Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 11 menning Dáið þér Brahms? Robert Schumann þráöi að verða mikill píanóleikari en varð að láta sér nægja að vera 1 öðru sæti á heimilinu. Konan hans, Clara, var miklu betri, þrátt fyrir að Robert legði hart að sér og beitti ýmsum nýstárlegum brögðum. Eitt af því var að reyna að þvinga í sundur löngutöng og baugfingur, sem eru hálfgerðir síamstvíburar, með því að skera á milli og halda sárinu opnu á meðan það var að gróa. Einnig notaði hann gorma og lóð til að liðka finguma og kemur þvi ekki á óvart að hann skuli hafa eyðilagt á sér hendumar. Enginn heilvita maður æfir sig svona á píanó, enda þjáðist Schumann af geðtruflunum. Samt var Schumann miklu betra tónskáld en eiginkonan, sem reyndi líka töluvert fyrir sér í tónsmíðum. Á nýútkomnum geisladiski með Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Guðríði St. Sigurðardóttur píanó- leikara getur að heyra þrjár Rómönsur op. 22 eftir Clöru Schumann og þar finnur maður ekki þá dramatísku dýpt og skáld- skap sem einkennir verk Roberts þó tónlistin sé annars ágætlega samin og innan um séu góðar hugmyndir. Hún er bara svo lík því sem Brahms Hljómplötur Jónas Sen samdi, sérstaklega fiðlusónötunum, að manni getur ekki annað en fund- ist hún vera stæling. Clara er samt léttari en Brahms og því má segja um þessar Rómönsur að þær séu einhvers konar diet-Brahms eða jafnvel Brahms í tjullpilsi. En flutningurinn á geisladiskin- um er ekta, Auður er frábær fiðlu- leikari með örugga tækni og þægi- lega túlkun sem er ekkert að troða sér niður i hálsmálið á áheyrandan- um. Þrátt fyrir alla rómantíkina á geisladiskinum, smáverk eftir Si- belius og þriðju sónötu Griegs er spilamennskan alltaf öguð og tær og túlkunin sömuleiðis nútímaleg og hóflega tilfinningasöm. Ennfremur er Guðríður hin fagmannlegasta og fylgir fiðluleikaranum fullkomlega enda einn af reyndari kammermús- íkspilurum landsins. Þetta er geisladiskur sem er ljúf- ur áheyrnar og skemmir ekki að rómantíkin leysist upp í seinni helmingnum og verður að dreym- andi impressíónisma Ravels og Debussys. Sérstaklega verður að geta g-moll sónötu Debussys sem er glæsilega leikin, túlkunin bæði myndræn og dularfull. Upptaka Halldórs Víkingssonar er í góðu jafnvægi, endurómunin hæfileg og raddir hljóðfæranna skýrar, og er þetta því hinn eiguleg- asti geisladiskur. Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Guð- ríður St. Sigurðardóttir, píanó. Japis Laugavegi 51 (2. hæð) Gengið inn hjá Versluninni Djásn Vörurfrá adidas pumn Rccbok og fleirum íhróttagallar Úlpur Skór Töskur Flíspeysur Bolir Stakar buxur Fótboltatreyjur Erobikkfatnaður BftjtWÐjlltr Laugavogur Cosmo Kjörgarður Opið í desember sam- kvæmt afgreiðslutíma verslana við Laugaveg í Jol i Hagkaupi 'r- r ' . ■ ■■ . ’t- ,íi Nýtt> greiðsíukorta W tímabil ^ mmmm ■ , f % ^ og í Kringlunni frá 16. des ' ' ' Hl... Meira úrval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.