Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 7
24 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 jólanndirbúningurvm í nCT desember. Jakob Jakobsson fiskifræðingur: Höfum alltaf mikla síld á borðum Jakob Jakobsson fiskifræðingur og hans fjölskylda heldur fast í þann sið að hafa rjúpur á borðum á að- fangadagskvöld. „Við erum með rjúpur og höfum haft þær í nokkuð mörg ár. Þessi sið- ur er kominn frá eiginkonu minni, en hennar foreldrar höfðu rjúpur á jólaborðinu. Ég sætti mig mjög vel við að taka það upp og um það hefur aldrei orðið ágreiningur. Annars var ég alinn upp við það hjá foreldrum mínum að hafa svið og hangikjöt á jólunum. Um áramótin hefur þetta verið svolítið breytilegt hjá okkur. í seinni tíð höfum við þó oftast verið með kalkún. Reyndar er það nú svo að tvö síðustu árin höfum við borðað hjá krökkunum okkar á jólunum, en þau aftur hjá okkur á gamlárskvöld og þá kalkún." - Kemur þú nálægt eldamennsk- unni sjálfur? „Já, ég geri það. Ég er aðstoðar- kokkur og tek svona vissa hluti að mér. Þegar við eldum rjúpur, tek ég bringumar af með góðum fyrirvara. Konan fær beinin, lappirnar rassana og allt saman og soðið af því er not- að í æðislega fína sósu. Ég sé hins vegar um bringumar og bregð þeim á pönnu eftir að allir eru sestir. Þá steiki ég þær í tvær mínútur á hvort borð og passa að fólkið bíði eftir matnum, en maturinn ekki eftir þvi. Kalkúninn tekur lengri tíma að elda. Konan fyllir hann af klaka sem síðan bráðnar við steikinguna og viðheld- ur vökvanum i kjötinu. Hann verður Jakob Jakobsson fiskifræðingur: „Síld glergerðarmannsins er hvað vinsælust.11 mjög mjúkur og ljúffengur við þetta. Síðan útbýr hún fyllinguna sér. Þá höfum við alltaf humarveislu annan í jólum. Ekki má heldur gleyma síldinni, hana verka ég sjálf- ur,“ sagði Jakob sem var einmitt að flaka jólasUdina í gærkvöldi. „Ég flaka hana og legg hana í bleyti í rúman sólarhring. Þá er hún sett í mismunandi verkun, eins og sUd glergerðarmannsins sem er hvað vinsælust og viskísUd, sérrísUd, tómatsUd, svona þrjár tU fjórar lag- anir. Maður verður að passa að gera þetta með hæfUegum fyrirvara svo hún verði akkúrat tUbúin á jólunum. Ég útvega mér aUtaf óflakaða sUd, því mér finnst hún verkast betur svoleiðis en ef ég fæ hana flakaða. Við höfum alltaf mikla sUd á borðum um hátíðamar og svo gef ég vinum og kunningjum líka.“ -HKr. Kristín Magnúsdóttir blómaskreytingameistari: „Helstu litirnir eru blátt og silfur en annars eru þaö bara meiri skreytingar en gengur og gerist." Bryndis Hloöversdóttir: „Svo drekkum viö malt og appelsín meö öllu saman." Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður: Hamborgar- hryggur og möndlugjöf Fagurskreytt borð um árþúsundamót - að hætti Kristínar Magnúsdóttur blómaskreytingameistara Um þessi áramót er meira við haft í skreyt- ingum og ýmsu öðru en venjulega gerist. Ástæð- an er fyrst og fremst ár- þúsundamót er ártalið breytist úr 1999 í 2000. Kristín Magnúsdóttir blómaskreytingameistari hefur haft atvinnu af ýmiss konar skreytinga- vinnu sl. 30 ár og miðlar m.a. nemendum Hótel- og matvælaskólans af þekkingu sinni. Hún starfar einnig í Húsi blómanna í Birkihlíð í Kópavogi og segir að í til- efhi af þessum tímamótum skreyti fólk áramótaborðin veglegar en venjulega. „Helstu litirnir eru blátt og silfur en annars eru það bara meiri skreyting- ar en gengur og gerist." Kristín tók sig til fyrir lesendur DV að setja upp skreytt borð eins og hún sér fyrir sér að „alda- mótaborðið“ geti litið út. -HKr. „Við ætlum að vera með heit- an hamborgarhrygg í aðalrétt á aðfangadagskvöld. Það er komin hefð á þennan jólamat hjá okkur fyrir löngu. f forrétt verður kaldur rækjuréttur sem Hákon maðurinn minn útbýr jafnan. Eftirrétturinn er svo alltaf heimalagaður ís með möndlu og að sjálfsögðu möndlugjöf fyrir þann heppna,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. „Svo drekkum við auðvitað malt og appelsín með öllu saman.“ Veisluhöldin halda síðan áfram á jóladag með hefðbundnu hangikjöti í hádeginu og jóla- hlaðborði um kvöldið. Hvað með gamlárskvöld? „Við erum að mestu búin að skipu- leggja matinn á gamlárskvöld en við borðum alltaf með vinafólki okkar og þeirra bömum. Eins og venjulega verður kalkúnn með öllu tilheyrandi á borðum. Hvað verður í forrétt og eftirrétt er þó enn ekki afráðið," segir Bryndís Hlöðversdóttir. -aþ Falleqt og tært kristalsglas með 24 karata gullskreytingu. Glasið er gjöt við öll tækifæri -brúðkaup, afmæli, skírn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofl. -Einstakur minjagripur og liklega sa fallegasti. Tilboðsverð: 2 stk. i kassa kr:3.500.- m RISTALL MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 jólaundirbúningurinn i PCT desember. 25 a//o/?m orona veisiuoorojo sérvaliö hráefni fyrsta flokks meðhöndlun lágmarks fyrirhöfn KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640 Hátíðarmatseðill í Perlunni 31. desember Lvstauki á L hæð: Kampavín Vestfjarðakvíirtett (grásleppuhrogn, marhænuhrogn, silungahrogn og loðnuhrogn) og jarðarber. Forréttur: Grænmeti úr garði Levetzows greifa á Bessastöðum. MiHiréttur: Heiðasúpa úr norðlenskri rjúpu. Fiskréttur: Sjávargull úr Breiðafirði. Aðalréttur: Himnasending hertogans - önd undan Esjurótum með skógar- sveppum frá Hallormsstað. Eftirréttur: Finale frá menningarborgum Evrópu árið 2000, Reykjavík, Bologna, Santiago De Compostela, Helsinki, Bergen, Avignon, Bmssel og Prag. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona: „Um þessar mundir hangir tvítaöreykt hangilæri I glugganum hjá mér og við stelumst í það annaö veifið fram að jólum." Himnasend- Steimmn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona: ing hertogans Ganua árið verður kvatt og nýju heilsað í Perlunni eins og víðast annars staðar á árþúsundamótum. Þá verður Perlan undirlögð af hátíð- ardagskrá og kvöldverði i tilefni af því er Reykjavík tekur síðust níu evrópskra borga við titlinum Menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Margrétta matseðill verður á boðstólum fyrir matargesti og fjöl- breytt skemmtidagskrá verður einnig í gangi af þessu tilefni. Þar verður m.a. boðið upp á söng 90 manna kórs frá borgunum níu og verður þeim söng sjónvarpað um allan heim á vegum BBC. Klykkt verður út með mikilli flugeldasýn- ingu rétt í þann mund er gamla árið kveður. Þar verður skotið á loft flugeldum í litum menningarborg- anna níu, Reykjavík, Bologna, Santiago De Compostela, Helsinki, Bergen, Avignon, Brussel og Prag. Þórunn Sigurðardóttir er fram- kvæmdastjóri Reykjavík menning- arborg árið 2000. Hún segir að þessi hátíð í Perlunni sé formlegur hluti af opnun menningarársins. Undir- búningur að þessu menningarári hefur staðið í fimm ár. Formleg dag- skrá menningarársins hefst síðan í Reykjavík 29. janúar þegar Islend- ingar verða væntanlega búnir að jafna sig að mestu á jóla- og ára- mótagleðinni. Frönsk saffranfiskisupa og rjúpur „Ég ætla að hafa saffranfiskisúpu með kræklingi og laxi í forrétt á aðfangadag. Ég hef aldrei áður gert hana en ég smakkaði hana í París um daginn og hún var svo góð að ég ákvað að prófa hana í jólamatinn," segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik- kona. „Ég er alltaf með rjúpur í jólamatinn, með brúnuðum kartöflum, heimagerðu rauðkáli og ofnbökuðum perum. Svo er jólamöndlugrauturinn hennar ömmu Guð- rúnar algjorlega ómissandi á aðfangadag. Um þessar mundir hangir hins vegar tví- taðreykt hangilæri í glugganum hjá mér og við stelumst í það annað veifið fram að jól- um,“ segir Steinunn brosandi. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað verði í mat- inn á gamlárskvöld. Það verði þó örugglega villibráð, jafnvel hreindýr. „Það er ekkert mál að steikja villibráð. Maður þarf bara að hafa trú á sér og hugsa fallega til matar- gestanna. Annars klúðrast eldamennskan örugglega," segir Steinunn Ólína. -HG Menningarborgarmáls- verður í Perlunni á gamlárskvöld:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.