Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 24
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 ___jólaundirbúningurinn í inrg desember__________ Dýrlingsins Lúsíu minnst 13. desember: Líflátin vegna gjafmildi við fátæklinga - þetta er ákaflega fallegur siður, segir Valgerður Hallgrímsdóttir kennari Sérstök Lúsíuhátíö 13. desember er siður sem mörgum Islendingum þykir framandi, en Lúsía, sem dag- urinn er kenndur við, var ung kristin kona sem dó píslardauða á Sikiley fyrir 1695 árum, eða árið 304. Lúsía var hálshöggvin og síðar tekin í dýrlingatölu af kristnum mönnum. íslendingar sem búið hafa í Sví- -þjóð og kynntust þessum sið þar hafa margir hverjir viðhaldið hon- um og reynt að búa til svipaða um- gjörð um þennan dag hér á landi. Siðurinn er reyndar þekktur víðar um lönd. Ár hvert hefur verið hald- in Lúsíuhátíð í Norræna húsinu í Reykjavík, en í ár fer hátíðin fram í kvöld kl. 20 í Ráðhúsinu í Reykja- vík. Valgerður Hallgrimsdóttir, kenn- ari í Melaskóla, kynntist Lúsíuhá- tíðahöldum þegar hún bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó þar í tíu ár og kynntist þessu fyrst í gegnum bömin mín sem voru þar í skóla. Þetta er mjög áberandi dagur í Sviþjóð og Lúsíu- dagurinn er haldinn hátíðlegur í hverjum einasta skóla. Þá er þetta þannig að Lúsíuhátíðin hefst um morguninn, strax og börnin koma í skólann. Venjulega er stór hópur í skólanum sem er beinn þátttakandi og aðrir njóta þess með þeim. Þetta er í raun þeirra jólaskemmtun eða litlu jól. Lúsíuhátíðin er mjög há- koma og mæta þá gjarnan fyrir vinnu klukkan sjö. Þetta fer þannig fram að börnin koma gangandi og syngjandi, hald- andi á kertum inn í salinn. Þetta er kallað tog. Þá er ein Lúsía í hópn- um með þernur sér til fylgdar ásamt stjörnudrengjunum. Síðan eru nokkrir jólasveinar i hópinum. Á leikskólunum eru bömin með litil batterísljós í höndum og Lúsí- an með rafljós á höfði. Þegar kom- ið er upp í eldri bekki grunnskól- ans eru börnin með lifandi ljós. í menntaskólum tíðkast það að halda Lúsiuvöku aðfaranótt 13. desem- ber. Um morguninn fara þau svo heim til kennara sinna og vekja þá með söng. Lúsíuhátíðin í Svíþjóð er um það bil 100 ára gamall siður. Það var í lok síðustu aldar að þetta fór að ryðja sér til rúms. Um 1930 eða 1940 tóku Stokkhólmsblöðin upp á því að velja Lúsíu Svíþjóðar og þá fór þetta að breiðast meira út. Vöruhús og fyrirtæki fá gjarnan Lúsíuböm til að koma á þessum degi til að syngja fyrir sitt starfs- fólk. Sjónvarpið gerir þessu líka skil og leggur mikið í þá útsend- ingu sem er bæði um morguninn og kvöldið. Þá er það gjaman gert að böm fara til nágrannanna og vekja þá með söng og kertaljósum. Mín böm, sem eru alin upp og sum fædd í Svíþjóð, vekja mig ailtaf á tíðleg stund. Þá er ein úr hópnum valin Lúsía og i sumum skólum er það alltaf sami árgangurinn sem sér um hátíðina. Leikskólarnir halda þennan dag líka hátíðlegan og þá er foreldrunum boðið að Valgerður Hallgrímsdóttir, kennari í Melaskóla, með nemendum sínum. Þetta er mjög áberandi dagur í Svíþjóö og Lúsíudagurinn er haldinn hátíölegur í hveijum einasta skóla. Jfc * þegar hljómtæki skipta máli DV-525 Fjórða kynslóð DVD spilari, Dolby digital (AC-3) DTS, MPEG audio, PAL/NTSC, VSX-409 helmabiómagnári með útvarpi 4X50 RMS PD107 Geislaspilari h BRÆÐURNIR Vasturtand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Kallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. VestfirAlR Geirseyrarbúðln, Patreksfirði. Pokahomið, Télknafiröi. Straumur, ísafiröi. Ftafverk, Bolungarvík. Norðuriand: Kf. Steingrimsflarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., a, Sportmyndir, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauöárkróki. Elektro co. ehf„ Dalvlk. Radionaust, Akureyri. Nýja Rlmuhúsið, Akureyri. öryggi, Húsavík. Urö, -lafiröinga, Vopnafiröi. Sveinn Guðmundsson, Egilsstðöum. Verslunin Vlk, Neskaupstað. Kf. Stöðfiröinga. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfíröi. KASK Diúpavogi kur, Vlk. Mosfeil, Heiiu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þodákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmarmaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reyfcjanos: Ljósbog Jólapakkaleikur rÞriðja spurning af sex. Hvað er augiýst á bls. 5 í Jólablaði Bræðranna Ormsson ? A) Nintendo 64 og Game Boy Color B) TEFAL og SHARP örbylgjuofnar C) AEG og Pioneer Svörin og svarseðiilinn er að tinna i Jólablaði heimilisins, útgefíð af Bræðrunum Ormsson sem dreift var með DV 9/12 og Morgunblaðiun 2/12 siðastlíðinn. Þegar þú hefur svarað öllum spuniingunum skaltu klippa út svarseðllínn, fylla hann út og senda hann eða koma með til okkar i Lágmúla 8 eða tll umboðsmanna um land allt. Skilafrestur rennur út á liádegi á aðfangadag jóla. tmmmmmm—mmmm Þrjátiu glæsilegir vinningar! 1. Pioneer hljómtækjasamstæða NS9 69.900 kr. 2. AEG þvottavél W 1030 59.900 kr. 3. Olymptis C-830 statram ' 'WSLjfÍÁ ~ myndavél 49.900 kr. 4. AEG oppþvottavél 6280 59.900 kr. 5. SHARP heimabíósamstæða 671 39.900 kr. 6. I n’l ll* • Pioneer DVD-spilari 525 39.900 kr. 7. Bosch hleðsluborvél 14.900 kr. 8. Nikon myndavél Zoom 400 , e/lu 18.400 kr. 9. AEG Vampyrino ryksuga 9.900 kr. 10.-14. Nintendo 64 leikjatólva 8.900 kr. t J -iS jf 15.-19. Game Boy Color leikjatölva 6.900 kr. 20.-30. Ninlendo Mini Classic leikir 990 kr. m Vertu með í jóiapakkaleiknum, heildarverðmæti vinninga er A um 500.000 kr. A - Katrín Björk Baldvinsdóttir starfsstúlka á Dvalarheimilinu Höföa. „Viö starfsfólkiö, sem er á vaktinni, höfum reynt aö boröa saman í rólegheitum og viö komum meö pakka sem viö tökum upp." Katrín Björk Baldvinsdóttir, starfsstúlka á Dvalarheimilinu Höfða: Erfitt að fara að heiman og vinna á aðfangadagskvöld DV, AkranesL■_____________________ Katrín Björk Baldvinsdóttir, starfsstúlka á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, er ein af þeim mörgu sem verða viö vinnu á aö- fangadagskvöld. Hún er að vinna frá 16-24. Áttatíu starfsmenn vinna á Höfða í 55 stöðugildum og heimil- isfastir vistmenn eru 78. Katrín seg- ir að þetta séu önnur jólin sem hún vinnur á aðfangadagskvöld, síðast gerði hún það fyrir sex árum. „Það er svolítið erfitt að fara heiman að frá sér klukkan fjögur á aðfangadag og vera að vinna til 12 en það er yndislegt að vera hér. Við erum fjögur í heimili og ég verð búin að undirbúa jólamatinn sem er svínahamborgarhryggur og við reynum að hafa þetta alveg eins og verið hefur þó ég sé ekki heima en ijölskyldEm tekur því vel þótt ég sé að vinna á aöfangadagskvöldið, það þýðir ekkert annað og ég tek upp jólapakkana þegar ég kem heim klukkan 12 á miðnætti," sagði Katrín Björk í samtali við DV. „Jólahaldið hér á Höfða fer þannig fram að það er borðað klukkan 17.30 og þá fara allir vist- menn í borðsal. Síðan höfum við starfsfólkið, sem er á vaktinni, reynt að borða saman í rólegheitum og við komum með pakka sem við tökum upp. Við reynum að hafa þetta eins jólalegt og hægt er. Ég reikna með því að það verði rólegt á vaktinni því margir vistmenn, sem geta komið því við, fara út í bæ að borða,“ sagði Katrín Björk Bald- vinsdóttir. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.