Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJTJDAGUR 14. DESEMBER 1999 Skríðskór smáskór í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919 Gefum okkur öllum betri framtíð ilf f Ert þú aflögufær? HJÁlMRSURf Útlönd_________________________________________ Forseti Þýskalands sakaöur um mútuþægni: í flugferðir á kostnað banka Forseti Þýskalands, Johannes Rau, og nokkrir háttsettir þýskir jafnaðarmenn era sakaðir um að hafa þegið flugferðir frá þýska bankanum Landesbank. Málið byrjaði með ásökunum um að fjármálaráðherrann í Nordrhein- Westfalen, Heinz Schleusser, hefði látið Landesbank greiða fyrir einkaferðir með litlu flugfélagi til Adríahafsstrandar Króatíu. Tímaritin Der Spiegel og Focus halda því fram í þessari viku að þáverandi forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen og núverandi forseti Þýskalands, Johannes Rau, tengdist málinu. Hann á að hafa flogið á kostnað bankans, bæði í einkaerindum og í erindum vegna flokksins. Jafnaðarmenn hyggjast nú láta þingnefnd rannsaka málið. Mál jafnaðarmanna þykir ekki jafn stórtækt og hneykslið sem skekur Johannes Rau. Flugmaður flugfé- lagsins sem Rau flaug með er sagð- ur hafa notað ferðirnar til að smygla kókaíni til Þýskalands. flokk kristilegra demókrata en það þykir ekki bæta stöðu þýskra stjórnmála. Og í Nordrhein- Westfalen olli það miklum úlfaþyt um helgina þegar Kölnarblaðið Sonntagsexpress fullyrti að flugmaður litla flugfélagsins hefði notað flug, sem bókuð voru sem stjórnmálaferðir, til þess að smygla kókaíni til Þýskalands. ÍBerlín í gær vísuðu kristilegir demókratar því enn á bug að flokkur þeirra hefði tekið við mútum í tengslum við söluna á fyrrverandi austur-þýsku olíu- vinnslustöðinni Leuna til Elf- Aquitaine í Frakklandi. Um helgina hélt kaupsýslumaður frá Korsíku því fram i sjónvarpsþætti að hann hefði greitt þýskum flokkum háar fjárhæðir til að greiða fyrir sölunni. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, kveðst ekkert vita um þetta fé. Stórar stærðir: Ullarfrakkar Rykfrakkar Regnfrakkar m Ullarkápur =5 S^áftusalan Snorrabraut 38, s. 562 4362. I^malkar virklr^ffinTO!™ ' viskíbörnin? \T,oK\V,ÖUN'^ 1v ’ - rjffisz Fæst í öllum betri UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp við lögreglustöðina í Borgar- nesi ménudaginn 20. desember 1999 kl. 15 hafi þær ekki áður verið afturkailaðar. IS-302 MA- Tl-899 673 HB-712 GL-367 GX-457 GR-940 EK-085 IG-745 YE-972 Dráttarvél- Hengivagn GA-929 arnar AO-341 JN-381 PU-209 ZH-058 Einnig verður boðið upp mikið magn af notuðum skrifstofuhúsgögnum. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI. Vel fór á með þeim George W. Bush, ríkisstjóra íTexas, og John McCain, öld- ungadeildarþingmanni frá Arizona, eftir kappræður forsetaframbjóðenda repúblikana. McCain hefur sótt fast að Bush síðustu vikurnar. Morðingjarnir í Columbine: Ætluðu að drepa 250 í framhaldsskólanum Unglingarnir sem myrtu tólf skólafélaga sína, einn kennara og sviptu sig loks lífl í Columbine framhaldsskólanum í Kólóradó í vor létu eftir sig myndbandsupptök- ur þar sem þeir lýstu fyrirætlunum sínum um aö drepa alla þá sem höfðu gert á hlut þeirra. „Ég vona að viö drepum ykkur öll 250. Ef þið gætuð séð reiðina sem ég hef byrgt inni í mér öll þessi ár,“ sagði annar piltanna, Dylan Kle- bold, framan í myndavéliha. Þrjú myndbönd sem Klebold og félagi hans Eric Harris tóku upp fundust á heimili þess síðarnefnda skömmu eftir blóðbaðið. í einni upptökunni sést hvar Harris fær sér sopa af Jack Daniels viskii og fer mjúkum höndum um afsagaða haglabyssu sem hann kallar Arlene. „Mér þykir þetta virkilega leitt en stríð er stríð,“ sagði Harris. Á þessari mynd úr öryggismynda- vél má sjá Dylan Klebold með hríð- skotabyssu í kaffiteríu framhalds- skólans þar sem hann og félagar hans drápu þrettán manns. Stuttar fréttir i>v Olíuskip sekkur Olíuflutningaskipið Erika sem brotnaði í sundur á Biskajaflóa um helgina sökk í gær. Talið er að níu til tíu þúsund tonn af olíu hafl farið í sjóinn. Stórir olíuílák- ar eru famir að myndast undan Frakklandsstr öndum. Kjúklingasúpa Clintons Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði gamlar kerlingarbækur í heiðri í gær þegar hann fékk sér kjúk- lingasúpu til að reyna að vinna bug á kvefinu sem hrjáir hann. Forsetinn tók sér frí frá vinnu, aldrei þessu vant, svaf vel og lengi og hvíldi sig. Clinton þurfti meðal annars að aflýsa fjáröflunarferð til Houston. Iwo Jima var þaö, heillin Landið sem bandarísku fræði- mennimir Robert Norris og Willi- am Arkin töldu að væri ísland á lista yfir lönd þar sem Banda- ríkjamenn geymdu kjarnorku- vopn reyndist vera japanska eyj- an Iwo Jima. Eyjarnar hafa sama upphafsstaf og af því stafaöi rugl- ingurinn, þar sem búið var að strika yfir nafnið á lista sem Norris og Arkin fengu frá banda- riskum yfirvöldum. Heller látinn Bandaríski rithöfundurinn Jos- eph Heller, sem varð frægur fyrir bókina Catch 22, lést úr hjartaslagi á heimili sínu á sunnudagskvöld. Hann var 76 ára. Kosningabarátta hafin Baráttan fyrir væntanlegar þingkosningar í Króatíu hófst formlega í morgun, daginn eftir að Franjo Tudjman forseti var borinn til grafar. Jospin hittir þingmenn Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hitti þingmenn Kor- síku, þar á meðal tvo fulltrúa að- skilnaðarsinna, í gær til að reyna að binda enda á ofbeldisverk að- skilnarsinna sem hafa staðið í tutt- ugu ár. Jospin hvatti þingmenn til að skilgreina vanda eyjarinnar og mynda vinnuhópa. Hertóku flotastöð 23 sjóliðar biðu bana og margir særðust er Farc-skæruliðahreyf- ingin í Kólumbíu hertók Qotastöð. Tugir skæruliða féllu í bardagan- um um stöðina. Deyja úr niöurgangi Um 85 þúsund afgönsk börn deyja á hverju ári úr niðurgangi. Gífurlegur skortur er á matvæl- mn, lyfjum og fatnaði í Afganist- an, að því er kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra rekinn Forseti Rúmeníu, Emil Con- staninescu, rak í gær forsætisráð- herra landsins, Radu Vasile. Talsmaður for- setans sagði hann hafa metið ástandið sem svo að Vasile heföi ekki leng- ur getað sinnt skyldum sínum eftir afsögn meiri- hluta ráðherra í hans eigin flokki. Ráðherrar annarra flokka kváðust einnig reiðubúnir að segja af sér. Vasile sat þó sem fastast. Lögga í 30 ára fangelsi Lögreglumaður í New York var í gær dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa beitt innflytjanda frá Haiti kynferðislegu ofbeldi með kústskafti. Fjórir samstarfsmenn lögreglumannsins vitnuðu gegn honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.