Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 25
ÞRIDJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 37 Eitt gluggatjalda Aðalbjargar Er- lendsdóttur í íslenska handverks- húsinu. Máluð silki- gluggatjöld Aðalbjörg Erlendsdóttir (Budda) fatahönnuður heldur sýn- ingu á handmáluðum silkiglugga- tjöldum i íslenska handverkshús- inu, Lækjargötu 4. Budda sýnir þar gluggatjöld úr ýmsum gerðum af silki. Gluggatjöldin einkennast af sterkum litum og stórum form- um. Sýningin stendur til loka des- ember. Sjö myndlistarkonur í Sparisjóðnum Þessa dagana stendur yfir sýn- ing í Sparisjóðnum, Garðatorgi 1, Garðabæ, á verkum sjö lista- kvenna. Þær heita: Áslaug Davíðs- dóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, textíllistamenn, Dröfn Guðmunds- -------------------------dórtir, Guð- Sýningar ?* **"$«* * CT_____ír, glerlista- menn, Árdís Olgeirsdóttir, Charlotta R. Magnúsdóttir, Sigríð- ur Helga Olgeirsdóttir, leirlista- menn. Þær hafa allar viðurkennt mvndlistarnám að baki og hafa tekið þátt í fjölda sýninga. Þær reka ásamt fleirum Gallerí Lista- kot að Laugavegi 70. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30-16 alla virka daga og stendur til 31. desember. Six Pack Latino leikur lög af nýrri plötu á Súfistanum í Hafnarfirði í kvöld. Bókakynning og suðræn svefila í kvöld kl. 20.30 verður bóka- og tónlistarkynning i Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði. Páll Vals- son kynnir bók sína Jónas Hall- grímsson - ævisaga, Páll Kristinn Pálsson les úr bók sinni Burðar- ----------------------------gjald greitt, Samkomur Snn zt ~ úrbóksinni Miklu meira en mest og Tómas R. Einarsson les les úr þýðingu sinni á nýjustu bók Isabellu Allende, Af- ródítu. Að lokinni bókakynningu mun hljómsveitin Six Pack Latino leika lög- af nýútkomnum geisla- diski sínum, Björt mey og mambo. Tveir kórar í Grensáskirkju Landsvirkjunarkórinn og Karla- kór Kjalnesinga halda aðventutón- leika í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og auk kórsöngs syngur Þuríður G. Sigurðardóttir, sópran, einsöng. Hljóðfæraleik annast Kolbrún Sæ- mundsdóttir á píanó og Guðni Þor- steinsson á harmonikku. Stjórnandi kóranna er Páll Helga- son. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Sinawik Sinawik í Reykjavík heldur jóla- fund sinn í Sunnusal í kvöld kl. 20.00. Páll Óskar á Stefnumóti Lifandi tónlist verður í heiðri höfð á Gauki á Stöng við Tryggvagötu í kvöld sem önnur kvöld og nú er það tónlistarkvöld í boði unglingablaðsins Undirtóna, tónleikaröð blaðsins sem kallast Stefnu- mót. Er nú komið að lokahnykknum i afmælis- veislu Undirtóna og í kvöld er það sjálfur Páll Ósk- ar sem kemur á Stefnumót og kyrjar lóg af sinni al- kunnu list. Einnig koma fram gleðipopphljómsveit- in Mullet og Delphi. Stefhumótunum lýkur síðan næsfkomandi laugardag og þá skemmtir techno- plötushúðurinn Marco Carola á Gauknum. í milli- __________________________tíðinni munu koma CLommftnir fram ^1111^0 kvöld OKeilllllMllir Mezzoforte-snilling- ----------------------------------— arnir Eyþór Gunn- ars og Jói Ásmunds ásamt Jóel Páls og Jóa Hjöll með hressilegt fönk og á fimmtudag eru það hinir einu og sönnu Papar. Allir tónleikarnir eru á beinni á www.xnet.is. Nýja plata Páls Óskars, sem er hans fjórða, nefn- ist Inside Paul Oscar og er platan dansvæn og hef- ur Páll Óskar verið að flytja lög af henni á ýmsum dansstöðum borgarinnar. Plata þessi er fyrsta plata Páls Óskars sem ætluð er til útgáfu víða um Evrópu og eru öll lögin sungin á ensku. Um er að ræða frumsamin lög sem Páll Óskar hefur samið í slag- togi við frumherja og forystusauði rafrænnar tón- listar á íslandi. Páll Óskar mun syngja lög af nýrri plötu á Gauknum í kvöld. Veðrið í dag Mildast sunnanlands Norðlæg átt 5-10 m/s norðan- og vestantil á landinu en suðlæg átt víða sunnan- og austantil fram eftir degi. Léttir til vestanlands er kemur fram á daginn en dálítil él austan- lands. Hæg norðlæg eða breytileg átt i kvöld og úrkomulítið. Suðvest- an 5-10 m/s og él vestanlands í nótt en úrkomulítið austanlands. Frost 0 til 6 stig, mildast sunnanlands. Höfuðborgarsvæðið: Norðaust- an og síðar norðan 5-8 m/s og léttir til er kemur fram á daginn. Snýst í suðvestan 5-8 með éljum nótt. Vægt frost er kemur á daginn. Sólarlag í Reykjavfk: 15.31 Sólarupprás á morgun: 11.15 Síðdegisflóð í Reykjavfk: 22.49 Árdegisflóö á morgun: 11.14 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri slydda 1 Bergstaðir snjóél -1 Bolungarvík snjókoma -3 Egilsstaöir 3 Kirkjubœjarkl. slydduél 1 Keflavíkurflv. skýjað 2 Raufarhöfn snjóél 0 Reykjavík skýjað 1 Stórhöfði úrkoma í grennd 4 Bergen heiðskírt -5 Helsinki skýjað -1 Kaupmhöfn skýjað 2 Ósló léttskýjað -13 Stokkhólmur snjókristallar -6 Þórshöfn alskýjað 3 Þrándheimur snjókoma -7 Algarve alskýjað 16 Amsterdam léttskýjaö 2 Barcelona hálfskýjað 11 Berlín léttskýjaö 3 Chicago hálfskýjaó 3 Dublin þokumóöa -1 Halifax alskýjað 4 Frankfurt rign. á síð. kls. 4 Hamborg súld 3 Jan Mayen snjókoma -2 London þokumóóa 0 Lúxemborg rigning og súld 3 Mallorca þokumóöa 16 Montreal léttskýjað -2 Narssarssuaq alskýjað -11 New York alskýjað 7 Orlando skýjað 20 París skýjað 5 Róm skýjað 6 Vín léttskýjað -2 Washington þokuruöningur 5 Winnipeg alskýjað 3 Erfið færð vegna snjókomu Nokkuð hefur verið um snjókomu á suðvestur- horninu og því margar leiðir varasamar. Vegagerð- in hefur þó unnið í dag við að lagfæra aðalvegi. Á Austurlandi er krap og snjór á nokkrum aðalleið- ______Færð á vegum______ um og á norðausturhorninu hafa menn frá Vega- gerðinni unnið í morgun við að opna nokkrar leið- ir sem orðnar voru ófærar. Astatid vega ^-Skafrennlngur E3 Stelnkast 0 Hálka C^) Ófært H Vegavinna-aögát H Öxulþungatakmarkanir 03 Þungfært © Fært fjallabllum Daníel Logi eignast bróður Litli drengurinn sem er. með stóra bróður sínum, Daníel Loga, tveggja ára gömlum, fæddist 12. októ- ber síðastliðinn í Barn dagsins Stavanger í Noregi. Hann var við fæðingu 3.910 grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar bræðranna eru Dóra Heiða Halldórsdótt- ir og Þorsteinn T. Brodda- son. Fjölskyldan er búsett í Noregi. dagj Laura Fraser og Marcelle Duprey leika aðalhlutverkin í Virtual Sexu- ality. Spegffl, spegffl Stjörnubíó sýnir bresku kvik- myndina, Spegill, spegill. í henni segir frá hinni sautján ára gömlu Justin (Laura Fraser) sem er orð- in þreytt á misheppnuðum stefnu- mótum við stráka og hefur það á tilfinningunni að strákarnir hafi oftar en ekki heppnina með sér þegar finna á hina „einu réttu". Hún ætlar að snúa dæminu við og finna þann „eina rétta". Fyrsta til- raun hennar mistekst og þá ákveður vinur hennar, Chas, að hressa hana viö með því að fara með hann í bás . þar sem háþróaður ///////// Kvikmyndir sýndarveruleiki er kynntur. Hún fer í klefa þar sem hún forritar draumaprinsinn sinn og gleymir sér við tölvuna og tek- ur ekki eftir þvi þegar sprenging verður í byggingunni. Við þessa sprengingu ruglast tölvukerfið og alvöru mótaður rafrænn tölvu- draumaprins verður til... Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The World Is not Enough Saga-bió: Tarzan Bíóborgin: Mystery Men Háskólabíó: Myrkrahöfðinginn Háskólabíó: A Simple Plan Kringlubíó: Detroit Rock City Laugarásbíó: The Sixth Sense Ftegnboginn: In too Deep Stjörnubíó: Eitt sinn striðsmaður 2 Krossgátan 1 2 3 4 6 5 7 9 9^ to 11 12 13 \\ t!" 16 Tt~ 18 19 30 Lárétt: 1 sól, 6 svik, 7 væla, 8 lát- bragð, 10 hlóðir, 11 sár, 12 stofur, 13 kemst, 14 félausar, 16 rittákn, 18 blási, 19 matarveisla, 20 skeinan. Lóðrétt: 1 sæti, 2 orðrómur, 3 plönt- unnar, 4 ber, 5 mjög, 6 borgaði, 9 bandið, 14 augnhár, 15 ástfólginn, 17 innan. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hetja, 6 fá, 8 elja, 9 lón, 10 góðæri, 12 munaður, 14 urt, 16 risa, 18 raus, 20 níu, 21 dugga, 22 af. Lóðrétt: 1 heimur, 2 elgur, 3 rjón, 4 jaðars, 5 al, 6 fóru, 7 áði, 11 æðina, 13 rauf, 15 tug, 17 sía, 19 au. Gengið Almennt gengi LÍ14 . 12.1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,290 72,650 72,800 Pund 117,450 118,050 116,730 Kan. dollar 48,880 49,190 49,500 Dönsk kr. 9,8410 9,8950 9,9040 Norsk kr 9,0320 9,0820 9,0830 Sænsk kr. 8,5310 8,5780 8,5870 Fi. mark 12,3144 12,3884 12,3935 Fra. franki 11,1620 11,2291 11,2337 Belg. franki 1,8150 1,8259 1,8267 Sviss. franki 45,7100 45,9600 45,9700 lloll. gyllini 33,2248 33,4244 33,4382 Þýskt mark 37,4357 37,6606 37,6761 ft líra 0,037810 0,03804 0,038060 Aust sch. 5,3209 5,3529 5,3551 Port escudo 0,3652 0,3674 0,3675 Spé. peseti 0,4400 0,4427 0,4429 Jap. yen 0,701000 0,70520 0,714000 Irskt pund 92,967 93,526 93,564 SDR 99,220000 99,81000 99,990000 ECU 73,2200 73,6600 73,6900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 *•»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.