Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Utlönd Formaður ÖSE á leið til átakasvæðanna í Tsjetsjeníu: Hvetur til vopnahlés Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og formaður Öryggis- og samvinnustófnunar Evrópu (ÖSE) hvatti rússneska herinn og uppreisnarmenn múslíma í Tsjetsjeniu til að gera hlé á átökun- um við höfuðborgina Grozní. „Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að boða algjört vopnahlé við Grozní svo óbreyttir borgarar geti komið sér burt," sagði Vollebæk um borð í fiugvél frá Ósló til Baku, höfuð- borgar Azerbajdzhan, í gær. Vollebæk er í tveggja daga heim- sókn til Norður-Kákasushéraða og mun meðal annars leggja leið sina til Tsjetsjeníu, Ingúsjetiu og Dagestans. Vollebæk sagði að flóttaleiðir sem Rússar hefðu haldið opnum væru ekki nóg þar sem margir vissu ekki af þeim og aðrir væru ófærir um að komast burt af sjálfsdáðum. Talið er að milli 25 þúsund og 40 þúsund manns séu enn í Grozní. Uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu bú- ast við frekari árásum rússneskra hersveita á úthverfi Grozní í dag. Þá hafa íbúar i þorpum í sunnan- verðri Tsjetsjeníu búið sig undir frekari átök. Rússar gerðu harðar sprengjuárásir á gljúfur við Argún- ána. Leiðin til höfuðvígis uppreisn- armanna í fjalllendinu í sunnan- verðu landinu, liggur um gljúfrið. Movladí Údúgov, talsmaður upp- reisnarmannanna, sagði að Rússar hefðu gert árás á úthverfin í austur- hluta Grozní í gærmorgun og að bardagarnir hefðu staðið allan dag- inn á þremur stöðum, þar á meðal við Khankalaherflugvöllinn í ná- grenni borgarinnar. Flóttakona frá Tsjetsjeníu heldur á vel dúöuðu barni sínu á leið í gegnum Kavkazvarðstöðina f Ingúsjetíu, nágranna- ríki Tsjetsjeníu. Tugir þúsunda manna hafast enn við í höfuðborginni Grozní. Rússar halda flóttaleiðum opnum fyr- ir fólkið sem margt er þó of gamalt og lasburða til að komast burt. Allt á huldu um þungun prinsessunnar Japanir velta því enn fyrir sér hvort Masako prinsessa beri erf- ingja undir brjósti. Frá því að jap- anskt dagblað greindi frá því síð- astliðinn föstudag að prinsessan ætti von á barni hefur varla verið rætt um annað í Japan. En tals- maður japónsku hirðarinnar sagði í gær að ómskoðun og aðrar skoðanir hefðu ekki staðfest að Masako, sem er orðin 36 ára og hefur verið gift Naruhito prinsi í sex ár, væri barnshafandi. Hins vegar væri ekki útilokað að barn væri á leiðinni. Lögregla slóst við slökkviðlið Yfir 50 lögreglumenn særðust í átökum í gær við slökkviliðs- menn sem efnt höfðu til mótmæla við Eiffelturninn í París. Lögregl- an skaut táragasi og beitti vatns- þrýstibyssum til þess að dreifa hundruðum reiðra slökkviliðs- manna sem mótmælru nýjum kjarasamningum. Nokkrir mót- mælendanna fleygðu reyksprengj- um að lögreglunni. C#*^í *''"*' Reynir Tmmtmon ÍSLENSKA BÖKAÚTGÁFAN Dalvegi 16b, sími 554 7700 (úr bókardómi OV) Einstök bók um viðburðaríka ævi Sveins Þormóðssonar blaðaljósmyndara. „Lifandi ogfjörug bókþar sem sprelllifandi karakterar sprettafram á nœstum hverri síðu" (Össur Skarphéðinsson - DV). ,yÆvisaga Sveins er í raun heimild um Reykjavík og hvernig hún byggðist uppfráþriðja áratugnum." „Lýsingar á samferðamönnum eru margar hverjar bráðskemmtilegar." „Á hœlum löggunnar"er skemmtileg lesning sem óhœtt er að mœla meðfyrir alla aldurhópa. Sveinn Þormóðsson er og verður engum líkur." (Björn Jóhann Björnsson - Degi). Á hælum löggunnar"er líflega skrifuð bók (Erlendur Jónsson - Mbl.).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.