Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 jólaimdirbúningurínn i FCT desember 3Zv þennan hátt og hafa m.a. tekið þátt í Lúsíuhátíð í Norræna húsinu eft- ir að við fluttum heim aftur. Þetta er ákaflega fallegur siður,“ segir Valgerður Hallgrímsdóttir. Færði fátæklingum gjafir Til eru margar helgisagnir um ungu stúlkuna Lúsíu sem dó píslar- dauða i Sýrakúsu á Sikiley þann 13. desember árið 304, Þessi unga stúlka, sem var kristin, hafði verið gefin manni sem ekki var það en kristni var bönnuð í Rómaveldi á þessum tíma. Hún var góð og gjaf- mild við fátæklinga og færði þeim gjafir án vitneskju eiginmannsins. Þar kom að hann uppgötvaði gjaf- mildi hennar og líkaði hún ekki vel. Hann vildi losna við ungu kristnu konuna sína og fór því til rómverska ríkisstjórans þar sem hann sagði frá sviksemi hennar við ríkið. Hann sagði þeim að hún væri kristin. Dæmd fyrir gjafmildina Lúsía, sem var ákaflega falleg ung kona, var sótt til saka og var dæmd til að vinna á eins konar hóruhúsi. Þegar fara átti með hana á þennan hræðilega stað gerðist það að enginn gat hreyft við henni. Hún varð þung sem blý og það var ómögulegt að færa hana úr stað. Þar sem ekki virtist vera mögulegt að láta Lúsíu afplána dóminn breyttu menn bara refsingunni og ákváöu að brenna hana. Ekki dugði það heldur því eldurinn brenndi Lúsiu ekki svo dómnum var enn einu sinni breytt. Nú skyldi hún Lúsíuhátíð í Norræna húsinu: Restir kannast við ungar stúlkur meö kerti á höfðinu en færri þekkja söguna á bak við þann sið Lúsía, sem var ákaflega falleg ung kona, var sótt til saka og var dæmd til að vinna á eins konar hóruhúsi.t Þegarfara átti með hana á þennan hræðilega stað gerðist það að enginn gat hreyft við henni. Hún varð þung sem blý og það var ómögulegt aðfæra hana úr stað. hálshöggvin. Það var fyrst þá sem hægt var að framfylgja dómnum., . Lúsía var hálshöggvin og síðar tek- in i dýrlingatölu af kristnum mönnum. Með ljósastjaka á höfði Ein af helgisögnunum um Lúsíu segir frá því að hún fór um nætur með mat og drykk til hinna kristnu sem voru í felum vegna trúar sinn- ar. Til að Lúsía gæti notað báðar hendur til að bera allan matinn setti hún Ijósastjaka á höfuð sér svo hún sæi til í myrkri næturinn- ar. Nú er þessi ljósastjaki orðinn að tákni ljóssins og gleðinnar og á að minna á þær ofsóknir sem Lúsía varð fyrir vegna trúar sinnar. Margar ungar sænskar stúlkur , setja nú upp ljósakrans í morg-x unsárið þann 13. desember og færa fólki mat; ekki endilega fátækling- um lengur heldur þá frekar fjöl- skyldu sinni og vinum og minna þannig á goðsögnina um Lúsíu. -HKr. Heimild: Skárholmens församling Sveinar koma ofan ur Akrafjalli DV, Akranesi:_______________________ Jólasveinarnir eru smám saman að koma til byggða en það munu líða nokkrir dagar þar til allir verða komnir. Þeir Stekkjarstaur og Hurðaskellir komu á laugardaginn ofan úr Akrafjalli þar sem þeir búa og á móti þeim tóku börn starfs- manna á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Stiginn var hringdans og mikið sungið og i lokin fengu öll bömin mandarínur sem þeir sveink- ar voru búnir að birgja sig upp með áður en þeir komu til byggða. Jóla- sveinamir sögðu við DV að þeir væru fegnir að koma til byggða því að það væri orðið ansi kalt uppi í Akrafjalli og gott væri að koma til byggða til að geta gefið bömunum í skóinn og fengið gott að borða. -DVÓ Fagnaðarfundir: Stekkjarstaur, Hurðaskellir og þær Guðrún Drifa, Guðlaug Marín og Anna Maren sem voru ekkert hræddar við jólasveininn. Hvert ert þú að fara? Skrán.dag.: 06.1998 Ekinn: 24.000 km Vélarstærð: 4500 cc ssk. Litur: dökkgrænn Búnaður: leðurinnrétting, sóllúga, skyggðar rúður, tölvustýrð fjöðrun, auka dekkjagangur ofl. Einn með öllu. Verð. 5.600.000,- ^ouun^ UMFERÐAR RÁÐ www.umferd.i beltið spennt ...kemstu alla leið! <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.