Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 22
34 ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Fólk í fréttum • • Orn Arnarson Örn Arnarson, hinn frábæri sundkappi úr Hafnarfirði, vann einn fræknasta sigur í íslenskri iþróttasögu er hann varð tvöfaldur Evrópumeistari, í 200 m baksundi og í 100 m baksundi, í Lissabon í Portúgal um síðustu helgi. Starfsferill Örn fæddist í Reykjavík 31.8.1981 " en hefur átt heima í Hafnarfirði frá fæðingu. Hann var í Víðistaðaskóla og síðan einn vetur í Flensborgar- skóla. Hann var í unglingavinnunni i Hafnarfirði eitt sumar en starfar nú hjá Speedo-umboðinu. Örn hóf að æfa sund hjá SH er hann var fimm ára. Hann fór snemma að keppa fyrir félagið, vann fjölda móta á unglingsárunum og setti fjölda unglingameta. Örn er margfaldur Islandsmeist- ari 1 fjölda greina. í 25 m laug á hann íslandsmet i 50 m, 100 m, 200 m og 400 m skriðsundi; i 50 m og 200 m fluf;sundi; í 50 m, 100 m og 200 m baksundi og í 100 m og 200 m fjór- sundi. í 50 m laug á hann íslands- f met í 50 m og 200 m skriðsundi; í 100 m og 200 m baksundi og i 200 m fjór- sundi. örn hreppti silfurverðlaunin í 200 m skriðsundi og 200 m baksundi á Evrópumeistaramóti unglinga í Antwerpen 1998; hreppti gullverð- launin í 200 m skriðsundi og silfur- verðlaun í 200 m baksundi á Evr- ópumeistarmóti unglinga i Moskvu 1999; varð Evrópumeistari í 200 m baksundi 1 Sheffield á Englandi 1998, hlaut silf- urverðlaun í 100 m baksundi í Glasgow 1999, bronsverðlaun í 100 m baksundi í París 1999, bronsverðlaun í 200 m. Þá hreppti hann sjö gullverð- laun á Smáþjóðaleikun- um í Liechtenstein 1999. Örn var kosinn íþrótta- maður ársins i DV 1997 og 1998 og íþróttamaður ársins af íþróttafrétta- mönnum 1998. Örn Arnarson. Fjölskylda Systur Arnar eru Ólöf Erna Arn- ardóttir, f. 24.12. 1974, nemi í hjúkr- unarfræði við HÍ, en unnusti henn- ar er Kristján Hilmar Sigurðsson smiður; Erla Arnardóttir, f. 2.3. 1990, nemi við Víðastaðaskóla og keppandi i sundi fyrir SH en hún vann m.a. til fimm verðlauna á ung- lingamóti i sundi nú í haust. Foreldrar Arnar eru Örn Ólafs- son, f. 1.6. 1956, vélstjóri í Hafnar- firði og fyrrv. unglingamethafi og unglingameistari i sundi, og k.h., Kristín Jensdóttir, f. 29.8.1954, hús- móðir. Ætt Örn er bróðir Guðmundar Ólafs- sonar sem var margfaldur íslands- meistari og landsliðsmaður í sundi. Annar bróðir Arnar er Friðrik H. Ólafsson, formaður ÍBH, er einnig keppti í sundi, faðir Ómars, íslandsmeistara og landsliðsmanns í sundi. Örn er sonur Ólafs, íslandsmeistara og landsliðsmanns í sundi, bróður Kolbrúnar, móð- ur Sesselju Árnadóttur, formanns Sundsambands íslands. Önnur systir Ólafs er Hrafnhildur, fræknasta sunddrottning íslendinga, en hún setti sjötíu og átta íslandsmet í einstaklingsgreinum fullorðinna í átján mismunandi greinum og að- ferðum, móðir Magnúsar Más Ólafs- sonar, ólympíufara og margfalds ís- landsmeistara í sundi; Bryndísar Ólafsdóttur, ólympíufara og marg- falds íslandsmeistara í sundi; Hug- rúnar Ólafsdóttur, íslandsmeistara og íslandsmethafa i sundi, og Arn- ars Freys Ólafssonar, íslandsmeist- ara og íslandsmethafa í sundi. Ólaf- ur er sonur Guðmundar húsgagna- smiðs Ólafssonar, b. frá Hólum í Dýrafirði, Guðmundssonar frá Hól- um, Guðbrandssonar, b. i Gerð- hömrum, Sigurðssonar, pr. í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, Arasonar, skálds í Vatnsfirði, Magnússonar, prúða í Ögri. Móðir Guðmundar frá Hólum var Ástríður Jónsdóttir, pr. á Söndum, Tómassonar. Móðir Ólafs var Guðrún Bjarnadóttir frá Lambadal, Jónssonar. Móðir Guð- rúnar var Elísabet Markúsdóttir, b. á Söndum, Eyjólfssonar. Móðir El- ísabetar var Elísabet, systir Mark- úsar, pr. á Álftamýri, langafa Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Elísabet var dóttir Þórðar, ættfóður Vigurættarinnar, bróður Ingibjarg- ar, ömmu Jóns Sigurðssonar for- seta. Þórður var sonur Ólafs, ættföð- ur Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Guðmundar húsgagnasmíða- meistara var Sigríður Kristín ljós- móðir Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli i Korpudal, Sigurðssonar og Ingi- bjargar Bjarnadóttur frá Hvammi í Dýrafirði. Móðir Ólafs Guðmunds- sonar var Sesselja, dóttir Einars frá Helgustöðum, Eiríkssonar, b. á Helgustöðum, Einarssonar, b. á Helgustöðum, bróður Eiriks í Vorsabæ, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Sesselju var Margrét Sigmundsdótt- ir frá Iðu. Móðir Arnar Ólafssonar er Unn- ur Ágústsdóttir, stýrimanns i Hafn- arfirði, Hjörleifssonar. Móðir Unnar var Ingibjörg Einarsdóttir. Kristín er systir Júlíusar Bess er varð íslandsmeistari öldunga í lyft- ingum, föður Magnúsar Bess sem er nýbakaður íslandsmeistari í vaxtar- rækt. Kristín er dóttir Jens, vél- stjóra i Hafnarfirði, Eyjólfssonar, bókbindara í Bolungarvík, Guð- mundssonar. Móðir Jens var Val- gerður Ólöf Arnórsdóttir. Móðir Kristínar er Jóhanna Loftsdóttir, sjómanns í Hafnarfirði, Sigfússonar. Móðir Jóhönnu var Kristín Jónína Salómonsdóttir. Afmæli Aðalsteinn Jónsson Aðalsteinn Jónsson kerfis- fræðngur, Esjugrund 30, Reykja- vík, varð fertugur í gær. Starfsferill Aðalsteinn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1979, stundaði nám í stærðfræði við háskóla í Gautaborg og hefur sótt fjölda námskeiða í kerfisfræði. Aðalsteinn var kerfisfræðingur hjá SKÝRR um skeið, starfaði síð- an hjá Rekstrartækni sf., síðan hjá Tölvutækni hf., var starfsmaður hjá Nýherja hf., og loks hjá Al- mennu kerfisfræðistofunni hf. Hann hefur nú verið kerfisfræð- ingur hjá Forritun-AKS hf sl. þrjú ár. Fjölskylda Kona Aöalsteins er Hrefna Sig- ríður Bjartmarsdóttir, f. 2.4. 1958, húsfreyja og þjóðfræðinemi við HÍ. Hún er dóttir séra Bjartmars Krist- jánssonar, f. 14.4.1915, d. 20.9.1990, pr. á Mælifelli í Skagafirði og síðar á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, og k.h., Hrefnu Magnúsdóttur, f. 3.3. 1920, húsfreyju. Börn Aðalsteins og Hrefnu Sig- ríðar eru Magnús Jón, f. 31.3.1984; JökuU Sindri, f. 15.8.1988; Sunnefa Hildur, f. 14.7. 1992; Jón Bjartmar, f. 18.7. 1994. Alsystur Aðalsteins eru Aðal- björg, f. 22.6. 1955, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún, f. 28.10. 1956, skrifstofumaður, búsett á Seltjarn- arnesi; Kolbrún, f. 5.1. 1963, píanó- kennari, búsett í Reykjavík. Hálfsystir Aðalsteins, samfeðra, dóttir Maríu Kristjánsdóttur leik- stjóra, er Salbjörg Rita, f. 18.11. 1973, mannfræðinemi við HÍ, bú- sett 1 Garðabæ. Foreldrar Aðalsteins eru Jón Að- alsteinsson, f. 20.4. 1932, læknir, búsettur í Garðabæ, og Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, f. 14.11. 1937, sjukraliði í Reykjavík. Kona Jóns er María Kristjánsdóttir leik- stjóri. Maður Kolbrúnar er Björns Arnórsson járn- smiður. Ætt Jón er sonur Aðal- steins Jónssonar, b. á Halldórsstöðum og á Kristnesi í Eyjafirði, Jónssonar, og Aðalbjarg- ar Stefánsdóttur, b. í Kristnesi, Jónssonar. Kolbrún er dóttir Sæ- mundar Einars Þor- valdssonar, kaupmanns á Norðfirði, og Guðrún- ar Elínar Kristjánsdótt- ur verslunarmanns. Aóalsteinn Jónsson. Athugasemd frá Sigurði Helga Guðjónssyni hrl. ARA ííí-UN inim 'mw p i'a^ ALA finiifa Jólaglaðningur Til sölu Jeep Cherokee 5,9 Limited '98, SÍLASALAfi b)\\.i>1 .¦ ekinn 24 þús., svartur, StoiglcBsilegur bíll með öihi. í viðtali við Sæunni Axelsdóttur, útgerðarkonu frá Ólafsfirði, í helg- arblaði DV, er nafn mitt ranglega nefnt til sögunnar og með þeim hætti að vont er við að una. í viðtalinu segir Sæunn m.a. frá ráðningu lögfræðingsins Sigurðar H. Guöjónssonar og viðbrögðum for- sætisráðherra við henni. Að sögn Sæunnar á forsætisráðherra að hafa orðið eins og snúið roð í hundi og sagt að fyrst hún hefði ráðið sér þann lógfræðing þyrfti hún ekki að ímynda sér að nokkur heiðvirður maður kæmi nálægt henni. Mig rak í rogastans er ég las þetta. Ég þekki umrædda Sæunni ekki neitt og hef aldrei tekið að mér nein lögfræðistörf fyrir hana. Og ekki veit ég til þess að ég eigi al- nafna í lögfræðistétt þótt nálægt því fari. Loks vil ég í lengstu lög trúa því að orðspor mitt sé ekki það illt og laskað að heiðvirðir menn forðist mig og umbjóðendur mína eins og heitan eldinn. Hér hlýtur að vera einhver maðk- ur í mysunni. Mér hlýtur að vera ruglað saman við einhvern jafnvel enn Hlræmdari lögfræðing en ég er. Vænti ég þess að fljótlega upplýsist hvaða lögfræðingur sé hin rétta andstyggð heiðarlegra manna þannig að nafn mitt hreinsist og heiðvirðir menn breiði fagnandi út faðminn á móti mér. Verð áöur 4.500.000 JÓIaglaði\liigur, 3,890.000 stgr. Bilasalan bíll.is Malarhöfða 2 Simi: 577 3777 Fax: 577 3770 Nelfanq: bill@bill.is Heimasíða: www.bill.is '{) staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighcekkandi birtingarafsláttur o\H mlll) hlrn/n. Smáauglýsingar in»x*a 660 600O Tll hamingju með afmælið 14. desember 95 ára Þorkell Sveinsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. 90ára LHja Steinsen, Víðimel 56, Reykjavík. 75 ára Anna Jóna G. Betúelsdóttir, Furugerði 13, Reykjavík. Vigfús K. Vigfússon, Bæjartúni 9, Ólafsvík. 70ára Árveig Kristinsdóttir, Hrafnagilsstræti 21, Akureyri. Guðbjörg Axelsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Guðmundur Magnússon, Arnþórsholti, Borgarnesi. Stefán K. Arnþórsson, Karlsbraut 21, Dalvík. 60ára Ingibjörg Andersen, Hásteinsvegi 49, Vestmannaeyjum. Kristín Ingibjörg Ketilsdóttir, Hallgilsstöðum, Akureyri. Pétur Sæmundsson, Vallarbraut 6, Njarðvík. 50 ára________________ Guðný Ragnarsdóttir, Fífuseli 16, Reykjavík. Haukur Konráðsson, Kambsvegi 7, Reykjavík. Hulda Karen Ólafsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Ingibjörg Gestsdóttir, Engjaseli 60, Reykjavík. Ingibjörg Pálsdóttir, Stafnaseli 5, Reykjavík. Jónína Pálsdóttir, Hvassaleiti 151, Reykjavík. Karen Sigurðardóttir, Löngumýri 39, Garðabæ. Kolbrún Hulda Jónsdóttir, Nestúni 3, Stykkishólmi. María Gunnarsdóttir, Hæðarbyggð 2, Garðabæ. Sigurborg Valdimarsdóttir, Rauðagerði 49, Reykjavík. Stefán Böðvarsson, Lágengi 13, Selfossi. 40 ára________________ Albert Guidice, Hamragarði 9, Keflavík. Benedikt J. Sverrisson, Vitastíg 11, Reykjavík. Grétar örn Máni Baldyinsson, Hlíðarhúsi, Brú. Guðmundur H. Guðnason, Grenihlíð 15, Sauðárkróki. Guðmundur H. Finnbogason, Hraunbæ 128, Reykjavík. Guðmundur T. Sigurðsson, Kjalarlandi 23, Reykjavík. Gunnar Karl Guomundsson, Engihjalla 3, Kópavogi. Jóhanna B. Hailgrímsdóttir, Gunnlaugsgötu 20, Borgarnesi. Pálina G. Hallgrímsdóttir, Hjallalandi 31, Reykjavik. Þorvaldur Finnsson, Heiðarhvammi 7a, Keflavík. I i I f I t Fjölförnustu gatna Notaðu vísifingurlnn! www.visir, r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.