Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 2
farið i bað og komið síð- an í steikumar á eftir. Það hefur sérstaklega veriö karlpeningurinn sem hefur nýtt sér baðað- stöðuna við þetta tæki- færi. Þá hafa líka verið skemmtilegar uppákom- ur í kringum þá hópa sem hingað hafa komið til að skemmta sér. Þeir hafa þá fengið að nýta þau tæki og tól sem hér eru og það hefur myndast hér góð stemning. Þá erum við með fjögurra manna jassband ungra sveina úr Keflavík. Þeir hafa spilað hér fyrir gesti og eru bara mjög góðir. Um áramótin er búist við miklum fjölda hér í Bláa lóninu. Það verður opin hér veitingaaðstað- an til klukkan 21 og viö reiknum með mikilli „traffík" allan gamlárs- daginn," sagði Sveinn Sveinsson sem var önn- um kafinn við að undir- búa stórsteikur fyrir næstu hópa. Verð fyrir áramótaveisluna í Bláa Lóninu er kr. 16.500 á manninn. Þá eru ferðir innifaldar i verðinu til og frá staðnum ef óskað er. -HKr. Áramótamatseðill Bláa lónsins: Canapé Léttreykt risahörpuskel á risotto Gæsalifrarterrene með jarðsveppum Sorbet Steikt andarbringa með engifermar melaði Úrval íslenskra osta Frönsk súkkulaðimoussé Kaffi, te og konfekt Vínfong Bemard Massard Cuvée L'Ecusson Chabilis Cuvée - La chabilisienne 1997 Fleur de Cap special lait harvest1997 Chateau Brown La Martine - Medoc 1996 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Glasið er gjöf við öll tækifæri -brúðkaup, afmæli, skírn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofi. Tilboösverð: 2 stk. i kassa kr:3.500,- ^ÍKRISTALL Páll Halldór Halldórsson rallkappi: jólaundirbúningunnn í desember. Forystusveit Bláa lónsins: Þeir galdra fram aldamótaveitingar fyrir gesti Bláa lónsins um áramótin, taliö frá vinstri: Sigurður Jónsson veitingamaöur, Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal og Sveinn Sveinsson veitingastjóri. Sr. Siguröur Amarson, prestur í Grafarvogi: Kalkúnn heima og rjúpur hjá mömmu „Við ætlum að dunda okkur við að matreiða kalkún á aðfangadag,“ segir sr. Sigurður Amarson í Graf- arvogi. Stemningin á aðfangadag verður dálítið sérstök, að sögn Sig- urðar, því aldrei þessu vant á hann frí á aðfangadag auk þess sem hann verður i fyrsta sinn heima við ásamt konu sinni og ungum syni. „Við þurfum ekki að flýta okkur við matseldina eins og getum tekið daginn í þetta. Við fórum að sjálf- sögðu í jólaguðsþjónustu klukkan sex og borðum að henni lokinni." Sigurður segist raunar alinn upp við að borða rjúpur á gamlárskvöld en sér hafi ekki fundist neitt til- tökumál að breyta til. „Ég fæ að bragða rjúpur hjá mömmu þegar líður á jólin, þær eru náttúrlega alltaf bestar.“ Hvað verður á borðum á gamlárs- kvöld er Sigurði hulin ráðgáta enda kveðst hann boðinn í mat þetta kvöld. „Það eina sem ég veit er að það verður örugglega ljúffengur og góður matur,“ segir Sigurður Arn- arson. -aþ Kalkúnn af stærstu gerð Sr. Siguröur Arnarson prestur: „Viö förum aö sjálfsögöu í jólaguös- þjónustu og boröum aö henni lokinni." Þó furðulegt megi teljast, þá halda rallkappar landsins jólin í faðmi fjöl- skyldna sinna eins og aðrir lands- menn en ekki á kafi í húddinu í bíl- skúmum eins og sumir gætu ef til vill haldið. Páil Halldór Halldórsson rallkappi er trúlega engin undan- tekning frá þessu en hvað skyldi vera á borðum hjá honum um jól og áramót? „Nú mátaðir þú mig alveg. Þetta er bara í fyrsta skiptið í mörg ár sem ég verð ekki heima hjá mér á að- fangadag. Það hittist þannig á aö bæði systkini min eru flutt hingað suður frá Hnífsdal. Foreldrar mínir ætla líka að koma sérstaklega hingað suður til að vera með okkur um há- tíðina. Við munum því vera hjá bróður mínum á aðfangadag en ég veit bara ekki hvað er í matinn. Hins vegar veit ég alveg hvað verður í matinn hjá mér á gamlárs- kvöld. Þá verður kalkúnn af stærstu gerð. Ég fæ þá helstu úr „ralltíminu" mínu heim til min i mat en það er búin að vera hefð fyrir því síðustu Bláa lónið um árþúsundamót: Búist við miklum fjölda - segir Sveinn Sveinsson veitingamaður og í boði er aldamótamálsverður í sérstæðu umhverfi Páll Halldór Halldórsson rallkappi: „Viö veröum rosalega flottir þegar viö komum allir saman meö raketturnar og hefjum skothríö um áramótin. Þaö var mikill metingur í fýrra á milli okkar og nágranna míns, Samma læknis. Hann kom sterkur inn í restina meö þessa rosalegu bombu og mátaöi mig alveg." árin. Þá verða svona tuttugu til tutt- ugu og fimm manns heima hjá mér. Þetta er í fjórða sinn sem ég er með kalkún á gamlárskvöld. í fyrsta skiptið vorum við konan að læra en það hefur farið batnandi og I fyrra var hann mjög góður. Það er talsverð kúnst að elda kalkún og tekur mjög langan tíma. Það fer alveg heill dag- ur í hann en ég hvet alla til að prófa - þetta er svo gaman. Ég ætla bara að játa það hér með að ég hef mjög gaman af eldamennsku, sérstaklega eftir að ég keypti mér uppþvottavél- ina í fyrra. Við verðum rosalega flottir þegar við komum allir saman með rakett- urnar og hefjum skothrið um ára- mótin. Það var mikill metingur í fyrra á milli okkar og nágranna míns Samma læknis (Samúels J. Samúelssonar). Hann kom sterkur inn í restina með þessa rosalegu bombu og mátaði mig alveg. Ég læt það ekki gerast aftur og mun svara því hressilega núna.“ -HKr. í veitingasal Bláa lóns- ins í Svartsengi verður á boðstólum jólahlaðborð fyrir jólin og hátiðamatseð- ill á gamlársdag og nýárs- dag. Til stóð að hópur Þjóð- verja kæmi í heimsókn og stoppaði í 5 klukkutíma um áramótin en ekkert verður af því. Ætlunin var að Þjóð- verjarnir fengju kvöldverð og böðuðu sig í lóninu en héldu síðan af landi brott aftur um nóttina. Ekkert verður þó af þeirri heim- sókn en samt verður opið á gamlársdag og nýársdag þar sem búist er við fjöl- menni í mat, drykk og bað. Sigurður Jónsson rekur veitingastaðinn 1 Bláa lón- inu en Sveinn Sveinsson er veitingastjóri. „Það er búið að vera mikið að gera í jólahlaðboröunum okkar," sagði Sveinn. „Þetta er frumraun okkar á þessum stað en það hefur bara gengið vel og fólk er ánægt. Umhverfið er sér- stakt og gestir hafa getað Jolamatfong: Boröin munu svigna undan glæsilegum kræsingum um áramótin. -Einstakur minjagripur og liklega sá fallegasti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.