Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Fréttir Frétt DV að ferjur þurfi ekki fjarstýrðan sleppibúnað veldur uppnámi: Siglingaráð boðað á skyndifund í dag - glórulaust að undanskilja ferjur, segir formaður Sjómannasambandsins „Þetta var hvorki kynnt né sam- þykkt í siglingaráði. Það var ekki fjallað um ferjur og sleppibúnað. Þetta er glórulaust. Ég hef árum saman barist fyrir sleppibúnaði og hvað varðar samræmingu á reglum EES og ILO-reglunum. Það áttu öllu skip að falla undir kröfuna um sleppibúnað að undanskildum stóru flutningaskipunum sem eru meira og minna útflögguð. Þegar málið var kynnt og til umræðu var enginn undanskilinn og sleppibúnaður átti að vera í öllum íslenskum skipum," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands og einn þeirra sem sæti eiga í siglingaráði, um þær reglugerðarbreytingar sem gildi tóku þann 6. desember varð- andi fjarstýrðan sleppibúnað og undanþágur frá því að hafa slikan búnað. Undanþegnar reglunum eru ferjur á borð við Hríseyjarferjuna eins og DV greindi frá á mánudag. Uppnám varö vegna fréttarinnar og heimildir blaðsins herma að menn Siglingastofnunar hafi verið kallað- ir fyrir samgönguráðherra í gær og þeir krafðir skýringa. Guðmundur Guömundsson, for- stöðumaður skoðunarsviðs, sagði við DV á sunnudag að Hríseyjarferj- an væri undanþegin kröfu um fjar- stýrðan sleppibúnað. „Það gæfi bara falskt öryggi. Það þyrfti sleppigálga á alla báta um borð og þá yrði kostnaðurinn gríðarlegur því gálg- inn kostar 3-400 þúsund krónur,“ sagði Guðmundur á sunnudag. Hann var einn þeirra sem kallaðir voru á ráðherrateppið í gær og þeg- ar DV ræddi við hann neitaði hann að segja neitt umfram það sem haft var eftir honum í blaðinu. Umrædd reglugerð var samin innan Siglingastofnunar og undan- þágan frá sjálfvirkum sleppibúnaði, eða svokölluðum skotgálga, sem gef- in er fyrir ferjur virðist koma flatt upp á marga. Breytingar á reglu- gerðum ber að taka upp í siglinga- ráði lögum samkvæmt en þeir aöil- ar ráösins sem DV hefur rætt við Hríseyjarferjan Sævar. Eitt örfárra skipa sem ekki þurfa lögboöinn sleppibúnaö einu handtaki á staðnum ..." í þessu liggur kjami málsins því losunar- búnaður er allt annað en sleppibún- aður. Þá þýðir „á staðnum" einfald- lega að á ferjum þarf að vera hand- fang við björgunarbátana sem kippt er í til að bátamir fari í sjóinn. Öll önnur skip skulu hafa fjarstýrðan sleppibúnað þannig að hægt sé að losa bátana frá skipinu frá sijóm- palli. Þeir sem gagnrýna laumuspil með ferjumar segja í raun fráleitt að þær einar skipa skuli ekki þurfa sleppibúnað. Hvergi sé meiri ástæða en í ferjunum þar sem tugir farþega séu gjarnan um borð og þekki ekki til réttra viðbragða í sjávarháska. Eftir langar og strangar fundarset- ur í ráðuneytinu i gær var send út tilkynning þar sem því var lýst að í frétt DV væri rangt að ekki væri krafíst sjálfvirks sleppibúnaðar í Hríseyjarferjunni. Hið rétta er, segir ráðuneytið, að gerð verður krafa um sjálfvirkan losunarbúnað í Hríseyj- arferjunni i samræmi við alþjóðlegar Sturla Böövars- Sævar Gunnars- son samgöngu- son, formaöur ráöherra. Sjómannasam- bandsins. telja sig hafa verið blekkta þar sem þeim hafi ekki verið kynnt málið sem skyldi þegar um svo róttæka breytingu væri að ræða. Svo er að skilja á fulltrúum í siglingaráði að laumað hafí verið inn ákvæði í 7. grein þar sem segir: „Farþegaskip, önnur en þau sem falla undir gr. 7.1.1, skulu vera með losunarbúnaö þar sem unnt er að losa gúmmí- björgunarbátana frá skipinu með Viðskiptalán Það er gott þegar þeir sem standa í við- skiptum eru heppnir með viðskiptavini. Það getur fyrrverandi lög- fræðingur í landbúnað- arráðuneytinu og jarðasölumaður stað- fest. Og þegar menn eru jafnheppnir með viðskiptavini og raun ber vitni eiga þeir að þakka fyrir slíkt lán og vera ekki að gera veð- ur út af smámunum. Stórafsláttur af vöru skiptir þá engu máli. Það er betra að selja góðum viðskiptavinum ódýrt en setja upp hátt verð og þurfa síðan að standa í stappi við ein- hver ólíkindatól. Heppnir ráðuneytis- menn sjá nú að það var tóm firra að ætla að fá 4,4 milljónir fyrir jörðina Hól á Fljótsdalshéraði eins og fyrrverandi ráð- herra hafði gert sér hugmyndir um 1997. Og það var aumkunarverður afsláttur sem boðiö var upp á skömmu síðar þegar verðmiðinn sýndi 3,2 millj- ónir. Happafengur ráðuneytismanna, hin áhuga- sömu framsóknarhjón á Héraði, vildu frá upphafi gefa 400 þúsund krónur fyrir Hól. Og Dagfari skil- ur ekkert í því, frekar en þingmaöur hjónanna, að ekki skyldi tafarlaust gengiö að tilboði þeirra. Aörir eins viðskiptamenn voru vandfundnir - það átti eftir að koma á daginn. En þegar röggsamur ráðherrann var orðinn- leiður á samningaþófinu, sem staðið hafði í fjög- * ur ár, tók hann af skarið og seldi hjónunum jörð- ina á hálfa aðra milljón. Enda var hann að hlaupa út úr dyrunum í annað starf og einhvem tíma varð málum að ljúka. Hjónin létu til leiðast, enda heppin með viðskiptavin eins og ráðuneyt- ið. Og þó ráðuneytið væri heppið með viðskipta- vini þegar upp var staðiö reyndist lán hjónanna allt annað og meira. Jörðinni fylgdu vatnsrétt- indi sem reiknimeistarar mátu á margar milljón- ir króna, margfalt söluverðið. En fátt er svo með öllu gott að ei boði nokkurt illt. Fjölmiðar tóku að rýna í þessi viðskipti og stóðu skilningsvana frammi fyrir hamingju hjónanna og ráðuneytis- manna, svo ekki sé talað um velvilja ráðherrans. En ráðuneytið var heppið með viðskiptavini eins og áður sagði og afsöluðu hjónin sér öllum vatns- réttindum, þó svo að þau hefðu allan rétt sín meg- in og þyrftu ekki að gera það. Þau vildu ekki láta núa sér því um nasir að hafa verið á höttunum eftir miUjóna vatnsréttindum á afsláttarkjörum. Og þar sem þau voru svona góðir viðskiptavinir var ástæðulaust að vera að núa ráðherranum fyrrverandi því um nasir að hafa selt Hól á lager- útsölu og því síður smámunum eins og þeim að hafa verið að hygla flokksgæðingum eða gera þingmanni kjördæmisins til hæfis. Því viðskipta- vinir eins og framsóknarhjónin á Héraði eru ekki á hverju strái. Það er stóra málið. í ljósi þessa er fullskiljanlegt að öörum hafl ekki verið gefið ráð- rúm til að bjóða í jörðina. Ráðherrann fyrrver- andi og lögfræöingur ráðuneytisins geta verið fullsæmdir af sölu Hóls. Dagfari reglur og kröfur nýrrar til- skipunar EES um öryggi far- þegaskipa. Hvað sem yfirlýsingu sam- gönguráðuneytis líður stend- ur eftir að ferjur eru undan- þegnar fjarstýrðum sleppi- búnaði en öllum öðrum ís- lenskum skipum er skylt að nota slíkan búnað frá og með áramótum. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra viðurkenndi í samtali við DV að ákvæðið um ferjur þýddi að ekki þyrfti fjarstýrðan búnað á gúmmíbáta ferjanna. Hann sagðist undrandi á gagnrýni þeirra fulltrúa sem sæti ættu í siglingaráði og hefur boðað þá til skyndifundar í dag vegna málsins. „Það er mjög alvarlegt mál þegar fulltrúar í sigl- ingaráði samþykkja reglur sem fjallað er um á þremur fundum en hafa ekki áttað sig á þeim. Siglingaráð er ráðherra til ráðgjafar og þaðan bárust engar at- hugasemdir. Ég hafði forgöngu um að hrinda í framkvæmd lögum um losunarbúnaöinn og hef tekið fullt mark á ráðgjöf. Umrædd reglugerð var samþykkt einróma í siglinga- ráði þann 12. nóvember,“ sagði Sturla. Aðspurður sagðist Sturla ekki útiloka að horfið yrði frá undan- þáguákvæðinu um ferjumar. „Ég vil heyra hvað menn hafa fram að færa og útiloka ekkert fyrir fram,“ segir Sturla. Hann sagði að þrátt fyrir að ferj- ur á borð við Hríseyjarferjuna hefðu undanþágu frá skotbúnaðin- um væri ekkert sem bannaði að sá búnaður yrði settur upp. Það er Vegagerðin sem á Hríseyjarferjuna en það ríkisfyrirtæki heyrir undir samgönguráðherra. Rétt er að taka fram að við smíði Hríseyjarferjunn- ar hefur ekki verið reiknað með skotgálga. -rt Gagnkvæmur skilningur Bubbi Morthens sat í Kringl- unni á dögunum og veitti þar árit- un á nýja geislaplötu sína. Fjöldi hafði áhuga á að fá rithönd Bubba á nýju plötuna og þyrptust margir að. En Bubbi, sem mun vera mikill áhuga- maður um vemdun Eyjabakka, vildi ekki láta aðdáend- urna fá áritun 1 sína fyrirhafnar- laust. Á borðinu var undirskrifta- listi með áskoran um að Fljótsdals- virkjun fari i umhverflsmat. Þó ekki hafi verið hafðar uppi kröfur um að þeir sem fengu áritað skrif- uðu sig á listann eöa að sá gjöming- ur hafi verið skilyröi fyrir áritun Bubba þykir víst að „gagnkvæmur skilningur" hafi tryggt mörg nöfn á undirskriftalistann þennan dagspart i Kringlunni... Barkar á skilorði Fjórum kórfélögum í Karlakór Reykjavíkur, þar af einum sem ver- ið hafði í kómum í áratug, hefur verið gert að hætta þar sem þeir þóttu ekki uppfylla kröfur sem gerðar em-til söngmanna á þeim bæ að undan- gengnu prófi hjá Signýju Sæ- mundsdóttur söngkonu. Eins og gengur eru mis- jafnar skoðanir um þessar aðgerðir og sönghæfileika umræddra manna. Ganga sumir svo langt aö tala um hreinsanir í Karlakómum en eftir því sem DV kemst næst munu átta kórfélagar til viðbótar vera á sérstöku skilorði eins og það er kallað. Er þá fylgst sérstaklega með söng þeirra, þ. á m. aldursein- kennum eins og þeim þegar tenórar siga eða verði latir og bassamir grynnka. Já, það getur verið erfltt að halda hinum eina sanna tóni þegar dynur í um 70 börkum... Stílsnilld Nú fara bókaauglýsingar að ná há- marki og vist að margir forleggjarar eru orðnir vemlega spenntir yfir bóksölunni fyrir þessi jól. Bókaút- gáfan Fjölvi hefur ekki látið mikið fyrir sér fara í auglýsinga- flóðinu en í gær mátti þó sjá heilsíð- ur frá Þorseini Thorarensen. Meðal bóka sem hann auglýsir er 1 Silmerillinn, síð- asta verk J.R.R. Tolki- ens. Gaman er aö lesa auglýsinga- texta með bókinni en þar stendur að bókin sé svo nýkomin út að dómar hafi ekki enn birst. Svo segir:.en hægt er að treysta stUsnilld og orð- kynngi Tolkiens-þýðandans Þor- steins Thorarensen.“ Sjálfshólið má túlka sem svar við heldur óvæginni gagnrýni sem birtist hér í blaðinu á dögunum og fjallaði um þýðingu Þorsteins á öðra ritverki... Annar Gísli í Sandkomi i gær var sagt frá umfjöliun og myndum héraðsfrétta- blaðsins Skessuhoms um fengitim- ann þar sem lesendur sáu mynd af hrúti að ljúka sér af í hólk sæðarans. Var þess getið að ritstjóri Skessu- horns væri Glsli Einarsson. Það er líka satt og rétt. Hins vegar birtist með korninu mynd af nafna hans, þingmanni Samfylking- arinnar á Vesturlandi. Sá Gísli rýn- ir sjálfsagt í Skessuhorn af og tU en kemur hvergi nærri ritstjóm þess ágæta blaðs... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.