Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 11
■ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 íenmng u Frá Kýrholti Bréf sem skrifuð eru öðr- um þræði fyrir íjöldann eru sérstætt bókmenntaform og sjaldgæft á íslandi - þó að all- ir kannist vitaskuld við Bréf til Láru. Bréf til Brands eftir Harald Bessason eru eins konar sagnaþættir. í þeim eru sögur Haralds fléttaðar saman i frjálsu formi bréfsins þar sem allt er leyft, atvik í sögu getur kallað á hugleið- ingar tun skylt efni og stund- um verða hús eða menn til að tengja saman tvær eða fleiri sögur. Haraldur Bessason er alinn upp í Kýrholti í Skagafirði en var prófessor í Winnipeg í rúma þrjá áratugi. Frásagnir hans um menn og málefni vestra eru veigamesti þáttur ritsins. Ekki er þar þó allt byggt á reynslu heldur er hann fyrst og fremst að segja sög- ur sem stundum greina frá því sem hann hefur sjáifur reynt og stundum ekki. Þar koma við sögu menn eins og Vilhjálmur Stef- ánsson, Guttomur J. Guttormsson, Ríkharð- ur Beck og Halldór Hermannsson. Er mikill fengur að þessum frásögnum. Sagnaþættir af þessum mönnum og ýms- um öðrum fléttast saman í stærri sögu sem er sagan um íslendinginn í Ameríku. Hvergi annars staðar (nema kannski í Kaupmanna- til Vesturheims höfn og þá með gjörólíkum hætti) hefur myndast slíkt samfélag íslend- inga erlendis. Nú hefur allt breyst og sög- umar eru í raun óður til horfinn- ar tíðar. En þetta sérstæða menningarsam- félag lifnar við í bréfum Haralds sem hefur enda einstakt lag á að segja hvorki of mikið né of lítið og segja mikla sögu í fáum orð- um. Sagan hefst þó á íslandi, á skag- flrskum stjóm- málum á ijórða og fimmta áratug þessarar aldar. Eðli bréf- formsins veitir höfundi færi á að flakka stöðugt milli Skagafjarðar og Vesturheims og raunar aftur í aldir, til hinnar íslensku miðaldamenningar, ekki sist heiðinna goð- sagna sem Haraldur hefur einkum lagt rækt við á ferli sinum sem fræðimaður (og ný- komið er út merkt ritgerðasafn um goðsagn- ir undir ritstjórn hans). Bókmenntir Ármann Jakobsson Bréf Haralds Bessasonar geyma heillandi sagnaheim. Haraldur er gæddur mikilli frá- sagnargáfu og bréf hans eru svo listilega saman sett að ætla mætti að hann hefði ekki gert annað um ævina en að skrifa bréf. í þessari óvenjulegu bók má sjá íslenska sagnalist eins og hún gerist best. Haraldur Bessason á þakkir skildar fyrir að hafa kom- ið sögum sínum á prent. Haraldur Bessason Bréf til Brands Ormstunga 1999 Virgill á íslensku Raddir að austan Félag ijóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út bókina Raddir að austan - Ljóð Aust- flrðinga - undir ritstjóm Magnúsar Stefáns- sonar sem hefur unnið að því um tveggja ára skeið ásamt dyggum hjálparmönnum að safha efni í hana. Ástæðan til þess að keppst var við að koma henni út í ár er sú að nú er hálf öld liðin síðan hið vinsæla ljóðasafn Aldrei gleymist Aust- urland kom út. Allir höfundar búsettir frá Bakkafirði til Álftafjarðar áttu rétt á að birta efni í bókinni og hið sama gilti um brottflutta Austfirðinga og þá sem eru tengdir svæðinu sterkum böndum. í bókinni em birt ljóð eftir 122 höfunda, nokkur ljóð eftir hvem, og eru þar bæði hefð- bundin ljóð og óhefðbundin, löng kvæði og lausavísur og allt þar á milli. Meðal höfunda em mörg þekkt skáld, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Gyrðir Elíasson, Guðjón Sveinsson, Ragn- ar Ingi og Hákon Aðalsteinssynir og Qeiri, og margir þekktir Austfirðingar sem ekki var kannski vitað að væm skáldmæltir. Erfitt er að gera upp á milli skálda í stuttri frétt en freistandi að byrja á ljóði sem heitir beinlin- is „Aldrei gleymist Áusturland og er eftir Björn Jónsson: Austurland er yndi að sjá, iójagrœn er laut og balinn, blikar dögg á blómi smá, blærinn kyssir fíallasalinn. Bára leikur blitt vió sand, blómaskrúö í dölum inni. Aldrei gleymist Austurland þótt annaö hverfi úr vitund minni. Mörg fleiri ljóð fjalla um héraðið almennt eða heimabyggð skáldsins sérstaklega. Berg- þóra Gísladóttir á ljóðið „Breiðdalur í hjarta mínu“: Veistu ef Þegar Dante Alighieri lagði í sína miklu ferð um undirheima kom ekki annar fylgdar- maður til greina en skáldið Virgill. Og fram eftir öldum var þessa manns helst minnst þegar nefndir voru skáldmæringar. Svo var það margur skólapilturinn sem sveittist yfir texta hans í latínunni sinni - og reyndar ekki fyrir svo löngu ef vel er gáð því þó rýn- ir sé ekki kominn á ellilífeyrisþegaaldur minnist hann þess að hafa þurft að sinna ör- lögum Didó Karþagódrottningar og snúnum bragarhætti Virgils á sinum menntaskólaár- Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Eflaust hafa verið gerðar margar versjón- ir á ljóðum þessa Rómverja um aldimar. En ný þýðing Hauks Hannessonar á Eneasar- kviðu er engin skólapiltaútlegging gerð und- ir prófaálagi. Eneasarkviða segir í tólf bókum frá meint- um stofnanda Rómaborgar, Tróverjanum Eneasi sem fer frá sinni hrjáðu heimaborg Tróju til Ítalíu um Miðjarðarhaf. Á þeirri leið fyrirfinnast samkvæmt þeirra tíma tísku kýklópar, illfygli, vaskir kappar, goð og gyðjur, því Eneasarkviða er í raun framhald og endurskoð- un Hómerskviða og persónur þeirra og atburðir þar á ferli. Þetta er fyrst og fremst stórpólitískt áróðursrit pant- að af pótentátum síns tíma til að sanna réttmæti róm- verskra yfirráða yfir Mið- jarðarhafinu. Og hefm ef- laust gegnt sínu hlutverki vel. Nútíma bókmenntafræði gæti sennilega kallað ritið póstmódemískt því Virgill gengur jú út frá Hómer heitn- um, hver sem hann nú var. Þýðing Hauks Hannessonar er trú þessu klassíska verki, lausamál í anda Sveinbjarn- ar Egilssonar eins og sjá má á þessu stutta dæmi úr Annarri bók (45): bárunum, miklir skrokkarnir kljúfa yfirboröió, hlykkjast allir og særinn freyöir og gjálpar aö baki. Þetta hefði að mínu viti ekki þótt slakt í Bessastaða- skóla á sinni tíð. Ekki er þó þar verið að hnjóða i þýð- anda. Klassisku verki hæfir klassískt málfar og engu yrði Virgill bættur með skríls- hætti. Þýðandi gerir reyndar ágæta grein fyrir fyrri til- raunum við verkið í eftir- mála auk þess sem þar sem fylgja gagnlegar ábendingar og nafnaskrá. Sá viðauki hefði að ósekju mátt vera ít- arlegri. En svo sannarlega er fengur að þessu riti og fyrst farið er að gefa út latnesk skáld hvað þá um þá sem fengust við hvers- dagslegri yrkisefni svo sem Catullus, Hóraz og Óvíd. Er ekki komið að þeim? E NEASAR KVIÐA Og sjá! - mig hryllir enn viö þeirri tilhugs- un - tveir höggormar hlykkjast í stórum sveigum kyrran sjó frá Tenedosey og stefna samsíöa til strandar, synda með reista bringu, blóðrauöir kambar gnœfa upp úr Virgill Eneasarkviða Haukur Hannesson íslenskaði Mál og menning 1999 Að sofa á lárviðarlaufi Megineinkenni ljóðanna í nýrri bók Óskars Áma Óskarssonar, Myrkrið kringum ljósastaurana, er hvemig þau freista þess að stækka heiminn; opna raunveruleikann inn í veröldina handan hans eða inn í minnið, fortíð- ina. Þessari víkkun skynjunarinnar reynir Óskar Árni að lýsa strax í fyrsta ljóðinu þar sem hann lætur uppljómað strandferðaskip sigla dimman fjörð. Við sjáum þetta fyrir okk- ur: mikilúðlegt skipið með alla glugga upplýsta og ljóskastara á þiifari svífa eins og ljóspoll inn milli svartra fjalla. Heimur í heiminum. Og þriðji hluti bókarinnar hefst á dásamlegu minningarljóði gamals manns sem rifjar upp þegar hann fékk fyrir áttatíu árum að sofa lúr- inn sinn á haug af lárviðarlaufi meðan mamma púlaði í síldinni. Síðan kveikir bragð af lárvið- arlaufi alltaf blik í augum hans. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Bestur er þó Óskar Ámi þegar veruleikinn tekur á sig draumkenndar, fáránlegar og fyndnar myndir. Eða er það ekki fáránlegt að dökkeyga stúlkan í matsölunni á Umferðarmið- stöðinni reyni að troða upp á mann- inn afmælisáskrift að Tímariti Máls og menningar? Eða að sama tímarit liggi i sætinu við hlið konunnar sem ekur leigubílnum? „Hún var krúnurökuð og með áberandi ör á hnakkanum." Þar vottar líka íyrir mjög dularfullum folbleikum varalit á vörum ljóðmælanda sem kveikir alls konar gnm! Hámenningin ratar óvænt inn í næsta ljóð líka þar sem Vídeóleiga S.S. reynist vera kennd við sjálfan Stein Steinarr. Þar em svo til eingöngu til leigu gamlar am- erískar bíómyndir. í enn einu ljóði segir frá tveimur félögum sem eru á leið í bæinn eftir meðferð á Silunga- polli og æja við Elliðavatn „þar sem Einar Benediktsson sleit barnskónum". Þeir leggjast i grasið og félaginn fmnur fyrir einhverju hörðu undir sér: / hendinni hélt hann á ryöguðum naglaklipp- um. „Naglaklippur Einars Ben!“ hrópaöi hann upp yfir sig. Hérna haföi Einar þá setió þegar hann var stráklingur, horft á kvöldiö speglast í vatninu og klippt á sér neglurnar. Félagi minn varó svo bergnuminn yfir þessari uppgötvun sinni aö hann hét því aö setjast aftur i Iðnskól- ann og drekka aldrei framar. Og þaó held ég aö hann hafi staðið viö. Óskar Árni er söngvari veraldar sem var og heldur fast í þá trú að heimurinn sé enn fullur af merkingu og fógnuði. í „Drögum að götu- mynd“ byrjar kvöldið „að ilma/af támjóum skóm og lýsandi skærum“ - þau skæri klipptu loftið fyrir utan Vogue á Skólavörðustíg ára- tugum saman en eins og fleiri kennileiti í gamla bænum eru þau nú horfln. Það er gott að þau skuli þó vera til í ljóðum. Hækur eru of mínímal fyrir minn smekk, en í fjórða kafla bókar eru þýðingar á ljóðum Kenneth Patchen, Sam Shepard, Richard Brautigan og fleiri. Er skemmst frá því að segja að þær eru unnar af alúð og verðug viðbót við ljóðakuryrkju Óskars sjálfs. Einkum höfðaði Sam Shepard til mín. Óskar Árni Óskarsson Myrkrið kringum Ijósastaurana Bjartur 1999 ég missti húsiö, vinnuna og bílinn eitthvaö kœmi fyrir börnin maðurinn fœri frá mér kötturinn týndist hvað myndi halda lífi mínu saman gera sál mína mjúka og gefa mér ávísun á nýjan dag? Breiödalur bernsku minnar Noröurdalurinn Þar eru allar götur greiöar og þú kemur þar ekki aö tómum kofunum Loks er hér „Saga lífsins" samþjöppuð í eina stöku eftir Stefán Aðalsteinsson: Sáust, kvöddust, kynntust, mœttust, kysstust, unnust, hétust, reiddust, glöddust, rifust, sœttust, resktust, eltust, létust. Ekki þarf nokkrum ljóðavini að leiðast með þessari bók. Sónhendur Kristján Hreinsson hefur geflð út ljóðabókina Sónhend- ur, og eins og nafnið bendir til inniheldur hún eintómar sonnettur, 29 talsins. Kristján beitir enska afbrigðinu þar sem eru þrjár ferhendur og tvær línur í lokin með álykt- un. Við tökum „Haustsón- henduna" sem dæmi: Er kemur lotiö haust þá er við hœfi aö hugsa stundarkorn um liöna tíö og syrgja blóm sem áttu stutta ævi og allar flugurnar sem háöu striö. Er noröanáttin hallar sér aö húsum og húm af birtu dagsins tekur viö þá er svo kalt að myrkrið brynnir músum og máninn sýnir á sér nýja hliö. í köldum skugga gleymist sumargjöfin sá geisladans sem engin nótt gat leynt og sprœkir fuglar halda yfir höfin en himinninn hann vaknar alltof seint. Erfyrsti snjórinn tyllir sér á tindinn þá tygja laufblöö sig og nýta vindinn. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir L~—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.