Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 1
• Jólafóndur I Sjónvörp fyrir þá sem þola ekki sjónvörp Jólagetraun DV • Litlujólin undir- búin ískólunum Eins og flauel „Það er nú þrautin þyngri að fínna til svona fá eftirlætlslög," sagði Rúnar Júliusson þegar biaðamaður DV hafði samband við hann til að inna hann eftir efrArlætisjólalögunum sínum. „Mér finnast flest lög með Nat King Cole alveg frábær. Röddin hans er alveg eins og flauel og þegar maður hlustar á lög eins og t.d. Christmas Song hríslast jólastemningin um mann," segir Rúnar. „Önnur lög á þeirri plötu eru lika alveg frábær. Ég held líka alitaf mikið upp á Mahailia Jackson og lagið hennar Come All You Faithful. Svo verð ég að nefha Þorláksmessukvöld með Engilbert Jenssen, Hvit jól með Björgvini Halldórssyni og Blue Christmas með kónginum, Elvis Presley. Ég held upp á fjölda ann- arra laga en þessi lög sem ég nefhi hér hef ég sett á fóninn á hverjum einustu jólum í 25 ár." Föðurland í jólapakkann „Ullarnærföt eru það sem ég myndi helst kjósa að fá í jóla- gjöf," sagði Eristján Baldursson, verslunarstjóri í Ellingsen, þeg- ar DV bað liaiin að velja sér jóla- gjöf í versluninni. Nœriötin sem Kristján valdi eru síðar nærbuxur eða föður- land og heilermabolur af gerð- inni Stillongs. Að sögn Kristjáns hafa þau fengist í Ellingsen til margra ára og gefið góða raun. „Þetta er góð jólagjöf og alltaf mikil sala á þess- um nærfötum fyrir jólin. Þau fást í öllum stærðum, bæði fyrir börn og full- orðna. Nærfötin eru úr 100% u 11 og afskaplega hlý. Það væri ekki amalegt að vera i svona klæðnaði eins og tið- in er þessa dagana í borginni. Þetta eru bara hreint út sagt ^i frábær nærfot," ,J(g sagði Kristján Baldursson í Ellihgsen. Ámi Bjömsson þjóöháttarfræöingur: „Ef ég mætti ráöa þá væri kjðtsúpa á aðfangadagskvöld." DV-MYND TEITUR Árni Björnsson þjóðháttafræðingur faldi jólagjafirnar fyrir börnunum sínum: „ Geymdi j ólapakkana niðri í kjailara" Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur segist alltaf hafa látið hvíla mikla leynd yfir jóla- pökkunum á meðan börn- in hans voru lítil. Þenn- an fjölskyldusið segist hann geta rakið til minningar' frá eigin bernskujólum. „Mln fskýrasta bernskuminn- ing tengist jólagjafa- menning- unni og þeirri Kristján Baldursson ^^ í Ellingsen: „Þetta eru hreint út sagt frábær nærföt." sprengingu sem varð árið 1940 þeg- ar kreppan hvarf." Árni var þá átta ára drengur og bjó hjá foreldr- um sínum í Dalsmynni vestur í Dölum. „Það-var auðvitað jólaborð og gjafirnar voru lagðar til hliðar við diskana. Það var ekki til siðs að alþýðufólk og bændur gæfu hvert öðru miklar gjafir. Ég hafði fengið vasabók og blýant." Gjafafjöldinn leyndarmál En skyndilega breyttust jólin. „Það bárust fregnir af pakka í póstinum, sem ekki hafði komist á leiðarenda vegna snjóa. Þegar tikynning um -pakkann barst í gegnum síma fór mágur minn af stað og braust suður fyrir fjallið á hestum. í miðjum jólamatnum birtist hann aftur með stóran pakka í hendi. Upp úr honum kom fullt af jólapökkum. Þetta var sending frá eldri systkinum mín- um sem voru komin til Reykjavík- ur í Bretavinnu." Árni segir að þessi myndræna minning hafi líklega setið i sér. Honum hafi alltaf þótt viðeigandi að láta ekkert uppi um pakkafjöld- ann við börnin á jólunum. „Mér fannst þegar ég var sjálfur kom- inn með börn að gjafirnar ættu að vera leyndarmál fram að jólamatnum. Við röðuðum pökk- unum aldrei í kringum jólatréð heldur geymdi ég þá niðri í kjall- ara og lét eins og það væru sama og engar jólagjafir. Krakkarnir nauðuðu alltaf um að fá að taka upp einn pakka fyrir matinn en ég „Mérfannst þegar ég var sjálfur kominn með börn að gjafirnar ættu að vera leyndarmál fram að jólamatnum. Við röðuðum pökkunum aldrei íkringum jólatréð heldur geymdi ég þá niðri íkjallara og lét eins og það væru sama og engar jólagjafir." streittist gegn þvi. Svo fór ég nið- ur þegar búið var að borða, setti nokkra pakka í poka og kom með þá upp. Fór svo niður aftur og náði í meira og þannig reyndi ég að halda í spennuna. Krakkarnir vissu aldrei hversu margir pakk- arnir voru en þeir voru oft ansi margir." Árni segist hafa lagt þennan sið niður þar sem börnin þrjú eru uppkomin og flutt að heiman. Börnin koma á annan „Það er ekki eins mikið umleikis við jólahaldið og á meðan börnin voru lítil. Ef ég mætti ráða þá væri borðuð kjötsúpa en ég hef ekkert um það að segja. Við erum oft með rjúpur en það kemur líka fyrir að við erum með nautalundir. Aðalat- riðið er að það sé borðað eitthvað virkilega gott." Árni segist ekki vera fastheldinn á matseðilinn. Feröu í messu á aöfangadags- kvöld? „Ég fer aldrei á kirkju á aðfanga- dagskvöld og hef líklega aldrei ver- ið viðstaddur aftansöng. Ég hlusta þó á jólamessuna í útvarpinu klukkan 18 en maturinn er borðað- ur um sjö. Á eftir er sest inn í stofu með kaffi og farið að taka upp þær tiltölulega fáu gjafir sem núorðið koma. Afgangurinn af kvöldinu fer i það að rýna í bækurnar," segir Árni. „Ég er yfirleitt ekki hjá börn- unum mínum á aðfangadagskvöld. Það hefur myndast sú hefð að þau fara til móður sinnar á jóladag og komi til mín á annan í jólum." -MEÓ. ftrakkar kvöld kemur til byggöa Þvörusleikir JAPIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.