Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Fjöldi sakborninga mun jafnvel nálgast tvo tugi í stóra fikniefnamálinu: Flókin stórrétt- arhöld fram undan - 9 bíla og 18 lögreglumenn þarf til að flytja menn til og frá dómhúsinu Lögreglan í Reykjavík er um það bil að ljúka við frágang í fíkniefna- málinu umfangsmikla sem kom fyr- ir almenningssjónir snemma í sept- ember eftir að starfsmenn embættis- ins höfðu unnið við rannsókn þess allar götur frá því í vor. Að sögn Jóns Snorrasonar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra geng- ur rannsókn þess hluta málsins sem þar er prýðilega. Því er búist við að málið allt geti saman farið í ákæru- meðferð hjá ríkissaksóknara fljót- lega eftir áramótin. Þeir sem til þekkja eru sammála um að réttarhöldin sem fram undan eru verði gríðarlega umfangsmikil - sennilega þau stærstu sem fram hafa farið hér á landi hvað varðar fjölda sakbominga í sakamáli. Búist er við að hátt í á annan tug sakborninga verði ákærður. Það þýðir að illframkvæmanlegt verður aö koma öllum þeim fjölda fyrir I stærsta héraðsdómsal þjóðarinnar ásamt verjendum sínum, sal númer 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gefi menn sér að sakborningamir verði 15 og verjendur jafnmargir er að- eins þar um að ræða þrjá tugi manna. Hvað varðar fíkniefnadeild lög- reglunnar er það embætti nú með 9 menn í gæsluvarðhaldi sem hafa verið úrskurðaðir þar til 15. mars. Þetta eru þeir sem m.a. hafa játað umfangsmikinn fíkniefnainnflutn- ing, sölu og dreifíngu. Jafnvel er bú- ist við að mál nokkurra annarra, sem nú ganga lausir, verði einnig send í ákærumeðferð í tengslum við fíkniefnamálið sjálft. Ríkislögreglustjóri hefur fengið 3 menn úrskurðaða í gæsluvarðhald Sakborningar í málinu er mishressir meö þá athygli sem þeir fá. Þessi vandaöi ekki fjölmiölum kveöjurnar á dögunum. DV-mynd S en þeim hefur nú öllum verið sleppt. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en þeir verða ákærðir úr hópi allra þeirra sem embættið yfirheyrði í tengslum við efnahagsbrot tengd fíkniefnasölu. Tugir voru yfirheyrð- ir hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Manna á meðal í lögreglu- og dómskerfinu hefur talsvert verið rætt um að reyna að skipta þessu griðarmikla máli upp. Taka t.a.m. efnahagsbrotin sér og innflutnings- málin sér og í þriðja lagi að ákæra hugsanlega þá sem ganga lausir og játuðu sölu og dreifingu aðskilið frá niumenningunum sem nú sitja í gæslu. Þeir hafa margir hverjir ját- aö miklar sakargiftir, jafnvel langt aftur í tímann. Sumir þeirra hafa reyndar dregið hluta af þeim játn- ingum til baka eftir að þeir fóru í svokallaða lausagæslu. -Ótt Á heimleið eftir kynnisferð til Flugleiða: Fóru grátandi frá borði - vegna drykkjuláta starfsmanna Drykkjulæti og óspektir tíu manna hóps í flugi Flugleiða til Baltimore í síðustu viku urðu til þess að bandarískir ferðamálafrömuðir, sem verið höfðu hér á landi í kynn- isferð á vegum Flugleiða, fóru „grátandi frá borði“ ytra eins og sjónarvottur orðaði það. Höfðu þeir á orði að aldrei fyrr heföu þeir lent í annarri eins flugferð. „Þvi miður reyndist hluti farþeg- anna sem þama olli ónæði vera á launaskrá hjá okkur þannig að við ætlum að kanna málið ofan í kjöl- inn. Það fer eftir eðli málsins hvort einhverjir veröa reknir,“ sagöi Ein- ar Sigurðsson, aðstoðarmaður for- stjóra Flugleiða, í gær. „Við mun biðja þá farþega sem urðu fyrir ónæði vegna þessa afsökunar." Gera má ráð fyrir aö Flugleiðir verði að senda hátt í hundrað manns afsökunarbeiðni eftir Baltimore-flugið því varla var líft í flugvélinni á leið- inni út - háreysti, köll og stöðugt ráp farþega sem drukku án afláts þannig að flugfreyjur fengu við ekkert ráðið. Samkvæmt heimildum DV samdi fyrsta flugfreyja 50 síöna skýrslu um flugferöina við heimkomuna og sendi yfirstjórn Flugleiða. Farþegamir sem voru valdir að ólátunum með drykkjuskap sínum eru starfsmenn Flugleiða á Keflavíkurflugvelli og voru allir á afsláttarmiðum félagsins. Unnið er að samningu afsökunarbréfs til bandarísku ferðamálafrömuðanna og annarra farþega í höfuðstöövum Flugleiða en við starfsmönnum félags- ins á Keflavíkurflugvelli sem misstu stjóm á drykkju sinni á leiðinni til Baltimore blasir uppsögn. -EIR Einar Sigurös- son. Eiríkur Hjálmarsson frá Bylgjunni: Nýr ritstjóri á Vísi.is - ögrandi verkefni, segir Eiríkur „Nýtt starf, ný öld, nýr miðill. Þetta er geysilega spennandi og ögrandi verkefni," segir Eiríkur Hjálmarsson sem ráðinn hefur ver- ið ritstjóri Vísis.is og tekur við því starfi um áramótin. „Stefnan er sú að Vísir.is verði fjölfömustu gatnamótin á hinum ágæta íslenska hluta Netsins. Þang- að mun fólk sækja tíðindi og versl- anir eða hitta annað fólk fyrir. Það verður hlutverk okkar, sem munum sjá um Vísi, að þar verði hlutimir að gerast og þar geti fólk leitað alls sem það þarf í sínu daglega amstri. Markmiðið er að auka enn sjálf- stæði Vísis og efla tæknihlið þjón- ustunnar," segir Eiríkur. Eirikur, sem er 35 ára gamall, hefur nú verið dagskrárstjóri Bylgj- unnar í eitt ár en hann hefur starf- að hjá íslenska útvarpsfélaginu samfleytt í sjö ár og steig sín fyrstu skref í fjölmiðlum á Bylgjunni árið Eiríkur Hjálmarsson: „Markmiðiö er aö auka enn sjálfstæöi Vfsis.“ 1988 á meðan hann var enn í námi erlendis. -GAR Lundinn er í augum margra útlendinga þjóöarfugl Islendinga, aö sögn Braga Einarssonar í Eden þegar hann er spuröur um stóran lunda úr tré sem prýö- ir anddyri Edens. Margir hafa gaman af því aö mynda börn sín meö lund- anum. DV-mynd Eva Arnar yfir milljarðinn Frystitogarinn Arnar frá Skaga- strönd hefur sett nýtt íslandsmet hvað varðar aflaverðmæti á einu ári. Þegar DV ræddi við Ágúst Ómarsson stýrimann i morgun sagði hann að aflaverðmæti í þeirri veiðiferð sem nú stendur yfir næmi 80-90 milljónum króna en heildaraflaverðmæti á árinu væri komið í 1 milljarð og 16 millj- ónir króna. Seuntals hefur skipið veitt um 6.700 tonn og er mikill hluti þess þorskur. Hásetahlutur á skipinu er um 8 milljónir. Um það var rætt að Samherja- skipið Baldvin Þorsteinsson reyndi einnig við milljarðs króna markið. Stýrimaður þar um borð sagði í morgun að það myndi ekki verða, enda hefði skipið ekki slíkar afla- heimildir í þorski að slíkt væri mögulegt. -gk Engar tafir Finnur Ingólfsson iðnaöaráð- herra telur að hægt verði að taka lokaá- kvarðanir um álver í Reyðar- firði og Fljóts- dalsvirkjun fyr- ir 1. júní þótt skipulagsstjóri telji að meta þurfi frekar um- hverfisáhrif álversins. Mest kvótaaukning Norðurland eystra er það kjör- dæmi sem hefur bætt langmestu við sig í aflamarki frá því kvóta- kerfið var sett á árið 1984, eða úr 14,9% í 22,0%. Dagur greindi frá. Bankasala í dag í dag hefst sala á hlutabréfum i Landsbanka og Búnaðarbanka. Seld verða 15% bréfa í hvorum banka. Þetta á að skila ríkissjóði 5 milljón- um króna. Almenningur hefur tvo daga til að skrá sig fyrir bréfum. Vilja Rúnar Rúnar Gunnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, fékk meirihluta atkvæða í út- varpsráði þegar ráðið fjallaði í dag um ráðningu nýs dagskrár- stjóra innlendrar dagskrár hjá Sjönvarpinu. RÚV sagði frá. Skattaafsiáttur ólöglegur Eftirlitsstofnun EFTA segir aö reglur EES um íjármálaviðskipti séu brotnar þar sem eigendur ís- lenskra ríkis- skuldabréfa greiða ekki af þeim eignaskatt og að kaupendur hlutabréfa í ís- lenskum fyrir- tækjum fá skattaafslátt. Geir H. Haarde íjármálaráðherra sagði á Stöð 2 að þessar athuga- semdir væru óþarfa smámunasemi og þras. Sprengiefni fannst Meirihluti 50 kg af sprengiefni, sem stoliö var úr gámi viö bygg- ingasvæði við Hagasmára 1 fyrir tíu dögum, fannst í gámi á Tungu- hálsi í Reykjavík eftir nafnlausa ábendingu. Meiri skatttekjur Þenslan í þjóöfélaginu hefur orðið til þess að skatttekjur ríkis- sjóðs eru margfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir i fjárlögum ársins 1999. Þetta kemur fram nú við afgreiðslu fjáraukalaga. Vís- ir.is sagði frá. 10 hótel Tíu hótel heíja starfsemi hér á landi á næsta ári, þar af 8 á lands- byggöinni. Fjölgar herbergjum þá um 350. RÚV sagði frá. Fleiri neikvæðari 20% aöspurðra í nýrri skoðana- könnun Gallups segja að umræðan um virkjun og álver á Austurlandi á Alþingi og í fjölmiðlum að undan- förnu hafi gert þá neikvæðari gagn- vart því að ráðist verði i fram- kvæmdirnar en 14% segjast vera orðnir jákvæðari. Mbl. sagði frá. 4,5% verðbólga Þjóðhagsstofnun spáir að verð- bólga milli áranna 1999 og 2000 aukist um 4,5%, 0,5 prósentustig- um meira en samkvæmt þjóðhagsáætlun frá í október. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir ís- lendinga eyða of miklu en ríkið hafi gert sitt til að slá á þensluna. Opnunartími Veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 01 á Þorláksmessu og til kl.18 á aðfangadag. Allt skemmmt- anahald er bannað á jóladag en ann- an dag jóla er skemmtanahald leyfi- legt frá kl.18 til kl. 03 um nóttina. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.