virðast líta svo á að allt Ult berist að utan. Ásakanimar hvUa eins og mara á fjölskyldu Sunnu sem verð- ur fyrir aðkasti í skólanum og jafn- vel bestu vinkonur hennar snið- ganga hana. Mitt í erfiðleikunum eignast Sunna góðan vin í drengn- um Ófeigi. Hann hefur sjálfur orðið fyrir einelti og grófum árásum skólafélaga sinna, en hefur losnað undan oki kúgara sinna, þó hann sé enn vinafár og beri ljót ör á sálinni. Höfundur fer vel með efnið og hefur sniðið sögu sína að stálpuðum krökkum og ung- ---------------- lingum. Sagan er sannfærandi og persónur vel skap- aðar. Þá ber að þakka hve vel sögumanni tekst að setja atburði sögunnar og allt það ofbeldi, andlegt og líkamlegt, sem þar er að flnna í stærra samhengi. Hér leiðir eitt af öðra og oftar en ekki sýnt hvemig örlög manna ráð- ast af mismunandi viðbrögðum við svipuðum aðstæðum. í sögunni er tQ dæmis sagt frá tveimur mæðrum sem báðar missa börnin sin í hörmulegum slysum. Móðir Lárus- ar, frænda Ófeigs, lætur missi sinn ekki bitna á Lárusi þótt hún of- verndi hann pínulítið. Móðir Katrínar, stúlkunnar sem ber Þor- stein þessum þungu sökum, leggst í drykkjuskap eftir að maður hennar Krísiín R. Thorlacius Sunna þýðir sól Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir og böm lenda í aurskriðu og láta líf- ið. Hún vanrækir dóttur sína, kenn- ir henni um slysið og stúlkan ber þess merki. Þó að sögumaður dragi upp þessar myndir er lesandanum eftirlátið að bera aðstæður þessa fólks saman. Helsti galli bókarinar frnnst mér vera hversu mikið er sagt frá í þá- ------------- tíð. Sögumaður skyggnist inn í hug persónanna sem sí- feQt era að rifja upp og hugsa um atburði líðandi stundar. Þá em mestu átökin nokkuð fjarlæg Sunnu. Við kynnumst pabba henn- ar lítið og sömuleiðis Kötu sem á svo bágt. Ófeigur segir frá því ein- elti sem hann veutö fyrir en þeir at- burðir em löngu liðnir. Fyrir vikiö snertir sagan lesendur ekki eins mikið og ef þeir fengju að lifa sig inn í sögunútíð. Engu aö síður er Sunna þýðir sól vönduð bók sem hvetur lesendur tQ umhugsunar. Kristín R. Thorlacius Sunna þýðir sól Muninn 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.