Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 31 Sport Bland í poka Kristinn Björnsson er í 17. sæti svig- keppni heimsbik- arsins á skiðum þegar tveimur mótum er lokið. Kristinn hefur 29 stig en þau hlaut hann fyrir 9. sæt- ið á fyrsta mótinu í Bandaríkjunum. Á mótinu í Madonna á Ítalíu í gær- kvöld krækti hann í hlið og féll úr keppni. Nígeriski landsliðsmaðurinn Taribo West er að yfirgefa Inter Milano og fer í staðinn til erkifjendanna í AC Milan í janúar. Það var íþrðttablaðið Gazzetta dello Sport sem skýrði frá þessu og sagði ástæðuna vera þá að West væri ekki inni í framtíðarplani Marcello Lippi, þjálfara Inter. Nú er orðið ljóst að Jesper Blom- qvist hjá Manchester United verður frá keppni þangað til í mars. Sviinn þarf að gangast undir aðra aðgerð á hné sem hann meiddist á þegar United var á keppnisferðalagi i Ástr- aliu fyrir yfirstandandi tímabil. Belgíska A-deildarliðið Lommel rak i gær þjálfara liðsins úr starfi. Sá heit- ir Jos Daerden og kom til félagsins um jólin í fyrra. Lommel hefur geng- ið afleitlega og er í 17. sæti deildar- innar af 18 liöum. Kristján Finn- bogason, markvörður KR, hefur ver- ið á lánssamningi hjá Lommel síð- ustu vikurnar. Atletico Madrid fagnaði því í gær að fá einn besta leikmann félagsins, Kiko Narvaez til baka eftir að hafa verið frá í 13 mánuði vegna meiðsla. Staða liðsins í dag er mjög slæm og binda forsvarsmenn félagsins vonir um að endurkoma Kikos komi liðinu inn á réttar brautir. ACMilan sigraði Atalanta, 3-0, i seinni leik liðanna i 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöld og þar með 5-3 samanlagt. Deportivo Coruna sigraði Malaga, 1-0, í spænsku bikarkeppninni i knattspyrnu í gærkvöld. Stjarnan sigraði Stafholtstungur, 76-48, i 1. deild karla í körfuknattleik i gærkvöld. -JKS/VS (£'£ EHGLAND Deildabikar, 8-liða úrslit: Tranmere - Middlesbrough . . 2-1 1- 0 Kelly (39.), 2-0 Parkinson (71.), 2-1 Ziege (79.) Bolton - Wimbledon........2-1 0-1 Cort (18.), 1-1 Eiður Smári (34.), 2- 1 Johansen (39.) B-deild: Crewe - Wolves............1-0 Grimsby - WBA.............1-1 Lárus Orri Sigurósson lék allan leikinn meö WBA. Hann verður í leikbanni gegn Blackburn í bikam- um 22. desember en átti áður aö taka bannið út í deildaleik gegn Manch- ester City á annan í jólum. -VS ÞÝSKALAND 1---------------- Stuttgart - Hansa Rostock ... 3-1 1- 0 Ganea (54.), 2-0 Ganea (62.), 2-1 Arvidsson (70.), 3-1 Pinto (74.) Hertha Berlín - 1860 Miinchen 1-1 0-1 Max (52.), 1-1 Konstantinidis (71.) Bayem Miinchen - Bielefeld . 2-1 0-1 Labbadia (5.), 1-1 sjálfsmark (27.), 2- 1 Salihamidzic (57.) Duisburg - Bremen ........0-1 0-1 Dabrowski (14.) Staða efstu liöa: Bayern M. 16 10 3 3 3143 33 Leverkusen 15 7 7 1 25-16 28 Hamburger 15 7 6 2 32-17 27 Bremen 16 7 .5 4 34-22 26 1860 M. 16 7 5 4 26-20 26 Dortmund 15 6 6 3 20-13 24 Stuttgart 16 7 3 6 19-18 24 Kaisersl. 15 7 2 6 20-26 23 Hertha 16 5 7 4 22-24 22 Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Herthu þar sem hann tók út leik- bann. England og Þýskaland berjast um HM 2006: Bullur á EM gætu ráðið úrslitum Ljóst er að slagurinn um að fá að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu áriö 2006 stendur að öllum líkindum milli Englands og Þýskalands. Aðrar þjóðir sem sótt hafa um að halda keppnina eru Brasilía, Marokkó og Suður-Afríka. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni undanfarið að þess- ar þjóðir eru saman í riðli í úrslita- keppni EM sem fram fer á næsta ári og einnig í sama riðli i undankeppni HM. Barátta þjóðanna er þegar kom- in á fulla ferð og grunnt á því góða. Þungavigtarmenn hafa verið ræstir út og búast má við kröftugum slag um keppnina. Það er vitað mál að enskar og þýskar knattspymubullur eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera taldar þær erfiðustu í álfunni. Skemmst er að minnast HM í Frakklandi í fyrra er enskar bullur gengu berserksgang í Marseille og fjórar þýskar bullur gengu þannig í skrokk á frönskum lögreglumanni að hann barðist mánuðum saman fyrir að halda lífi. Fullvist má telja að knattspymu- yfirvöld í Englandi og Þýskalandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bullurnar hafi sem hægast um sig í Hollandi og Belgíu næsta sum- ar en þar fer úrslitakeppni EM fram. Talið er öruggt að sú þjóðin sem geti státað af prúðari stuðn- ingsmönnum eftir EM standi með pálmann í höndunum. Englendingar eiga að mæta Þjóð- verjum að kvöldi þjóðhátíðardags íslendinga, 17. júní. Þegar hefur ver- ið rætt um að flýta leiknum og leika hann um miðjan daginn eða upp úr hádeginu. Yfirvöld í belgísku borg- inni Charleroi, þar sem leikurinn fer fram, hafa þegar gefíö út þá yfir- lýsingu að mörg hundruð lögreglu- menn frá nærliggjandi borgum verði kallaðir til borgarinnar með- an á úrslitakeppninni stendur. -SK Alþjóðamótið í Hollandi hefst í dag: Eigum að vinna - segir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari Sex landa handknattleiksmótið hefst i borginni Haarlem í Hollandi í dag og lýkur á sunnudag. Auk gestgjafanna taka íslendingar, ítal- ir, Egyptar, Pólverjar og Rúmenar þátt í mótinu. ísland mætir Italíu í fyrsta leik og hefst viðureign þjóð- anna klukkan 17 í dag. Þjóðirnar hafa sex sinnum áður mæst og hafa íslendingar sigrað í öll skiptin, síð- ast fyrir fimm árum vann íslenska liðið með þremur mörkum, 23-20. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari valdi eingöngu leikmenn með ís- lensku félagsliðum í lið sitt fyrir mótiö í Hollandi. Leikmenn með lið- um í Þýskalandi og Danmörku leika meö sínum liðum á sama tíma. „Ég sá ítalska liðið síðast leika á heimsmeistaramótinu í Kumomoto. ítalimir eru á uppleið í handbolta en fyrir tveimur árum síðan héldu þeir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Ég held nú samt að við eigum að vinna þá á eðlilegum degi,“ sagði Þorbjöm Jensson lands- liðsþjálfar í samtali við DV rétt eft- ir komuna til Haarlem síðdegis í gær. Sádar heima vegna föstunn- ar, Rúmenar í staðinn íslendingar hafa einu sinni áður tekið þátt í þessu móti, sem haldið er árlega, en það var árið 1984. Síð- an hefur nokkrum sinnum verið óskað eftir þátttöku íslendinga sem ekki hefur verið hægt að þekkjast fyrr en nú. Rúmenar tóku sæti Sádi-Araba sem afboðuðu komu sína fyrir nokkrum dögum. Ástæða þess er að um þessar mundir stendur yfir fast- an hjá múslímum, svokölluð Rama- dan. Handknattleikssambandið þar í landi sótti um leyfl til stjómvalda að fá leyfi til fararinnar til Hollands en fékk neitun. -JKS Fjölmenna til Danmerkur - nokkrir reyna þar viö ólympíulágmörk Á milli 20 og 30 íslenskir sund- menn frá Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík og af Akranesi halda utan til Danmerkur síðustu helgina í janúar til þátttöku á Sjálands- meistaramótinu í Greve. Nokkrir úr þessum stóra hópi freista þess að reyna við ólympíulágmörk fyrir leikana í Sydney í september á næsta ári. Vitað er um fleiri evr- ópska sundmenn sem munu reyna við lágmörk á umræddu móti. Öm Amarson, nýbakaður tvö- faldur Evrópumeistari, sem hefur synt undir lágmörkum í sínum sundum, verður meðal þátttakenda og mun reyna við lágmörkin sem sett eru fyrir ólympíuleikana. Hann sagðist í samtali við DV vera bjart- sýnn á að sér tækist það en hann ætlaði að æfa vel yfir jólin. Á mót í Mónakó í maí „Önnur mót erlendis eru ekki ákveðin eins og staðan er í dag ann- að en það að ég fer til Mónakó í maí,“ sagði Örn Arnarson. -JKS Grindavík (57) 119 ~ Keflavík (50) 107 2-6, 10-14, 22-16, 30-25, 39-36, 44-38, 50-40, 55 46, (57-50), 61-57, 71-62, 78-66, 88-67, 92-71, 98-81, 108-86,113-97, 119-107. Brenton Birmingham 38 Bjami Magnússon 22 Guðlaugur Eyjólfss. 17 Pétur Guömundsson 12 Alex Ermolinskij 9 Dagur Þórisson 8 Bergur Hinriksson 8 Sævar Garðarsson 5 Fráköst: Grindavík 36, Kefiavík 21. 3ja stiga: Grindavík 13/26, Keflavík 10/16. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Sigmundur Herbertsson (8), Gœði leiks (1-10): 8. Vfti: Grindavík 24/31, Keflavík 13/21. Áhorfendur: 270. Gunnar Einarsson 27 Fannar Ólafsson 18 Chianti Roberts 16 Guðjón Skúlason 13 Hjörtur Hjartarson 10 Elentínus Margeirss. 9 Magnús Gunnarsson 7 Halldór Karlsson 4 Kristján Guðlaugsson 3 Maður leiksins: Brenton Birmingham, Grindavík DV DV Sport „Allir a tanum" - Grindavík lagði Keflavík í Qörugum leik, 119-107 Guðjón Þórðarson lætur ekki þvinga sig: „Halda að við séum með fullar hendur fjár“ Guðjón Þórðarson, knattspymu- stjóri Stoke, sagði í samtali við blað- ið Sentinel í gær að ljóst væri að önnur félög ætluðu að hagnast á því aö selja Stoke leikmenn, í kjölfarið á yflrtöku íslendinga á félaginu. „Ég er stöðugt að svipast um eftir leikmönnum en ég mun ekki greiða fyrir þá hærri upphæðir en sann- gjamt er. Það virðast allir halda að við séum með fullar hendur fjár og hækka verð á leikmönnum um leið og við komum til sögunnar. Við eyð- um ekki löngum tíma i viðræður við slík félög. Við munum ekki kaupa leikmenn, bara til þess að kaupa, og látum svo sannarlega ekki þvinga okkur í að greiða of hátt verð,“ sagði Guðjón. Hann hefur enn engan leikmann keypt fullu verði, aðeins fengið Einar Þór Daníelsson og Sigurstein Gíslason á leigu frá KR og Mikael Hansson frá Norrköping fyrir lág- marksgreiðslu þar sem samningur hans var að renna út. -VS Haukar(45) 80 — Njarðvík (40) 71 0-5, 2-8, 6-13, 8-16, 13-16, 15-20, 22-20, 30-32, 37-34, (4540), 4542, 5347, 59-55. 59-58, 61-58, 61-65, 68-65, 71-69, 77-69, 80-71. ^ Fráköst: Haukar 34 (8-26), Njarðvík 25 (8-17). 3ja stiga: Haukar 15/3, Njarðvík 22/7. Chris Dade 23 (6 stolnir) Guðmundur Bragason 17 (14 fráköst) Jón Amar Ingvarsson 9 (5 stoðsendingar) Bragi Magnússon 9 Eyjólfúr Jónsson 6 Leifúr Þór Leifsson 4 Marel Guölaugsson 2 Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Kristinn Albertsson (7). Gceöi leiks (1-10): 7. Teitur örlygsson 15 Örlygur Sturluson 13 (9 stoðsendingar, 6 öáköst) Víti: Haukar 29/25 (86%), Njarövík 20/12 (60%). Áhorfendur: 100. Páll Kristinsson Friðrik Ragnarsson Friörik Stefánsson Hermann Hauksson Gunnar Örlygsson Ragnar Ragnarsson Maður leiksins: Jón Arnar Ingvarsson, Haukum Bland i Japanski bilaframleiöandinn Toyota tilkynnti í gær að stefnt væri að því að Toyota kæmi inn í Formula 1 kappaksturinn þegar keppnistímabilið árið 2001 hefst. Þetta er breyting frá fyrri ákvörð- un Toyota sem ætlaði sér að koma inn í Formula 1 árið 2003. Talið er aó kostnaður Toyota Jon Arnar Ingvarsson var besti leikmaður Hauka í gærkvöld og hér sækir hann að körfu Njarðvíkinga. DV-mynd Hilmar Þór | vegna Formula 1 veröi gríðarleg- | trn og m uni í raun skipta millj- örðum króna. Samhliöa því aö koma inn í Formula 1 mun Toyota hætta þátttöku í rallakstri og Le Mans kappakstrinum og einbeita sér af fuílum krafti að Formula 1. Berti Vogts, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Þjóðverja í knatt- spyrnu, telur að Lothar Matt- haeus, leikmaður Bayem Mún- chen geti veriö líklegur sem landsliðsþjálfari Þýskalands í framtíðinni. „Lothar Matthaeus hefur mjög góðan skilning á leiknum og reynsla hans er ein- stök,“ sagði Vogts. Flest bendir nú til þess að Ro- berto Baggio sé á forum frá italska liöinu Inter Milan. Baggio sagði í ítölskum ijölmiðlum i gær að Marcello Lippi, þjálfari Inter, hefði gengið á bak orða sinna er hann lofaði honum lykilhlutverki i liði Inter á yfirstandandi leiktíð. Baggio hefur lengst af setið á varamannabekknum og lítið komið við sögu. Marcello Lippi brást illa við gagnrýni Baggios i gær og sagði einfaldlega að ef hann væri ekki ánægður hjá félaginu gæti hann farið eitthvaö annaö. Juan Antonio Samaranch, for- seti Alþjóða Ólympíunefndarinn- ar, IOC, mætir i dag til yfir- heyrslu hjá bandariskri þing- nefnd vegna meintrar spillingar við úthlutun Ólympíuleikanna 1996 þegar bandaríska borgin Atlanta varð hlutskörpust. Rann- sókn á meintri spillingu stendur yfir og em yfirheyrslurnar liður í rannsókninni. Samaranch neitaði fyrr á þessu ári að mæta fyrir annarri banda- rískri þingnefnd i tengslum við meinta spillingu varðandi Salt Lake City og vetrarleikana þar. -SK Watford er enn á íslandsmiðum: Vill Heiðar - hefur boðið Lilleström 117 milljónir í Dalvíkinginn Enska knattspyrnufélagið Wat- ford hefur gert tilboð í Heiö- ar Helguson, íslenska lands- liðsmanninn sem leikur með Lilleström í Noregi. Samkvæmt enskum og norskum fjölmiðlum hljóð- ar boðið upp á eina milljón punda, eða 117 milljónir ís- lenskra króna. Enski fréttavefurinn Teamtalk skýröi frá þessu í gær en þar var jafnframt haft eftir talsmanni Wat- ford að þar á bæ könnuðust menn ekkert við þetta mál. í gærkvöld sagði norski netmiðillinn Netavisen að Watford hefði boðið 13 milljónir norskra króna, eða 117 milljónir. DV fékk staðfest í gærkvöld, eftir öruggum heimildum, að tilboðiö mm hefði borist Lilleström. Ekki náðist í Heiðar sjálfan. Heiðar Helguson er 22 ára sóknarmaður frá Dalvík sem lék með Þrótti í Reykja- vík áður en hann fór til Lilleström þar sem hann hefur leikið í tvö ár. Heiðar vakti mikla athygli í ár þeg- ar hann skoraði 16 mörk í norsku A-deildinni og lagði upp níu til viðbótar. Heiðar vann sér sæti í A-landsliðinu í ár og spilaði 7 lands- leiki en hann á að auki baki 23 leiki með yngri landsliðum íslands. Sá Heiðar skora 4 mörk gegn Stabæk Graham Taylor, framkvæmda- stjóri Watford, hefur fylgst með Heiðari i marga mánuði. Hann brá sér til Noregs í byrjun ágúst til að fylgjast með Heiðari i leik og sá hann skora 4 mörk í 6-1 sigri Lilleström á Stabæk. Taylor hefur í ár skoðað marga íslenska leikmenn en hann haföi líka augastað á Ríkharði Daðasyni hjá Viking Stavanger, sem nú er kominn til Hamburger SV. Fyrir hjá Watford er Jóhann B. Guð- mundsson, og þeir Sigurður Örn Jónsson og Bjarni Þorsteinsson dvöldu í nokkrar vikur hjá félaginu snemma á þessu ári. Auk þess hefur Taylor fylgst meö Jóhanni Þórhalls- syni, KR-ingnum unga, en Taylor kom með lið Watford hingað til lands í júlí og lék afmælisleik gegn KR. -VS Endurnyjað Haukalið - stöðvaði átta leikja w 19 útileikjasigurgöngu Njarðvíkinga í gær Haukar nýttu sér greini- lega vel níu mínútna kennslu- stund KR-inga fyrir langt landsleikjahlé þegar KR-vöm- in lokaði öllum leiðum. Allt annar bragur var yflr Haukaliðinu í gær sem varð fyrsta liðið í tvo mánuði til að vinna Njarðvík í úrvalsdeild- inni með 80-71 sigri í gær. Haukar þvinguðu 18 tapaða bolta þar af 13 í fyrri hálíleik og gáfú lítil færi á góðum skotum með góðri vöm. Jón Amar, sem fékk harða gagn- rýni frá þjálfaranum eftir um- ræddan KR-leik, fór fyrir sín- um mönnum í vörn og sókn. „Þetta er að koma hjá okk- ur, við æfðum stíft og notuð- um 3ja vikna hléið vel og komum okkur í betra form og erum að vinna þennan leik á hörkuvörn. Nú er að koma annað frí sem við ætlum að nýta jafnvel. Við fórum í tveggja bakkarakerfi þar sem við fáum meira út úr Jóni Arnari, sem ég gagnrýndi einu sinni en hrósa nú fyrir mjög góöan leik,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauk- anna, sem nýttu vítin 86,2% í leiknum (25 af 29). Njarðvikurliðið snerist mestan tímaim í kringum Ör- lyg Sturluson sem var sá eini sem skilaði sínu fram eftir leik. örlygur skoraði 10 stig og átti 6 stoðsendingar í fyrri hálfleik en fann sig síður eft- ir hlé. Athygli vakti að Teitur Örlygsson byrjaði á bekknum og skoraði sín fyrstu stig þeg- ar 10 mínútur voru eftir og var þá búinn að klikka á fyrstu sjö skotum sínum. Teitur hrökk þá reyndar í gang og skoraði 15 stig á síð- ustu 10 mínútum. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Urslitin í nótt: Washington - Utah Jazz . . Strickland 18, Richmond 17 - Malone 34, Hornacek 21. Atlanta - Minnesota .... Mutombo 27, Jackson 23 - Garnett 22, Brandon 16. Cleveland - Boston...... Sura 22 Murray 20 - Griffin 16, Battie 16. Houston - New York .... Francis 20, Mobley 14 - Sprewell 22, Ewing 20. Toronto - Indiana ....... Carter 24, McGrady 21 - Rose 21, Croshere 18. Dallas - San Antonio . . . Cebellos 27, Finley 15 - Duncan 29, Johnson 16. Phoenix - Detroit ...... Chapman 22, Kidd 18 - Stackhouse 35, Laettner 26. Seattle - Denver........ Payton 25, Patterson 16 - LaFrentz 15, Mcdyess 14. Golden State - Miami . . Mills 23, Starks 21 - Mourning 26, Lenard 18. LA Lakers - LA Clippers O'Neal 21, Bryant 18 - Nesby 18, Olowokandi 13. Úrslitin í fyrrinótt: LA Clippers - Vancouver . 102-90 Taylor 26, Hudson 18, Olowokandi 16 - Rahim 24, Dickerson 21, Harrington 15. . 80-101 . 105-94 . 115-88 , .90-101 , .105-97 . 93-111 114-104 . 109-84 . 102-97 . .95-68 Falur skoraði 10 Falur Harðarson skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og átti 4 stoðsendingar þegar lið hans, ToPo Helsinki, tap- aði, 89-58, fyrir Skyliners Frankfurt 1 Þýskalandi í Evrópukeppninni í körfubolta. Staðan í hálfleik var 33-33 en leikur finnska liðsins hrundi í seinni hálfleik. -VS „Vömin var mjög slök hjá okkur og Grindvikingamir hittu frábærlega í kvöld og unnu sanngjaman sigur,“ sagði Siguröur Valgeirsson, liðsstjóri Keflvíkinga, eftir ósigur Keflvíkinga í Röst- inni í gær, 119-107. Leikurinn fór fjörlega af stað, gestimir leiddu fyrstu mínúturnar, en síðan tóku heimamenn að raða niður 3ja stiga körfum, náðu yfir- höndinni og forustu sem þeir létu aldrei af hendi. Staðan í hléi var 77-50. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 4 stig í upphafi seinni háiíleiks en þá tók mjög sterk liðsheild heimamanna til sinna ráða með góðum leik, náði 19 stiga forustu og gerði nánast út um leikinn. Mestur varð munurinn 22 stig. Grindvíkingar áttu fínan dag, Brenton Birmingham að venju frábær, náði tvö- faldri þrennu sinn annan leik í röð (38 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) Guðlaug- ur Eyjólfsson smellhitti og liðsheildin var mjög sterk. Hjá Keílvíkingum var Fann- ar Ólafsson mjög sterkur fyrir hlé og Gunnar Éinars- son í lokin, en liðið fann aldrei rétta taktinn í vörn- inni. „Við töluðum vel saman í vikunni um að við yrðum að leggja okkur 100% fram í öll- um leikjum, því þannig erum við íjári góðir. Það tókst ágætlega í kvöld, allir sem einn voru leikmenn mínir á tánum og hittu sér- lega vel fyrir utan í fyrri hálfleik. Þetta var sætur sig- ur og næsta verkefni er krefjandi, þegar við mætum Tindastóli fyrir norðan á fimmtudaginn,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grind- víkinga. -bb Glæsimark Eiðs gegn Wimbledon Eiður Smári Guðjohnsen skor- aði stðrglæsilegt mark í gær- kvöld þegar Bolton sigraði Wimbledon, 2-1, í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í knatt- spymu. Eiður lék á fjóra vamar- menn Wimbledon og renndi síð- an boltanum í netið. Guðni Bergsson lék einnig með Bolton en Hermann Hreiðarsson var ekki löglegur með Wimbledon í þessari keppni. Tranmere sló út A-deildarlið Middlesbrough, 2-1, og mætir Bolton í undanúrslitum. -VS Sendið til: íþróttamaður ársins sffih Nafn íþróttamanns 1_____________ Heimilisfang DV - Þverliolti 11 105 Reykjavík ÚRVALSDEILDIN KR 10 8 2 796-700 16 Grindavík 10 8 2 908-766 16 Njarðvík 9 7 2 839-689 14 Tindastóll 9 7 2 766-664 14 Haukar 10 7 3 826-771 14 Keflavik 9 5 4 899-710 10 Hamar 10 5 5 757-826 10 Þór A. 10 3 7 755-923 6 Snæfell 10 3 7 692-804 6 KFÍ 9 2 7 721-768 4 SkaUagr. 10 2 8 804-917 4 ÍA 10 1 9 619-844 2 Annað kvöld leika ÍA-Þór, Hamar- Skallagrímur, Njarðvík-Keflavík, Snæfell-KR og Tindastóll-Grindavik og á föstudag KFÍ-Haukar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.