Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 28
 > ^mtina FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Álver við Reyðarfjörð: Viröist ekki breyta neinu „Að okkar mati á þessi niðurstaða * Skipulagsstjóra rikisins ekki að trufla þær dagsetningar sem fyrir liggja í málinu. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki breyta neinu,“ sagði Guðmundur Bjamason, stjórnarformaður eignar- haldsfélagsins Hrauns, sem lét gera frummatsskýrslu um áhrif álvers á Reyðarfirði. Guðmundur sagði, að skýrsla skipulagsstjóra væri eðlilegur hluti af ferlinu. „Okkar sérfræðingar eru að meta þær þrettán athugasemdir sem hann setti fram. Þeir munu taka sér fáeina daga til að skoða málið og síðan verð- ur framhaldið ákveðið í Ijósi þeirrar athugunar." Nánar á bls. 4. -JSS * ísland reyndist japönsk eyja William Arkin og tveir aðrir bandarískir fræðimenn sem sögðust þess fullvissir að ísland væri eitt þeirra landa þar sem Bandaríkja- menn hefðu komið fyrir kjamorku- vopnum hafa nú viðurkennt í grein að hafa haft rangt fyrir sér. Þre- menningarnir höfðu getið í eyður á ritskoðuðum lista en ályktanir þeirra varðandi ísland reyndust Hf.-angar þar sem í eyðunni þar sem þeir töldu ísland vera átti að vera japanska eyjan Chichi Jima. Arkin fuflyrðir hins vegar að bandarísk yfirvöld hafi logið að ís- lendingum árið 1985 varðandi lista yfir lönd þar sem geyma mætti kjamorkuvopn á stríðstímum. -GAR Sundkappinn Örn Arnarson kom til landsins í gær eftir að hafa slegið í gegn á Evrópumeistaramótinu í sundi. Örn vann til gullverðlauna í 100 og 200 metra baksundi og er þetta besti árangur sem íslenskur sundmaður hefur náð á stórmóti í greininni. Fjölmenni fagnði Erni í Leifsstöð í gær við komuna til landsins. DV-mynd E.ÓI. Snarræöi tveggja lögreglumanna bjargaöi trillusjómanni: Munaði mínútum að bátinn ræki upp „Hann var kominn mjög nálægt berginu þegar við komum á staðinn - innan við hundrað metra frá. Þetta munaði bara mínútum," sagði Hörður Óskarsson, lögreglumaður ur Keflavík, sem bjargaði ásamt fé- laga sínum sjómanni af Árvík RE 60 úr lífsháska örskammt frá Hóls- bergi, rétt norðan Keflavikurbæjar í gærkvöld. „Það var leiðindaveður þama,“ sagði Hörður. Þegar Guðmundur Jó- hannesson á Árvík varð fyrir vélar- bilun og bátur hans nálgaðist Hóls- bergið talsvert hratt rétt um kvöld- matarleytið ákvað hann að hringja í Hörð félaga sinn sem er lögreglu- maður. Hann hefur verið í veikinda- fríi að undanfömu og var heima vegna meiðsla á handlegg. í klettana Hörður snaraðist af stað frá heim- ili sínu en hringdi i félaga sinn í lögreglunni sem var á vakt og bað hann um að koma með sér enda vissi hann að helst þarf tvo tfl við björgun þegar kvika er í sjó og koma þarf taug yfir í bát á sama tíma og standa þarf við stýrið. Árvík er tæplega tíu tonna neta- bátur. „Það er ekki hægt annað en vera tveir við svona lagað," sagði Hörð- ur. „Sjólagið þama var þannig að frákast var mikið frá berginu. Það var mikil kvika. Hinn báturinn var kominn mjög nálægt. Þetta eru leið- indaklettar þama. En okkur gekk vel að koma taug yfir í Árvík,“ sagði Hörður sem ekki var að bjarga kunningja af smábáti í fyrsta skiptiö. Hann sagði að aðeins 15-20 mínútur heföu liðið frá því að Guð- mundur hringdi í hann fyrst þangað til hann var kominn á bátnum með félaga sínmn út að Hólsbergi. „Þeir em oft að aðstoða hver ann- an þessir smábátasjómenn,“ sagði félagi Harðar í lögreglunni í Kefla- vik í morgun. -Ótt Veðrið á morgun: Snjókoma eða slydda Á morgun verður suðvestan 8-13 m/s. Snjókoma eða slydda um mest aflt land, þó síst á suð- austur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig sunnanlands en 0 til 4ra stiga frost nyrðra. Veðrið í dag er á bls. 37. Bílstjóri í rannsókn: Trúði ekki morðingjanum Leigubílstjóri á fimmtugsaldri hefur verið yfirheyrður af lögreglu i tengslum við morðið í Espigerði 4 og beinist rannsóknin að því hvort bílstjórinn hafi hylmt yfir með Elís Ævarssyni, meintum gemings- manni, þegar hann ók honum af morðstað. Samkvæmt heimildum DV hafði umræddur leigubílstjóri ekið Elís nokkrum sinnum skömmu áður en voðaatburðurinn varð í Espigerði en þeir þekktust vegna vinfengis bílstjórans við móður Elísar. Að sögn bílstjórans trúði hann ekki El- ísi þegar hann tjáði honum hvað gerst hefði heldur ók honum í hús við Skúlagötu. Samkvæmt frásögn bílstjórans mun aðeins hafa verið lítilræði af blóði á buxnaskálm far- þega hans sem síðar reyndist meint- ur morðingi í Espigerðismálinu. -EIR Þriggja bfla árekstur varð á Kringlu- mýrarbraut við Nesti í Fossvogi f gærkvöld. Jeppi ók á fólksbíl með þeim afleiðingum að fólksbíllinn kastaðist á annan fólksbfl. Slökkvi- lið Reykjavíkur mætti með tækjabíl en fiytja þurfti fimm manns á slysa- deild. DV-mynd HH Hampiöjan: Óróií mötuneytinu „Ef þeir kalla þetta jólagjöf þá þakka ég ekki fyrir mig,“ sagði starfs- maður hjá Hampiðjunni sem hrundið hefur á stað undirskriftasöfnun til að mótmæla hækkun í mötuneyti fyrir- tækisins. „Þeir voru að hækka mat- inn hjá okkur um 20 prósent og við erum flest á strípuðum Dagsbrúnar- töxtum," sagði starfsmaðurinn. Jón Guðmann Pétursson, fjármála- stjóri Hampiðjunnar, segir ekki rétt að maturinn í mötuneyti fyrirtækis- ins hafi hækkað um 20 prósent: „Ætli það sé ekki nær lagi að hækkunin sé um 15 prósent en það er eðlilegt að fólk mótmæli. Staðreyndin er hins vegar sú að maturinn hjá okkur hefur ekki hækkað í átta ár svo hér er um að ræða uppsafnaðan vanda. Starfs- fólk á ekki að líta á þetta sem ,jóla- gjöf‘ frá okkur því við erum vanir að gefa annað. í fyrra fengu tfl dæmis all- ir starfsmenn gjafakort í Kringluna," sagði Jón Guðmann Péturson, fjár- málastjóri Hampiðjunnar. -EIR ► f Postulínsdúkkur f í miklu úrvali ; Sími 567 4151 & 567 4280 r Heildverslun með leikföng og gjafavörur í * i i i * i i i / i i i i i i i i i / i i i / í i i i i i *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.