Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 nn Ummæli' Hnýtir upp í Hjálmar „Ef Hjálmar heldur nú áfram að gleypa þær flugur sem Finnur hnýtir upp í hann verð- ur viðkvæðið um Hjálmar Árnason: Allir vita hvernig það fór.“ Össur Skarp- héðinsson alþingismaður, í Morgunblaðinu. Samviska Samfylkingarinnar „Það getur verið að þeir séu með vonda samvisku vegna J ábyrgðar krata í málinu en það voru þeir sem gáfu út starfsleyfi." Hjálmar Árnason alþingis- maður í umræðunni um Fljótsdalsvirkjun, í DV. Mismunur „Mikið megið þið skammast ykkar, sem þessu ! landi stjómið ef þið leiðréttið ekki þann mis- mun sem er á , kjörum verka- , fólks og opin- berra starfs- manna.“ Sigurður T. Sigurðs- son, form. Hlífar, í Morgun- blaðinu. Fúlir á móti „Ég ætla aö fylgjast vel með málflutningi þingmanna Sam- fylkingarinnar á næstu dög- um, spumingin mín er hvort þeir ætli að vera fúlir á móti eins og fúlir á móti Vinstri grænum, rauðir að utan en grænir að innan og meina ekk-1 ert með því.“ Erling Garðar Jónasson, um- s dæmisstjóri RARIK, í Morgunblaðinu. Fljótsdalsvirkjun „Það er sama hvar borið er niður í þessum endemis áform- , um. Þau em : glórulaus vit- leysa til þess eins knúin fram ! að þjóna frekju og yfirgangi for- manns Fram- sóknarflokksins sem hefir atkvæðakaupin í fyrirrúmi." Sverrir Hermannsson, í Morgunblaðinu. Þreyta „Það má segja aö ákveðin þreyta sé komin í Framsóknar- flokkinn.“ Árni Gunnarsson, fyrrv. form. SUF, i Degi. Þórarinn Friðjónsson, útgefandi Sjómannaalmanaks Skerplu: Hátt í níu hundruð myndii af skipum „Við erum nú að setja á markað- inn fjórðu útgáfu Sjómannaalman- aksins í þessu formi, þar sem inni em skipamyndir og ítarlegar upp- lýsingar um skipin,“ segir Þórarinn Friðjónsson útgef- andi en Sjó- mannaalmanak bókaútgáfunnar Skerplu hefur fengið góðar viðtök- ur. „Það hefur verið gefin út skipa- skrá en hún hefur verið án mynda og við vissum að það var vilji fyrir því að fá myndimar inn. Við hófum athuganir á slíkri útgáfu, höfðum samband við norskan útgefanda sem gaf út slíka skipaskrá sem var mjög vinsæl. Þannig að við vorum vissir um að menn biðu eftir þessu og það kom á daginn að það var raunin. Viðtökur urðu strax góðar og er henni nú dreift um allt land.“ Þórarinn segir mikla vinnu liggja að baki bókarinnar sem er hátt í níu hundrað blaðsíður að stærð: „í bókinni erum um níu hundruð myndir af bátum eftir um það bil sextíu ljósmyndara og er reynt að vanda sem mest til myndatökunnar þar sem eigendum skipanna er annt um að myndirnar séu góðar og þeir leggja mikið á sig til að útvega þær ef við getum ekki sjálfir myndað. Erum við komnir með gott safn mynda sem hefur tekið tíma að byggja upp. Við teljum okkur nú vera með fullkomna skrá um skipin miðað við þær forsendur sem við gefum okkur. Skráin breytist nokk- uð frá ári til árs, enda er mikil hreyfing í flotanum. En þess ber að geta að við erum ekki með myndir Maður dagsins af smábátum, eingöngu skrá. í bók- inni eru fleiri skrár en skipaskráin. Þar er skrá um útgerðir þar sem eru listar yfir skip sem útgerðin er með á sínum snærum. Þá erum við með _______________ hafnaskrá þar sem eru myndir af bæjum með hafnir og kort af þeim stöðum og þjónustuskrá þar sem fyrirtæki í höfnum auglýsa. Þessi skrá er mikið notuð af skipum sem eru að koma i höfn og er þá flett upp á bænum og at- hugað hvaða þjónustu hægt er að fá.“ Meginbreytingin á alman- akinu fyrir árið 2000 er að við höfum skipt út 350 myndum: „Að öðru leyti er bókin með svipuðu sniði og fyrri bækur. Myndabreyting- amar koma til af þvi að betri myndir hafa verið teknar, nýir eigendur hafa skipt um nafn og svo er alltaf að bætast við í flotann." Þessa dagana er verið að vinna að því að koma gagnasafninu á Internet- ið: „Nú þeg- ar erum við komnir með skipaskrána á Internetið og það gefur okkur möguleika að vera alltaf með nýjustu upplýsingamar og telj- um við að þetta eigi eft- ir að vera vinsælt, enda auðvelt að fletta á Netinu.“ Þórarinn segir að útgáfufyrirtæki sitt Skerpla þjóni sjávarútveginum að mestu: „Starfsemin er farin að snúast meir og meir um almanakið, en auk þess gefum við út kvótabók á haustin og svo hefur aukin áhersla verið lögð á Intemetið þar sem mikill vöxtur er og nú erum við að fara í erlent sam- starf við aðila um að gefa út alþjóðlega skipaskrá. Þórarinn er að lokum spurð- ur hvort sjómannaalmanak Skerplu sé komið til að vera: „Það er engin spum- ing. Þetta hefur gengið mjög vel og ef við mynd- um fara að hætta útgáf- unni þá fyndist mér að við værum að bregðast þeim sem hafa vanið sig á bókina." -HK Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur í Bústaöakirkju í kvöld. Jólatónleikar 1 kvöld kl. 20.30 verða ^ haldnir jólatónleikar í Bú- staðakirkju með kór Bústaðakirkju, Jóhanni Friðgeiri Valdimars- syni tenór og Önnu Sig- ríði Helgadóttur mezzosópran. Stjórn- andi kórs og hljómsveit- ar er Guðni Þ. Guð- mundsson. Jóhann Friðgeir er búsettur á íslandi þar sem hann er að ljúka söngnámi. Tónleikar Anna Sigríður var í framhaldsnámi á ítaliu og hefur margsinnis sungið í ópera- og óper- ettuuppfærslum og á tónleikum. Á tónleikun- um í kvöld munu Jóhann Friðgeir og Anna Sigriður flytja islensk og erlend jóla- lög við allra hæfi. Myndgátan ZS8! £VfOf{- Æðabelgur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lögreglukórinn syngur ó tónleik- um í Seltjarnarneskirkju annaö kvöid. Jólatón- leikar Lögreglu- kórsins Jólatónleikar Lögreglukórsins verða í Seltjarnarneskirkju annað kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá verða falleg jólalög og er veriö að flytja sum þeirra í nýjum útsetningum í fyrsta skipti á íslandi. Gestakór á Tónleikar tónleikunum er Landsbankakór- inn. Stjómandi kóranna er Guð- brandur Viktorsson, undirleik annast Pavel Smid. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Strengjasveit Tónlistarskólans Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í kvöld í Háteigskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efhisskrá eru Romance í C-dúr eftir Sibelius og Apollon Musagéte, tíu þættir eftir I. Stra- vinski. Stjórnandi er Mark Reed- man. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bridge Telja má líklegt að ansi margir myndu lenda í sömu gryfju og Bras- ilíumennirnir Chagas og Branco í þessu spili en þeir sátu í NS. Spilið kom fyrir í landskeppni 6 þjóða í septembermánuði siðastliðnum í leik Brasiliumanna við Itali. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og eng- inn á hættu: * ÁK7 * 5 * Á10854 * KG92 * G10862 N 74 V A ♦ 76 * Á853 S ♦ D4 * 953 4» KD1082 * G93 * 107 * ÁG963 •f KD2 * D64 Norður Austu r Suður Vestur 14- 1» pass pass dobl p/h Pass Brancos í suður var krafa og norður átti sjálfkrafa úttektardobl. Chagas bjóst við úttektardobli og passaði með það fyrir augum að ná góðri tölu út úr dobluðum hjarta- samningi. Vörnin hefði getað verið nákvæmari og Versace tókst að skrapa heim 5 slögum. Það gaf 300 í dálk NS en var lítið upp í töluna sem Italimir fengu á hinu borðinu í leikn- um, 920. Eins og lesendur sjá glögglega þá standa sex tíglar á hendur NS og það var einmitt samningurinn sem ítalimir spiluðu. Sennilega hefur austur látið það vera að koma inn á hjarta og ítalimir hafa frjálsmeldað sig í slemmuna. En það er ansi hætt við því að margir hefðu valið þann kostinn að verjast í einu hjarta dobluðu í þessu spili ef austur hætt- ir sér inn á einu hjarta. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.