Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 13 Af sjalfsakvorð unarrétti Árið sem veriö er aö svipta Islendinga sjálfs- ákvörðunarrétti yfir sjúkragögnum sinum er líka Ár aldraðra og í lok þess fór vel á því að halda málþing um sjálfsákvörðunarrétt aldraðra. Að því stóðu Siðfræðistofnun Há- skóla íslands, Félag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni og framkvæmdastjórar Árs aldraðra, föstudag- inn 26. nóv. sl. Nú eru menn ekki almennt sammála um hvað sé sjálfsákvörðunarréttur en skv. orðabók Menn- ^~"~~" ingarsjóðs er það réttur til sjálfsá- kvörðunar, væntanlega í eigin málum. Þessi réttur getur þó aldrei verið óskoraður því hann takmarkast óhjákvæmilega af ytri og innri aðstæðum. Engin stefna í málum aldraðra Málþinginu var ætlað að svara spurningunni um hvort slíkar tak- markanir væru frábrugðnar á efri Kjallarinn Arni Björnsson læknir „Þá kom fram á þinginu að aldr- aöir hafaskv. lógum rétt til að fá sér ráðsmann ef þeir sjáífir eða aðstandendur þeirra treystast ekki til að sjá um fjármálin. Þetta felur ekki í sér neitt afsal sjálf- ræðis." árum því sem gerist á öðrum ald- ursskeiðum. Flutt voru 6 erindi auk ávarps háskólarektors þar sem rætt var um ýmsa þætti í skiptum aldraðra viö samfélagið, einkum þá sem hafa bein eða óbein áhrif á sjálfsákvörðunar- rétt þeirra. Öll erindin vöktu spurningar sem þó ekki fengust svör við í pallborðsum- ræðunum á eftir. Það kom fram, sem raunar var vitað, að á íslandi er ekki til nein opinber stefna í málefhum aldr- aðra. Þá kom það fram, sem líka er vitað, að kjör veru- legs hóps eldri borgara eru svo bág ~"™"~^ að það er þjóðinni til skammar og af hálfu stjórn- valda eru næsta litlir tilburðir til að breyta þessum staðreyndum. Á hættumörkum Á þinginu kom upp spurningin um hvort málefni aldraðra ættu að heyra undir einhvern sérstakan málaflokk og þá hvaða? Sú tilhög- un að telja málefni aldraðra til heilbrigðismála er hæpin, einkum nú þegar öldrun- in nær yfir lengra æviskeið og heilsan á því æviskeiði hefur batnað verulega, þótt sjúkdómum fjölgi þegar líður á ævina. Því má álykta að sjálf- ráða tvítugur einstaklingur sé hvað sjálfræði varðar í engu frábrugðinn heil- brigðum sjötugum einstaklingi og því skuli sömu lög gilda fyrir báða. Þótt kjallarahöfundur sé læknir telur hann að læknisfræði- „Rík þjóð ætti að sjá sóma sinn í tryggja öidruðum þegnum sínum fjár- hagslegt sjálfstæöi en það stuðlar að því síðara." væðing nútimaþjóðfélags sé komin á hættumörk. Því ætti að skoða vandlega hvort þörf sé á sérstök- um lögum fyrir heilbrigða aldr- aða, a.m.k. heyra málefni þeirra ekki frekar undir heilbrigðismál en t.a.m. almenn félagsmál. Hvenær eiga menn að hætta störfum? Sjálfræði hvað það varð- ar hefur verið rýmra hér á landi en í öðrum vestrænum löndum. Því er starfsævi okkar lengri en flestra annarra. Er það sjálfsá- kvörðunarrétturinn sem hér ræð- ur eða takmarkast hann af lágum eftirlaunum? Þetta er ástæða til að skoða betur. Ráðsmaður fjármála Hvert er sjálfræði aldraðra á stofnunum? Birtar voru bráða- birgðaniðurstöður úr könnun sem birtar hafa verið í fjölmiðlum og koma ekki á óvart því augljóst er að þeir sem vistast á stofnunum eru misjafhlega sjálfráða og hljóta að afsala sér hluta af eða öllu sjálf- ræði sínu til stofnunarinnar sem þeir vistast á. Hvort þeir telja sig hafa gert það af frjálsum og fúsum vilja kann að stafa af mismunandi viðhorfum til sjálfræðis. Þá kom fram á þinginu að aldr- aðir hafa skv. lögum rétt til að fá sér ráðsmann ef þeir sjálfir eða að- standendur þeirra treystast ekki til að sjá um fjármálin. Þetta felur ekki í sér neitt afsal sjálfræðis. Meginniðurstöður málþingsins virðist kjallarahöfundi mega draga saman á eftirfarandi hátt: Það sem ræður mestu um sjálfsá- kvörðunarrétt einstaklinga, eldri sem yngri, er fjárhagslegt sjálf- stæði og líkamlegt og andlegt heil- brigði. Rík þjóð ætti að sjá sóma sinn í að tryggja öldruðum þegn- um sínum fjárhagslegt sjálfstæði en það stuðlar að því siðara. - Þökk sé aðstandendum þingsins fyrir skemmtilega og fróðlega síð- degisstund! Árnl Björnsson Brestir í áhersluatriðum Sjálfstæðisflokksins - opið bréf til forsætisráðherra Mig langar að fá svör við nokkrum spurningum sem heitast brenna á Bolvíkingum varðandi það þjónustustig og uppbyggingar- starf sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði svo ríka áherslu á fyrir síð- ustu alþingiskosningar vegna bú- setu fólks á landsbyggðinni. Spurning númer 1: í hverju felst aðstoð vlð uppbyggingar- starflð á landsbyggðinnl? Ég er búsettur í Bolungarvík þar sem elsta verstöð landsins er, svo vitað sé. Minjar eru um þessa verstöð í Ósvör. Þær spurningar sem vakna hjá fjölskyldufólki sem íhugar flutn- „Ætlar forsætisráðherra að beita sér fyrir því að við getum haldið hér áfram búsetu með reisn um ókomin ár, án skertrar þjónustu? Ég óska eftir að forsætisráðherra svari þessum spurningum á ís- lenskri tungu sem við skiljum öll en ekki á annarlegu máli alþingis- manna." ing á landsbyggöina eru m.a. þær hvort góður grunnskóli og íþrótta- hús séu á staðnum, hvort góð læknisþjóriusta sé fyrir hendi og íþróttalíf sé þar í blóma. Við hér í Bolungarvík erum svo heppin að öllum þessum spurning- um getum við í dag svarað með stolti: „Já, við höfum þetta allt og rúmlega það." Og getum við í þvi sambandi nefht t.d. frábæran tón- listarskóla, gott bókasafn, glæsi- legt náttúrugripasafn, allt það blómlega félagslíf sem hér er ásamt fegurð byggðarlagsins okk- ar. Nú horfir hins vegar svo við, að okkur sýnist, eins og alvarlegir brestir séu komnir í áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins sem hann lagði upp með fyrir síðustu alþing- iskosningar. Talað er um að sam- eina heilsugæsl- una i Bolungar- vík heilsugæsl- unni á ísafirði. Þvi legg ég fram spurningu núm- er 2: Hvers vegna og hvaða tilgangi þjónar það? Spurning númer 3: Verðum við búin að missa lækninn snemma á næsta ári? Ég vil upplýsa ráðherra um að þegar Hnífsdalur var sameinaður ísa- firði fyrir allmörgum árum var ákveðið og lögð rík áhersla á af þá- verandi bæjaryfirvöldum á ísa- firði að þjónustan sem í Hnífsdal var yrði þar áfram, eins og verslun, pósthús, skóli og bókasafn. Hvert er þjónustu- stigið þar í dag? Þjónusta skerðist - fólki fækkar Svipaða sögu er að segja eftir samein- ingu sveitarfélag- anna i ísafjarðarbæ. Þar auglýsti þáver- andi bæjarstjórn, áður en gengið var til kosninga, að þjón- ustufulltrúar yrðu á öllum þessum stöð- um allan ársins hring og að mikill sparnaður yrði með þessum gjörningi. Nú________ eru liðin þrjú ár og ekki bólar enn á sparnaði fyrir fólkið. Þjónustan hefur skerst og fólksfækkun er staðreynd á þess- um stöðum. Þetta gerist í Bolung- arvík ef sameining heilsugæslunn- ar í Bolungarvík verður við heilsugæsluna á ísafirði. Af framansögðu óttast ég ásamt fleirum að ef sameining heilbrigð- isþjónustunnar í Bolungarvík verður að veruleika við heilsu- gæsluna á ísafirði, þ.e. að læknar og hjúkrunarlið verði gert út frá ísafirði, missum við að sjálfsögðu Kiallarínn Magnús Ólafs Hansson hefur unnið að slysa- varna- og björgunarmál um á norðanverðum Vestfjörðum fyrst lækninn og sjúkrahúsið. Síðan fer grunn- og leikskóla- kennurum að fækka og þá minnkar allt fé- lagslíf. Og svona mætti lengi telja. Sveitarfélaginu blæð- ir rólega út. Við viljum búa hér í Bolungarvík áfram, án skertrar þjónustu! Við Bolvíkingar höf- um alltaf átt gott sam- starf við Isafjörð og ísfirðinga og ég vona að svo verði áfram. Ég vil minna ráð- herra á að vegurinn um Óshlíðina, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, er þvl mið- ________ur oft farartálmi og getur því skipt sköp- um að læknir sé í Bolungarvík ef einhvers konar vá steðjar að staðnum. Spurning númer 4: Ætlar for- sætisráðherra að beita sér fyrir því að við getum haldið hér áfram búsetu með reisn um ókomin ár, án skertrar þjón- ustu? Ég óska eftir að forsætisráð- herra svari þessum spurningum á íslenskri tungu sem við skiljum óll en ekki á annarlegu máli al- þingismanna. Magnús Ólafs Hansson Með og á móti Skötuát Sverrir Hermannsson. Margir Islendingar leggja rækt við þann sið að borða skötu á Þorláksmessu og vilja alls ekki án skötunnar vera. Ekki eru allir hins vegar á einu máli um ágæti skötunnar og telja sumir hana naumast til matvæla. Góður siður „Ég er fæddur og uppalinn við skötu en ég ólst upp á Svalbarði í Ögurvík við ísafjarðardjúp. Skatan var elduð einu sinni á ári en faðir minn gerði út trillu og hóf róðra i september og veiddi þá skötuna. Hann skar af sköt- unni börðin og þau voru sett í rimlakassa og kæst. Við strákarnir héldum fyrir nefið en lyktin var ógurlega mikil. Móðir mín. sauð hana svo í griðarstórum potti en þetta var alveg óskaplega riiikið lostæti. Afgangurinn var svo notaður í kæfu og borðað ofan á rúgbrauð. Þetta er mjög góður siður sem hefor breiðst út frá Vestfjörðum. Ég get engin jól haldið nema blóta aðeins heilagan Þorlák en kæstur matur er meinhollur. í ár mun ég bjóða 14 manns í skötuveislu en ég sýð skötuna í bílskúrnum heima hjá mér. Ég fæ vistirnar frá Vestfjörðum en í veislunni mun ég bera fram hangikjöt, rúgbrauð, rúgkökur og ekki má gleyma smjörinu." Hryllingur „Ég fatta ekki alveg af hverju íslendingar eru svona áfjáðir í að raða í sig óþverra. Ef ekki óþverra þá viðbjóði. Skatan er hvorutveggja og hryllingur í ofanálag. Hún er ekkí ósvip- uð Framsókn- arflokknum - marflöt og illa þefjandi leið- indaskepna. Ég myndi frek- ar éta ömmu mina en þetta helvíti, og hún dó fyrir 10 árum. Hún lyktar örugg- lega betur. íslendingar mega náttúrlega éta kúlutyggjó (hrútspunga), skötu og sauðarandlit fyrir mér en tiltölulega normalt fólk borð- ar bara mat. Hvers konar apa- kettlr skafa úr eyrunum og nös- unum á rolluhaus og finnst þeir aldrei hafa smakkað anrtað eins lostæti? Jú, auðvitað idjótar. Ég held að skatan sé aðeins góð í einu tilviki og það er til að dreifa mannfjöláa. Það mætti alveg skella henni í pottinn með öllu sínu arrimoníaksglundri á róstu- sömum svæðum í staðinn fyrir að nota táragas. Ég hef komið í hús um sumar og fundið að þar hefur einhver villimaðurinn ver- ið að kokka skötu á Þorláks- messu. Ammoníaksstækjan hverfur ekki frekar en Fram- sóknarflokkurinn. Það er veru- leg skítalykt af málinu." hól/GAR Svcrrir Stormsker. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.