Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1999, Blaðsíða 4
jólaundirbúningurinn í Ega desember.: ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 Undirbúningur litlu jólanna í grunnskólum landsins: Flestir skólar landsins halda litlu jólin seint i þessari viku og er und- irbúningur víða í hámarki. Blaða- maður DV leit inn i Ölduselsskóla þar sem undirbúningur að helgi- leik, sem sýndur verður á litlu jól- unum þar á bæ, er að hefjast. Hóp- ur ákafra tólf ára krakka hópaðist að blaðamanni um leið og hann steig inn um dymar og rigndi yfir hann bónum um að taka viðtal við sig. Fyrsta spumingin var því um hvað helgileikurinn snerist: „Ja, sko, þessi helgileikur byrjar þannig að María og Jósef fóru að skrá sig, í Betlehem, var það ekki?“ Krakkcimir hugsuðu sig um og urðu sammála um það. „Svo fæddist Jesús í jötunni og allt svoleiðis. Svo eru vitringar og söngvarar og allt mögulegt í helgileiknum." Krakkamir sögðust vera mjög spenntir fyrir að leika en líka svolít- ið kvíðnir. „Við erum bara að byrja að æfa núna en það verður rosalega gaman að koma fram og leika fyrir alla krakkana og fjölskyldurnar okkar. Við vonum bara að okkur gangi vel á æfingunum þvi það er svo lítill tími til stefnu.“ Mikið er um jólalög í leikritinu, svo sem Nóttin var sú ágæt ein, Heims um ból, Þá nýfæddur Jesús og Bjart er yfir Betlehem. Krakkamir ljóma af spenningi og sannfæra blaðamann endanlega um að þessi helgileikur verði með þeim betri i ár. -HG Æfing fyrir helgileik á litlu jólunum í Olduselsskóla: ,Við reynum þess vegna að verðlauna þá sem eru þægir og góöir meö því að láta þá fá hlutverk í helgileiknum segir Auður Ögmundsdóttir kennari. Auður Ögmundsdóttir kennari: Alltaf gaman að vinna með krökkunum „Við erum búin að haida helgileik á litlu jólunum héma í Ölduselsskóla í um átta til tíu ár og hann hefur alltaf notið mikilla vinsælda," segir Auður Ögmundsdóttir kennari en hún er leikstjóri helgileiksins sem er haldinn árlega í Ölduselsskóla. Hvemig er að vinna með krökkunum að undirbúningi sýningarinnar? „Það er mjög skemmtilegt. Þeir eru þægir og góðir og þó þeir séu ákafir em þeir mjög ljúfir og það er alltaf gaman að því að vinna að því að halda svona leiksýningu," segir Auður. Hún segir að í upphafi hafi það verið hugmynd eins handmenntakennarans við skól- ann að halda helgileik á litlu jólun- um. „Hún saumaði búningana og sá alveg um þetta. Ákveðið var að sýnd skyldu atriði úr jólaguðspjaili Nýja testamentisins þar sem sagt er frá fæðingu Jesú. Sýningamar hafa alltaf gengið mjög vel og ailir verið ánægð- ir. Þessi kona hætti svo fyrir nokkrum árum og þá tók annar hand- menntakennari við leikstjórahiut- verkinu af henni en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé um að stýra krökk- unum.“ Þægu krakkarnir verðlaunaðir Auður segir að krakkamir séu ekki feimnir við að koma fram. „Þvert á móti. Þeir eru mjög ánægðir ef þeir fá að leika í helgileiknum og era frekar ósáttir ef þeir fá ekki að vera með. Við reynum þess vegna að verðlauna þá sem era þægir og góðir með því að láta þá fá hlutverk i helgi- leiknum en við reynum líka að styðja við bakið á þeim sem era minni mátt- ar. Þannig reynum við að gæta mis- munandi sjónarmiða í leikaraval- inu,“ segir Auður og brosir. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvem- ig jólastemningunni í Ölduselsskóla er háttað þessa dagana. Era nemend- ur og kennarar ekki í jólaskapi? Auður segir að jólastarfið sé rétt byrjað. „Krakkamir föndraðu um daginn og litlu jólin eru á fimmtudag- inn (á morgun). Við reynum að halda stemningunni í góðum farvegi og spenna krakkana ekki of mikið upp. Nú er allt orðið svo jólalegt í verslun- um og annars staðar að það er allt í lagi að hafa rólegt í skólanum. Þegar litlu jólin koma fara hins vegar allir í mikið jólaskap. Við dönsum í kring- um jólatréð og sýnum helgileikinn nokkrum sinnum yfir daginn fýrir mismunandi aldurshópa. Við fórum líka í kirkjuferð og jólasveinamir heimsækja yngri bömin. Krakkamir hlakka mjög mikið til og þá að sjálf- sögðu ekki síður til jólafrísins en jól- anna sjálfra. Helgileikurinn er eins konar endapunkturinn á skólanum þessa önn og allir fara heim í jólafrí, sælir og ánægðir." i -HG Þessir skemmtilegu strákar eru meðal leikenda í helgileik Olduselsskóla. Haraldur Rafn Pálsson leikur þjón Heródesar, Rúnar Steinn Benediktsson leikur Jósef, Kristinn Runólfur Guölaugsson leikur Heródes og ívar Örn . Hákonarson leikur einn fjárhiröanna. Jólagetraun frwra Hvern hitti jólasveinninn? Hvem eftirtaliima manna er jólasveinninn að ræða við? a) Pál Skúlason. b) Stefán Hilmarsson. c) Steingrím Hermannsson. Jólasveiiminn okkar leikur viö hvern sinn fingur þessa dagana. Hann ferðast glaöur í bragði víða um land og dreifir pökkum til allra jólabarna. Á ferðum síniun hittir Sveinki ýmsa þjóðþekkta karla og konur. Getur þú séð hver það er sem jólasveinninn hittir í dag? Til að auðvelda ykkur lesendum þrautina gefum við þrjá svar- möguleika. Ef þið vitið svarið þá krossið við rétta nafhið, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öll- um tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar I þrautimar hafa birst. 1 10 verðlaun Grundig-sj ónvarp og DVD-spilari I Jólagetraun DV - 8. hluti JHvem hitti jólasveinninn í þetta sinn? □ PálSkúlason □Stefán Hilmarsson □Steingrím Hermannsson Nafn:_____________________________________________________ Viimingamir í jólagetraun •Sr DV eru sérstaklega glæsilegir og til mikils að vinna með þátt- töku. Verðmæti vinninga, sem koma frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Bræðrunum Ormsson og Radíó- bæ, eru samtals 363.500 krónur. Fylgist með jólagetraim DV og fáið þannig tækifæri til að eign- ? ast einhvem hinna glæsilegu vinninga sem í boði era. Fyrsti vinningur I jólagetraun DV er frá Sjónvarps- H miðstöðinni, Síöumúla 2, Grundig-sjónvarpstæki, aö ” verðmæti 119.900 krónur, og DVDmnyndbandstæki aö verömæti 44.900 krónur. Heildarverðmæti lyrsta vinn- ings er 164.800 krónur. Grundig-sjónvarpiö er meö 28“ tomma megatron-myndlampa, 100 riöa myndtækni, CTI- litakerfi, flölkerfa móttakara, 2x20W Nicam stereó- hljóðkerfi, valmyndakerfi, textavarpi með íslenskum stöfum og 2xscart tengi og RCA og fjarstýringu. Sjón- varpinu fylgir fullkomið DVD-myndbandstæki frá Grundig, aö verömæti 44.900 krónur. Heimilisfang: Staður: _____________________________________Sími:___________ Sendist tii: DV, Þverholti II, 105 Reykjavík. Merkt: JólagetraunDV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.