Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 25 Píötudómur Mezzoforte - Garden Party Time: ★★★★ Ekki eintómar lumrrmr Sem betur fer er þessi geisladisk- ur ekki eintómar gamlar lummur. Raunar eru diskarnir tveir, svokall- aöur „bónus“-diskur fylgir með. Á honum er upprunalega útgáfan af Garden Party en aðaldiskurinn hefst með endurhljóðblandaðri út- gáfu lagsins með nokkrum viðbót- um. Upprunalega útsetningin hefur þó alltaf sinn sjarma enda útsetn- ingin hrein snilld og varlega er far- ið í breytingamar í þetta skipti en það hefur þó lengst um meira en tvær mínútur. Svonefnt „Can 7 mix“ er af öðrum toga, ekki flutt af Mezzoforte, með diskóstæl og hugn- ast eflaust ekki öllum, hljómsetning önnur og öll áferð. Einnig er hér framlenging af diskómixinu sem kallast Brazil mix, líklega ætlað diskótekum líka. Lagið virðist þola hvaða meðferð sem er og endist vel en það er svo sem engin furða því aö það er að áliti undirritaðs eitt besta lag íslenskt sem samið hefur verið og þó víðar væri leitað. Allt í allt kemur Samkvæmið í garðinum fyrir flmm sinnum á diskunum tveimur svo að titillinn á útgáfunni er ekki svo fráleitur. En það er fleiri góð verk hér að finna, ekki þau allra elstu þó, en Rockall, Midnight Sun og This is the Night eru á sínum stað. Eitt- hvað það skemmtilegasta við þessa tvo diska eru lögin tvö af „Monkey Fields", Blow og The Squid, enn fremur Stratus eftir trommarann Billy Cobham og Funkin' Marvelous - Jazz Funk Medley (bæði langa og „Lagið virðist þola hvaða meðferð sem er og endist vel en það er svo sem engin furða því að það er að áliti undirritaðs eitt besta lag ís- lenskt sem samið hefur verið og þó víðar væri leitað." stutta útgáfan) þar sem heyra má búta úr frægum fonk-lögum eftir David Foster, George Duke, Chuck Mangione, Spyro Gyra, Herbie Hancock og fleiri. Þetta spiluðu þeir strákamir alveg fimavel 1983 og svo var það hljóðblandað að nýju á þessu ári. Það mætti stinga upp á því sem samkvæmisleik hjá fonka- hólistum að geta upp á lögunum og höfundum þeirra meðan þessi sam- suða (medley) spilast. Ingvi Þór Kormáksson Plötudómur Gunnar Gunnarsson - Stef: ★★★ Ljúft og eigulegt Fyrir þremur árum kom út geisla- diskurinn Skálm með Gunnari Gunnarssyni píanóleikara. Þar lék hann á píanó ýmis lög í þeim stíl sem fengið hefur heitið skálm á íslensku. Þetta er svolítið gamaldags tegund pí: anóleiks eða ef til vill klassískur og hentar þeim sem leika einir á píanó. Bassaleikarar verða til að mynda yf- irleitt ekki hrifnir þegar píanisti fer að spOa á þennan hátt með hljóm- sveit og fer að þvælast fyrir því sem þeir eru að gera. Eins og stendur á plötuumslagi kemur skálmið í fyrstu úr klassískri tónlist og ragtime. Djasspíanistar á þriðja og fjórða tug aldarinnar þróuðu formið og má nefna nöfn eins og James P. Johnson, Fats Waller og Art Tatum í því sam- bandi. Nefha má líka að píanistar á borð við Earl Hines og Duke Ell- ington þekktu þennan hrynstíl vel, svo og fjöldi dinner-píanista og ekki má gleyma blúspíanistum. Það má kannski líka segja að samkvæmis- dansinn foxtrot sé skálmdans. Lögin sem Gunnar flytur á þessum diski eru vel flest í hægari kantinum, Exactly Like You sem er einna hrað- asta lagið er um það bil á þeim hraða sem venjulegast er að nota í flutningi þess. Bæði Nina Simone og Georgie Fame hafa gert því lagi meistaraleg skil og ýmsir fleiri. Samt er það ekki mjög þekkt. Hér ægir sem sé saman þekktum lögum og rnirrna þekktum, erlendum sem íslenskum. Gunnar hefur sjálfur samið eitt lag sem nefh- ist Gréta sem er alveg prýðistónsmíð. „Hér ægir sem sé saman þekktum lögum og minna þekktum, erlendum sem íslenskum...Ljúfur og eigulegur diskur." Af erlendu lögunum má nefna Over the Rainbow, Misty, n postino, Ach Vármeland du sköna og af innlendum Þín hvíta mynd, Sveitin miili sanda og Gettu hver hún er. Vert er að benda á athyglisverða hljómsetningu í síöasta laginu. Yfirleitt er ekki um að ræða stækkaða eða „stökkbreytta" hljóma á djassvísu enda hæfir það ekki músík af þessu tagi en auðvitaö gægist hljómakunnátta djasspíanist- ans Gunnars fram í þeim lögum sem títt er að lendi í klóm djassmanna. Ljúfur og eigulegur diskur. Ingvi Þór Kormáksson. Síðustu ár hefur skátahreyfmgin selt sígræn eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. **• 7 0 ára ábyrgð >* 7 2 stærðir, 90 - 500 cm f* Stálfótur fylgir t*. Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stofublómin Eldtraust Þarf ekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili **■ Skynsamleg fjárfesting Bandalag íslenskra skóta áw eýtiw- H A..SP BlNí LÍFSHÆTTA Saga Sigurfinns Jónssonar skotveiðimanns á Sauðárkróki Mál og mynd Sigurfmnur hefur allt frá barnæsku gengið fram af samborgurum sínum, hvort sem var við bjargsig, glæfralegar veiðiferðir eða annað háttarlag. Rúmlega fertugur lenti hann í hrikalegu slysi sem fátítt er að menn lifi af. Hann fékk í gegnum sig 11.000 volta háspennustraum og missti við það vinstri höndina upp við olnboga ásamt mestum hluta vöðvanna upp að öxl. Að auki brunnu lærisvöðvar á hægra fæti inn að beini. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Sigurfinni að ná sér eftir slysið og í dag er hann einn þekktasti og færasti skotveiðimaður landsins. Spennandi saga um veiðar og veiðimennsku Mögnuð bók um ótrúlegt lífshlaup eins helsta veiðimanns landsins r og 40% afsiál Úrval innlendra hlutabréf; igfismun Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun I fortlð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð. Kirkjusandur, súni: 560 8900 2 íslandsbanld, sími: 575 7575 Dæmi um félöa Markaðsverð Væqi (slensk erfðagreining hf. 55.539.789 20,7% fslandsbanki hf. 46.593.425 17,4% Opin kerfi hf. 40.121.103 15,0% Tryggingamiðstöðin hf. 32.828.400 12,2% SÍF hf. 20.130.000 7,5% Þorbjörn hf. 17.250.000 6,4% Önnur félög 54.258.376 20,8% Fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, vilja taka mikla áhættu með hluta af því og líta á eign í sjóðnum sem langtímaeign.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.