Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Beittu fyrir sig ráðherra og alþingismanni: Fengu 70% afslátt af Hóli - mín afskipti ekkert leyndarmál, segir Jón Kristjánsson Kaupendur eyðijaröarinnar Hóls fengu 70% afslátt á uppsettu kaup- veröi eftir að Guðmundur Bjarna- son, þáverandi landbúnaðarráð- herra, og Jón Kristjánsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins á Aust- urlandi, höfðu blandað sér í málið. Jón Höskuldsson, þáverandi yfir- maður Jarðadeildar landbúnaðar- ráðuneytisins, hafði gert um það til- lögu í minnisblaði til ráðherra í jan- úar 1997 að sóluverð Hóls skyldi vera 4,4 milljónir króna. Guðmund- ur bar tillöguna undir fiokksbróður sinn Jón Kristjánsson sem taldi að tilboð um slíka upphæð væri „ekki líklegt til að leiða til niðurstöðu" eins og Guðmundur hefur eftir Jón Kristjánssyni í athugasemd sem hann færir inn á minnisblaðiö. Hjónin Sólveig Bergsteinsdóttir og Þórhallur Þorsteinsson á Egils- stöðum, sem haft höfðu Hól á leigu frá árinu 1984, fóru fram á það form- lega á árinu 1995 að fá jörðina keypta. Jón Höskuldsson segist í áð- urnefndu minnisblaði hafa sett fram þá hugmynd við Jón Kristjáns- son að salan færi fram án þess að ráðuneytið ábyrgðist landamerki en deilur stóðu um þau við nágranna á Valþjófsstað. Á Hóli er rúmlega 150 fermetra steinsteypt en illa viðhaldið íbúðar- Jón Kristjánsson: „Ég er hræddur um að ráöuneytið hefði getað verið óheppnara með viðskiptavini." hús auk hlöðu en ræktað land er 10 hektarar. Auk þess sem áðurnefnd- ar landamerkjadeilur töfðu af- greiðslu málsins gekk seint að ná samkomulagi um söluverðið og bar mikið í milli. Sólveig og Þórhallur vildu aðeins greiða 400 þúsunti krónur fyrir Hól enda hefðu þau í gegnum tlðina lagt út a.m.k. rúm- lega 1.800 þúsund krónur í leigu, rafmagnskostnað og fasteignagjöld án þess að geta nýtt sér jörðina eins og þau fullyrða í bréfi til ráðuneyt- isins i janúar 1998. í nóvember 1998 lækkaði Jón Höskuldsson verðið í 3,2 milljónir króna en „að beiðni Jóns Kristjáns- sonar alþingismanns", eins og segir í bréfi til ráðuneytisins, ítrekuðu Sólveig og Þórhallur þá fyrra tilboð sitt upp á 400 þúsund krónur. Mál- inu lauk síðan í maí sl. með að Guð- mundur Bjarnson tók af skarið og seldi hjónunum Hól fyrir 1.364 þús- und krónur en þá höfðu 332 þúsund krónur sem þau höfðu greitt í leigu komið til frádráttar kaupverðinu sem sagt var vera 1.696 þúsund krónur en það var fasteignamat jarðarinnar. Þrátt fyrir að ráðuneytið hafi talið Hól vera 4,4 milhón króna viröi fyir tæpum premur árum síð- an var aldrei gerð minnsta tilraun af hálfu þess til að afla tilboða i jörð- ina frá öðrum en Sólveigu og Þór- halli. Heppni með viðskiptavini „Ég þekki þetta fólk vel og var mörgum sinnum beðinn að hafa samband við ráðuneytið og spyrja hvað þessu máli liði. Ég gerði það og spurði ráðuneytið hvort ekki væri hægt að afgreiða málið, af eða á. Konan var búin að bera sig upp við mig út af þessu og kvarta yfir því að þeir væru með hana í allt of háu verði en ég sagði að þau yrðu bara að semja um verðið. Þetta er ekkert leyndarmál og mín afskipti af málinu voru þessi," segir Jón Kristjánsson. Eins og fram hefur komið í DV hafa Sólveig og Þórhallur afsalað sér vatnsréttindum sem fylgdu Hóli við kaupin og vísast eru mjög verð- mæt ef af Fljótsdalsvirkjun verður. Jón segir að sá gerningur að selja Hól án þess að undanskilja vatns- réttindin í sölunni hafi verið „óæskilegur". Hann telur að ekki hefðu allir valið að fara þá leið sem Sólveig og Þórhallur völdu í mál- inu, að afsala sér réttindunum. „Ég er hræddur um að ráðuneytið hefði getað verið óheppnara með við- skiptavini því auðvitað þurftu þau ekkert að gera þetta því þau áttu allan rétt sín megin. En ég held að þau hafi ekki viljað láta núa sér upp úr þvl að þau hafi verið að spá í að ná í varnsréttindi upp á tugi milljóna fyrir tiltölulega lágt verð. Þau voru einfaldlega aldrei að hugsa um vatnsréttindin heldur tengsl sín við jörðina," segir Jón Krisrjánsson. -GAR Anna Mjöll komin heim í jólafrí: Fundum ekki Metropolitan - í fyrstu. Frábær hljómburður Anna Mjöll Ólafsdóttir kom heim til fslands í jólafrí í morgun frá New York þar sem hún söng á tónleikum með stórsöngvaranum Julio Iglesias á sunnudagskvöldið. „Ég hef aldrei heyrt annan eins hljómburð og í Metropolitan óperunni," sagði Anna Mjöll um tónleikana. „Ég er vön að nota alltaf eyrnamíkrófón, en þarna þurfti ég þess ekki. Hljóðið var svo skýrt að ég gat tekið tækið úr eyranu. Ég heyrði allt rétt." Tónleikarnir í Metropolitan hófust með smávegis vandræðum. „Ég held að við í hljómsveitinni höfum lent á eina bílstjóranum í allri New York sem ekki veit hvar Metropolitan óper- an er. Við vorum búin að keyra góða stund um hverfið þegar bílstjórinn loksins fann sjálft óperuhúsið. Þá tók ekki betra við því við ætluðum aldrei að finna baksviðsinnganginn. Þegar við vorum búin að keyra í kringum húsið góða stund, ákvað ég að fara út úr bílnum. Þá loksins tókst okkur að komast inn, þar sem við fundum Julio standandi einan á sviðinu að velta því fyrir sér hvar bandið eiginlega væri." Anna MjöU bætir því við að Metropolitan óperuhúsið sé alveg sér- stakt. „Það fyrsta sem maður sér þeg- ar inn er komið er ljósmynd af Mariu Callas. Það hafa auðvitað margir frægir listamenn staðið þarna á svið- inu og því fylgir húsinu sérstakur andi." Anna Mjöll ætlar að vera á íslandi fram á þriðja í jólum. Þá flýgur hún aftur út til Bandaríkjanna þar sem kærastinn hennar á að spila á tónleik- um með hljómsveit Barböru Streisand í Las Vegas um áramótin. -MEÓ Listi G3SI yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Ólafur Jóhann Ólafsson - Slóð f iðrildanna 2. Johanna Rowling - Harry Potter og viskusteinninn 3. Andri Snær Magnason - Sagan af biáa hnettinum 4. Páll Valsson - Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar 5. Jacobsson & Olsson - Vandamál Berts 6. Guðjón Friðriksson - Ævisaga Einars Bendiktssonar II 7. Óttar Sveinsson - Útkall í Atlantshafi á jólanótt 8. Anna Váldimarsdóttir - Leggðu rækt við sjálfan þig 9. Höskuldur Skarphéðinsson - Sviptingar á sjávarsló^- 10. Ýmsir höfundar - Jólakadar Anna Mjöll Ólafsdóttir og Julio Iglesias eftir vel heppnaða tónleika Metropolitan óperunni á sunnudagskvöld. Slóð f iðrildanna tekur forystu Bók Ólafs Jóhanns, Slóð fiðrild- anna, hefur tekið forystu á lista DV yfir vinsælustu bækur siðustu viku. Harry Potter og viskusteinninn er fast á hæla henni. Bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettlnum, kemur ný inn á listann en bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna í síðustu viku. Ævisaga Jónas- ar Hallgrímssonar, sem rituð er af Páli Valssyni, er í fjórða sæti og fer því upp um eitt sæti frá því á síð- asta lista. Þar á eftir, eða í sjötta sæti, er Vandamál Berts eftir sænsku höfundana, þá Jacobsson og Olsson. Þá kemur önnur útgáfa af Ævisögu Einars Benediktssonar en hún hefur fallið úr öðru sæti niður í það sjötta. Óttar Sveinsson, með bókina sína Útkall í Atlantshafi á jólanótt, heldur stöðu sinni í sjö- unda sæti aðra vikuna í röð. Bókin eftir Önnu Valdimarsdóttur, Leggðu rækt viö sjálfan þig, kemur ný inn á listann og er i áttunda sæti. Svipt- ingar á sjávarslóð eftir Höskuld Skarphéðinsson er í niunda sæti og að lokum eru Jólakarlar í tíunda sætinu enda jólin brátt að koma. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans eru: Mál og menning (2 verslanir), Penninn - Eymundssoon (2 verslanir), Hagkaup (5 verslanir), Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókval á Akureyri, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum og KÁ á Sel- fossi. -hól Sæunn í rannsókn Lögreglurannsókn að beiðni ríkistollstjóra er hafin á því hvort fyrirtæk- ið Sæunn Axels í Ólafsfirði, sem tekið var til gjaldþrota- skipta í síðustu viku, hafi brotið tollalög með fölsuðum uppruna- vottorðum á fiski. Nýr seölabankastjóri Staða seðlabankasrjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 27. desember. Viðskiptaráðherra mun skipa í stöðuna frá og með 1. janúar næstkomandi en frá og með áramótum mun Seðlabank- inn heyra undir forsætisráðherra. Ók á staur Kona er alvarlega slösuð eftir að hafa ekið á ljósastaur á Vest- urlandsvegi á móts við Grafar- holt um þrjúleytið i nótt. Konan var ein í bílnum og þurfti að klippa flakið utan af konunni til að ná henni út. Vísir.is greindi frá. Hvað f annst Davíð? „Ég man þetta ekki eins og hann setur þetta fram," segir einn nefndarmanna í dómnefnd um Ráðhús Reykjavíkur í samtali við Dag, um þá uppljóstran Davíðs Oddssonar, fyrrum borgarsrjóra, að hann hafi innan dómnefndar- innar greitt atkvæði gegn þeirri byggingu sem á endanum var val- in. Dagur greindi frá. Deilt um úrskurð Samtökin umhverfisvinir fagna úrskurði skipulagsstjóra sem þau segja árétta nauðsyn þess að fram fari lög- formlegt um- hverfismat á Fljótsdalsvirkj- un. Friðrik Sophusson, for- stjóri Lands- virkjunar, segir mat skipulags- stjóra á að þörf sé á frekara um- hverfismati vegna álvers á Reyð- arfirði engin áhrif hafa á undir- búning Fljótsdalsvirkjunar. Tekinn með hass 29 ára gamall íslenskur karl- maður var stöðvaður af tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld en hann var að koma frá Kaupmannahöfh með Flugleiðavél. Mbl. sagði frá. Dæmt fyrir mistök Islenska ríkið og íbúðalána- sjóður hafa verið dæmd til að borga konu 3,2 miUjonir ásamt dráttarvöxtum frá 30. nóvember í fyrra til greiðsludags auk máls- kostnaðar vegna mistaka sem leiddu til þess að íbúð hennar i Reykjavík var seld á nauðungar- uppboði. Mbl. greindi frá. Boðinút Á bæjarráðsfundi á Akureyri í liðinni viku var samþykkt að fela bæjarsrjóra að hefja nú þegar undirbúning að útboði á banka- viðskiptum Akureyrarbæjar og fyrirtækja bæjarins. Fieiri fleirburar Fleirburafæðingum hefur fjölg- að síðastliðinn áratug hér á landi eins og annars staðar á Vestur- löndum. Árni hættir Árni Gunnarsson hefur sagt af sér sem formaður Sambands ungra framsóknarmanna og varaformaður- inn, Einar Skúlason, tekið við. Árni er að taka við nýju starfi hjá eign- arhaldsfélagi í sjávarútvegi á Sauðárkróki. Hann er áfram varaþingmaður fyrir Pál Pétursson. -hlh/hól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.