Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Spurningin Viltu leyfa óhindraðan innflutning á land- búnaðarvörum? Edda Sigurjónsdóttlr Ijósmynd- ari: Nei, íslenskar vörur eru betri. Kristján Guðlaugsson skrifstofu- maður: Allt að því, já. Þórunn Teitsdóttir: Já, að mestu leyti. Ásgerður Tryggvadóttir hjúkrun- arfræðingur: Nei, ég vil styrkja ís- lenskt. Árni Björgvinsson kennari: Nei, íslenskur landbúnaður er nógu illa staddur. Jón Björgvínsson þjónustufull- trúi: Nei, íslenskur landbúnaður er nógu illa staddur. Lesendur Styrkir á styrki ofan, líka í evrum: Menningarborgin Reykjavík Halldór Ólafsson skrifar: Ég hlustaði á Rás 2, dægurmálaút- varpið, fyrir stuttu, eins og ég geri oft ef ég er kominn heim úr vinnunni á þeim tíma. Þarna var m.a. verið að ræða um menningarborgina Reykja- vík. „Hjá okkur er sest kona..." sagði þáttastjórnandinn. Það stóð aðeins á nafhinu en viðmælandi sagði svo sín. Og konan er framkvæmdastjóri verk- efnisins um Menningarborgina Reykjavík á næsta ári. Mér blöskraði upptalningin á styrkjunum sem búið er að sækja um fyrir borgina okkar. Og það er nánast búið að veita okkur einhvers konar Evrópustyrk sem er drjúg búbót. Mér sýnist í það heila tekið allt ganga út á að fá styrki á styrki ofan, hvaðan sem þeir fást. Er þetta eitthvert takmark Reykjavíkur- búa? Og síðan á að bjóða 100 manns til kvöldverðar i Perlunni á gamlárs- kvöld á meðan aðrir 200 eiga að kaupa 22.000 króna matseðil! Hvern- ig ætli þeim líði undir borðhaldinu á meðan þeir vita af 100 boðsgestum borða á kostnað borgarbúa? En aftur að menningarborginni Reykjavík. Það verður mikið um uppákomur, meira að segja alvöru uppákomur. Framkvæmdastjórinn minntist á eina sem nefnist „Óvænt- ur bólfélagi". Hvar á hitta þennan bólfélaga í Reykjavík? Og svo er það „Smekkleysa", hljómsveitin sem á að sjá um tónlistarhliðina, að mér heyrðist á viðtalinu Jú, eitt enn; það Úr miðborg Reykjavíkur. Óvæntur bólfélagi eða Smekkleysa og fiskur á diski? En umfram allt hreina og ruslfría menningarborg, segir bréfritari m.a. verður samkeppni um matreiðslu milli menningarborga Evrópu á ár- inu. Matreiðslu á fiskréttum. Þar ættum við nú að geta skotið öðrum borgum ref fyrir rass ef allt væri með felldu. Ég fæ hins vegar ekki ætan fiskrétt á veitingahúsi hér. En erlendis morar allt í finum fiskrétta- stöðum og með miklu meira fiskúr- vali en hér á landi. Nú, en guð láti gott á vita. í menn- ingunni er allt mögulegt. Líka góður fiskur á diski. Ég hlakka til þegar Reykjavík verður menningarborg. Þá ætti að fækka fiöskum, pappamál- um og bréfasnifsum á götunum, tyggjóblettunum á gangstéttum í Kvosinni og hlandbleytan á hús- veggjunum í Austurstræti ætti að hverfa. Ég meina áður en borgin fær menningarborg Evrópu. Auðvitað ætti að nota styrkina til að hreinsa Reykjavík. Hún er ein sóðalegasta höfuðborgin í Evrópu. Hrossamiðstóð - gæluverk- efni landbúnaðarráðherra Hafliði Helgason skrifar: Nýlega var samþykkt af fram- sóknarmönnum, með landbúnaðar- ráðherra i fararbroddi, að serja rúmar 250 milljónir króna til hrossaræktar - en ekki mannrækt- ar - eins og þeir auglýstu þó fyrir síðustu kosningar í glansbækling- um sínum. Þar nefndu þeir ekki þessa upp- hæð til hrossaræktar heldur gegn sölumönnum dauðans. Eitthvað hef- ur ruglað þá eins og fyrri daginn. Formaður flokksins er gleyminn maður. En það væri ekki óeðlilegt að stefna flokksins hér í höfuðborginni væri að hlynna að þjáðum þar sem fólk ráfar illa farið um götur og torg, hefur hvergi húsaskjól og er illa farið í neyslu og öðrum vanda- málum. En er þessu fólki hjálpað?. Nei, aldeilis ekki. Það er hrossamið- stöð fyrir norðan sem er gæluverk- efnið hjá landbúnaðarráðherra sem er sjálfur mikill hestamaður. Þeir félagar, Halldór og Finnur, urðu fyrir miklum vonbrigðum er talið var upp úr kjörkössunum. En tæpast verða þeir verðlaunaðir af kjósendum fyrir afrekin. Það hefði verið litið upp til þeirra hefðu þeir sett 250 milljónirnar til líknarfélaga, t.d. Byrgisins í Hafnarfirði sem er að gera góða hluti og hjálpa illa stöddum á fæturna. - En framsókn- armenn vildu ekki bíða með hrossa- stöðina, hún hafði forgang umfram mannræktina. Fjármál og framfarir - hugmyndir og hagræðing Jón Pétur Kristjánsson skrifar: Ég hef lengi haft þá skoðun að framfarir í ferðamannaþjónustu gætu verið verulegar á ýmsum svið- um. Ég nefni t.d. Geysi, sem að sjálf- sögðu ætti að láta gjósa með öllum tiltækum ráðum, enda er þar um ákveðna samkeppni að ræða, bæði frá Nýja-Sjálandi og Bandaríkjun- um. - Víkingaskip í öllum lands- fjórðungum mætti og gera út á sumrin og yrðu aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ákveðin krónutala, seg- um 100 kr. á farþega, ætti að fara í sjóð sveitarfélaga til að kosta eftirlit og hreinsun á umhverfi landsins. Leigja ætti út veiðiheimildir til Jap- ana sem veiddu hér úr ákveðnum hvalastofni til að standa straum af rannsóknum á þessu sviði. Og ég tel (USSlGW^i Wónusta allan sólarhringinn Lescndur geta sent mynd af sér með bréfum sfnum sem blrt vérða á lesendasfðu Bréfritari viil koma á fót alþjóðlegri ráðgjafarstofu undir verndarvæng forseta íslands, stofnun sem vinnur að því út á við að bjóða lausnir í sjávarút- vegi, iðnaði og landbúnaði. Stofnunin gæti aukið hróður íslands út á við og skapað atvinnu og aukin útflutningstækifæri. að verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir ættu að huga að fjárfestingu í sum- arhúsum, t.d. á Las Palmas, til að halda eyðslu íslendinga að hluta til, a.m.k. innan islenska hagkerfisins. Þá tel ég að banna ætti að togara- floti landsmanna henti beini í sjó enda eru tiltækar vélar sem auka mjög á hagræðingu við nýtingu aflans. Þetta ættum við íslending- ar að nýta okkur, þótt ekki væri nema til að sýna lit gagn- vart því umhverfi sem við búum við. Þetta ætti auk þess að borga sig. Alþjóð- leg ráðgjafarstofa, stofnun sem vinnur að því út á við að bjóða lausnir í sjáv- arútvegi sem og í landbúnaði, ætti að vera í okkar verka- hring. Hún mætti einnig taka til iðnað- ar og hugbúnaðar- þekkingar. Þessi stofnun gæti aukið hróður íslands út á við en þyrfti auðvitað að vera ópólitísk og undir verndarvæng forseta íslands. Slik stofnun myndi skapa atvinnu og aukin útfiutningstækifæri og létta um leið undir með þeim sem eru að brölta á eigin vegum. Að gefa sjálfum sér leyfi örn Sigurðsson skrifar: Ég er einn af mörgum sem telja að fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun eigi að fara í lögformlegt um- hverfismat. Ég hef eitthvað fylgst með skoðanaskiptum alþingis- manna og annarra um þetta mál. Það sem mér finnst skrýtnast af því sem ég hef heyrt og lesið er að það skjal sem alþingismenn fá í hendur til að meta áhrif virkjun- arinnar á umhverfið er unnið af Landsvirkjun. Talað er um að skýrsla Landsvirkjunar sé vel eða illa unnin. Það skiptir kannski ekki öllu máli. En það að Lands- virkjun fái eitt og sér tækifæri á að meta umhverfisáhrifin á form- legan hátt finnst mér í hæsta máta óeðlilegt Mér finnst órétt- látt að Landsvirkjun fái nærri óskoraö vald til að gefa sjálfu sér leyfi til virkjanaframkvæmda á Eyjabökkum. Sjónvarpiö misbýður okkur Kristrún skrifar: Ég kemst ekki hjá því að senda þennan pistil um Sjónvarpið, þ.e. rikisapparatið sem misbýður okk- ur ferlega kvöld eftir kvöld. Ég byrja á að gagnrýna sýningu með þessum Tvíhöfða-þáttum. í síð- ustu viku var okkur enn skenkrur þátturinn með kúknum í sund- lauginni. Framúrskarandi ógeð og fráhrindandi, eins og drengirn- ir sem þarna um ræðir (ófrýnileg- ir og lítið spennandi). Það vill svo vel til að maður getur lokað á Sjónvarpið og sett á Omega eða Skjá einn. Sjónvarpið er bara svo frekur miðill með þessa nauðung- aráskrift að ráðamönnum er ekki sætt lengur nema þeir afnemi áskrift þessa hið snarasta. Til hamingju, Iðnó! Sigríður Ólafsdóttir skrifar: Ég fór á árum áður oft í Iðnó og fylgdist með leikritum sem voru sýnd. Iðnaöarmannahúsið gerði al- gjöra byltingu í fásinninu í Reykja- vík. Þar hófu stórhuga leikarar að sýna hin ýmsu leikrit. Ég er að vísu hætt að geta setið heila leik- sýningu en fer í boði dóttur og barnabarna endrum og eins í Kaffi í Iðnó. - Um daginn fórum við og því sendi ég þessar línur til að vekja athygli á algjöru listaverki sem þar er á 2. hæð. Þar er Iönó sjálft í hvítum búningi í jólaút- færslu með öllum gömlu og ungu leikurunum okkar. Mikið lista- verk. Ég óska Iðnó til hamingju með minnisvarðann um leikara okkar fyrr á árum sem og nú. Þingmenn með allt á þurru Alfreð skrifar: Mér fannst það koma berlega í ljós þegar gjaldþrot Sæunnar Ax- els bar upp á í síðustu viku að þingmenn kjördæmis þessa vol- aða sjávarpláss, Ólafsfjarðar, eru ekki mikið bangnir við þær frétt- ir. Ekki einn einasti þingmaður sýndi þessu áhuga og enginn þingmaður kjördæmisins. En a.m.k. einn þingmaður stendur í því að fá felldar niður skuldir af fyrirtæki sem honum tengist. Er þetta eitthvað eðlilegt? Þingmenn hafa allt sitt á þurru og þurfa ekki að væta fætur sína þótt þeir séu sífellt á sokkaleistunum um allt kerfið að snapa eitthvað fyrir sig og sína. Aöallega fyrir sig sjálfa. Ég segi: Svei attan við þingmenn- ina, þeir eru orðnir plága á okkur skattborgurunum að flestu ef ekki öllu leyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.