Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 jólaundirbúningtirinn í l> dCSCMtbCY. Fródlciknr Ber í rauðvíni Cabemet og Sauvignon er algeng- asta rauða vínberið. Vin úr þvi em ■ dökk og bragðmikil, með berja- bragði og geta verið tannisk. Þau geymast vel. Merlot er svipað og Cabemettið en er mildara og hefúr meiri ávaxtakeim. Merlot og Cabemet er blandað saman í vínum frá Bor- deaux en em algeng sitt í hvom lagi um allan heim. Pinot Noir er ilmríkt og fíngert, með miklum ávaxtakeim. Það er einkum notað við gerð Búrgundar- vína. Syrah er kraftmikil berjategimd úr Rónardalnum. Vinin geta verið krydduð og tannísk. í Ástraliu er það þekkt tmdir nafninu Shiraz. Þar em vinin mýkri og ávaxtarík- ari. Beaujolais Gamay er eina berja- tegundin sem notuð er við gerð Beaujolais vina. Beaujolais vín em framleidd með sérstakri aðferð sem kallast kolefii- isgeriun og felst í því að hluti beij- anna gerjast innan frá án tilstillis gersvepps. Þessi aðferð ljær vínun- um sérstakt bragð. Bestu Beaujolais vinin em Cm Beaujolais frá bestu hreppum hér- aðsins. Þeir em St. Armour, Juli- enas, Chenas, Moulin-a-Vent, Fleu- ne, Chiroubles, Morgon, Regine, Brouilly og Cote de Broully. Ber í hvítvíni Chardonnay gefur þurr og kraft- mikil vín með miklum ávexti. Það er upprunnið í Búrgundarhéraöinu en hefur breiðst út um allan heim. Riesling er algengt bæði þurrt og sætt. Vínið er sýmrikt og ferskt og geymist mjög vel. tJr Sauvignon Blanc em einkum gerð þurr vín, ilmrík og fersk. Þau bestu em úr Loir-dalnum í Frakk- landi eða Nýja-Sjálandi. Gewurztraminer hefur sérstakt bragð - þungan og kryddaðan keim. Vínin em oftast þurr. Mjög útbreitt í Alsace í Frakklandi. Hvítvin úr Chardonnav-brúgum: Flest efdrsóttustu hvítvin í heimin- um í dag em gerð úr Chardonnay- þrúgum. Vínin em þurr og bragð- mikil, oft með einkennandi smjör- keim, auk þess sem vínið er gjam- an bæði gerjað og þroskað í eik- artunnum. Chardonnay er upprunnið í Búrgundarhéraðinu í Frakklandi. Þar em gerð vin á borð við Chablis, Ouily-Fuisse auk hinna frægu vina frá Cote de Beaune: Meursault og Shassagne- og Puligny-Montrachet. Chardonnay gerir það gott víðar en í Frakklandi. í Kalifomíu og Ástralíu em líka gerð þróttmikil vín með miklum eikarkeim. (Heimild: ÁTVR) Falleqt og tært kristalsglas með 24 karata gullskreytingu. Glasið er gjöf.við öll tækifæri -brúðkaup, afmæli, skírn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofl. -Einstakur minjagripur og liklega sá fallegasti. Tilboðsverð: 2 stk. I kassa kr:3.500,- KRISTALL Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari á Hótel Holti, með „Rjúpu Ballantine" meö tilheyrandi meölæti og „Terrín" úr reyktum ál og humri, DV-MYNDIR PJETUR Vín með hátíðamatnum - ýmsar mjög góðar tegundir eru til sölu í ÁTVR, segir Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari sem undirbýr „gala" málsverð á nýársdag Hákon Már Örvarsson, mat- reiðslumeistari á Hótel Holti, er margverðlaunaður í sinni grein og eftir rúmt ár mun hann taka þátt í stórmóti í Frakklandi þar sem mat- reiðslumaður „Bocuse d’or“ verður valinn. Þetta er virtasta einstaklingskeppni í heiminum. íslensku keppendumir eru í úrvali frá 22 þjóðum sem komast í þessa keppni Eins og á fleiri hótelum og veitingahúsum, þá er meira lagt í mat á Holti um þessi áramót en oft- ast áður, enda árþúsundamót á dag- skrá. Það eru glæsilegir matseðlar á öll- um betri matsölustöðum um árþús- undamótin og þar verður í boði allt það dýrasta og besta sem hægt er að fá. Á Hótel Holti verður ekki boðið upp á hátíðaveitingar á gamlársdag, heldur verða þeim mun veglegri veitingar með „gala málsverði" á ný- ársdag, sem er sjö rétta matseðill. Þegar var uppselt í þennan málsverð fyrstu viku þessa árs og munu marg- ir af sömu gestunum frá því síðast taka þátt í þessum gala málsverði. Um 75 manns munu njóta veiting- anna á Hótel réttinn er mandarínusúpa með fló- aðri mjólk sem hjúpuð er yfir boll- ann sem súpan er borin fram í. Yfir þetta er „dassað“ með sætu sérríi. Eftirrétturinn er súkkulaðimús úr sérstöku súkkulaði sem flutt er inn af þessu tilefni. Þetta er borið fram með hvítum-súkkulaðisorbe og berjasósu. Verðið á þessum gala málsverði er 15.000 krónur á mann. Hvernig vín á að velja með mat? Hákon Már segir vín með mat skipta miklu máli og að val á réttum vínum sé mikil fræði. Þó veitinga- staðimir panti margir sjálfir inn sín eðalvín, þá eru ýmsar mjög góðar og boðlegar tegundir til sölu í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sem al- menningur á kost á aö kaupa á skap- legu verði. Hákon Már renndi yfir það sem þar fæst og dregur fram fyr- ir lesendur nokkrar tegundir af rauðvíni, hvítvíni og kampavíni sem hann gæti helst hugsað sér að hafa á borðum með hátíðamatnum. Vín með reyktu kjöti „Með hamborgarhrygg, hangikjöti og öðrum reyktum kjötréttum er klassískt að drekka appelsín og malt hér á íslandi. Það stendur alltaf fyr- ir sinu, en ýmsar bragðmiklar vín- Rauðvín Chateau Batailley 1992 er frá Bordeaux í Frakklandi. Meöalfylling, ilmríkt meö eikar- og tóbaks- keim. „Frábært vín, semjafnvel væri hægt aö drekka meö nauti og lambi, en þaö fer auðvitað svolítiö eftir matreiöslunni." 750 ml flaska kostar 2.620 krónur. Emest & Julio Gallio Turing Leaf Zinfandel 1996. Vínö hefur ríflega meöalfyllingu, góöur ávöxtur meö vanillukeim. Mjög góö kaup eru í þessu kraftmikla víni. 750 ml flaska kostar 1.090 krónur. Montes Alpha Cabernet Sauvignon 1996 frá Chile. Bragömikiö og ávaxtaríkt vín með mikiö beija- og eikarbragö. Nokkuö stamt. 750 ml flaska kostar 1.390 krónur. Holti þennan fyrsta dag árs- ins 2000. Sjö rétta máltíð ________________________ Meðal þess sem á boðstólum verð- ur er að fólki verður fyrst boðið að skála í kampavíni fyrir nýju ári. Þá er kavíar ásamt hörpuskel með reyktum laxi og vodka-riómafroðu. Síðan er frönsk gæsalifur með 100 ára Balsamik sérinnfluttu ediki og Soutemes marineruðum hvítum rúsínum. Þriðji rétturinn er humar- halar í eigin rómaðri sósu. Humar- inn er borinn fram á flauelsfinu kartöflumauki ásamt fínt skomu grænmeti og sósan freyðandi og fín. Fjórði rétturinn er „Fenniku seyði og tomat Flane" sem er til að róa bragðlaukana fyrir aðalréttinn. 1 að- alrétt er nautasteik. Það em ferskar svartar „vetrartrufflur" frá Frakk- landi sem sneiddar era yfir réttinn. Með þessu er Madeira soðgljái og nautakinnar sem Hákon segir að muni koma mjög á óvart. Eftir aðal- tegundir koma þó lika til greina," segir Hákon. Rauðvín: • Beringer North Coast Zinfand- el 1995 er framleitt í Kcilifomíu. Vínið hefur meðalfyllingu, eikar- bragð og bragð af kryddkenndum ávöxtum. Þetta vín býður líka upp á að vera borið fram með lambi og mjög krydduðum mat. 750 ml flaska kostar 1.520 krónur. • Emest & Julio Gallio Turing Leaf Zinfandel 1996. Vínð hefur ríflega meðalfyllingu, góður ávöxtur með vanillukeim. Mjög góð kaup em í þessu kraftmikla víni. 750 ml flaska kostar 1.090 krónur. Hvítvín: • Beringer Napa Valley Char- donnay 1997 er ættað frá Kalifom- íu. Það er frekar bragðmikið, þungt og höfugt, með eikar- og ávaxta- bragði. „Þetta er frábært vín fyrir mitt leyti," segir Hákon. „Það geng- ur með reyktum mat og þar sem not- aðar em rjómasósur og eins með skelfiski og humarforrétt- um og öðm slíku." 750 ml flaska kost- ar 1.690 krónur. • Pfafienheim Tokey Pinot Gris Reserve 1998 er frá Alsace í Frakk- Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 1995 frá Kaliforníu. Þetta er stamt, bragömikiö og þétt vín meö beija- og eikarbragöi. „Mjög gott vín. Þetta er meiri háttar gott vín og passar mjög vel meö villibráö og meö ostum í matargeröinni." 750 ml flaska kostar 1.790 krónur. landi. Þetta er vín með ríflegri með- alfyllingu, ferskt og höfugt. „Mjög aðgengilegt vin með reyktum mat og skelfiski." 750 ml flaska kostar 1.550 krónur. Vín með villibráð og ostum Rauðyín: • Lindemans Saint-George. Coonswarra Cabemet Sauvignon 1995. Bragðmikið vín með myntu- og berjakeim. Sýrurikt og er ættað frá Suður-Ástralíu. 750 ml flaska kostar 2.160 krónur. • Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 1995 er ættað frá Kali- fomiu. Þetta er stamt, bragðmikið og þétt vin með berja- og eikar- bragði. „Mjög gott vín. Þetta er meiri háttar gott vín og passar mjög

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.