Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 tnenning Sægreifareyfari í vinsælu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Haflnu, sem sýnt var fyrir fullu húsi mánuðum saman fyrir nokkrum leikárum, er tekist á um ástina, aflabrögðin og kynslóðimar. Þórður, gamall útgerðarjálkur í sjávarþorpi, boð- ar til sín afkomendur sina sem all- ir hafa brugðist vonum hans og ætlar að tilkynna þeim hvemig hann hyggst verja gróðanum af ævistarflnu. Áður en af því verður deyr hann og við blasir viður- styggð eyðileggingarinnar: bömin sópa til sín góssinu og hirða hvorki um útgerðina né afkomu byggðarlagsins. í Sægreifl deyr eftir Áma Berg- mann er svipað þema og margt líkt. Ólafur jöfur, sem svo er kall- aður, minnir mjög á Þórð í Haf- inu. Hann er af gamla skólanum og hefur brotist til metorða. Fyrir hans tilstilli aðallega hafa Álf- heimar, öflugur útgerðarbær úti á landi, vaxið og dafnað. Þegar Ólaf- ur hyggst setjast í helgan stein sér hann fram á að ekkert bama hans er verðugt þess að taka við stjórn- artaumunum. Þau hins vegar bíða eftir því að þessi kaldi og tilfinn- ingalausi maður geispi golunni svo þau geti um frjálst höfuð strokið - og fengið arfinn. Hann boðar þau á sinn fund, öll eru þau fjárþurfí og undir álaginu sýna þau sitt skítlega eðli hvert gagnvart öðru og fóður sínum. En ekki fer allt sem ætlað er. í byijun bókar kynnir leiðsögu- maður þennan ímyndaða kaupstað á Islandi, höfuðborg dreifbýlisins. Hann leiðir lesandann inn í sögima með ákaflega erótískum landslags- lýsingum og fylgir honum út úr Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir henni aftur. Öðru hvoru skýtur hann upp kolli að nýju og fjasar t.d. um atgervi og dugnað íbúanna, al- gerlega ónæmur fyrir aðsteðjandi ógnum. Böm Ólafs eru kynnt hvert í sínu horni þar sem þau sinna sín- um hugðarefnum. Bjöm er skýja- glópur og gróðaflkill af verstu gerð, hver einasta hugsun hans snýst um féþúfumar í ferðaþjónustunni. Sig- rún systir hans er fráskilin og misskilin fyrrverandi fyllibytta og Gunnar er misheppnað skáld sem haldinn er klisjufælni. Persónu- sköpunin er trúverðug að mestu leyti en þó eru persónur eins og Rakel, ráðskona Ólafs, og Ársæll, lögfræðingurinn feiti og viðsjár- verði, frekar einhliða týpur. Rakel, sú eina sem ber biblíunafn, er ekkert nema trúin, gæðin og fómfýsin og klækjarefnum Ársæli bregður fyrir í reyfurum allra tíma. Stíllinn er fjörugur og kraftmik- ill, myndmálið hressilegt og sögu- maður er skemmtilega ágengur. Sjónarhornið skiptist ört á milli persóna og bygging sögunnar minnir mjög á reyfara, t.d. upp- gjörið í lokin þar sem allar persón- umar eru saman komnar og titill sögunnar verður til. Allmikil þjóð- félagsumræða fer fram í sögunni. Haldnar eru andríkar ræður um smáflskadráp, kvótabrask, fisk- vinnslu í landi og úti á sjó, ferða- mannahark, fjölskyldutengsl, skáldskap og bókmenntir. Hvort kvótinn sé lögleg eign útgerðar- manna eða þýfl ættu allir að velta fyrir sér, sægreifar jafnt sem land- krabbar. Þessari spumingu er velt upp í sögunni og ádeilan er bein- skeytt. Líkt og í Haflnu mætast stálin stinn, gamlar hugsjónir og ný gildi takast á en alltaf er sama gróðasjónarmiðið og eiginhags- munapotið að baki. Sægreifi deyr er skemmtileg lesning og ættu menn ekki að láta bókarkápuna fæla sig frá. Árni Bergmann Sægreifi deyr Mál og menning, 1999 13 Fullt of jólatilboöuin. OpiS alla daga til jóla, 10-21, sunnudagal3-18. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. * 5ERVALIN JOLATRE ★FALLECRl TRÉ ★ LÍTILSEM $TÓR ★ ENOIR RUNNAR ★ BETRAVERÐ <(e>Ue5 OPÍDTIL KL. 22°° ÖLL KVÖLD TIL JÓLA MIKLATORGI V/BSÍ 562 2040 ALASKA ELSTA JÓLATRÉSSALA Á ÍSLANDI S. SENDUM UM LAND ALLT 108 Reykjavík Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugard. 10-20 sunnud. 13-18 Sunnuhlíð sími:462 4111 Toppur 2.390 Pils 2.490 Kjóll 4.990 Faxafeni 8 sími: 533 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.