Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 23
t Jmmiöfm i ar Asta Lilja Magnúsdóttir: „Ef kaffiö er lagað eftir kúnstarinnar regl- um er þaö miklu betra en annaö kaffi.” mber * *g f * f / ft * V urtnn t • Lúsíuhátíðin er í dag • Jólagetraun DV • Jólasveinarnir í nýjan alklæðnað • Líjlátin vegna gjafmildi Hvað er jólahlaðborð? Urval norrænna rétta - en alls ekki pitsur eða kínverskur matur, segir Siggi Hall Jólahlaðborðin eru nú í al- gleymingi og svigna undan krásum á veitingastöðum um allt land. Það virðast þó ekki ailir taka hátíðlega hvemig mat- arsamsetningin á að vera á slíku borði. Enn hafa engin lög verið sett í landinu sem segja hvað sé boðlegt og hvað ekki til að hafa á jólahlaðborð- um landsmanna. Hitt er víst að sum- um matgæðingum mun örugglega þykja það skjóta skökku við að sjá jólahlaðborð með kínverskum eða indverskmn mat og jafnvel ítölskum pitsum. Til að komast að hinu sanna í málinu höfðum við samband við hinn margfræga matreiðslumeistara Sigurð L. Hall, eða Sigga Hall eins og flestir kalla hann. Alls ekki pitsur „Það eru alls ekki pitsur eða kín- verskur matur á jólahlaðborðinu. Þetta er skandinavískur siður. Þetta kom í hingað til lands fyrir um tíu árum með kokkum frá Óðinsvéum og var svona danskur Julefrokost". Þetta breiðist út og verður að hlað- borði, en er ekkert endilega danskur siður. Þetta er líka til í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. í dag er þetta líka orðið íslenskur siður. Með hefðbundnum j ólastemningsr éttum Á borðinu er úrval norrænna rétta, eins og sildarréttir, graflax, reyktur lax og lax. Það sem gerir þetta sérislenskt, eins og hjá okkur á Hótel Borg og víðar, er hangikjöt- ið. Þá eru komnir inn í þetta hefð- bundnir jólastemningsréttir eins og kalkúnn, svínasteik meö puru, reyktur hamborgarhryggur, bayonneskinka. Til að undirstrika íslensku réttina erum við líka með hreindýrapaté, rjúpnapaté, flat- brauð, rúgbrauð og laufabrauð. Þetta er lika í stil við hefðbundinn jólamat með eftirrétti, eins og trifíle, riis a la mande, eða riis krem á norsku sem er trúlega grjóna- grautur á íslensku. Það er hins vegar allt í lagi ef menn hafa áhuga á kínverskum mat og vilja borða hann á einhvers kon- ar jólahlaðborði. Ég veit hins vegar ekki hvemig jólasiðir eru í Kína, eða hvort þar eru yfírleitt jól. Með fullri virðingu fyrir vinum mínum Kín- verjunum finnst mér þeirra matur ekki beint detta inn í þessa mynd. Reynslan er búin að sanna að það er ekki bara maturinn sem gerir þetta að þvi sem það er heldur ekki síður stemningin. Þetta er svolítið partí og til að þetta sé almennilegt þarf að vera mikið umstang og um- setning í kringum þetta. Maður finnur mjög mikiö fyrir því að gest- ir eru ánægðir, líður vel og finnst gaman. Þetta lyftir upp jólahaldinu og andanum í fólki og maður fmnur að það er mjög þakklátt. Síðan eru það öll hagfræðiáhrifin sem eru gíf- urleg. Þegar ég var ungur kokkur á Hótel Sögu þá var desember dauði mánuðurinn. Nú er þetta besti mán- uður ársins hjá veitingamönnum í landinu. Jólahlaðborðin í staðinn fyrir glöggið Þetta er líka svona bjór- og snafs- matur og það er ekkert norrænna en einmitt bjór og snafs. Það má svo sem velta því fyrir sér hvort þetta r hafi ekki komið með bjómum. Nú er drukkið mikið þetta nýja rauðvín Beaujoulais Nouveau með þessu. Það er drukkið kalt og hentar ágætlega með öllum mat. Glöggsullið í gamla daga, sem menn notuðu sem afsökun til að geta verið fullir, var tóm þvæla. Menn voru í því af þeir höfðu engan bjór. Jólahlaðborðin hafa komið í stað- inn fyrir glöggið. Þá hefur þetta líka tekið að nokkru við af þorrablótun- um. Þetta er góður siður sem ekkert er út á að setja, þó sumum, sem halda að þeir hafi ofsalega mikið vit á mat, fmnist þetta asnalegt,“ segir Siggi Hall sem er að verða handlama við að árita nýju matreiðslubókina sína. -HKr. Býr til besta kaffið í kvöld kemur til byggða Stúfur JAPISS DV-MYND TEITUR Matreiöslumeistannn Siggi Hall. Jólahlaöboröin hafa komiö í staöinn fyrir glöggiö. Þetta er góöur siður sem ekkert er út á aö setja. „Mig langar mest í átta bolla pressukönnu frá Bodum,“ segir Ásta Lilja Magnúsdóttir, verslunar- stjóri í Whittard of London í Kringl- unni. „Það sem er svo skemmtilegt við pressukönnumar er að þar mæt- ast eiginlega gamli og nýi tíminn. Það er fljótlegt að laga kaffi í pressukönnu og ef kaffið er lagað eftir kúnstarinnar reglum er það miklu betra en annað kaffi,“ segir Ásta. Það er nefnilega ekki sama hvem- ig hellt er upp á pressukönnu. „Það er afar mikilvægt að láta kaffið standa í fjórar til fimm mínútur áður en pressað er niður. Ef það er gert of snemma verður kaffið bragð- laust og ef menn bíða of lengi verð- ur það rammt. Biðlund í fjórar tU fimm mínútur er sem sagt galdur- inn.“ Ásta vill þó ekki láta pressukönn- una eina duga því hún segir nauð- synlegt að eiga hettu tU að setja yfir könnuna svo kaffið haldist heitt. „Þessar hettur eru rosalega faUegar, saumaðar hjá Dísu í SaumagaUerí, og kosta 1550 krónur. Þær eru bæði flottar og gera auk þess mikið gagn,“ segir verslunar- stjórinn Ásta LUja Magnús- dóttir í Whittard of London. Austurl.eíiskur ævintýraheimur Markaðstorg KOLAPORTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.